Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 1
32 SIÐUBt 114. tbl. 55. árg. MIÐVIKUDAGUR 5. JUNÍ 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hðrmuleg mistök í Saigon Bandarisk eldflaug banar sex háttsettum embættis- mönnum Saigonstjórnar — Fjórir aðrir slasast, þeirra á meðal borgarstjórinn — Borgarstjórinn í Saigon, Van Van Cau ofursti, var meðal þeirra, sem særðust þegar bandarísk eldflaug varð sex hátt- settum embættismönnum stjórnarinnar í Suður-Vietnam að bana á sunnudag. Mynd þessi var tekin af borgarstjóranum í sjúkrahúsi í Saigon á mánudag, og var hann þá ekki úr lífs- hættu. Saigon, 4. júní (AP-NTB) 0 Sex háttsettir embættis- menn og herforingjar stjórn- ar Suður-Víetnam fórust á sunnudag, þegar eldflaugar- sprengja sprakk í einni af hækistöðvum hers Suður- Víetnam í höfuðhorginni Saigon. Hefur yfirstjórn bandaríska hersins í Saigon tilkynnt að eldflauginni hafi verið skotið af misgáningi úr bandarískri þyrlu. Sendiherra Bandaríkjanna, Samuel D. Berger, hefur sent stjórninni í Saigon og fjölskyldum hinna látnu innilegar samúð- arkveðjur, og beðið afsökun- ar á þessum hroðalegu mis- tökum. Auk mannanna sex, sem fórust, særðust fjórir aðrir, þeirra á meðal borgarstjór- inn í Saigon. 0 Óhugnanlegt er nú um að litast í Saigon, því komm- únistar hafa í dag haldið uppi látlausri eldflauga- og sprengjuárás á horgina. Segja bandarískar heimildir að hér sé um að ræða nýjan lið í til- raun kommúnista til að ná skjótum sigri, en tilgangur þeirra er að steypa stjórn Suður-Víetnam og skapa óánægju meðal hermanna Saigonstjórnarinnar og Banda ríkjanna. Sprengjum komm- únista rigndi yfir mörg hverfi Saigon, og hafa þær valdið gífurlegum skemmd- um. Fjöldi manns hefur misst heimili sín, og er nú talið að um 115 þúsundir borgar- búa séu heimilislausir. Það var um klukkan sex síð- Framhald á bls. 19. Forkosningum lokið Kennedy og Reagan spáð sigri i Kaliforniu, en Kennedy og Nixon i Suður Dakota — Los Arigeles og Pienre, 4. júní (AP-NTB). ÍBÚAR Kaliforniu og Suður Dakota kjósa í dag fulltrúa á Frakkland: Stærstu fyrirtækin felldu samkomu- lag stjórnar og verkalý&sleiðtoga — Vinna hafin í smærii fyrirtækjum París 4. júní NTB—AP Vinna var í dag tekin upp að nýju víða í Frakklandi og er búizt við að áfram miði í rétta átt á morgun, miðvikudag, þótt hægt fari. Starfsm. stærstu fyrirtækja landsins, til dæmis bílaverksmiðjanna og helztu málm iðnaðarfyrirtækja, virðast þó staðráðnir að halda verkfallinu áfram, þar sem þeir felldu í dag samkomulag, sem náðist milli verkalýðsleiðtoga og stjórnarinn ar í nótt- Víðast var ailt með kyrrum Peter Sellers og Britt Ek- lond skilin Lontdon, 4. júní. AP. BREZKI gamanleikarinn, Peter Sellers, hefur staðfest, að hann og kona ihans, hin sænska Britt Ekland, séu skil- in að skiptum. Þau gengu í hjónaband árið 1964 og eiga eina dóttur barna. Britt Ek- land, sem er 23 ára að aldri, er farin heim til foreldra sinna í Stokkhólmi. Hún fór þangað á sunnudag frá Ítalíu, þar sem hún var í sumarleyfi með manni sínum, sem er 42 ára. kjörum í dag, mótmælaaðgerðir voru engar og það eina, sem út af bar, svo næmi, voru slags- mál í stærstu verzlunarfyrirtækj- um milli verkfallsvarða og verka manna, sem vildu komast til að greiða atkvæði um samkomulag- ið. Hörðust urðu slagsmálin í vöruhúsinu Gallerie Lafayettes í París þar sem verkfallsverðir beittu brunaslöngum gegn verka mönnum. Allar útvarps og sjónvarps- stöðvar eru nú umkringdar lög- reglu vegna verkfalls frétta- manna, sem þeir hófu í gær til áréttingar kröfum sínum að rétt- ari og óhlutdrægari fréttir verði fluttar af atburðum í landinu. Við aðalstöðvar franska útvarps- ins í París var lögregluvörður efldur mjög í gærkvöldi. Tilkynnt hefur verið, að Frakkar hafi tekið nær 750 millj ónir dollara af inneign sinni hjá Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðnum í því skyni, að kaupa franska franka á frjálsum markaði í ýms um löndum. Er það gert til þess að tryggja gull- og gjaldeyris- forðann, sem að undanförnu hef- ur verið notaður til að tryggja gengi frankans. Vegna ólgunnar i Frakklandi hefur verið mikið peningaflóð úr landinu að und- anförnu, en sl. föstudag gerði stjórnin róttækar ráðstafanir til þess að hamla gegn þeirri þróun. Fulltrúi ríkisstjórnarinnar og verkalýðsleiðtogar sátu að samn ingafundum í alla nótt. Lauk þeim með samkomulagi klukk- an sex í morgun og var það síðan lagt fyrir verkamenn til staðfestingar. Jean Chamant, samgöngumála- ráðherra, sagði í viðtölum við blaðamenn í morgun, að allir samningamennirnir, sem stjórn- in ræddi við, hefðu sagt, að þeir mundu hvetja verkamenn til að samþykkja samkomulagið og að snúa aftur til vinnu. Væri stjórn in nú bjartsýn um að ástandið í landinu kæmist senn í samt lag. En eftir því sem leið á dag- inn, dró úr bjartsýni stjórnar- Framhald á bls. 19. ársþing stjómmálaflokkanna tveggja, demókrata og republik- ana, sem haldin verða í ágúst. Velja kjósendur milli fulltrúa, sem bundnir eru helztu forseta- efnunum, og er Robert F. Kenne- dy öldungadeildarþingmanni spáð sigri í báðum ríkjunum af hálfu demókrata, en Richard M. Nixon fyrrum varaforseti er lík- legastur repúblikana til sigurs í Suður Dakota. Hann er hinsveg- ar ekki í kjöri í Kaliforníu. Þar er Ronald Reagan ríkisstjóri einn í framboði fyrir republik- ana, og þvi öruggur sigurvegari. Búizt er við mikállli kosninga- þá'tttöku í Kaiilforníu, aðailliega mieðal demiókrata, því til mikils er að vinna fyriir vænitaniegan sigurveg.ara. Kaliforma er niú fjöllbýlasta ríki Band aríkj anna, og hefuir næst fjölimennasta hóp fulltrúa á þinigi demókrata, eða aililis 174 fuillfrúa. Hiibent Humphrey varaforsetá er ekki í kjöri í Kaliforníu, en Framhald á bls. 14. Stúdentaóeir&irnar breiðast út til A-Evrópu Miklar óeirðir i Belgrad um helgina — Ýmsar byggingar háskólans þar á valdi stúdenta Belgrad, 4. júní. NTB-AP. Innanríkisráðuneyti Serbíu bannaði í dag allar fjöldagöng- ur og fundi i Belgrad eftir að stúdentar höfðu efnt til mót- mælaaðgerða þar, bæði í gær og í fyrradag, og náð á sitt vald ýmsum af byggingum háskólans í borginni. í tilkynningu yfirvaldanna, sem birt var snemma í dag, segir, að óábyrg öfi hefðu átt þátt í mótmælagöngunum á sunnudag og mánudag, en þar hefðu 38 manns hlotið meiðsli og fjárhags legt tjón, sem næmi um 7 millj. kr. (ísl.), hefði hlotizt af þeim. Þá segir enn fremur í tilkynn- ingunni, að sömu óábyrgu öfl- in hefðu komið fyrir sprengju- hleðslum í ferðaskrifstofu nokk- urri á aðfaranótt mánudagsins. Með slíku atferli er almanna friði og reglu, öryggi borgar- anna, sem og eignum hins opin- bera og einstakl. stefnt í Ihættu segir í tilkynningunni, sem kveð ur fast að orði um, að yfir- völdin muni sjá svo um, að bann- ið við fundahöldum og mótmæla- göngum verði virt. Endurbótasinnaðir stúdentar hafa enn á valdi sinu byggingar heimspekideildar Belgradháskóla Náðu þeir byggingunum á sitt vald, eftir að komið hafði til átaka mllli þeirra og lögreglunn ar í gær annan daginn í röð. Óeirðirnar hófust með miklum slagsmálum milli lögreglunnar og um 1000 stúdenta á hvítasunnu- dag, sem reyndu að komast inn á fund í lítilli útborg Belgrad. Síðar kom enn til slagsmála milli 2000 lögreglumanna og mörg þúsund stúdenta, sem reyndu að halda inn í miðbik Belgrad. Marg ir meiddust í þessum átökum og héldiu flestir stúdentanna því fram, að lögreglan hefði beitt skotvopnum og hafa þeir kraf- izt skýringar á því af yfirvöld- unum, hver hafi gefið fyrirskip- anir um það. Á annan í hvítasunnu geng- ust stúdentar fyrir miklum mót- Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.