Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1988 Sextugur í dag: Dr. Þórður Þorbjarnarson DR. Þórður Þorbjarnarson, for- stjóri Rannsóknarstofnunar fisk iðnaðarins, er sextugur í dag. Hann á að baki langt og merkilegt starf í þágu íslenzks fiskiðnaðar. Fyrst sem forstöðú maður Rannsóknastofu Fiski- félags íslands frá 1934 til 1965 og síðan sem forstjóri Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins, sem er til húsa að Skúlagötu 4, í eigin húsi, svo sem kunnugt er. Við augum mínum og annarra, sem muna eftir því, þegar Efna- rannsóknastofa ríkisins var á annan tug ára í skúr á baklóð við Hverfisgötu, blasir nú sú ótrúlega breyting á starfsemi og högum rannsóknastofnana á veg um ríkisins, er orðið hefir á rúm um 30 árum. í stað þessarar einu efna- rannsóknastofu ,sem starfaði við mjög bágbornar aðstæður, en að vísu með góðum starfs- mönnum, Trausta Ólafssyni og Bjarna Jósefssyni efnafræðing- um, sem jafnhliða gegndu öðr- um störfum, eru nú komnar margar rannsóknastofnanir: Rannsóknastofur Háskólans, Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins, Rannsóknarstofnun iðnaðarins, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins að Keldnaholti, Hafrannsóknarstofnunin og síð- ast en ekki sízt Rannsóknastofn un fiskiðnaðarins. Eins og áður segir veitir dr. Þórður hinni síðastnefndu for- stöðu. Hann hefur verið í bygg- inganefnd húss Rannsóknastofn- ana sjávarútvegsins (Hafrann- sóknastofnunarinnar og Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins) í rúm 20 ár og verið jafnframt framkvæmdastjóri nefndarinn- ar. Hefur dr. Þórður, ásamt Davíð Ólafssyni fyrrverar.di fiskimálastjóra og núverandi bankastjóra í Seðlabankanum, átt manna drýgstan þátt í því, að hús stofnanna og aðbúnaður all- ur er jafn glæsilegur og ratín ber vitni. „Með vísindum alþjóð eflist til dáða“ kvað Einar Benedikts- son í Aldamótaljóðunum. Rannsóknir og athuganir á framleiðslu og framleiðsluhátt- um, efnivörum, tækni og mark- aðsmálum, eru forsendur fyrir því, að unnt sé að reka atvinnu- vegi í nútímaþjóðfélagi með við hlýtandi árangri. Ég held, að fáir íslendingar skilji þessi undirstöðuatriði jafn vel og dr. Þórður, né hafi sýnt skilning sinn og þekkingu bet- ur í verki en hann. Tel ég það mikið lán fyrir ís- lenzkan sjávarútveg að hafa þeg ar notið starfskrafta hans í þriðj ung aldar eða fullan mannsald- ur, eins og hann var áður talinn. Fram að síðustu aldamótum hafði að flestu leyti orðið aftur- för á landi hér frá því sem var á þjóðveldistímanum, gagnstætt því sem gerðist með öðrum þjóðum. Islandsvini eins og William Morris, skáldjöfri Breta, sem ferðaðist tvisvar um landið á áttunda tug 19. aldar, þótti þetta vera grátlegt, er hann minntist framtaks og frægðarljóma ís- lendinga á þjóðveldistímanum. Nú er þetta gjörbreytt. Alls- staðar blasa við framfarirnar. Þó held ég, að ég hafi hvergi séð meiri breytingu frá því sem áður var, en hjá Rannsókna- stofnunum fiskiðnaðarins. Er það ánægjulegt að eiga þess kost að fylgja erlendum kaupendum sjávarafurða og forystumönnum í fiskiðnaði þangað. Þeir útlend- ingar^em þangað hafa komið, hafa undantekningarlaust látið í ljós hrifningu sína yfir aðbúnaði og starfsemi stofnunarinnar og forstöðumanns hennar, og talið hana vera hliðstæða því sem bezt þekktist annars staðar. Efnagreiningarvottorð og aðr- ar skýrslur stofnunarinnar eru hiklaust viðurkenndar af kaup- endum á erlendum vettvangi i sambandi við sölur sjávarafurða. Er þetta mjög mikils virði fyrir íslenzkan sjávarútveg. Þá hefur dr. Þórður sem fram kvæmdastjóri Félags ísl. fisk- mjölsframleiðenda og sem vís- indamaður sótt ótal fundi og ráð stefnur erlendis varðandi fisk- iðnað og miðlað þeim upplýsing um, sem hann hefur fengið á fundum þessum, og annars stað- ar svo og markaðsfréttum, sem honum hafa borizt í skeytum og bréfum, til framleiðenda í sjávar útvegi, einkum varðandi fiskmjöl og lýsi. Dr. Þórður var forseti ráð- stefnu um vinnslu sjávarafla, sem íslenzkir verkfræðingar efndu til í fyrravor að Hótel Sögu. Hefur Verkfræðingafélag- ið látið prenta stóra bók með erindum þeim, sem þar voru flutt, m.a. af dr. Þórði, svo og umræðunum. Er þar að finna meiri fróðleik um íslenzkan fisk iðnað en í nokkurri annarri bók. Síðast en ekki sízt hafa verið gerðar fjölmargar tilraunir um vinnslu sjávarafurða undir stjórn og með forsjá dr. Þórðar og hann ritað margar greinar- gerðir um rannsóknir á sviði fiskiðnaðar. Dr. Þórður er fæddur á Bíldu- dal árið 1908. Voru foreldrar hans Þorbjörn Þórðarson, hér- aðslæknir þar og kona hans Guð rún Pálsdóttir. Hann lauk prófi í fiskefnafræði frá Dalhousie University, Halifax, Canada, ár- ið 1933 og tók doktorspróf í líf- efnafræði frá University College í London árið 1937. Hefur hann því hlotið hinn bezta undirbún- ing undir starf sitt. Samt er það fyrst og fremst hinn óbil- andi áhugi hans til þess að láta gott af sér leiða, sem hefur gert hann að þeirri hjálparhellu is- lenzks sjávarutvegs, sem raun ber vitni. Dr. Þórður er kvæntur frú Sigríði, dóttur Arents heitins Claessens aðalræðismanns. Eru þau hjónin hvers manns hug- Ijúfar. Einkasonur þeirra er Þórður verkfræðjngur, kvæntur Sigríði, dóttur Jónatans forseta Hæstaréttar Hallvarðssonar. Á afmælisdaginn sendi ég og kona mín Þórði og fjölskyldu hans innilegar heillaóskir og þakka langt og giftudrjúgt starf hans í þágu sjávarútvegsins og vona, að honum endist líf og heilsa til þess að halda því áfram sem allra lengst. Lifið heil! Sveinn Benediktsson. VÍSINDIN í þágu atvinnuveg- anna var orðtæki hér á íslandi á fjórða túgi þessarar aldar. Og það mátti ekki seinna vera. Ná- grannaþjóðir okkar höfðu fyrir löngu sett upp rannsóknastofn- anir í þágu landbúnaðar, fisk- veiða og iðnaðar, en um 1930 mátti telja á fingrum annarrar handar þá menn ,sem lagt höfðu stund á slíkar rannsóknir hér á landi. En nú var íslenzka þjóð- in að vakna í þessu tilliti. Rætt var og ritað um það að koma hér á fót rannsóknastofnun í þágu atvinnuveganna. Og upp risu tvær slíkar stofnanír: Rannsóknastofa Fiskifélags ís- lands árið 1934 og Atvinnudeild Háskólans 1937. Uppsetningu Rannsóknastofu Fiskifélagsins annaðist Þórður Þorbjarnaj’son, sem þá var við nám í lífefna- fræði við háskólann í London. Rannsóknastofa þessi skyldi vinna fyrir fiskiðnaðinn ein- göngu, og hefur Þórður veitt henni forstöðu alla tíð. Það var sólfagran sumardag á Þingvöllum árið 1929. Nýútskrif aðir stúdentar frá Menntaskól- anum í Reykjavík höfðu, sem þá var siður ,sótt heim þennan fornhelga stað, til þess að gleðj- ast að loknu prófi. Bjartsýni var ríkjandi og æfintýraljómi yfir námsárunum, sem framundan voru. Þarna tókum við Þórður tal saman, og þá sagði hann mér frá sínu áhugamáli: að byggja íslenzkan fiskiðnað á vísindalegum rannsóknum. Já, fiskiðnaður, hvað Vár nú það? Ég hafði lítið heyrt um slíkt, enda alinn upp á hafnlausu svæði sunnanlands, þar sem að- eins sást saltaður fiskur, er. Þórður var uppalinn á Bíldudai, þar sem hann hafði séð og senni lega veitt margar tegundir fiska, allt frá marhnút upp í stórlúðu, Svo skildu leiðir. Stúdenta- hópurinn frá 1929 dreifðist. Þeir sem utan fóru til náms, heldur til Evrópu, nema Þórður, hann fór til Ameríku ,sem þá var fátítt og hóf nám í fiskefnafræði við háskólann í Halifax. Kanada- menn munu þá hafa verið komn ir lengra en aðrar þjóðir í vis- indarannsóknum í þágu fiskiðnað ar. Og þar sem fisktegundir eru þær sömu við austurströnd Kanada og við ísland og verk- unaraðferðir mjög líkar í þess- um tveimur löndum, þá er aug- ljóst að Þórður valdi þarna hinn eina rétta stað. Þórður lauK B. Sc. prófi frá Halifax árið 1933, en stundaði síðan nám í lífefnafræði við háskólann í London .Þaðan lauk hann svo Ph. D. prófi í þeirri grein árið 1937. Og nú máttu fiskarnir fara að vara sig. Veslings karfinn, sem var svo óheppinn. að vera tai- inn fyrstur í Fiskunum hjá Bjarna, vakti auðvitað strax á sér eftirtekt. Dr .Þórður benti á, að úr karfanum mætti vinna mjöl og lýsi, og þá hófst karfa- vinnsla á íslandi. Karfinn, sem hafði trúað orðum sálmaskálds- ins: „Karfinn feitur ber fínan smekk“ tók það að sjálfsögðu nærri sér að vera fleygt í fisk- mjölsverksmiðjur .En sem betur fór fékk hann uppreisn, því að nú -,er hann flakaður og frystur og hafður á borðum bæði 1 Washington og Moskvu. Og svo tók við hvert verkefn- ið á fætur öðru hjá dr. Þórði. Sérkunnátta hans í vítamínrann sóknum og feitiefnafræði leiddi hann strax inn á öll svið lýsis- iðnaðar á íslandi, auk þess sem hann tók upp margs konar rann sóknir á fiskmjöli. Liggur eftir hann fjöldi ritgerða um þessi viðfangsefni bæði á íslenzku og erlendum málum. Hefur dr. Þórður vafalaust átt allra manna mestan þátt í því að byggja hér upp þessa grein fisk- iðnaðar, mjöl- og lýsisvinnslu, sem hefur gefið þjóðinni geysi- miklar tekjur síðustu þrjátíu ár- in. Síldarbræðsla var að vísu hafin hér áður, en dr. Þórður hefur endurbætt hana á margan hátt. Hann hefur og aukið mjög nýtingu á fiskúrgangi til mjöl- vinnslu og komið af stað vinnslu á mjöli og lýsi úr loðnu, sem hér hafði ekki verið veidd áður nema til beitu. Hér er annars ekki rúm til þess að telja upp öll verk dr. Þórðar, en hann hef- ur komið meira og minna við sögu á öllum sviðum fiskiðnað- arins og verið falin mörg trún- aðarstörf í sambandi við þá at- vinnugrein. Hann hefur m.a. verið tæknilegur ráðunautur við endurbætur og nýbyggingar á alls konar fiskvinnslustöðv- um. Góð aðstaða til rannsókna og tilrauna var auðvitað eitt aðal- skilyrðið til þess að byggja upp fiskiðnað hér á landi, og mun engum hafa verið það ljósara en dr. Þórði. Þegar Rannsókna- stofa Fiskifélagsíns var sett á stofn 1934, var hún til húsa í hluta af neðstu hæð Fiskifélags- hússins við Ingólfsstræti, á stærð við litla tveggja herbergja íbúð. En undir stjórn dr. Þórð- ar urðu verkefni Rannsókna- stofunnar stöðugt fleiri og stærri og húsnæðið því fljótlega of lít- ið. Var þá horfið að því að byggja yfir þessa starfsemi, og var byggingunni valinn staður að Skúlagötu 4. Þarna er nú ris- ið eitt af stórhýsum borgarinn- ar. Er það reist fyrir þá rann- sókna- og tilraunastarfsemi, sem dr. Þórður taldi hæfilega fyrir íslenzkan fiskiðnað í náinni framtíð og auk þess fyrir Haf- rannsóknastofnunina. Var þarna byggt af miklum stórhug og skotið skjólshúsi yfir Ríkisút- varpið svona rétt í leiðinni. Það er kunnugt að enginn einn mað- ur hefur átt eins mikinn þátt í því að koma þessari byggingu upp og dr. Þórður. Má segja, að hann hafi verið lífið og sálin í framkvæmdunum öll þau ár, sem þær stóðu yfir. Rannsóknastofa Fiskifélagsins flutti í hluta af hinni nýju bygg ingu árið 1943 og í aðalihúsið ár- ið 1961. í ársbyrjun 1966 var sett á stofn Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins, og tók hún við hús- næði, tækjum, verkefnum og starfsfólki Rannsóknastofunn- ar. Er dr. Þórður forstöðumaður hinnar nýju stofnunar. Dr. Þórður Þorbjarnarson er fæddur á Bíldudal 4. maí 1998. Foreldrar hans voru Þorbjörn Þórðarson, héraðslæknir, sem er látinn fyrir nokkrum árum, og eftirlifandi kona hans Guð- rún Pálsdóttir, prófasts í Vatns- firði, Ólafssonar. Dr. Þórður er kvæntur Sigríði, dóttur Arents Claessens, aðalræðismanns, og eiga þau einn son, Þórð, en hann lauk prófi í byggingav»rk- fræði árið 1963. Ég færi dr. Þórði og fjöl- skyldu hans mínar beztu heilla- óskir í tilefni dagsins, auk þess sem ég óska honum þess, að hann fái eflt og aukið Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, svo að hún fylli enn nokkuð til við- bótar af byggingunni í Skúia- götu 4. En vegna þess að ég sé alltaf eftir síldinni, þegar hún fer í bræðslu, vildi ég mega skjóta því að vini mínum dr. Þórði, hvort ekki sé nóg að bræða loðnuna, eða hvort ekki sé hægt að finna enn einn nýj- an fisk til þessara hluta. Ann- ars er mér sagt, að þeir séu farn ir að borða loðnuna í Tókíó. Sigurður Péturssoo. ÞEIR munu fáir landar vorir, sem hafa dugað þjóð sinpi bet- ur en Þórður Þorbjarnarson. Hann lauk námi í fiskefnafræði í Kanada 1933 og doktorsprófi í lífefnafræði í London 1937. Á þessum árum var kreppa, mark- aðs- og aflaleysi, en hinn ungi vísindamaður rétti dálitið úr henni hér á landi. Þórður er brautryðjandi í vítamínrann- sóknum í lýsi og uppgötvar, að karfalifur er einhver - mesti vítamíngjafi í náttúrunnar ríki. Karfa hafði ávallt verið varpað fyrir borð úr afla togaranna, unz Þórður kenndi okkur að vinna mjög verðmætt lýsi úr karfalifur og fó'ðurmjöl og lýsi úr bolnum. Á þennan hátt setti hann aðgerðarlausar síldarverk- smiðjur í gang, m.a. á Flateyri og Siglufirði, og aflaði þjóðar- búinu milljónatekna. Þetta mun vera ein af ástæðunum fyrir því, hvernig við íslendingar björguðumst í kreppunni. Það vakti sérstaka athygli Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðs, þeg- ar hann kom hingað í heimsókn á þeim árum, að hér bjó almenn ingur við skárri kjör að hans dómi en fólk bæði í Bandaríkj- unum og Bretlandi, þar sem hann þekkti bezt til; — krepp- an hafði ekki kýtt' okkur á sama hátt og menn í þeim lönd- um, eins og hann segir í erindi, sem varðveitt mun í fórum út- varpsins. Þórður Þorbjarnarson er einn þeirra fáu manna, sem eru bæði vísinda- og framkvæmdamenn. Hann kom hér irngur að lítt numdu landi í fræðigrein sinni og byggir upp rannsóknastöð Fiskifélags íslands, sem síðar varð Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins og gerist afkastamikill vísindamaður. Ritgerðir hans í tímaritum innlendum og erlend- um skipta mörgum tugurn. Hann er manna giöggskyggnastur á gildi hlutanna, en það er gulli betra á tímum tæknibreytinga og nýjungagirni. Hann er ráðu- nautur fiskiðnaðarins og til hans hefir veri’ð leitað af fjölda aðila og hann ávallt reynzt heil- ráður og hefir afstýrt mörgum slysum. Oft þarf vísindamaður- inn framkvæmdamanninn við hlið sér til þess að nýtast, en Þórður hefir leyst hér fjölmörg vísindaleg vandamál, rutt hag- nýtum vísindum braut hér á landi og þar með almennri hag- sæld; — hann er einn af fjör- gjöfum okkar í orðsins fyllstu merkingu. Þess verður eflaust langt að bíða, að hver maður sé metinn að verðleikum, fólki sé þáð ljóst, hverjj^- séu hinir eigin- legu „máttarstólpar þjóðfélags- ins“. Ég veit, að hinn hlédrægi vinpr minn kann mér engar þakkir fyirir að leggja þá byrði á hann, en það fólk, sem nefn- ist íslendingar, stendur í tals- verðri þakkarskuld við hann, og okkur, sem fáurnst við lýsis- og fiskmjölsframleiðslu hefir hann ávallt verið rnanna hoil- ráðastur. Lífsnautnin frjóa er alefling andans og athöfn þörf, — það að hafa dugað sínu fólki, leyst vandamál þess. Þáð hefir hinn hæverski og kyirrláti Þórður Þorbjarnarson gert í ríkum mæli. Vilhjálmur Guðmundsson. Vandaðar íbtiðir til leigu Glæsileg íbúð 225 fermetra, á fyrstu hæð, á bezta stað í Vesturbænum fáanleg til leigu. Einnig fjög- urra herbergja íbúð, stór og góð í kjallara sama húss. Leigist helzt í einu lagi. Tilvalið fyrir séndiráð. Þeir sem kynnu að hafa áhuga fyrir íbúðUm þess- um eru beðnir að • senda nöfn sín til afgreiðsiu blaðsins fyrir 8. maí, merkt: „8938“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.