Morgunblaðið - 20.07.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.07.1967, Blaðsíða 1
24 SIÐUR Forseti Islands leggrur blómsveig á gröf Kennedys heitins Bandaríkjaforseta í Arlington-kirkjugarðinum í Washington í fyrradag. Með honum er Georg O. Malley, hershöfðingi í Washington. Flotamálaráðherra var á meðal þeirra Hendersonville, North Carolins, 19. júlí — AP-NTB 80 MANNS fórust í flugslysi í Bandaríkjunum í dag, er far- þegaþota af gerðinni Boeing 727 rakst á litla tveggja hreyfla flug- vél rétt eftir flugtak, með þeim afleiðingum að báðar lugvélarn- ar hröpuðu til jarðar. Sjónar- vottar segja að eftir áreksturinn hafi þotan flogið áfram smá- stund, eins og ekkert hefði hent hana, en síðan hafi hún sprungið eins og eldhnöttur og steypzt til jarðar. Um borð í þotunni voru 78 farþegar og flugliðar, en tveir voru um borð í hinni flugvél- inni. Enginn komst lífs af. Atburður þessi átti sér stað skammt frá fjallaþorpinu Hend- ersonville i North Carolina. Björgunarleiðangur fór þegax á Bandaríkjanna sem fórust vettvang og sagði lögreglustjóri þorpsins, að lík og brak hefði legið sem hráviði yfir stórt svæði. Meðal fanþega með flug- vélinni var Jóhn T. Mcnaugh- ton, nýskipaður flotamálaráð- herra Bandaríkjanna, ásamt eig- inkonu og syni. Mcnaughton var eftirmaður Paul H. Nitze, en hafði enn ekki tekið formlega við embætti. Of mikið og ekki nóg Ákvörðun brezku stjórnarinnar um niðurskurð herkostnaðar gagnrýnd London, 19. júlí (AP) ÁKVÖRÐUN brezku stjórnar- innar um að kalla heim allar brezkar hersveitir frá Suð-aust- ur Asíu hefur sætt harðri gagn- rýni stjórnarandstöðunnar og flestra blaðanna. Einnig hafa 38 deyja í flugslysi Utanríkisráðherra IVfadagaskar meðal hinna látnu var Tananarive, Madagaskar, 19. júní (NTB) FLUGSLYS varð skammt frá Forseti Islands fór til IMew York í gær Ræddi m. a. við Humphrey varaforseta og HfcCormack forseta fulltrúadeildarinnar Frá fréttamanni Mbl. í Washington, Styrmi Gunnarssyni, í gær: FORSETI íslands heimsótti í morgun Alþjóðabankann og Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn, síðan snæddi hann hádegis- verð í boði Huberts Humph- reys, varaforseta Bandaríkj- anna, en þaðan var ekið til þinghússins, þar sem forset- inn ræddi við John MacCor- mack, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaiþings, og síðar í dag verður móttaka hjá Pétri Thorsteinssyni, amhassador Islands í Bandaríkjunum, þar sem gert er ráð fyrir að um 300 gestir verði saman- komnir. f Alþjóðabankanum ræddi for setinn og fylgdarlið hans við George Woods, aðalforstjóra Al- þjóðabankans. Mbl. innti Emil Jónsson utanríkisráð'herra eftir því hvað rætt hefði verið á þess- um fundi og sagði hann að Woods aðalforstjóri befði látið í ljósi mjög vinsamleg og jákvæð ummæli um viðskipti bankans við ísland. Emil Jónsson sagði að aðalforstjórinn hefði sagt að ísland væri í miklu áliti, sem gott viðskiptaland bankans, enda væri ísland það land, sem fengið hefði langmest lánað hjá Alþjóðabankanum, miðað við fólksfjölda. Hann ræddi einnig um fiskveiðar íslendinga og Framhald á bls. 23 Tananarive, höfuðborg Mada- gaskar, snemma í morgun. Fór- ust 38 manns, þeirra á meðal ut- anríkisráðherra landsins, Albert Sylla. 35 særðust í slysinu og tveggja er saknað. Flugvéiin sem fórst, var af gerðinni DC-4 (Skymaster). Hún var í flugtaki frá Tanana- rive-flugvelli og hafði náð um 20 metra hæð er hún steyptist skyndilega til jarðar um 500 metrum frá enda flugbrautar- innar. Fjögurra manna áhöfn var í vélinni, og fórust allir. Einn- ig fórust 34 farþeganna, en ekkert er vitað um afdrif tveggja. Albert Sylla hefur gegnt em- bætti utanríkisráðherra undan- farin sjö ár og átt sæti á þingi í níu ár. Hann var læknir að mennt. ýmsir þingmenn Verkamanna- flokksins gagnrýnt þessa ráðstöf un, en þó af öðrum ástæðum. Þykir þeim stjórnin ekki ganga nógu Iangt í niðurskurði her- kostnaðar. fhalds'blaðið Daily Mail birtir frétt um niðurskurðinn á for- síðu og inni í blaðinu birtist teiknimynd af brezka ljóninu, þar sem það situr sárþjáð í tann læknastól. Tannlæknirinn er Denis Healey, varnarmálaráð- •herra, og er hann að draga síð- ustu tönnina úr ljóninu. Það var Healey, sem tilkynnti niður- skurðinn í gær. Duncan Sandys, fyrrum ráð- herra íhaldsflokksins, segir að brezka stjórnin hafi tekið ákvörðun sína um niðurskurð herkostnaðar þrátt fyrir mót- mæli ríkisstjórna Singapore, Malaysínu, Ástralíu og Nýja Sjálands. „Ég vona, að öllum verði það ljóst að ef íhaldsflokk urinn tekur við stjórnartaumun- um, mun sú stjórn ekki telja sig bundna af þessari ákvörðun nú- verandi stjórnar," sagði Sandys. Fyrirhugað er að fækka um helming í herliði Breta á svæð- Framhald á bls. 23 Rio de Janeiro, 19. júlí —(NTB) — Arturo da Costa e Silva, forseti Brasilíu, fyrirskipaði í gærkvöldi átta daga þjóðar sorg vegna láts Humberto Castello Brancos fyrrum for- seta, sem fórst í flugslysi fyrr í gær. Réttarhöldin í máli Tsjombe Lézt Stalín í bræði yfir andstöðu nánustu samstarfsmanna sinna? Bandaríska blaðið Detroit Daily News kveðst hafa það eftir leyndarskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar að sjúklegt hatur Stalíns á Cyðingum hafi orðið honum að aldurstila Algeirsborg, 19. júlí AP—NTB ALLT bendir nú til þess að Al- sírstjórn muni framselja Moise Tsjombe til Kongo. Réttur var settur yfir Tsjombe fyrir lukt- um dyrum í Algeirsborg í dag og stóðu réttarhöldin í rúmar þrjár klukkustundir, en að þeim loknum var sagt að niðurstaða réttarins myr.di gjörð kunnug á föstudag. Fréttamenn telja víst að Tsjombe verði framseld ur, þrátt fyrir skiptar skoðanir manna á réttmæti þess. Aðal- vörn Tsjombes er að ekki sé Framhald á bls. 23 Detroit, 17. júlí, NTB. BANDARÍSKA blaðið „Detroit Daily News“ seg- ir frá þvi í dag og ber fyr- að Jósef Stalin, einræðis- herra Sovétríkjanna sem ir sig leyniskjöl banda- rísku leyniþjónustunnar, áður var, hafi látizt í bræðikasti á fundi í fraim- kvæmdanefnd sovézka kommúnistaflokksins er nokkrir nánustu samstarfs menn hans settu sig upp á móti honum og neituðu að láta að vilja hans. Segir „Detroit Daily News“ upplýsingar þessar fengnar frá flóttamanni úr Sovétríkjunum, sem aftur hafi haft sína vitneskju frá Mikoyan, fyrrum forseta 'Sovétríkjanná, og segir blaðið opinbera aðila telja þetta trúverðugar heimild- ir. Ekki fylgdi það þó sögu, hvemig blaðið hefði komizt yfir upplýsingar þessar, sem eins og áður sagði, eru raktar til leyni- skjala bandarísku leyni- þjónustunnar. Framhald á bls. 23 80 f órust í f lugslysi í USA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.