Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1967. 19 Stdrbrunar í Reykjavík í rúma hálfa öld MESTI BRUNI síðan 1915, segja margir er þeir tala um brunann í Lækjargötunni í fyrrinótt. Það er tilefni þess að við fórum að rifja upp nokkra eldsvoða sem orðið hafa á þessum tíma. Hér á eftir er sagt frá fjórum, þ. e. eldsvoðanum ‘mikla 1915, Jónatans- brunanum svokallaða 1920, Hótel íslands-brunanum 1944 og brun- anum á Amtmannsstíg 1946. En fleiri stórbruna í Reykjavík mætti nefna, svo sem brunann á Spítalastíg 9 veturinn 1921, þar sem maður fórst, Skólavörðustíg 45 á gamlárskvöld 1926, brunann á Lokastíg 14 árið 1934, þegar eitt hús brann alveg og tvö skemmd- nst, brunann á Grettisgötu 46, er stórt hús brann til grunna og önnur skemmdust í apríl 1935, Bergþórugötubrunann í október 1937, þar sem tveir menn fórust, Sjóklæðagerðarbrunann 1941, Laugarnesspítalabrunann 1943, Kirkjustrætisbrunann 30. des. 1947, er tvö hús brunnu að mestu, eldsvoðann á Bergstaðastræti 70 árið 1948, er húsið brann til grunna, svo og í Borgartúni 7, árið 1949, og skemmst er að minnast ísagabrunans, þar sem miklar spreng- ingar urðu. Ekki verður þó farið nánar út í þetta að sinni, aðeins sagt frá þeim eldsvoðum, sem virðast eftirminnilegastir, eins og sjá má af viðtölum í blaðinu. Eldsvoðinn mikli 1915. Árið 1915 varð mesti bruni sem orðið hefur í Reykjavík fyrr og síðar, en þá brunnu 12 ihús, flest til kaldra kola og tveir menn brunnu inni. Eldurinn kom upp í Hótel Reykjavík og breiddist síð- *n út um miðbæinn. Þetta gerðist aðfaranótt 25. •príL Hafði staðið yfir brúð- kaupsveizla í Hótel Reykjavík og voru síðustu veizlugestir, Ól- »fur Björnsson og Eggert Briem og konur þeirra að fara undir kl. um nóttina, er þau sáu skyndi- lega utan frá að logar stóðu ét. úr húsinu. Það skipti engum togum að svo sem 5 mínútum síð- ar stóð allt hótelið í björtu báli. Hótel Reykjavík stóð við Austur- stræti nr. 12 og virtist í fyrstu húsunum vestan við það, Her- dísarhúsi og ísafoldarprent- amiðju, mest hætta búin. Var Kgð áherzla á að verja þau, en þá breyttist vindáttin skyndilega og sú vindstöðubreyting varð til þess, að kviknaði í öllum húsun- «m gegnt Hótel Reykjavík, norð- an við Austurstræti. Áður var kviknað í Vöruhú'sinu, sem var áfast við Hótel Reykjavík, að austanverðu. Breiddist eldurinn síðan ört í mörg hús. En mönn- iwn kom vindstöðubreytingin svo é óvart, að í fyrstu höfðu börn ©g húsmunir úr ísafoldarprent- smiðju verið flutt yfir í Ingólfs- bvoL ílvo var eldhafið óskaplegt, eegir í ísafold á þessum tima, að eigi tók nema svo sem 1—1% klukkustund fyrir eldinn að ráða niðurlögum allra húsanna. Brunnu 10 hús alveg, ellefta hús- K (Ingólfghvoll) brann mikið og það tólfta (Pósthúsið) úkemmdist mikið. Húsin, sem brunnu alveg voru: Hótel Reykja vík við Austurstræti 12, þar sem Margrét Zoega rak hótel. Vöru- húsið í Austurstræti 14, þar sem voru vefnaðarvöruverzlun Th. Thorsteinsson og Ijósmyndastofa Sigríðar Zoéga. Þá var Verzlun- in Godthaah, þar sem „Milljóna- félagið" hafði verið til húsa. Her- dúarhús, kennt við ekkjufrú Herdísi Benediktsson, en þar rak nú Hjálmar Guðmundsson verzl- stofur Johns Fengers. Þar næst fyrir vestan var vöruhús Gunn- ars Gunnarssonar í Austurstræti og að auki kjötbúð Milners og Frederiksens og fór það hús í eldinum. fbúðarhús og verzlun Gunnars Gunnarssonar við Hafnarstræti brann svo fljótt að heimafólk Gunnars komst sumt eigi út nema klæðalítil og stóð hann uppi húsnæðislaus með 20 manns í heimili. Þá fór Edinborg arhúsið nýrra með vefnaðar- vörudeild verzlunarinnar og Eimskipafélagsskrifstofunum uppi. Og í Gamla Edinborgar- húsinu brunnu miklar vöru- birgðir. Fisksöluhús Gísla Hjálm arssonar stóð norðan megin Hafnarstrætis og brann. Og í Ingólfshvoll, stórhúsið í Hafnar- stræti 14, skemmdist mjög mik- ið. Kemst ísafold að þeirri niður- stöðu að eignatjónið hafi numið milli 1 millj. kr. og 1300.00 kr. f sambandi við brunann í IngólfShvoli varð það slys að Guðjón úrsmiður Sigurðsson beið bana. Réðist hann til upp- göngu í húsið til að taka á móti vatnsslöngu um háaloftsglugga, en komst ekki út úr húsinu aftur. — Uppi á háalofti i Hótel Reykjavík svaf vinnu- maður frú Zoéga, Runólfur Steingrímsson og fórst hann þar. En ekki mátti miklu muna að miklu meira manntjón yrði, því þegar Eggert Briem kom inn í Eldsvoðinn við Amtmannsstig. Slökkviliðið vinstri rústirnar af Amtmannsstíg 4. við KFUM, til en það var eitt stærsta húsið við Laugaveginn, eign Jónatans Þor- steinssonar stórkauþsmanns. Hús ið var tvílyft timburhús með út- byggingu, einnig tvílyftri. Eldur- inn kom upp um kl. 6,30 um kvöldið, og brann húsið til kaldra kola á hálfri þriðju klst. Þetta var talinn mesti bruni í HZtcl Island skömmu áður en byggingin hrundi alveg. un, og einnig var þar kaffisala. Landsbankinn skemmdist mik- ið, en tjón varð ekki veru- legt á ákjölum bankans eða fjár- munum. Þá var hús Natihans & Olsens, þar sem var vefnaðar- vöruverzlun Egils Jacobsen, en uppi Natihan & Olsen og skrif- húsið og tilkynnti um brunann, vissi það enginn innanhúss og eftir það fuðraði húsið upp á skammri stundu. Jónatansbruninn: Mikill eldsvoði varð 26. júlí 1920, er Laugavegur 21 brann, taufítr 1 JJ,,: 1 é»». ik. . . „ , r w\l' glj, ,,, Reykjavík brennur 1915. Hótel Reykjavík og Austurstræti 14 eru brunnin og í gegnum reyk- inu sést í Landsbankanu aleida. Framarlega sjást logarnir frá þaki Ingólfshvols. Reykjavik síðan í marz 1915, sem segir frá hér á undan. í aðalhúsinu voru sölubúðir Jónatans Þorsteinssonar og Krist ins Sveinssonar, en íbúðir á efri hæð. Þar bjuggu um 40 manns, er allt missti heimili sín og eig- ur. í útbyggingunni voru vinnu- stofur þriggja húsgagnasmiða, þeirra Kristins Sveinssonar, Guð laupgs Waage og Lofts Sigurðs- sonar, en talið var að eldurinn hefði kviknað út frá límbræðslu- ofni í vinnustofu hins síðast- nefnda. Allt brann sem brunnið gat í húsgagnavinnustofunum, en allmiklu tókst að bjarga af varn- ingi úr verzlununum. Slökkviliðið átti í erfiðleikum vegna vatnsskorts, en þó tókst að bjarga nærliggjandi húsum, sem voru í mjög mikilli hættu. Má þar nefna verzlunarhús Marteins Einarssonar & Co., sem var sambyggt Jónatanshúsinu. — Brunaveggur var á milli hús- anna, er varð til bjargar, en þó var á honum gat, er eldurinn komst um, en slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum hans. Þá urðu nokkrar skemmdir á húsi Jóns Bjarnarsonar kaupmanns, og húsum handan götunnar. Hús þetta var byggt á árunum 1903—4 og bætt ofan á það 1908. Það var 33 álnir á lengd og 24 á breidd. Hótel íslands bruninn Eitt stærsta timburhús í Reykjavík, Hótel ísland, brann 2. febrúar 1944. Fjöldi manns var í húsinu, er eldurinn kom upp, og björguðust flestir út á nær- klæðunum, naumlega þó, en lik eins manns fannst daginn eftir í rústunum. í Mbl. er m.a. sagt svo frá brunanum: ,.Hótel ísland varð alelda svo að segja á augnabliki. Var lengi tvísýnt um, hvort takast mætti að bjarga næstu húsum. Bálið var svo mikið að það lýsti upp nágrennið og hitinn var óskap- legur. Vindur var allmikill af norð- vestri og stóð á tvö timburhús, Hótel Vík í Vallarstræti og Verzl un Brynjólfs Bjarnasonar. En lengi voru timburhúsin í Aust- urstræti, fyrir austan Hótel ís- land og Aðalstræti 8, einnig í hættu. Var fólki í þessum húsum gert aðvart og allt verðmætt borið út, eftir því sem tök voru á.“ Eldurinn kom upp klukkan rúmlega 2 um nóttina. Dóttir gistihúseigandans varð hans fyrst vör, en eldsupptök urðu á efstu hæðinni. Var slökkviliði gert að vart og fólk vakið. Flestir björg uðust á náttklæðunum einum og svo að segja engu var bjargað af eigum manna. Fáeinir gátu grip- ið með sér tösku. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang, var húsið alelda á efri hæð um og logaði út um glugga. Fólk ið, sem bjargaast hafði úr eldin um stóð fáklætt á götunni, en lögregluþjónar fluttu það úr kuldanum á - lögreglustöðina. Fljótlega varð auðséð að húsinu yrði ekki bjargað og beindu slökkviliðsmenn slökkvistarfinu að því að bjarga nálægum húsum. Svo mikill var hitinn srf eldinum að rúður sprungu í nær liggjandi húsum. Daginn eftir kom svo í ljós að ungur maður, Sveinn Stein- dórsson frá Hveragerði. hafði brunnið inni á annari hæð, og fannst lík hans undir þar sem herbergi _hans hafði verið. Hótel ísland var eitt stærsta timburhús bæjarins. Austurhluti þess var byggður 1882, en eins og það var er það brann, var það byggt 1901. Auk þess sem þar var hótel, voru í húsinu verzlan ir, Vöruhúsið og Gefjun og KFUM hafði þar bækistöð. Brann þessi stóra bygging alveg til grunna þessa febrúarnótt. Bruninn á Amtmannsstígnum Aðfararnótt hins 18. nóvem- ber 1946 kom upp eldur í hús- inu Amtmannsstígur 4. Brann húsið til ösku og einnig húsið nr. 4A. Um tíma voru 8 önnur hús í hættu, en með frábærum dugnaði tókst slökkviliðinu að bjarga þeim lítt skemmdum. í Morgunblaðinu 19. nóvember segir m.a. svo frá brunanum: \ Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.