Morgunblaðið - 21.07.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.1967, Blaðsíða 1
32 SIÐIJR 54. árg. — 161. tbl. FÖSTUDAGUR 21. JULI 1967 PrentsmiSja' Morgunblaðsins Svifflugið er heillandi og skemmtileg íþrótt. Þessa dag- ana fer fram Svifflugmót Flugmálafélags íslands aust- ur á Hellu. — Myndin sýnir eina sviffluguna dregna á loft. Fósturlót hjd Gruce prinsessu Montreal, Kanada, 20. júlí (AP-NTB) TII.KYNNT var í Montreal í dag að Grace, prinsessa af Monaco, sem er á ferð um Kanada með manni sínum Kainer fursta og þremur börnum þeirra hjóna, hefði verið flutt í sjúkrahús þar í borg í gærkvöldi eftir fóstur- lát. Átti prinsessan von á fjórða barni sínu í janúar. Grace prinsessa, sem áður hét Grace_ Kelly og var kvikmynda- leikkona, verður í nokkra daga í sjúkrahúsinu, en læknar segja líðan hennar góða eftir atvikum. Jfurstahjónin komu til Montre- al til að vera viðstödd hátíða- Framhald á bls. 81 Ákvörðun tekin í dag framsal Tshombes Búizt við að hæstiréttur Alsir samþykki framsalið Algeirsborg, 20. júlí (AP-NTB) MOISE Tshombe, fyrrum forsæt isráðherra Kongó, situr nú í fangelsi í útjaðri Algeirsborgar og bíður þess að hæstiréttur Alsir ákveði hvort hann skuli framseldur yfirvöldum í Kongó, þar sem hans bíður dauðadóm- ur. Er úrskurður hæstaréttar væntanlegur í fyrramálið, föstu- dag, og allar líkur taldar fyrir því að hann verði á þá lund að framselja beri Tshombe. Tshombe hefur setið í fangelsi í Alsír í þjár vikur, allt frá því flugvél, sem hann var í á leið til Mallorka, var rænt og henni flogið til Alsír. Öflugur hervörð ur er við fangelsið, því yfirvöld- in óttast að hvítir málaliðar hlið hollir Tshombe kunni að gera til raun til að frelsa hann. Talið er að hæstiréttur fallist á framisal Tshombes á þeim grundvelli að hann sé sekur um morð og svik í heimalandi sínu. Verjandi Tshombes heldur því hins veg.ar fram að afbrot Tshombes séu eingöngu á sviði stjórnmála, og því óheimilt að framselja hann. Dagblöð í Algeirs'borg, sem öll eru undir opinberu eftirliti, hafa á unidanförnum vikum margsinnis haldið því fram að Framihald á bls. 2 Samsæri í Indó- nesíu Jakarta, Indónesíu, 20. júlí (NTB) KAMAL Nasserie, ofursti, for- scti herráðsins í Jakarta, skýrði fréttamönnum frá þvi í dag, að erlent ríki hefði staðið á bak við samsæri um að steypa stjórn Indónesíu fyrir næstu mánaða- mót og koma Sukarno, fyrrum forseta, til valda á ný. Staðfesti ofurstinn að 14 menn hefðu ver- ið handteknir vegna meints sam særis, þeirra á meðal háttsettir foringjar úr hernum. Nasserie, ofursti, sagði, að ætl- unin hafi verið að stofna til byltingar með stuðningi sveita úr hernum og koma Sukarno til valda á ný. Sagði hann að hand- tökum væri haldið áfram, en gaf engar frekari skýringar á því hvaða erlent ríki átti að hafa staðið á bak við samsærið, né á hvern hátt. Nýnazistar líkja Dayan viÖ Hitler Itlálgagn þeirra, „National Zeitung44, gert upptækt LÖGREGLAN í Vestur-Þýzka- landi gerði allt upplag síðasta tölublaðs „National-Zeitungs", málgagns öfgasinna lengst til hægri, upptækt í dag, réttum 23 árum eftir hið misheppnaða banatilræði við Hitler, þar sem í uppsláttargrein á forsíðu var Moshe Dayan hershöfðingja, Framhald á bls. 31 Sókn Nígeríuhers inn í Biafra gengur vel ,,Smávœgilegar tafir" — Loftárásum haldið áfram — Borgurum hlíft segir Lagosstjórnin Lagos, 20. júlí NTB. HERSVEITIR Nígeríustjórnar hafa haldið áfram sókn sinni suð- ur á bóginn frá Nsukka til höfuð- borgar uppreisnarmanna í Aust- ur-Nígeríu, og loftárásum á sveit- ir uppreisnarmanna er haldið áfram, að því er tilkynnt var í Lagos í dag. JEn nioklkrum kluikkustumdium óður hafði því verið haldið fram í Engu, hiöifuðborg Austur-Ní- geríiu, sem uppreisnarmenn kalla Biafra, að hersveitir hins ný- stoifnaða rílkiis hefðu náð Nsukka og fleiri stöðuim nálægit landa- mærum Ní'geríu aftur á sitt vald. Nsulkka er 56 km fyrir norðan Enugu. Þótt talsmaður Nígeríiu- stjórnar segði, að Nsuikka væri á valdi stjórnadhersins, játaði hann, að enn hefði ekki tekizt að ráða niðuTlögum lteyniskyttna í bæn- um. Einnig játaði hann, að sókn- in gengi hægar en við hefði verið búizt. Uppreismarmenn hefðu gert gagnáráisir á nokikrum stöðum, Framhald á bls. 3 Athyglisvert vísindarit kín- versku læknasamtakanna MORGUNBLAÐINU hef- borizt þriðja hefti árgangs 1967 af tímariti kínversku læknasamtakanna. Tímarit ið er gefið út á ensku und- ir nafninu „China’s Medi- cine“ og þess getið sérstak lega, að það sé hið opin- bera málgagn kínversku læknasamtakanna. mm, ,4' Rif — úr hverjum? Efni þessa vísindarits er hið athyglisverðasta. í því eru eftirfarandi greinar: 1. Tilvitnanir i rit Mao Tze ' j tungs, formanns, á ensku, :í frönsku og spænsku. 2. Ljóð eftir Mao Tze tung, formann: „Svar til Kuo Mo- jo“, ort við lagið „Man Chiang hung“. 3. „Um leiðréttingu mis- skilinna hugmynda í flokkn- um“, grein eftir Mao Tze tung. 4. Ritgerð um greinina „Um leiðréttingu misskilinna hugmynda í flokknum“ end- urprentuð úr dagblaði Frels- ishersins og er þess getið, að ritgerð þessi sé einskonar leiðarvísir við grein Maos. 5. „Byltingarmenn alþýð- unnar mynda stórbandalag til þess að ná völdum úr höndum þeirra, sem gengið Mao formaður hafa inn á braut kapitalism- ans“. Ritstjórnargrein úr blaðinu „Ren Min Ribao“. 6. „Um baráttu byltingar- Framfhald ó bls. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.