Morgunblaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 1
28 8IÐDR 54. árg. — 166. tbl. FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins DE GAULLE GEKK OF LANGT Kom til Parísar í gær án þess að heimsækja höfuðborg Kanada og ræða við forustumenn þar. Forsetinn sætir mikilli gagnrýni heima í nótt 300 fjölskyldum, sem leitað höfðu hælis á húsaþök- um í borginni, um borð í smá- kænur. Stífla í ánni Lyari í grennd við Karachi hefur ver- ið sprengd í loft upp svo vatnið renni til sjávar. í nótt var vatns borðið í úthverfum borgarinnar þrír metrar. Viðurstyggð eyðileggingarinnar í Detroit. Karachi, 26. júlí — NTB — RÚMLEGA 100.000 manns hafa misst heimili sín og að minnsta kosti 19 manns hafa farizt í mestu flóðum sem orðið hafa i Karachi í Pakistan. Úrkoman undan- farna daga hefur mælzt 32 sentí metrar og spáð er áframhald- andi rigningum. Pakistanskir sjóliðar björguðu fyrir og víðast annarsstaðar Ottawa, París, London og Montreal, 26. júlí, AP-NTB. DE GAULLE, Frakklands- forseti, aflýsti í dag heim- sókn sinni til Ottawa, höfuð- borgar Kanada, og hélt þegar í stað heimleiðis, en flugvél hans lenti á Orly-flugvelli í París kl. 21.30 að ísl. tíma í Slakað á klónni í Rúmeníu Búikarest, 26. júlí NTB-AP. RÚMENSKA þjóðþingið sam- þykkti í dag lög, sem eiga að miða að því að vernda rúmenska borgara gagnvart yfirvöldunum og draga úr skriffinsku í ríkis- stofnunum. Samkvæmt lögunum verður borgurum gert kleift að leita leiðréttingar á misferli af hálfu yfirvaldanna fyrir dómstól unum, bæði ef gert er á hlut hins almenna borgara og ólöglegar á- kvarðanir yfirvalda valda hon- um fjárhagslegu tjóni. Lögin ná hins vegar eklki til ákivarðana, er stofnanir þær sem fara með öryggisimál og löggæzlu taka, og gilda helduir ekiki í öðr- uim tilvilkiuffn, þar sem hags- Framhald á bls. 27 kvöld. Pearson, forsætisráð- herra Kanada, setti sem kunnugt er ofan í við de Gaulle í stjórnartilkynningu í gær, vegna hegðunar og ummæla de Gaulles og sagði í tilkynningu Kanadastjórnar, að hún og kanadíska þjóðin gætu ekki sætt sig við um- mæli de Gaulles. Talsmaður franska utanríkisráðuneytis- ins, sem var í fylgd með de GauIIe, sagði í dag að Frakk- landsforseti gæti ekki sætt sig við orðalag þessarar stjórnartilkynningar. Fregn- in um brottför de Gaulles kom engum í hópi kanadískra stjórnmálamanna á óvart, en lögð er áherzla á að de Gaulle hafi sjálfur tekið á- kvörðunina um að fara ekki til Ottawa og að það hafi verið franska sendiráðið í Ottawa, sem skýrði Kanada- stjórn frá ákvörðun forset- ans. „Lifi frjálst Quebec“ Heimsókn de Gaulles til Kan- ada tók ranga stefnu þegar í upp hafi. Kanadastjórn vildi að 'hann byrjaði heimsóknina í ihöf- uðborginni Öttawa í virðingar- skyni við sitjórnina og færi rsið- an til Monteal og Quebec. De Gaulle krafðisit þess aftur á móti að lenda skipi sínu í Quebec og þaðan fiil Monteral og Ottawa. Aðeins 14 klst. voru liðnar frá því að tilkynninig Pearsoms, þar sem ihann ávitar de Gaulle fyrir að noita sla.gorðið „Liifi frjálst Quebec“, þar til að ákvörðun de Gau'lles um að snúa þegar heim- leiðis var gerð kunnug. — De Gaulle viðhafðd áðurnefnt slagorð í ræðu sem hann hélt í ráðlhúsinu í Montreal, en Pearson, sem hlust aði á ræðuna í sjónvarpi, kall- aði þeigar saman aukafund Ihjá stjórninni, sem samþykikti ávít- unartil'löguna. Framhald á bls. 27 De Gaulle við brottförina frá Montreal í gær. Simamynd frá AP. Útrvggt ástand víöa í Bandaríkjunum — þó að rólegt sé á yfirhorðinu. IMillJarðatjón Was'hington, New York, Detroit og víðar, 26. júlí, AP-NTB. RÓLEGRA var í flestum borgum Bandaríkjanna í dag, eftir hinar ofsalegu kynþátta óeirðir undanfarna daga. — í Detroit var tilkynnt í dag, að þjóðvarnarliðsmenn og fall- hlífahermenn hefðu skapað sér sterka aðstöðu. — Her- stjórnirnar telja að mestu á- tökin séu yfirstaðin, en eru þó áfram við öllu búnar. Her menn eru allstaðar á varð- bergi og grípa þegar í stað fram í hvar sem bólar á óróa. Talsmaður herráðsins sagði að hermenn réðu öllu í aust- urhluta borgarinnar, en erfið ara væri að segja til um vest- urhlutann. Þar hafa leyni- skyttur öðru hverju látið á sér kræla. Hermenn börðust í nótt við leyniskyttur og óeirðahópa, sem fóru rænandi og ruplandi um blökkumannahverfin. í morgun var tala látinna á Detroit kom- in í 33 og hátt á annað þúsund manns höfðu særzt og 2500 ver ið handteknir. Þetta er næst- mesta mannfall í kynþáttaóeirð- um í Bandaríkjunum, en 1964 féllu 35 manns í Wattóeirðun- um í Los Angeles. Verzlunarráð Detroit hélt fund í dag um ástandið sem skapazt hefur í efnahagsmálum borgarinnar undanfarna daga. Á fundi þessum kom í ljós, að á- ætlað tjón er allt er talið með geti numið um einum milljarði dollar (43 milljörðum ísl. kr.) Segir i fundarskýrslunni að beint tjón í verzlunum af völd- um bruna og þjófnaðar nemi 60 milljónum dollara. Iðnaðarfyrir tæki £ borginni eru í miklum Framhald á bls. 27 100.000 missa heimili sín í flóöum í Karachi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.