Morgunblaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 1
32 SIÐIiR 94. tbl. 55. árg. FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Johnson Bandaríkjaforseti ásamt Avrell Harriman og Cyrus Vance, en þeir tveir verða helztu menn bandarísku sendinefndarinnar í samningaviðræðunum um Víetnam, sem fyrir dyrum standa í París. Myndin var tekin í garði Hvíta hússins, áður en ráðuneytisfundur hófst, þar sem möguleikarnir á friði í Víetnam voru teknir til meðferðar. Kennedy sigraði í forkosn- ingunum í Indiana — Hlaut 42°/o atkvœða en Branigin 31°/o og MeCarthy 27°/o Washington, 8. maí. — AP ÚRSLIT forkosninganna í Indiana í Bandaríkjunum um frambjóðendur til forseta kjörs urðu þau, að Robert Kennedy hlaut um 42% af at- kvæðum demókrata, Roger Branigin ríkisstjóri um 31% og Eugene McCarthy 27%. Þá sigraði framboðslisti Kennedys framboðslista Hu- berts Humphreys í District of Colomhia með yfirburðum og hlýtur Kennedy öll 23 kjör- mannaatkvæði Demókrata- flokksins þar, en hins vegar virtist sá möguleiki vera fyr- ir hendi, að Branigin fengi nokkra af 63 fulltrúum Indianafylkis á landsþing demókrata, en Kennedy fengi þá ekki alla einn. Ricbard Nixon var einn í kjöri í forkosningum Repu- blikanaflokksins í Indiana og fékk fleiri atkvæði þar, en hann hlaut í forkosningunum 1960. Allir fulltrúar republik- ana frá Indiana, en þeir eru 26 á Iandsþingi þeirra, styðja því Nixon. í forkosningum Republikana- flokksins í District of Columbía sigraði framboðslisti, sem stuðn- ingsmenn Nixons og Nelsons Rockefellers báru fram í samein ingu, auðveldlega lista, sem bor- in var fram af sfúðningsmönnum Ronalds Reagans, ríkisstjóra í Kaliforníu. í Alabama hlaut George C. Wallace, sem býður sig fram til Fyrrverandi innanríkis- ráðherra Tékkóslóvakíu látinn laus úr fangelsi Prag, 8. maí. — NTB RUDOLF Barak, fyrrum innan- ríkisráðherra Tékkóslóvakíu, sem árið 1962 var dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir niðurrifsstarf- semi, hefur verið látin laus. — Skýrði tékkneska fréttastofan CTK frá þessu í dag. Barak var dæmdur í leynileg- um réttarhöldum 1962 af her- dómstól og var hann m.a. ákærð ur um misferli með opinbert fé, en vestrænir fréttamenn hafa haldið því fram, að Barak hafi verið í andstöðu við þáverandi leiðtoga kommúnistaflokksins, Antonin Novotny. Það var sonur Baraks, sem bar fram kvartanir yfir þessum rétt- arhöldum og samkv. frétt CTK hefur Barak verið látinn laus, á meðan mál hans verður rann- sakað að nýju. forsetakjörs sem óháður, 25 af 34 fulltrúum Alabama fyrir lands- þing demókrata. Kennedy vildi ekki segja neitt um sigurhorfur sinar í framtíð- inni, þar á meðal í Nebraska, en þar fara fram forkosningar á þriðjudaginn kemur, en sagði hins vegar: — Humphrey vara- forseti segist vera sigurstrang- legasti frambjóðandinn og Mc Framh. á bl.s 31 De Gaulle lofar kennsluumbótum 60 sœrðust í stúdentaóeirðum í fyrrinótt Stutt símtal við íslending í Sorbonne París, 8. maí. AP. Charles de Gaulle, forseti, ræddi hinar aivarlegu stúdenta- óeirðir, sem geisað hafa í París og öðrum frönskum borgum und anfarna daga á stjórnarfundi í dag og sagði, að bæta yrði menntunaraðstöðu í Frakklandi. Hundruð erlendra blaðamanna eru komnir til Parísar til þess að fylgjast með viðræðum full- trúa Bandaríkjastjórnar og Norð ur-Vietnamstjórnar, og er óttast að óeirðir stúdenta spilli áliti Frakka erlendis og hafi áhrif á viðræðurnar. Mbl. hafði í gær tal af Friðriki Páli Jónssyni sem stundar nám við Sorbonne og fer viðtalið við hann hér á eftir í lökfréttarinn- ar. Parísarlögreglan átti í gær- kvöldi og langt fram á nótt í hörðum átökum við stúdenta, sem gengu fylktu liði til Sorbónne- háskóla að lokinni kröfugöngu, sem stóð í fimm klukkustundir. Stúdentar segja, að þeir ætli í aðra kröfugöngu í kvöld, fjórða daginn í röð, til þess að leggja áherzlu á kröfur sínar um Frarnh. á bl.s 31 Viðræður í Kampala um frið í Nigeríu Gabon viðurkennir Biafra London, 8. maí — AP-NTB SAMBANDSSTJÓRN Nigeríu og aðskilnaðarstjórnin í Biafra hafa komizt að bráðabirgðasam- komulagi um, að viðræður verði hafnar í Kampala, höfuðborg Uganda, til þess að binda enda á borgarastyrjöldina í Nígeríu. Samkomulagið tókst á fundi full trúa Biaframanna og Lagos- stjórnarinnar í Lundúnum, en þær viðræður, sem hafnar voru til þess að undirbúa friðarvið- ræður, hafa staðið yfir síðan á mánudaginn. Stjórnin í Vestur,Afríkurík- inu Gabon tilkynnti í dag, að hún hefði viðurkennt Biafra sem sjálfstætt ríki. Aðeins eitt ríki, Tanzanía, hefur áður viður- kennt sjálfstæði Biafra. í síð- Framh. á bls. 30 Samningaviðræður um frið í Vietnam hef jast í París — ef til vill strax á morgun — sagði Murville utanríkisráðherra Frakklands í gœr. - Bardagar í Saigon París, 8. maí — AP-NTB UTANRÍKISRÁÐHERRA Frakklands, Maurice Couve de MurviIIe, sagði í dag, að Bandaríkin og Norður-Víet- nam hygðust eiga með sér samningaviðræður um frið í Víetnam á breiðum grund- velli en ekki ræða einungis um stöðvun sprengjuárása á Norður-Víetnam. Sagði ráð- herrann, að viðræðurnar kynnu hugsanlega að byrja á föstudag og myndu þar fara fram bæði undirbúningsvið- ræður og raunverulegar samningaviðræður. Ekki hefði verið ákveðið að skipta um aðsetur viðræðnanna né heldur myndu það verða aðr- ir menn, sem myndu taka þátt í undirbúningsviðræð- unum og samningaviðræðun- um, heldur yrðu það hinir sömu. Murville skýrði frá þessu á Olíuskip sekkur — 45 bjargað Jóhannesarborg og Wavlis Bay, 8. maí. AP. Grískt oliuflutningaskip, And ron, sem er 16.000 lestir, sökk í dag undan strönd Suðvestur- Afríku. Ahöfnin, 45 karlar og ein kona, komust í björgunar- báta og var bjargað um borð í franskt vöruflutningaskip og hollenzkan dráttarbát. Nokkrir skipbrotsmannanna slösuðust, Skipið, sem var á leið frá Persaflóa, sökk um 16 km. frá ströndinni vegna leka. ráðuneytisfundi, en síðan tjáði Georges Gorse upplýsingaráð herra blaðamönnum frá því, sem utanrikisráðherrann hefði sagt. Ummæli hans höfðu hvorki ver- ið staðfest af Bandaríkjamönn- um né Norður-Víetnam. Þá skýrði Gorse enn fremur frá því, að viðræðurnar myndu mjög lik- lega fara fram í Alþjóðlegu ráð- stefnumiðstöðinni í París, og barst samiþykki um það fró Hanoi í kvöld. Hins vegiar höfðu banda- risk stjórnarvöld fallizt á þenn- an stað áður, en það var franska stjórnin, sem bar fram tiliögu um, að viðræður færu fram þar. Gert var ráð fyrir, að for- menn sendinefnda beggja deilu- aðila myndu koma til Parísar á fimmtudag, en það eru W. Aver ell Harriman fyrir Bandaríkin og Xuan Thuy fyrir Norður-Víet nam. Lögreglan í París hefur feng- ið sérstök fyrirmæli um að koma í veg fyrir óeirSir í grennd við aðseturstað ráðstefnunnar og aðr ar byggingar, sem skipta máli í sambandi við hana, þar á meðal bandaríska sendiráðið, sendiráð Framh. á bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.