Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1&&8 15 Vigdís Kristjánsdóttir list- vefari og málari eitt a£ listaverkum sínum „Jarð NYLEGA hélt frú Vigdís Krist jánsdóttir sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins á verkum sín um. Lítið hefur verið um þessa sýningu skrifað og minna en efni stóðu til: svo fögur sem hún var í litauðgi sinni og hnitmð- aðri samsetningu þeirra, og þá vakt það ekki síður athygli að sjá, hvað hægt er að gera úr íslenzku ullinni þegar kunnátta, vandvirkni, smekkur og hug- kvæmni fer saman. Ég hef þekkt frú Vigdísi lengi og fylgst með listamannsferli hennar, og ég álít að hún hafi enn sem komið er hlotið allt of litla viðurkenn- ingu. Þessvegna langar mig til að gefa ofurlítið yfirlit yfir líf hennar og starf í þágu listar- innar, en þar er í raun réttri heimur hennar allur. Frú Vigdís er fædd 11. sept- ember 1904, og verður því 65 ára á næsta ári. Um ætt henn- ar er þá skemmtilegu sögu að segja, að hún er í 7. lið afkom- andi Skúla Magnússonar landfó- ®eta en nann var eins og allir vita brautryðjandi og baráttumaður fýrir því að koma upp íslenzk- um uilariðnaði í stórum stíl. Á- huga sinn og trú á íslenzku ull- ina og það, hvað úr henni megi gera, hefur hún því ef til vill fengið frá þessum forföður sín- um. Strax í barnæsku stóð hug- ur hennar allur til myndlistar, hún var síteiknandi myndir af því sem fyrir augun bar og hún fór einförum út um holt og móa til þess að leita litadýrðar nótt- Urunnar á himni, hafi og á jörðinni sjálfri. Líklega hefur hún fengið fyrstu hugmyndina um teppin sín og reflana alla frá jörðinni sem er hinn óvið- jafnanlegi myndameistari. Teikn ingu lærð hún fyrst í Landa- kotsskóla hjá Meulenberg bisk- upi, sem hún minhist sem hins ágætasta kennara og manna. Síðan var’hún í kvöldskóla hjá Stefáni Eiríkssyni og Ríkarði Jónssyni. Einnig um skeið hjá Mugg (Guðmundi Thorsteins- son) — hjá honum lærði hún fyrst að fara með olíuliti. Föður sinn missti Vigdís 19 ára gömul, einmitt þegar sá draumur hennar á'tti að fara að rætast, að komast út til Kaup- mannahafnar til listmálaranáms. Faðir hennar ætlaði að reyna að kosta hana, en við fráfall hans verða allar vonir að engu í bili. Hún hélt þó áfram að mála og teikna og hugur henn- ar hneigist brátt að myndvefn- aði, því meir sem lengra leið. Árið 1926 komu þeir málararnir Jón Stefánsson, Ásgrímur Jóns- son og Jóhannes Kjarval upp samsýningu málara. Á þá sýn- ingu kom Vigdís tveimur mál- verkum. Það var stór og ógleym anlegur viðburður, sem orkaði mjög á hina ungu listakonu. En tímarnir voru erfiðir og eklti var hægt að lifa á loftinu, þó heimur listarinnar væri dá- samlegur og veitti sálinni nær- ingu. Hún varð því næstu árin að fresta öllu frekara námi og vinna fyrir sínum líkamlegu þörf um. Árið 1937 giftist hún Árna Einarssyni kaupmanni, sem varð henni hinn ágætasti vinur og fé- lagi, sem hvatti hana til áfram- haldandi náms og starfa að hugð armálum sinum. Hún innritaðist í Handíðaskóla íslands 1943, og stundaði þar nám í tvö ár. — kenndi hún þá jafnframt teikn- ingu við Kvennaskóla Reykja- víkur. En nú varð ekki framar aft- ur snúið, lífið var einskis virði, „Huld“ heitir þetta myndofna teppi Vigdísar Kristjánsdóttur. ef ekki var hægt að helga það listsköpun, og loks kom að því að Vigdís gat haldið til Kaup- mannahafnar og innritast í kon- unglega listháskólann, en þar stundaði hún nám í 5 ár. Aðal- kennari hennar var prófessor Kræsten Iversen, sem reyndist henni afburða vel. Hann fékk áhuga fyrir myndstíl hennar, sem hann taldi eiga vel við myndvefnað. Sjálfsagt meðfram fyrir áhrif frá honum, sneri Vigdís sér nú meir og meir að myndvefnaði og fór frá Höfn til Noregs og hóf þar nám 1952 í myndvefnaðardeild Statens kvindelige industriskole í Oslo. Hún stundaði þar nám hátt á þriðja ár, en kom heim til ís- lands vorið 1955. Fullnaðarpróf með ágætiseinkunn hafði hún þá tekið í myndvefnaði, teikningu, spuna á togi og jurtalitun, og er þar með einn langmenntað- asti myndlistamaður okkar. Vigdís naut styrká í Noregi seinna árið, sem hún var í skól- anur þar. Fyrir skólann óf hún tvö teppi og gerði sjálf frum- myndirnar: hlutu þau mjög góða dóma. Hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum bæði ut- an lands og innan, sen sjálf- stæða listsýningu hélt hún í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1952. Sýndi hýn þar góbelín- vefnað og olíumyndir. 1958 held ur hún aðra ýningu í Reykja- vík og sýnir þá röggvafeldi (ryur) og krossvefnað. Sýning una sem hún hafði nú í vetur 6.—14 apríl, hélt hún með ann- Frú Vigdís Kristjánsdóttir við eldar“ heitir það. arri listakonu, Elínu Pétursdótt ur Bjarnason. Var sýning þeirra hin ánægjulegasta. Ýmsir opinberir aðilar hafa keypt eitthvað af verkum Vig- dísar Kristjánsdóttur. Má þar til nefna Menntamálaráð Reykjavík urborg, Fræðsluráð Reykjavík- ur og Verknámsdeild unglinga- skólanna. En það sem fram að þessu hefur verið stærsta og erfiðasta. verk Vigdísar, er þó hið mynd- ofna teppi með myndum af Ing- ólfi Arnarsyni, Hallveigu konu hans og Þorsteini syni þeirra, sem Bandalag kvenna gaf Reykjavíkurborg á 175. afmælis- degi borgarinnar. Þetta teppi er 5 fermetrar að stærð og prýðir nú fundarsal borgarstjórnar Það á að hengjast upp í ráðhúsi borgarinnar á sinum tíma og því almennt nefnt Ráðhústeppið. Veit ég ekki annað, en það teppi veki athygli og aðdáun allra sem vit hafa á. Ekki var fljótlegt að vefa teppi þetta. Vann frú Vig- dís að því í þrjú ár. Ég var þá formaður Bandalags kvenna og fylgdist því vel með verkinu. Hugmyndina um að gefa það átti frú Ragnhildur Pétursdóttir á Háteigi, og hún gaf líka mál- verkið sem ofið var eftir — það var Jóhann Briem, listmálari, sem í samráði við Ragnhildi valdi motivið og málaði síðan myndina. Það skal tekið fram að málverkið varð til áður en frú Vigdís var ráðin til að vefa tepp ið og varð engu þar um breytt. Annars býr hún alltaf sjálf til frummyndir að vefnaði sínum. Teppið er ofið úr íslenzkri ull og gaf Álafoss-verksmiðjan allt bandið í eins mörgum litum og þeir treystu sér til að láta okkur hafa, — ég held að þeir hafi Verið um 30. En ekki þótti listakonunni það nóg. Hún rakti sundur sumar hespurnar og tvinnaði saman einstaka þræði við aðra þræði með öðrum lit ug fékk á þennan hátt óendan- lega litabreytingu, ég held að úr þessu hafi verið orðnir um 160 litbrigði, að meðtöldum sauð arlitum og jurtalitum. Vigdís er hinn mesti snillingur í jurtalit- un. Það var gaman að sjá tepp ið verða til undir höndum meist- arans. Sumar samverustundir- nar með Vigdísi og ýmsu áhuga- fólki sem heimsótti hana við vinnuna verða mér alveg ó- gleymanlegar. Mér er sagt að Vigdís njóti engra listamannalauna nú undir hinu nýja fyrirkomulagi. Júlí- ana Sveinsdóttir hafði þó á end- andum komizt talsvert hátt á blað hjá úthlutunarnefnd. Hún var listmálari og vefari alveg eins og Vigdís. Þetta er list- grein, sem aldrei er mjög út- breidd og því ekki hætt við að verði úthlutunarnefnd mjög dýr. Væri nú ekki óhætt fyrir ráðið að verðlauna áfram fulltrúa, sem sýnir okkur ullina okkar í þeirri meðferð og litasambönd- um, sem gera hana frá listar- innar sjónarmiði samkeppnis- færa við hvaða hráefni sem vera skal, bæði að því er fegurð og nytsemi snertir. Aðalbjörg Sigurðardáttir Opinber uppboð verða haldin miðvikudaginn 8. maí n.k. á eftir- töldum húseignum á Seyðisfirði, tilheyrandi þrota- búum: (bókabúð) (Þórshamar) (verzlunar- & skrifst.hús) (matvörubúð) (sláturhús) (einbýlishús, 2 (einbýlishús, 2 (íbúð á efri hæð) Uppboðin hefjast á skrifstofu minni kl. 10:00. Bæjarfógetinn á Sevðisfirði, 23/4. 1968. Erlendur Björnsson. Hafnargata 26 Hafnargata 28 Norðurgata 8 Norðurgata 8 B Ránargata 4 Öldugata 11 Brekkuvegur 14 Túngata 15 hæðir) hæðir)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.