Morgunblaðið - 10.07.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.07.1966, Blaðsíða 11
Sunnudagur 10. júl? 1968 MORCU NB LADÍD 11 Úr Austur-Skagafirði ' Bæ, Höfðaströnd, 3. júlí. ’IÚÐAftFAR hefir verið frekar kalt undanfarið og meiri úrkom- ur en oft áður á þessum árstíma. Ekki er haegt að segja að spretta sé góð, þó á nokkrum stöðum sé ibyrjað að slá og eru það þá aðal- lega blettir, sem varðir hafa ver- ið fyrir skepnum. Er því ekki von til að mikill heyskapur verði ef ekki breytist til hlýinda á næstu dögum. Kal er líka óvenju mikið á flötum túnum svo að víða skiptir hekturum sem ekki kemur til nota á þessu sumri. Kartöflur er allstaðar búið að Telpnaskór hvítir og mislitir. Laugavegi 116. Skrifstofustúlka Viljum ráða skrifstofustúlku, sem vön er vélritun og öðrum algengum skrifstofu- störfum. — Enskukunnátta æskileg. RAFHA - Hafnarfirði Vegna sumarleyfa verður verksmiðja vor lokuð frá og með 13. júlí til 8. ágúst. RAFHA — Hafnarfirði Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 22. og 24. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966 á hluta í Grettisgötu 71, hér í borg, þingl. eign Ewalds Berndsen, fer fram eftir kröfu Jónasar A. Aðalsteinssonar lögfr. f.h. Árna Guð- jónssonar, á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 14. júlí 1966 kl. 3,30 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 74. og 76. tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1965 og í 1. tbl. þess 1966 á hluta í Bræðratungu við Holtaveg, viðbv-ggingu, talin eign Jónu Ágústs- dóttur, fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka íslands á eigninni sjálfri, föstudaginn 15. júlí 1966, kl. 3,30 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 22. og 24. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966 í hluta í Háaleitisbraut 40, hér í borg, talin eign Friðriks Lindberg, fer fram eftir kröfu Guðlaugs Einarssonar hrl. og Jóns N. Sig- urðssonar hrl. á eigninni sjálfri, föstudaginn 15. júlí 1966, kl. 10 árdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. setja í jörðu þó seinna kæmust þær í mold en oft áður. Fyrst eftir að ísa tók af Höfðavatni var dágóð silimgsveiði af mjög vænum og feitum silungi en nú síðan kuldar voru daglega hefir lítið . aflast, sömu sögu er að segja af veiði í sjó, þar hefir ver- ið óvenju lítil umferð í vor. Valgarð Björnsson, héraðslækn ir á Hofsósi, var með nokkurt laxaklak í vetur sem heppnaðist vel. Sleppti hann í vor nokkrum þúsundum seiða í læk sem renn- ur í Höfðavatn en það er nú opið ti.1 sjávar, einnig sleppti hann nokkru í Hrolleifsdalsá í Fells- hreppi. Aukinn áhugi er nú um ræktun vatnsfalla hér í austur- sýslunni, og hefir nú verið sett seiði í þær flestar. Fimmtánda júní var leyfð dragnótaveiði hér á Skagafirði eins og víðar. Afkoma fólks við sjávarsíðuna byggist mikið á aflabrögðum, en enn sem komið er, er ekki unnið í frystihúsunum nema annan hvorn dag vegna aflabrests. Sumir kenna þessa ördeyðu dragnótinni ,sem skefur brotinn og. fælir burtu, en hér er verið að afla sem mest af hrá- efni svo að fólkið og fyrirtækin geti lifað. Miklar breytingar hafa orðið að undanförnu hér í austursýsl- unni. Við höfum misst öndvegis- fólk í dauðann. Breyting varð á framkvæmdastjórastarfí við kaupfélag Austur-Skagfirðinga þar sem Geirmundur Jónsson, sem verið hefir framkvæmda- stjóri í 11 ár, hættir en tekur að sér útibússtjórastarf við Sam- vinnubankann á Sauðárkróki. Við kaupfélaginu tekur gjaldkeri félagsins Tryggvi Eymundsson. Hreppsnefndarkosningar eru nýafstaðnar með nokkrum breyt- ingum á mannaskipan. Verið er að byggja myndarlegt félagsheimili á Hofsósi og næst- um lokið byggingu á stóru véla- verkstæði, sem Fjólmundur Karls son er að byggja. Töluverð um- ferð er um vegina en þó ekki eins og vænta mætti þar sem síld er ennlþá treg hér á Norðurlands- höfnum og því minna um fólks- flutninga. Mjög mikill undirbún- ingur er á Hólum í Hjaltadal undir væntanlegt hestamannamót um miðjan júlí. Er búizt við geysifjölmenni þá mótsdaga. Úrslit hreppsnefndakosninga í þrem hreppum í Austur-Skaga- firði: Akrahreppur. Einn listi sameiginlegur. Hreppsnefndar- menn eru: Jóhann Jóhannesson Silfrastöðum, Magnús Gísiason Vöglum, Frosti Gíslason Frosta- stöðum og Frímann Þorsteinsson Brekkum. Sýslunefndarmaður: Konráð Gíslason Frostastöðum. Hólahreppur: Af 93 kjósendum á kjörskrá kusu 56. í hrepps- nefnd eru: Guðmundur Stefáns son Hrafnhóli, Bergur Guð- mundsson Nautabúi, Guðmundur Gunnlaugsson Hofi, Guðmundur Ásgrímsson Hlið og Trausti Páls- son Laufskálum. Sýslunefndar- maður Páll Þorgrimss. Hvammi. Viðvíkurhreppur: Björn Gunn- laugsson Brimnesi, Sigurmon Hartmannsson Kolkuósi, Gísli Bessason Kýrholti. Kristján Hrólfsson Hofdölum og Kristján Einarsson Enni. Sýslunefndar- maður: Bessi Gíslason Kýrholti. Aðalfundur Búnaðarsambands Skagfirðinga var haldinn á Sauð árkróki 1. og 2. júlí sl. Mættir voru þar íulltrúar frá öllum búnaðarfélögum sýslunnar auk stjórnar og ráðunauta. Búnaðar- sambandið er orðið öflugt og vinnur stórvirki á hverju ári. Síðastliðið ár var unnið með 5 skurðgröfum, 5 jarðýtum og dráttarvélum. Dráttarvélareikn- ingur varð 3 milljónir 164 þúsund en skurðgröfureikningur 4 millj. 240 þúsund. Keyptar voru vélar fyrir röskar 3 milljónir. Auk ýmiskonar st'arfa við jarðvinnslu Framh. á bls. 21. Útgerðarmenn — Shipneigendur Eftirlit með viðgerðum, breytingum og nýsmíði skipa. Önnumst tjónskröfur og fl. RAGNAK BJARNASON, Skipaeftirlit, Tryggvagötu 2 Hamarshúsi — Símar 19524—40547. Tilboð óskast í eftirfarandi notaðar bifreiðir og vélar: Vörubifreið, International, árgerð 1959. Vörubifreið, International, árgerð 1957. Vörubifreið, Mercedes Benz, árgerð 1955. Vélskófla, % cub. yd. með tækjum. Vélskófla, % cub. yd. með tækjum. Bílkrani með dragskóflu. FólEsbifreið, Buick-station, árgerð 1955. Fólksbifreið, Ford, árgerð 1959. Mokstrarvél. Hrærivél. Tækin verða til sýnis á vélaverkstæði voru, Suður- landsbraut 32, næstu daga. — Tilboðum óskast skil- að fyrir 17. júlí nk. Almenna Byggingafélagið h.f. Timpson karlmannaskór — nýtt úrval. Hárgreiðslukonur Hárgreiðslukona óskast (gott kaup). — Upplýsing- ar í sima 12781 milli kl. 7 og 9 í kvöld og næstu kvöld. Stúlka óskast á blaðaafgreiðslu vora. — Næturvinna. — Upplýsingar á mánudag kl. 9—11 f.h. TELPU OG KVEN GÖTUSKÓR Skóhúsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.