Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 91. tbl. 55. árg. ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Skœruliðar Viet Cong myrða 5 blaðamenn: Hjartaþegar: NÝ STÓRSÓKN KOMMÚNISTA ÍEinn látinn — V-þýzkur diplómat lítlátinn — Harðir bardagar á strœfum Saigon Saigon, Washington, Tókíó, 6. maí — AP-NTB ic SKÆRULIÐAR Viet Cong hófu í gær nýja stór- sókn í S-Vietnam, hina njestu síðan þeir hófu Tet- sóknina miklu í janúar sl. Barizt hefur verið á strætum Saigon í tvo daga og hefur tal« flóttamanna aukizt mjög. Talsmenn bandaríska heraflans í Saigon segja, að sókn Viet Cong nú komizt engan veginn í samjöfnuð við Tet-sóknina, og valdi þar mestu um, að Bandaríkja- menn hafi veitt skæruliðun- um mjög þungar búsif jar und anfarnar vikur og mánuði. if Viet Cong skæruliðarnir myrtu í gær f jóra blaðamenn, sem óku í merktum jeppabíl um kínverska hverfið Cholon í Saigon. Þrír blaðamannanna voru ástralskir, en sá fjórði Hamilton, Bermuda, 6. maí AP ÚTGÖNGUBANNI því, sem gilt hefur á Bermuda síðan 25- apríl, hefur verið aflétt og er ástand nú allt með eðlilegum hætti. Út göngubann var sett um allar Ber mudaeyjar vegna óeirða sem brutust þar út og særðust 12 manns og skemmdir voru unnar á byggingum og eignum og var tjónið metið á 250 þúsund doll- ara. brezkur. Fimmti fréttamaður- inn, einnig brezkur, komst lífs af með því að látast vera dáinn. í gær tóku skærulið- arnir sömuleiðis af lífi fyrsta sendiráðsritarann í v-þýzka sendiráðinu í Saigon, Nasso Rudt von Collenberg, barón. Fannst baróninn skotinn til bana með hendur bundnar fyrir aftan bak og bundið fyrir augun í Phu Lam-hverf- inu skammt þar frá, sem blaðamennirnir höfðu verið myrtir. í dag skutu skærulið- ar Viet Cong til bana 23 ára gamlan bandarískan frétta- Ftamh. á bls. 17 Þessa fjóra blaðamenn myrtu skæruliðar Viet Cong í Cholon-hverfinu í Saigon á sunnudag. Frá vinstri: John Cantwell frá Ástraliu; Michael Birch, fréttamaður AP í Ástraliu; Ronald B. Laramy, Breti og Bruce S. Pigott, Ástralíu. (AP-mynd). Leiðtogar Tékka komnir heim frá Moskvu —■ Talið, að Sovétleiðtogarnir hati lýst vanþóknun á þróun mála í Tékkóslóvakíu Prag, 6. maí — NTB-AP CEIÐTOGAR tékkneska komm únistaflokksins komu til Prag á sunnudag eftir 24 stunda skyndi heimsókn til Moskvu. Alex- ander Dubceck, mun í kvöld gera grein fyrir viðræðunum í útvarpi og sjónvarpi. Forsætisráðherra Tékkósló- vakíu, Oldrich Cernik, sagði í Prag eftir heimkomuna, að við- ræðurnar hefðu ekki verið sögu- legar á neinn hátt, en allir mætt vel við árangurinn una. f orðsendingu þeirri, sem send var út að fundi tékknesku og sovézku leiðtoganna loknum, var sagt, að viðræðurnar hefðu verið hreinskilnislegar og skipzt hefði verið á skoðunum. Bent er á, að venjulegra sé, að fastar sé kveðið að orði i tilkynning- um um fundi kommúnistaleið- toga. Virðist því allt hníga i þá átt, að ekki hafi ríkt algert sam- komulag á fundinum. Sovétleið- togarnir munu enda hafa lýst yf ir áhyggjum og vanþóknun með þróun mála í Tékkóslóvakiu, að því er áreiðanlegar heimildir herma. f orðsendingunni er lögð rík áherzla á, að varðveita þurfi einhug og stjórnmálaskipti kommúnistaríkja. Talið er öruggt, að aðalum- ræðuefnið á fundinum hafi ver- ið væntanleg efnaihagsaðstoð Sovétríkjanna við Tékkósló- Framh. á bls. 27 Tvísýnar forkosn- ingar í Indiana Nú er sá tími, þegar lóan gerir sig heimakomna í görðum Reykvíkinga og er hvarvetna auðfúsugestur. Þessi mynd er tekin í Hljómskálagarðinum í gær. (Ljósm. Sv. Þorm). Indianapolis, 6. maí. AP-NTB TALIÐ er að Robert Kenn- edy, öldungadeildarþingmað- ur, muni bera sigur úr být- um í hinum mikilvægu for- kosningum í Indianafylki á morgun, þriðjudag. Þessar forkosningar eru fyrsta al- varlega prófraunin fyrir Kennedy í tilraunum hans til að hljóta útnefningu demó krata sem forsetaefni flokks- ins á haustþinginu í Chicago. Skóðanakönnun, sem nýlega var gerð í Indiana sýnir, að Kennedy ætti að hljóta 32.4% at- kvæða demókrata í dag, en ríkis- stjóri Indiana, Roger Branigin, 25%. Branigin styður Hubert Humphrey, varaforseta Banda- ríkjanna, og munu atkvæði þau, er hann hlýtur á mor.gun, raun- verulega sýna styrk Humphreys í fylkinu. Fyrrnefnd skoðana- könnun sýndi, að Eugene Mc Carthy mun aðeins hljóta um 12.5% atkvæða, en slík úrslit yrðu alvarlegur álitshnekkir fyr- Framh. á bls. 2 Nýr hjartaflutning- ur gerður í Texas Houston, Texas, London, Höfðaborg, Stanford, Kali- forníu, 6. apríl — NTB-AP JOSEPH Rizor, áttundi mað- urinn, sem hefur verið skipt um hjarta í, lézt á sunnudag, vegna þess að lungun komu ekki nægilegu súrefnismagni til hjartans. Razor lifði í þrjá sólarhringa með aðkomu- hjartað. Hann var fertugur að aldri. Honum hrakaði veru- lega á föstudag ,en á sunnu- dag virtist honum létta nokk uð. Þegar á daginn leið, hnign aði honum ört, og lézt hann þá um kvöldið. Á sunnudagskvöldið fram- kvæmdu læknar við St. Luke sjúkrahúsið í Houston í Texas annan hjartaflutning með aðeins 72 klukkustunda bili. Þeir fluttu hjarta úr fimmtán ára gömlum dreng, William Josep Brannan, sem lézt í slysi, í 48 ára gamlan sölumann frá Louisiana, James Cobb að nafni. Líðan hans er sögð góð. Þá var ann- að nýra drengsins grætt í nýrnasjúkling, sem var alvar lega veikur á sama sjúkra- húsi. Læknarnir við St. Luke sjúkrahúsið sögðu í gær, að líðan Everett Claire Thomás, sem fékk nýtt hjarta á föstu- Framh. á bls. 2 Þrjú olítiskip sprungu í loft Buenos Aires, 6. maí —AP-NTB Þ R J Ú argentínsk olíuskip sprungu í loft upp í hafnarborg- inni Ensenada við La Plata-fljót ið í gær. Að minnsta kosti tíu manns biðu bana og skemmdir urðu miklar á bryggjum og vöruskemmum við höfnina. Hafnarlögreglan segir, að margra sé enn saknað og enn sé ekki vitað hve margir hafi slasazt. Fimm hundrúð manns vinna sleitulaust að því að slökkva eldana, sem loga í skip unum og á bryggjum og öðrum hafnarmannvirkjum, sem kvikn aði í þegar sprengingin varð og eldurinn breiddist út. Fyrst varð sprenging i olíu- skipinu Islas Orcardarfs, sem var með ufci 12000 tonn af olíu innanborðs. Brennandi búfar og brak þeyttust um stórt svæði og yfir i tvö önnur olíuskiþ, sem lágu skammt frá Skipti þá eng- um togum, að í þeim urðu sprengingar. Öll skipin þrjú voru í eigu argentínska ríkisins. Hafnarborgin Ensendada er um 70 km. suðaustur af Buenos Aires. Innilegar þakkir sendi ég öllura þeim, sem sýndu mer vinarhug á sextugsafmæli mínu, hinn 30. apríl s.l. Bjarni Bcnediktsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.