Morgunblaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JOL! 1967 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: iRitstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá. Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími lO-ilOO. Aðalstræti 6. Sími 02-4-80. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. UPPBLÁSTUR OG LANDGRÆÐSLA IJornar heimildir skýra frá * því, að ísland hafi ver- ið gróðursælt land, þegar for- feður okkar kynntu sér hér landkosti á fyrstu árum Is- landsbyggðar. Er jafnvel tal- að um, að landið hafi verið . skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Má vafalaust telja að birkið hafi sett miklu meiri svip á landið, en nú er. Enda er það svo að birki klæðir landið bezt, þar sem það hef- ur náð góðum þroska, og ættu skógræktarmenn að leggja áherzlu á tilraunir í þá átt að kynbæta það, svo unnt sé að ná betri árangri í birkiræktun en verið hef- ur. Verður þetta látið nægja um skógrækt að sinni, enda mikið um það mál rætt að undanförnu. Þó er enginn vafi á því, að hún á eftir að setja mikinn og fagran svip á land okkar, en gæta verður þess vandlega að það verði gert á réttum stöðum. Til dæmis eru flestir sammála um, að skógrækt eigi ekki við á stöðum eins og Þingvöllum; skógrækt á að miða að því að að klæða landið, gera það hlýlegra, en breyta ekki sér- kennum þess. Gróður hefur verið miklu meiri hér á landi áður fyrr en nú er. Um það þarf engum blöðum að fletta. Undan- farnar aldir og áratugi hefur hann verið á stöðugu undan- haldi, en þó hafa á síðari ár- um verið gerðar ítarlegar tilraunir til að stemma stigu við því, að landið blési upp. Hefur góður árangur náðst með sandgræðslu og er von- ’ andi að henni takist að hefta þann uppblástur, sem herjað hefur í byggð. Mikla athygli vakti ,ferð sem hópur ungmenna úr héraðssambandinu Skarp- héðni fór upp í Biskups- tungnaafrétt undir stjórn Ingva Þorsteinssonar, magist- ers. Sáðu þeir þar um 1 tonni af grasfræi og báru á 8 tonn af áburði. Er þess að vænta að þetta sjálfboðastarf eigi eftir að bera ríkulegan ávöxt, hefta uppblástur og breyta . sandauðnum í grænar lendur. Biskupstungnaafrétturinn er einna verst farni afréttur á landinu, hvað snertir gróð- ureyðingu og uppblástur. Ingvi Þorsteinsson segir, að samkvæmt gróðurkortum, sem gerð voru af svæðinu fyrir nokkru, sé aðeins um % af flatarmáli þess svæðis sem afrétturinn tekur yfir, gróið land, en lítill vafi leiki á því, að þar hafi verið miklu meiri hluti lands gróið áður fyrr. „Gróðureyðingin hefur ver- ið geysilega ör á þessu svæði,“ segir hann, „enda ekkert gert til að hindra eða draga úr þeirri þróun. Af- rétturinn var kortlagður fyr- ir 10 árum og sé gróðurinn nú borinn saman við það sem þá var, kemur í ljós, að á þessum eina áratug hafa margir tugir, ef ekki hundr- uð hektara gróins lands horf- ið, og eftir stendur aðeins blásið örfoka land — eins og maður getur ætlað að það hafi verið að ísöld nýlok- inni.“ En Biskupstungnaafréttur er ekkert einstakt fyrirbrigði. Mikill uppblástur er víða um Suðurland og hvergi meiri en þar, og þarf að stórefla bar- áttuna gegn honum. Fyrst þarf að treysta aðstöðuna með því að hefta hann, síðan þarf að láta til skarar skríða og hefja gagnsókn. Það hlýt- ur að vera eitt af hlutverk- um þeirrar kynslóðar, sem nú lifir á íslandi, að græða upp land sitt, gera það hlýrra og betra og nota til þess öll þau meðul, sem hún hefur yfir að ráða. Við eigum að leysa landið úr herkví örfoks og eyðisanda og sækja fram til sigurs fyrir gróður og græn- ar sléttur. Engin barátta sýn- ir jafn vel trúna á landið og sú sem háð er á þessum víg- stöðvum. Þeir sem þarna vinna af kjarki og áræði munu eiga mikinn þátt í því, að íslenzk æska erfi betra land en nú er. VORMENN ÍSLANDS |7 kkert hlutverk ætti að ** vera ungmennafélögum jafn samboðið og það að ná aftur því landi, sem eyðilegg- ingin hefur lagt undir sig. Margir ungmennafélagar hafa bæði reynslu og þekk- ingu á störfum sem þessum. Og gleðin yfir því að bera gróðurinn fram til sigurs við erfið skilyrði er meira virði en öll veraldleg gæði. Jóhann es Sigmundsson, form. héraðs sambands Skarphéðins, segir í samtali við Morgunblað- ið: „Ég held að allir þátttak- endur hafi verið ánægðir með ferðina, sem segja má að hafi jafnframt verið skemmti ferð. Nú er bara vonandi að þetta starf beri árangur. Við höfum áform um að fara í fleiri slíkar ferðir, þótt ekki dreka, sem skemdist af völd- um sprengju, er Egyptar höfðu lagt á eystri bakka Súezskurðarins, Þessi mynd var tekin í Kant- ara við Súezskurð 4. júlí sl. Hún sýnir ísraelskan skrið- Skozkir hermenn úr her Breta á morgunæfingu dag- inn eftir að þeir tóku sér slöðu í hinu svonefnda gig- svæði í Adenborg. Þeir voru fyrstu brezku hermennirnir, sem fóru inn á svæðið frá því 20. júni sl. er tólf brezk- ir hermenn voru drepnir. verði í sumar. Ingvi leggur áherzlu á, að á næsta ári verði borinn meiri áburður á þau svæði, sem nú var sáð í, og er ætlunin að svo verði gert. Við vonum líka að fleiri ungmennafélagar komi á eft- ir, því að verkefni við land- græðsluna eru næg, hvar sem er á landinu.“ Vonandi verður unnt að ná góðum árangri í baráttunni við uppblástur og gróðureyð- ingu. En til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að vinna skipulega að málum þessum og á allan hátt vís- indalega. En málið er í hönd- um sérfróðra og ágætra vís- indamanna. Þeir gera sér ljóst, að árangur af sáningu er ekki nógu öruggur enn sem komið er. Þó ástæða sé til þess að hvetja menn að hefja sem fyrst gróðursetn- ingu á hálendinu, er auðvitað óráðlegt að gera það fyrr en góðar plöntur eru fyrir hendi og verður nú áherzla lögð á að afla þeirra. Það þarf að safna íslenzkum tegundum, velja og kynbæta þær og framleiða síðan þau fræ, sem heppilegust eru. Einnig er nauðsynlegt að safna plönt- um frá nágrannalöndunum og reyna þær hérlendis og finna þannig á vísindalegan hátt, hverjar helzt koma til greina og eru sigurstrangleg- astar. En hvað sem því líður, þá þurfum við að einbeita okk- ur að þessu verkefni. Það er fyrir neðan virðingu okkar að horfa upp á landið blása upp. Þjóð, sem lætur land sitt blása upp án þess að snú- ast til varnar, sljóvgast smám saman. Hún missir gróður- máttinn úr sál sinni. En þeir sem leggja til atlögu við uppblástur og gróðureyðingu, hvort sem er í andlegum eða veraldlegum skilningi, hafa hér á landi verið kallaðir — vormenn fslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.