Morgunblaðið - 14.12.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.12.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DES. 1987 KR-ingar Reykjavíkur meistarar í körfuknattleik — eftir hörkuspennandi úrslitaleik við !R, jbar sem aðeins 5 stig skildu liðin undir lokin Reykjavíkurmótinu í köríu- knattltik lauk að Hálogalandi á þriðjudagskvöldið með tveim meistaraflokksleikjum, sem buðu upp á óvenjulega spennu. Ármenningar háðu erfiða glímu við II. deildarlið íþrótta- fé’ags stúdeiita og sigruð.u með 1 stigi, eftir jafntefli að leiktima loknum ,en framiengt var í 5 mínútur. Það má segja að skort- ur á leikreynslu hafi svipt stú- denta sigrinum, því þeir höfðu 1 stig yfir þegar minna en 30 sek. voru til leik.s*loka og var þeim því heimilt að halda knett- inum. Einn leikmaður stúdenta reyndi körfuskot, sem mistókst og ennþá voru 5 sek. eftir, sem Haligrímur Gunnarsson Ármenn ingur notfærði til hins ítrasta og skoraði á síðustu sekúndu .eiktímans. Leiknum lauk því með nokkuð sanngjörnum sigri Ármanns 5*9:ð8, þvi óneitanlega er lið Ármanns skipað jafnari og betri leikmönnum, heldur en lið f.S. Bæði þessi lið hafa sýnt miklar framfarir í mótinu og verður gaman að sjá til þeirra er íslandsmótið hefst um miðjf.r. janúar. Verða þá stúdenar að sýna hvort þeim tekst að næla sér aftur í sætið, sem þeir töp- uðu í fyrstu deild ± fyrra. K.R. — Í.R. 77—72. Leiks hinna gömJu keppinauta K.R. og f.R. var beðið með mik- illi eftirvæntingu. Á íslandsmót- inu í fyrra þurfti að fara fram aukaleikur milli þessara liða um íslandsmeistaratitiilin og síðan hafa talsverðar breytingar orðið á K.R.-liðinu. Landsliðsmaður- inn Einar Bollason hefir flutzt til Akureyrar og leikur með Þór í vetur og Hjörtur Hansson, einn af stigahæstu leikmönnum ís- landsmótsins hefir ekki getað æft undanfarið vegna meiðsla. f.R.-ingar hafa hinsvegar endur heimt landsliðsmanninn Anton Bjarnason, sem var fjarverandi við nám á íþróttakennaraskólan um í fyrra. í upphafi leiksins bar tais- vert á taugaóstyrk hjá báðum lið um og körfuskot úr góðu færi mistókust. Kolbeinn Pálsson varð fyrstur til að koma KR á stigatöfluna er hann skoraði úr vítakosti og skömmu síðar varð staðan 7 fyrir K.R. En Í.R.-ingar voru ekki á því að gefast upp og skömmu síðar sást á töflunni 11: 11 og 13:13. Nú tóku K.R.-ingar skemmtilegan sprett og náðu 10 stiga forskoti. Voru það einkum Kalbeinn, Gunnar og Guttorm- ur, sem sýndu skemmtilegan leik og tókst þeim oft með snögg um og góðum skiptingum að ga*l- opna vörn Í.R.-inga, þannig að þeir áttu greiða leið upp að körf- unni Staðan í hálfleik var 41:25 og flestir áhorfenda voru farnir að búast við stórsigri íslandsmeistar anna. En er líða tók á hálfleik- inn fóru Í.R.-ingar að síga á og minka forskot hinr.a sigurvissu Aðalfundur handbolta- deildar FH AÐALFUNDUR handknattleiks- deildar FH verður haldinn fimmtudaginn 21. desember kl. 9.30 í Sjálfstæðishúsinu í Hafn- arfirði. Þórir Magnússon. Heiðraður fyrir sérstœtt afrek ÞÓRIR Magnússon, hinn 19 ára körfuknattleiksmaður úr KFR, náði þeim frábæra árangri á ís- landsmótinu 1967 að skora 311 stig í 10 leikjum, eða 31.1 stig að meðaltali í leik. Ennnfrem- ur skoraði Þórir 57 stig í einum leik og er það hæsta stigatala, sem leikmaður hefir skorað í leik á íslandsmóti. Þar sem þessi árangur Þóris er svo frábær, að hann mundi talinn ágætur hjá hvaða stjórn- þjóð, sem er, þá ákvað stjórn KKÍ að veita Þóri sérstaka við- urkenningu fyrir afrek sitt f leiklhléi að Hálogalandi í leik KR og iR á þriðjudagskvöldið, afhenti Bogi Þorsteinsson for- formaður KKt, Þóri Magnússyni glæsilega styttu af körfuknatt- leiksmanni, með áletruðu nafni hans og árangri á íslandsmótinu. Mun stjórn KKÍ hafa í hyggju að heiðra þannig framvegis þá körfuknattleiksmenn, sem sér- stökum árangri ná í íþrótt sinni. K.R.-inga. Þeir Anton Bjarna- son og Birgir Jakobsson sýndu stórkost'legan leik á köflum og er hin leikreynda kempa, Hólm- steinn Sigurðsson, kom inn á gólfið hjá Í.R. komst meira jafn vægi á leik liðsins, sem aftur færði þeim stig á töfluna. K.R.-liðið er tvímælalaust ennþá sterkasta körfuknattleiks- liðið, en bi'lið milli þeirra og Í.R.-inga mjókkar óðum og Ár- mann fylgir skemmt á eftir. í K.R.-liðinu eru þeir Kol- beinn, Guttormur, Gunnar og Kristinn aðalmáttarstólparnir, en nýliðarnir sem undanfarið hafa vermt varamannabekkina komu skemmtilega á óvart og sönnuðu að K.R. á mikinn vara- mannaforða. Þeir Ágúst, Bryn- jóifur og Þorvaldur eru aillir í mikilli framför og sýndu skemmtileg tilþrif. Anton og Birgir voru sterk- astir hjá Í.R.-ingum, en Agnar átti skemmtilegan kafla og Sig- mar stóð ved fyrir sánu. Með rólegra spili og á löglegum leik- velli ætti f.R. að ná betri ár- angri og á íslandsmótinu í íþróttahöillinni í vetur verður erfitt að spá um sigurvegarann í keppni þessara liða. NN. Þetta er dómaratrióið íslenzka sem dæmdi leik Aberdeen og Standard Liege í síðustu viku. Aberdeen vann leikinn 2—0 en það nægði ekki til framhalds í keppninni um Evrópu- bikar bikarmeistara, því Standard heldur áfram með saman- lagt 3—2. A myndinni sem tekin var við þotu Flugfélags ts- lands eru þeir Valur Benediktsson, Magnús V. Pétursson (sem dæmdi) og Baldur Þórðarson. Sundkeppni og sundknattleikur — í Sundhöllinni í kvöld t KVÖLD efnir Sundráðið til móts í Sundhöll Reykjavíkur og verða þar á dagskrá bæði keppn- isgreinar einstaklinga og einnig í sundknattleik. Keppnisgreinarnar verða fimm talsins. Konur keppa í 200 m skriðsundi, 100 m baksundi og 200 m skriðsundi og karlar í 100 m skri'ðsundi og 100 m bringusundi. Telja má að allt bezta sund- fólk í dag meðal þátttakenda. Meðal þeirra er Hrafnhildur Guðmundsdóttir, sem kemur aftur fram á keppnisvöllinn eftir nokkra hvild frá keppni. Þá verður úrslitaleikurinn í sundknattleik milli KR og Ár- manns. Þau lið hafa á undan- förnum mótum barizt af hinni mestu hörku og tvísýnu um verðlaunagripina — og KR veitt betur að undanförnu. Bæði lið- in hafa sigrað ungt lið Ægis á þessu móti, KR vann með 11:0 og Ármann vann með 9:1. Er því um hrein úrslit að ræ’ða í kvöld. Húsbyggingamál höfuð vandamálin hjá TBR Frá aðalfundi félagsins AÐALFUNDUR Tennis- og bad- mintonfélags Reykjavíkur var haldinn nýlega í Atthagasal Hótel Sögu. Formaður, Kristján Benedikts- son, setti fundinn og tilnefndi Kristján Benjamínsson fundar- stjóra og Halldóru Thoroddsen fundarritara. Formaður flutti skýrslu félags- stjórnar. Félagi'ð hefur nú fengið sama stað í skrifstofuhúsi .B.R. í Laugardal, þar sem fundir eru haldnir og gögn félagsins eru geymd. 14 bókaðir stjórnar- fundir voru haldnir. Hin vana- legu mót: haustmót, firmakeppni, innanfélagsmót, Reykjavíkurmót og íslandsmeistaramót voru haldin á árinu, auk þess var tekin upp sú nýbreytni, að öpið einliðaleiksmót fyrir unglinga í þrem flokkum var haldið í des. og opið einliðaleiksmót fyrir fullorðna í janúar, og var þátt- taka í báðum þessum mótum mjög góð. Lögð var mikil áherzla á kennslu unglinga í bad- minton, og eru margir efnilegar unglingar að koma fram á sjón- arsviðið. Í.B.R. veitti TBR 13 þús. kr. kennslustyrk. Fjórir félagar úr TBR heimsóttu Tennis- og bad- mintonfél. tsafjarðar og var fork- unnar vel tekið. TBR gaf félag- inu á ísafir’ði verðlaunabikar, sem keppt verði um þar. Æfingartímum hefur fækkað frá því í fyrra, þar sem félagið hefur misst fyrri aðstöðu sína bæði í KR og Valshúsinu, en þessi félög bæði eru búin að stofna badmintondeildir. 1 þessu sambandi kom formaður inn á þá erfiðleika, sem félagið er í vegna húsnæðisskorts. Húsnæð- ismálin hafa löngum verið ofar- lega á baugi innan TBR, sem hefur hingað til verið upp á önnur félög komin með alla æfingatíma. Mikill áhugi var meðal félagsmanna að koma skrið á húsbyggingarmálin og voru allir sammála um það, að ef félagið ætti að eiga framtíð fyrir sér, væri það eina leiðin að byggja hús, annaðhvort með öðrum eða eitt sér. Félagið hefur fest kaup á nýrri, danskri kennslukvikmynd í badminton, sem var sýnd í lok fundarins og gerður var góður rómur a'ð. Hinn 5. nóv. ’67 var stofnað Badmintonsamband allra bad- mintondeilda á landinu. Af fimm manna stjórn voru 3 úr TBR kjörnir: Kristján Benjamínsson, sem kjörinn var formaður sam- bandsins, Ragnar Thorsteinsson og Ragnar Georgsson. Lesnir voru upp og samþykktir reikn- ingar félagsins og reikningar Húsbyggingarsjóðs. t stjóm voru kjömir: Kristján Benediktsson einróma endurkjör inn formaður. Meðstjórnendur: Garðar Alfonsson, Ragnar Har- aldsson, Jóhannes Ágústsson og Lárus Guðmundsson. Stjórn Húsbyggingarsjóðs: Gunnar Petersen, Davíð Sch. Thorsteinsson, Ragnar Georgs- son og Karl Maack.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.