Morgunblaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 1
54. árg. — 118. tbl. ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1967 Framsókn staðin að atvinreukugu n: KAUPFELAGSSTJORIHOTAR FÚLKI BROTTREKSTRI ÚR Prentsmiðja Morgunblaðsins SÁ fáheyrði atburður gerðist s.l. föstudag, að kaupfélags- stjórinn á Fáskrúðsfirði, Guð- jón Friðgeirsson, hótaði æsku fólki á staðnum brottrekstri úr starfi hjá kaupfélaginu, ef það tæki þátt í stofnun félags ungra Sjálfstæðismanna á Fá- skrúðsfirði en stofnfundur þess átti að vera s.l. föstu- dagskvöld og hafði verið aug- lýstur í útvarpinu fyrr um daginn. Vegna hótana kaup- félagsstjórans var stofnfund- inum frestað. 1 Um helgina hitti frétta maður Mbl. að máli sumt af því æskufólki, sem hótað var brottrekstri úr starfi ef það gengi í fyrir- hugað félag ungra Sjálf- stæðismanna. Þetta unga fólk staðfesti í öllum atriðum þá frétt, sem hér er birt og skýrði einnig frá, hvar og hve- nær viðræður við einstök ungmenni og aðstand- endur þeirra hefðu átt sér stað. Þetta unga fólk bað Morgunblaðið, að nöfn þess væru ekki birt, þar sem því þótti þá sem atvinnuöryggi sínu væri stefnt í hættu. Hefur Mbl. að sjálfsögðu orðið við þessari ósk imga fólksins. Ndk'krir ungir menn á Fá- skrúðtsfirði hölfðu að eiigin frumkvæði tekið sig saman um að stofna félag ungra Sjálfetæðiismanna á staðnum ag höfðu þeir safnað 24 stofn- félögum á félagaskrá sem er nægilega margt til þess að félagið yrði lögQega stofnað. Átti stafnfundurinn að vera á föötudagstkvöld. Kaupféla,gs- stjórinn á Fáskrúðsfirði skýrði þá nokkrum sitofnfélög um og aðstandendum þeirra frá því, að þeim sem tækju þátt í félagsstofnun ungra Sjálfstæðisimanna yrði vikið úr starfi hjá kaupfélaginu. Kaupfélagið á Fáskrúðs- firði er langstærsti atvinnu- rekandi staðarins, rekur verzlun, sláturhús, frystihús, Eysteinn var á Fáskrúðsfirði daginn áður en Framsóknarmenn beittu atvinnukúgun. sxldarbræðslu og síldarsölt- unarstöð. Eiga því Fáskrúðs- firðingar afkomu sína að verulegu leyti undir kaupfé- laginu og sú aðstaða hefur nú verið notuð með ósvífnum hætti. Á fimmtudag voru Eysteinn Jónsson og fylgdarmenn hans á ferð á Fáskrúðsfirði og er ástæða tii að ætla að þá hafi verið tekin ákvörðun um það ofbeldi, sem kaupfélagsstjór- inn á staðnum var síðan lát- inn framkvæma, enda hafði stofnfundurinn verið auglýst- ur á sltaðnum og tmdirskrift- arlisti gengið milli unga fólksins. Þessi ofbeldisverfonaður sýnir glögglega star&aðferð- ir Framisóknanmanna, þar sem áhrif þeirra eru mest og þar sem þeir í skjóli peninga valds drottna yfir fólkinu og það verður að sitja og standa eins og Framsóknarforingj- unurn þóknast. Þessi atburð- ur sýnir einnig herfiilega og ósvífna misnotkun Framsókn arflokkisins á samvinmuhreyf- ingunni og er því miður efoki einsdæmi. Með þessu athæfi hefur gamla Framsóknaraft- urihaldið sýnt sitt rétta and- liit en sá tími er vonandi runn iinn upp á íslandi, að ekki sé lengur hægt að beita fólk at- vinnukúgun. Ólafur Bergiþórsison, kenn- ari, sem var einn þeirra, er stóðu að stofnun „ Félags ungra Sjál&tæðismanna á Fáskrúðsfirði" komst m. a. þannig að orði, er blaðam. Mbl. spurði hann um mál þetta: Kaupfélagsstjóri Framsóknar á Fáskrúðsfirði i samtali við IVfbl.: ...þá er mér að mæta... þá rek ég þá... FKÉTTAMAÐUR Mbl. fór til Fáskrúðsfjarðar um helgina til að kanna af eigin raun, hvað lægi að baki þeirri frétt, að kaupfélagsstjórinn á staðnum hefði hótað nokkr- um starfsmönnum uppsögn, ef þeir gengju í félag ungra Sjáifstæðismanna, sem fyrir- hugað var að stofna. Skömmn fyrir hádegi á sunnudagsmorguninn knúð- um við dyra hjá kaupfélags- stjóranum á staðnum, Guð- jóni Friðgeirssyni, og þegar við höfðu skipzt á kurteisis- kveðjum, hófst viðtalið: Blm.: Ég er kominn hing- að frá Morgunhlaðinu til að spyrja þig um þær sögur, er hér ganga fjöllum hærra, að þú hafir hótað starfsfólki upsögn, ef það gengi, í félag | ungra Sjálfstæðismanna. rKaupfélagstj.: Mér þyk lr vænt um að þú kem- ur til mín til að spyrja um þetta og ég hef ekkert á móti því að skýra frá því. Ég veit, t því að ég er umdeildur fyrir þá afstöðu, sem ég tók. J]n nlfn skoðun er sú, að það sé ekki hægt að vera starfsmaður í kaup- félagi og agitator fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta vil ég að komi skýrt fram. Blm: Þér er óhætt að treysta því, að ég mun hafa þetta rétt eftir. Kaupfélagstj.: Ég vii ennfremur taka það fram, að ef á að nota kaupfé- lagið sem áróðursstöð fyrir íhaldið, þá er mér að mæta. Ef á að fara að reka áróður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kaupfélaginu og ala þar upp eitthvert póli- tískt hreiður, hvað á ég þá að gera við fólkið? Ef á að rækta upp Sjálf sta:ðisflokkinn af starfs liðinu hjá mér, þá rek ég það eða fer sjálfur. Andspænis kaupfélags- stjórahúsinu, hinu megin við götuna býr sveitarstjórinn á Fáskrúðsfirði, Jón Erlingur Guðmundsson sem er einn helzti forsvarsmaður Fram- sóknarflokksins á staðnum. Okkur langaði einnig til að heyra hans álit og hann tók beiðni um viðtal við Morgun- blaðið vel og bauð okkur til stofu. Við spurðum hvað hann vildi segja um þessa at- burði. Hann sagði: — Ég er ekki vanur að taka afstöðu til slíkra hluta, en ég sé engin skynsamleg rök fyrir því, að fólkið hætti við að stofna félagið. Það er áróð- ur, að Guðjón kaupfélags- stjóri hafi komið í veg fyrir að fundurinn væri haldinn. Það er til fleira fóik en starfs- fólk kaupfélagsins. ()g a{ hverju segir þetta fólk ekki upp úr því að það vill ganga í félagið. Mér finnst aumingjaskapur í Sjálf stæðismönnum að mæta ekki á fundinum, en barma sér í þess stað yfir því að það sé vondur maður þarna niðri í kaupfélagi. yjg skulum segja, að kaupfélags- stjórinn hafi þrúgað tvær til þrjár mann- eskjur, en és er viss um að hann hefði ekki sagt einum einasta manni upp. Hefði Guðjón ætlað sér að reka einhverja Sjálfstæðis- menn, þá gat hann verið bú- inn að því. Veikleiki Sjálf- stæðismanna liggur í því, að þeir hafa ekki nógu dug- mikla forustu til að berjast, en gugna í þess stað á þvi að halda fundinn. Heiðarlega baráttu hefur enginn neitt við að athuga. — Við sáum ofokur ekki annað fært en afboða fundinn þegar kaupfélagssitjórinn hafði hótað unga fólkinu að segja því upp starfi, ef það gengi í félagið. Við vildum efoki situðla að þvi að þetta unga fólk stæði uppi atvinnu- laust allt í einu, en hér á Fá- skrúðsfirði á allur þorri manna afkomu sína að ein- hverju leyti undir kaupfé- laginu. En hitt er mér óskiljan- legt, hvemig þessir menn geta talið sig lýðræðissinna, menn, sem mismota aðsitöðu sína svo herfilega í pólitísk- um tilgangi. Þessi framkoma kaupfélagsins gagnvart unga fólkinu, sem ætlaði að ganga í félag ungra S j álfstæðis- manna hér á staðnum, mælisit mjög illa fyrir hér. Margeir Þórormsson, sím- stöðvarstjóri á Fáskrúðsfirði, er einn helzti fyrirsvarsmað- ur Sjálfstæðismanna á staðn- um og hreppsnefndanfúlltrúi Sj álfetæðisflokksins. Við | spurðum hann um hans álit á þessum atburðum. Margeir sagði: — Mér virðist, að nú hafi Framsóknarmenn sýnt sitt rétta andlit. Þetta andlit hafa þeir ekki þurft að sýna opin- berlega hér fyrr, þeir hafa verið hér svo til allsráðandi. Þegar unga fólkið var að stofna sitt eigið félag, þá ruku þeir til og þá kom rétta and- litið í ljós. En þeir hafa hald- ið fólkinu svo hræddu við at- vinnukúgun að það hefur yf- irleitt ekki þorað að láta skoðanir sínar uppi. Það gengur mörgum illa að trúa því þegar gamlir Sjálfstæð- ismenn eru að tala um það, að Sjálfetæðismenn hafi ver- ið svo kúgaðir hér um slóðir, að þeir hafi ekki þorað að flíka skoðunum sínum. En nú er það komið fram, að þessir menn hafa ekki verið að tala út í hláinn. Raunverulega hygg ég, að þetta mál brjóti þá fjötra, sem hér hafa legið á um árabil, því að alrnenn- ingsálitið hlýtur að snúast gegn Framsókn í þessu máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.