Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 300.000 húsdýr í hættu Havana, 2. maí — NTB — • BÚAST má við því, að um þrjú hundruð þúsund húsdýr falli, hefjist ekki vorrigningar á austurhluta Kúbu í þessum mán uði — og það heldur fyrr í mán uðinum en seinna. Varaforsætisráðherra Kúbu, Raoul Castro, skýrði frá þessu í ræðu í gær og sagði, að þurrk- arnir í austurhluta landsins nú væru einhverjir hinir alvarleg- ustu, sem Um gæti í sögu Kúbu. Hætta er á að þeir leiki hart sykurræktarhéruðin og þar við bæti9t, að stjórnin hefur gripið til þess ráðs að nota hluta syk- urframleiðslunnar til að gera sýróp handa kvikfénaðinum. Hafa þegar farið þannig um 75000 lestir af sykri. Mjólkur- framleiðslan hefur mjög dregizt saman vegna þurrkanna og hef- ur verið hert á mjólkurskömmt- un. Kjöt er einnig skammtað. Raoul Castro hélt ræðu sína á i hátíðahöldunum vegna 1. maí í Framhald á bls. 31 i Ludvik Svoboda forseti Tékkóslóvakiu á heiðurspalli við hátiða höldin á miðvikudag. Friðarviðræður heíjast í Nígeríu FuBltrúar IMígeríu og Biafra rædast við í London London og Lagos, 2. maí (AP) ÁKVEÐIÐ hefur verið að stjórn- I ir Nígeríu og Biafra sendi full- | trúa sína til London í þessari viku til að ræða hugsanlegar að- gerðir til að binda enda á borg- ] arastyrjöldina í Nigeríu. f þess- um undirbúningsviðræðum verð ur fyrst og fremst fjallað um hugsalegan fundarstað fyrir frið- arsamninga. Borgarastyrjöldin í Nígeríu hefur nú staðið í tíu mánuði, og til þessa hefur ekki verið unnt að koma á viðræðum fulltrúa Nigeríu og Biafra. Framkvæmda stjóri brezka Samveldisráðsins, Arnold Smith frá Kanada, hefur á undanförnum mánuðum hvað eftir annað átt leynilegar við- ræður við fulltrúa deiluaðila til að reyna að koma á friðarvið- ræðum, og er fundurinn í Lon- don fyrsti árangur þeirra til- rauna. í London var skýrt frá þess- um fyrirhuguðu viðræðum í dag, og fréttin höfð eftir fulltrúum hjá Samveldisráðinu. Segir þar að fulltrúar Nígeríu og Biafra hafi fallizt á undirbúningsvið- ræður í London án skilyrða, en búast mætti við því að þar kæmu tiil umræðu skilyrði fyrir vopnahléi. sem nauðsynlega þyrfti að koma á áður en friðar- viðræður hefjast. Að öðru leyti þyrfti fulltrúarnir að leysa tvö Bandarikin fallast á viðræður um borð í herskipi frá Indónesíu fieð/ð eftir svari trá Norður-Vietnam Washington, 2. maí — AP—NTB BANDARÍKJASTJÓRN lýsti því yfir á miðvikudag að hún féllist á tilboð stjórnar Indónesíu um að friðarviðræður fulltrúa Banda ríkjanna og Norður-Vietnam færu fram um borð í indónesísku herskipi á Tonkinflóa. Svar stjórnar Norður-Vietnam við tilhoðinu hefur enn ekki bor izt, en haft var eftir talsmanni sendiráðs Norður-Vietnam í La- os í dag að Hanoi-stjórnin gæti ekki fallizt á tilboðið. í frétt frá Vientiane, höfuð- borg Laos, er það haft eftir tals manni sendiráðs Norður-Vietnam að stjórnin í Hanoi haldi fast við fyrri kröfu sína um að hugsan- legar friðarviðræður verði haldn af annað hvort í Varsjá eða Phnom Penh. höfuðborg Kamb- ódíu. Sagði talsmaðurinn að Han oi-stjpórnin gæti alls ekki fall- ■ izt á viðræður um borð í indó- j nesísku herskipi úti á Tonkin- I flóa. Taldi talsmaðurinn að sú j staðreynd að Bandaríkjastjórn gæti fallizt á viðræður um borð í herskipinu sýndi að ástæðurn- ar, sem Johnson Bandaríkjafor- seti hefur fært fyrir þvi að hann geti ekki samþykkt viðræður í Varsjá eða Phnom Penh, væru aðeins fyrirsléttur. — „Bandaríkin reyna að bera fram hverja afsökunina á fæt- ur annarri til þess að geta hald- ið styrjöldinni áfram“, sagði tals maðurinn. Hann benti á að til þessa hafi Johnson forseti gert þær kröfur til fundarstaðarins að hann væri í hlutlausu ríki, en Indónesía er ekki hlutlaus í augum Hanoi-stjórnarinnar. Þá sagði hann að ekki væri unnt að verða við sí-endurteknum Framhald á bls. 31 Ein af sovézku eldflaugunum, sem sýndar voru i Jerúsalem i gær i tilcfni 20 ára afmælis Israelsríkis. Er þetta eldflaug af gerðinni „S.A.—2“, sem tekin var herfangi af Egyptum. Hersýning í Jerúsalem — og mótmæli í Líbanon Jerúsalem, 2. maí. (AP-NTB). MIKIL hersýning var haldin í Jerúsalem í dag í tilefni þess að 20 ár voru liðin frá stofnun ísra- elsríkis. Ekki kom til neinna árekstra þrátt fyrir hótanir Ara- ba, sem höfðu harðlega mótmælt því að hersýningin yrði haldin i borginni. Einnig hafði Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna og IJ Thant framkvæmdastjóri SÞ sent stjórn Israels áskorun um að hætta við hersýninguna, en þeirri áskorun var ekki sinnt. Talið er að um hálf milljón manna hafi fylgzt með hersýning unni á götum Jerúsalemborgar, en auk þess var sjónvarpað frá sýningunni um landið allt. Finamlhald á bls. 23 Blómum veifað í stað vígorðasp jalda á óvenjulegri 1. maí-hátíð í Prag Víðast fóru þau fram með venjulegum hætti - vopnasýn- * ingar í IWoskvu - Oeirðir á Spáni Moskvu, Prag og víðar, 2. maí NTB — AP 1. maí — dagur verkalýðs- ins — var haldinn hátíðlegur í gær víðsvegar um heim, en með býsna mismunandi hætti að venju. I Moskvu og Austur-Berlín settu vopna- og hergagnasýning ar mestan svip á hátíðahöldin og hermenn fóru þar gæsagangi um götur og torg. í Prag ríkti meiri gleði en menn muna síðustu tvo áratugi og veifuðu menn blómum í stað kröfuspjalda. Meöal þátttakenda voru ýmis samtök, sem bönnuð hafa verið, m.a. skátar í hefð- bundnum einkennisbúningum. Einnig voru hippar þar fjöl- mennir og ' höfðu uppi spjöld sem á stóð „Elskið í stað þess að berjast". Leiðtoga kommún- j istaflokksins var fagnað með 1 blómum og beiðnum um eigin- handaráritanir. Á Spáni fóru stúdentar og ungir verkamenn um götur og ! torg og brutu rúður, jafnframt því sem hafðar voru uppi kröf- ur, er teljast til lágmarkskröfu gerða verkalýðsins á Vestur- löndum svo sem kröfur um verkfallsrétt og leyfi til að mynda frjáls verkalýðsfélög. Gleíiin ríkti í Prag. Við hátíðahöldin í gær fengu Tékkóslóvakar fyrsta tækifærið Framh. á bls. 31 vandamál áður en friðarsamn- ingar hefjast. i fyrsta lagi hvar friðarsamningar skuli fara fram, og í öðru lagi á hvers vegum fríðarumræðurnar skuli haldnar. Yakubu Gowon hershöfðingi, leiðtogi sambandsstjórnarinnar í Nígeríu, hefur fallizt á að frið- arviðræður fari fram í London, en Ojukwu ofursti, leiðtogi Biafra, hefur óskað eftir við- ræðum i Dakar, höfuðborg Sene- gal. Segir Ojukwu ofursti að útilokað sé að ''halda friðarvið- Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.