Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 1
32 SIÐIJR OG LESBOK Stjðrnarkreppa í Perú Lima, Perú, 29. júlí, AP. Stjórnarkreppa varð í Perú á föstudagskvöld vegna kosningar forseta öldungardeildar þingsins. Fernando Belaune Xerry neitaði að setja þingið og fór til hallar sinnar til viðræðna við herráð- gjafa sina. Tveir skriðdrekar óku skömmu síðar upp að höllinni, sem stend- Ur við aðaltorgið í Lima. Þegar safnaðist saman íhópur manna á torginu og lýsti yfir stuðningi sínum við flokk Belanndes, Acc- ion Popular. Á fimmtudag kaus öldungar- deildin Ðaniel Becerra de la Flor forseta sinn, en hann er úr Accion Popular. Atkvæði féllu fyrst honum í vil, 24 gegn 21. Hins vegar kom brátt í ljós að einu atkvæði var ofaukið, við- staddir öldungadeildarþingmenn voini aðeins 44 og kosningin var ógild. Þegar gengið var til at- kvæða í annað sinn fékk Becerra 22 atkvæði á móti 22, sem ekki nægir til kosningu og í þriðja sinn var kosiran leiðtogi stjórnar andstöðunnar, Julio de la Piedra. Þá gengu flokksmenn Accion Popular út í mótmælaskyni. Varð þá de la Piedra að fresta þing- setningu þar sem 24 öldunagr- i deildarþingmenn vantaði. Flugvélamóðurskipið Forrestal. Brezki stcxliðnað- urinn þjóðnýttur London, 29. júlí, AP-NTB. Meginhluti brezka jám- og stáliðnaðarins varð eign hins op- inbera á föstudag án þess að nokkuð bæri til tíðinda. Engir mótmælafundir voru haldnir Eldsvoði í bandarísku flugvélamóð- urskipi ,FORRESTAL' á Tonkinflóa — 29 flugvélar eyðilögðust og a. m. k. 26 menn biðu bana — Margir hlutu alvarleg meiðsl og margra er saknað Saigon, 29. júlí — AP-NTB GEYSILEGUR eldsvoði varð í morgun um borð í bandaríska flugvélamóðurskipinu FORREST AL, þar sem það var á Tonkin- flóa tilbúið til árása á Norður- Vietnam. Sprengjur, flugskeyti og eldsneytisgeymar sprungu og 29 flugvélar af 85, sem skip- ið ber, eyðilögðust eða skemmd- ust mikið. Óttast er, að mann- tjón hafi orðið töluvert. Síðustu fregnir frá NTB herma, að a.mk. 26 menn hafi beðið bana. Líklegt er þó, að talan hækki þegar öll kurl eru komin til grafar. Margra er saknað .— en vitað er að þó nokkrir af áhöfninni forðuðu sér undan eldinum með því að kasta sér í sjóinn. Fjöimargir voru Flóð í Karachi Karachi, 29. júlí — NTB HEILBRIGÐIS YFIR V ÖLDIN í Pakistan hafa hafið fjöldabólu- setningarherferð til að koma í veg fyrir, að kólera eða aðrir slíkir sjúkdómar breiðist út eft ir flóðin í Karachi. A.m.k. 150.000 fjölskyldur urðu heimilislausar í þessum flóðum, sem voru afleifSingar mesta monsúnregns, sem komið hefur þar um sioðir í heila öld. Um 28 manns týndu lífinu í þess um flóðum. fluttir burt í þyrlum með alvar- leg brunasár. FORRESTAL var þriðja stærsta flugvélamóðurskip Bandarikjanna, 76.000 lestir að stærð og með 4.300 manna áhöfn. Það komst af eigin rammleik til hafnar síðdegis í dag en þá log- aði ennþá í skipinu. FORRESTAL hafði komið til Tonkin-flóa sl. þriðjudag og tek ið þátt í árásum á Norður-Viet- nam síðan. Það var staðsett um 241 km. norð-norð-austur af Dong Hoi í Norður-Vietnam og voru flugvélar þess um það bil að hefja sig á loft til árása, er eldurinn kviknaði í eldsneyt- isgeymi, sem rifnað hafði við að detta úr þotu niður á þilfarið. Á fáeinum mínútum varð þilfarið eins og flugeldapallur, sprengj- ur,flugskeyti og eldsneytisgeym- ar sprungu og brátt læsti eldur- irin sig í skotfærageymslur. Hjálp var þegar send á vettvang og þyrlur fluttu særða og látna til annarra skipa. Næstir skipa voru tundurspillarnir RUPERT- US og TUCKER og tóku þeir þegar til við að slökkva eldinn, beindu bnmasiöngum upp að FORRESTAL — en þilfarið, þar sem bruninn var mestur, var í 300 metra hæð yfir sjávarmáli og gnæfði hátt yfir bæði skipin. Að því er talsmaður flotans upplýsti, tókst að hefta út- breiðslu eldsins rúmri klukku- stund eftir að hann brauz út, en ekki varð hann slökktur fyrr Frmahald á bls. 24 þennan dag, þegar einn elzti draumiur brezka verkamanna- flokksins rættist. Fjármálaráðu- neytið kunngerði í dag, að gefin yrðu út ný ríkisskuldabréf að upphæð 484 milljónir sterlings- ptunda „sem uppbót fyrir eigend- ur stálhlutabréfa". Þrettán af stærstu járn- og stáliðnaðarfyrirtækjum landsins, sem framleiða um 90% járns og stáls, fóru úr einkaeign í eigu ríkisins. Hinn nýi þjóðnýtti stál- iðnaður verður eitt stærsta iðn- aðarfyrirtæki heims og getur framleitt 29 milljón tonn á ári og veltan er u. þ. b. 120 milljarð- ir isl. kr. Maðurinn, sem nú ber höfuð- ábyrgðina á þessu risaiðnaðar- fyrirtæki, er ihaldsmaðurinn Melchett lávarður. Hann hefur lagt áherzlu á, að hið nýja brezka stálfyrirtæki muni halda áfram starfsemi sinni af fullum krafti Benon, 29. júlí. A. m. k. níu S.-Afríkumenn voru troðnir undir til bana á föstudagskvöld, þegar þúsundir Afríkumanna hlupu eða rudd- ust til strætisvagna. 25 munu hafa særzt. Atburðurinn geriðist er 5000 Afríkumenn voru á leið heim frá vinnu sinni í Benoni austur af Jóhannesarborg. Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Herskip undirbúa árás á borgina — Hundruð hafa fallið í Kanton Moskvu, 29. júlí, AP. FALLHIJÍFALIÐAR úr kín- verska frelsishernum hafa verið sendir til Wuhan og náð á sitt vald brú á Yangtze- fljóti, háskóla og öðrum byggingum í borginni, að sögn Tass-fréttastofunnar. — Herskip hafa siglt upp Yangtze-fljót áleiðis til Wu- han, sem er stærsta borgin í Mið-Kína, og eru þess albúin að hefja skothríð á borgina. ♦ Að sögn Tass handtóku and stæðingar Mao Tse-tungs í Wu- han, Hsien Fu-chin, öryggis- málaráðherra, og annan komm- únistaleiðtoga í síðustu viku. — Mao og stuðningsmenn hótuðu þá ritara flokksdeildarinnar í Hupeh og yfirmanni herstjóm- arumdæmisins í Wuhan lífláti, ef þeir gæfust ekki upp. t Fréttastofan héfur eftir jap önskum heimildum, að stuðn- ingsmenn og andstæðingar Mao Tse-tungs eigi i hörðum bardög- um í héruðunum Chekiang, Szechwan, Honan og Liaoning. Til blóðugra átaka hefur komið í Kwangchow í Suður-Kína, þar sem þess var krafizt á fjölda- fundi að Liu Shao-chi forseta og stuðningsmönnum hans, yrði komið fyrir kattarnef. Fréttastof an segir, að rúmlega 100 manns hafi beðið bana í átökunum. Bardagar í Kanton Hægriisinnuó blöð í Hoaigkong herma, að 100—500 manns hafi fajlilð í bardögum í Kanton, stænstu borg Suðux-Kína. Fátt fólk er á ferli á götunum, verzl- unum hefur verið lokað og enig- inn virðist vita hvað gerzt hefur í borginni oig nágrenni heruiar. Hermeinn eru á verði við járn- 'braiutarstöðlina, þar sem til átaíkia kom fyrir nokkirum döguim, og herinn virðist hafa tekið vdð rekstri járnbrautanna í Kanton- héraði, en verbamenn þar hafa verið í verkfalli síðan á mánu- daigiinn. Átökin í Kanton muinu eiga rót sína að rekja til „innrásar" rauðra vairðliða úr norðrd. Rauðu varðliðarnir hafa verið giagn- rýnddr fyrir að sýna kommún- istaleiðtogum í Kanton lítils- virðingu eða hafa ekki losað sdg við borgaralegar tillhnedigingar. Forsetafrú gagnrýnir sjálfa sig Rauðir varðliðar í Peking hafa skýrt frá því, að frú Wang Kuang-mei, eiiginkona Liu Shao- chás foirseta, hafi játað 28. júní sl., að hún hafi tálmað menn- ingarbyltingu Mao Tse-itungs í fyrra, beitt stúdenta og bennara við háskólann í Pekdng þving- unum og neytt kennara tii að fremja sjálfsmorð. Forsetafrúin baðst afcökunar á fraimferði sínu á fundi með rauðum varð- liðum, en hún gagnrýndd einnig „miistök" á fundd 27. desember í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.