Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 32
 RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA SÍMI 1Q.1GO LAUGARDAGUR 4. MAI 1968 AUGLYSINGAR SÍMI 22*4*80 Hríöin búin og aftur fœrf norður VEÐUR batnaði í gaer á Norður- landi, og stytti upp hríðinni, sem hafði hlaðið snjó á alla vegi. Og í gær var orðið fært um allt Suður. og Vesturland og norður til Akureyrar og Siglufjarðar Hafði Vegagerðin getað gert norðurleiðina greiðfæra. Voru bæði Holtavörðuheiði og öxna- dalsheiði færar. Einnig var orð- ið fært til Kópaskers og verið að ryðja veginn til Raufarhafn- ar. Austan við Akuireyri eru mairg ir vegir slæmir, að sögn Hjör- leifs Ólafsisonar hjá Vegagerð- inrnii. Þeir spilltust um daginin og hefuir ekki verið hægt að gera við þá síðan. Ráðstefna MA-Atlants- hafsnefndarinnar hefst t Reykjavík í vikunni NÆSTKOMANDI þriðjudag hefst í Reykjavík fundur hinnar al- þjóðlegu fiskveiðinefndar á Norð austur-Atlantshafi, en Davíð Ól- afsson er nú formaður þeirrar nefndar og stýrir fundinum hér. Koma hingað 80 manns frá 16 löndum til að sitja þennan fund. Eru það fulltrúar frá 14 lönd- um á þessu svæði og áheyrnar- fulltrúar frá Kanada og Banda- ríkjunum. Norðaustur-Atlantshafsnefndin fylgist með fiskistofnum á nefndu svæði og ráðleggur um verndun fiskistofna þar. Verður fjallað um slík mál á ráðstefn- unni hér, m.a. rætt um þorsk- stofninn við ísland. Fulltrúar fslands verða Már Elísson, fiskimálastjóri, Jón (Jónsson, forstöðumaður Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins, Gunnar G. Schram, fulltrúi í ut- Dr. Björn Sigurbjörnsson / anríkisráðuneytinu og Pétur Sig urðsson, forstjóri Landhelgis- gæzlunnar. Borgarstjórinn í Grimsby, Alfred Chatteris, afhendir Sigurði Árnasyni skipherra áletraðan skjöld til minningar um afrek Óðinsmanna. Stýrimennirnir tveir horfa á. Við í Grimsby hyllum Öð- in og hans vösku áhöfn — sagði borgarstjórinn í þakkaræðu sinni Einkaskeyti frá AP í Grimsby. ÍBÚAR hafnarbæjarins Grimsby fögnuðu vel skipverjum af ís- lenzka varðskipinu Óðni, sem björguðu 19 sjómönnum af Grimsby-togaranum Notts Coun- ty, er hann strandaði við ísland í febrúarmánuði i vetur. Allir bæjarráðsmenn og for- stöðumenn fiskiðnaðarins í bæn- um voru í kvöld viðstaddir há- tíðlega athöfn í ráðhúsinu, þar sem íslendingarnir þrír voru heiðraðir, þeir Sigurður Árnason skipherra og stýrimennirnir Sig- urjón Hannesson og Páll Hall- dórsson. Var þeim færður minn- ingaslijöldur til handa varðskip- inu Óðni og hver um sig hlaut sem þakklætisvott silfurbikar með áletrun frá borgarstjóran- um í Grimsby, Alfred Chatteris. Einnig veittu þeir viðtöku úr hendi forseta Félags togaraeig- enda í Grimsby, silfurbakka, sem ætlaður er í borðsal Óðins. Chatteris borgarstjóri sagði í þakkarræðu sinni, m.a.: Eftir að togarinn tók niðri á klöppunum, sáu skipverjar hvar örlítill bát- ur klauf öldurnar í áttina til þeirra. í honum voru björgunar- menn þeirra, tveir skipverjar af varðskipinu Óðni, sem beið átekta í nærri mílu fjarlægð. Sjómennirnir blésu upp tvo gúmmíbáta og lögðu sig í mikia hættu við að flytja í þeim sjó- mennina af Notts County þang- að, sem þeir voru öruggir. Farið var með þá í land, þar sem þeir fengu aðhlynningu í sjúkra- skýli. Ég get bezt lýst hugrekki þessara íslenzku sjómanna með orðum eins af skipverjum á Notfe County. Hann sagði: Þess- ir piltar hættu eigin lífi við að koma okkur yfir í bátinn. Hon- um hefði getað hvolft hvenær sem var. Við hefðum allir frosið í hel, ef við hefðum þurft að dvelja mikið lengur í togaran- um. Ég verð þeim eilíflega þakk- látur. Og Chatteris borgarstjóri hélt áfram ræðu sinni: — Við hér í Grimsby hyllum Óðinn og haris vösku áhöfn. Ég vona að þið seg- ið vinum okkar á íslandi hve þakklátir við erum og hversu mjög við metum hið nána vin- áttusamband, sem er milli ís- lands og hafnarborgarinnar Grimsby. Islendingar reynast framsýnir um söiu þorskblokka í Bandaríkjunum fiskimálafulltrúi Dana i New York — segir í blaðinu Dansk-Fiskeri Tid- ende birtist fyrir nokkru grein um samkeppnina um sölu á frystum fiski á bandaríska mark aðnum. Greinin er skrifuð af Erling Hulgaard, danska fiski- Ungur Islendingur varaforstjóri hjá FAO og Kjarnorkustofnuninni •málafulltrúanum í New York. Hulgaard segir í grein sinni, að íslenzkir útflytjendur hafi sýnt mikla framsýni við sölu frysta fisksins á sl. hausti. í grein Hulgaard segir: „Ókyrrð greip um sig í þeim löndum sem flytja út þorsk- blokkir, þegar það spurðist í lok janúarmánaðar, að íslendingar hefðu selt þorskblokkir á verði, sem var undir þáverandi mark- aðsverði. Það var aðeins þröngur hóp ur manna, sem þekktu hinar raunverulegu aðstæður við sölu íslendinganna, og með tilliti til Framh. á bls. 31 DR. BJÖRN Sigurbjörnsson, erfðafræðingur, hefur verið skipaður varaforstjóri hinnar sameiginlegu deildar Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar og Alþjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar í Vínarborg. Tók hann við þeirri stöðu 1. maí. Vakti það mikla athygli að svo ungur maður skyldi val- inn í þessa stöðu. En Björn hefur undanfarin 4% ár verið deildarstjóri í hinni sameigin- legu erfðafræði- og jurtakyn- bótadeild FAO og Kjarnorku- stofnunarinnar, sem er eina dæmið um að tvær af sér- stofnunum Sameinuðu þjóð- anna vinni saman. Af þessu tilefni átti Mbl. stutt símtal við Björn í gær- kvöldi. Hann kvað starf sitt nokkuð breytast, þar sem hann hefði áður unnið að erfðafræði og jurtakynbót- um, en nú mundi hann með forstjóranum hafa á hendi stjórn allrar stofnunarinnar. Þar undir kæmi m.a. verkefni, sem tengt væri íslandi, en það er geislunin á fiski, sem á að gera tilraunir með hjá Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarjps í sumar í samvinnu við dr. Þórð Þörbjarnarson. Vísaði hann til dr. Þórðar um það, en sagði, að geislunartækin ættu að koma til íslands í Framh. á bls. 31 Hörður teiknar enn eitt alþjóðafrímerki Hinn 15. maí n.k. munu koma út í Bandaríkjunum nýtt frí- merki í tilefni af 50 ára afmæli flugpósts. f samkeppni um gerð frímerkisins tók m.a. þátt Hörð- ur Karlsson listmálari, er vinn- ur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um. Frímerki hans var valið, og fékk hann verðlaun fyrir teikninguna. Þetta verður þriðja sinn, sem út kemur frímerki, er Hörður hefir teiknað. Hið fyrsta var gef ið út af Sameinuðu þjóðunum 1961 til að minna á Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn, og annað frí- merkið var Evrópumerkið 1965. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðs ins hefir boðið Herði að halda málverkasýningu í húsakynnum sjóðsins, og verður hún opnuð 15. maí, sama dag og frímerkið kemur út. (Frá sendiráðinu í Washington)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.