Morgunblaðið - 05.12.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.12.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DES. 1®68 19 RÆÐA SVERRIS Framhald af bls. 11 á verði erlends gjaldeyris um 54,4 prs., heldur hefði þurft að hækka hann um 98 til 124 prs. (Hefði slíkt að sjálfsögðu leitt til óbærilegra verðhækkana í land- inu og stórfelldrar tekjurösk- unnar. Það er engin nýlunda að sjó- mannasamningum sé raskað í sam bandi við umfangsmiklar efna- hagsaðgerðir. Má í því sambandi benda á, að allar götur frá 1951 til 1960 var fiskverð, sem lagt var til grundvallar hlutskiptum og þar með. launum sjómanna annað og lægra en það, sem út- gerðin fékk. 1 þessu sambandi má rifja upp, að í 7. gr. laga nr. 33,1958 um Útflutningssjóð segir svo: „Þeg- ar kjarasamningar hafa verið gerðir miUi sjómanna og útvegs- manna, er ríkisstjórninni heim- ilt að ákveða skiptaverð til sjó- manna og miða það við það, að aflalilutur hækki um 5 prs. að meðaltali." í 52. gr. sömu laga er ákvæði um, að almenn grunn laun skuli hækka um 5 prs. eða það sama og launum sjómanna var ætlað að hækka. Var þetta ákveðið alveg án tillits til þess, hver fiskverðshækkun tii útgerð arinnar skyldi verð,a en hún varð einmitt verulega mikil á grundvelli þessara laga, sem m. a. lögðu 30—55 prs yfirfærslu- gjald á innlluttar vörur og þjón ustu. Eins og ég hefi fyrr bent á, eru þessar ráðstafanir ekki gerð ar fyrir sjávarútveginn einan, heldur þjóðina alla, til að bjarga henni út úr aðsteðjandi vanda. Árangurinn af þeim byggist fyrst og fremst á því, að þjóð- in sýni þeim skilning og velvild og fallizt á að taka á sig þá tímabundnu kjaraskerðingu, sem af þeim leiðir og er raunar á þessu ári þegar orðin staðreynd. Það sem mest á veltur nú, er að hleypt sé nýju afli í atvinnu- vegina svo að atvinnuleysi verðí bægt frá og ekki aðeins það, heldur að ný sókn í atvinnu- uppbyggingu verði hafin. Ég held að þetta sé það, sem allir launþegar eiga mest undir nú, og þá alllra helzt sjómennirnir og þeir, sem við fiskvinnslu vinna, því að afkoma þeirra bygg ist að sjálfsögðu fynst og fremst á því, að fullur kraftur sé í sjósókninni og að reynt sé að draga sem mestan afla á land. GÖMUL OG NÝ SANNINDI. Það má því með sanni segja, að enn séu í fullu gildi ummæli þingmannanna Skúla Guðmunds sonar, Eysteins Jónssonar og Pét urs Ottesens, er fram komu í greinargerð fyrir frumvarpi um gengisskráningu og ráðstafanir í því sambandi, er þeir fluttu að beiðni ríkisstjórnarinnar árið 1939, en þar segir svo: „Framleið’sla útflutningsverð- mæta er undirstaðan í þjóðar- búskapnum, sem fjárhagsafkoma þjóðarinnar byggist fyrst og fremst á. Aðeins með útlfutningi á íslenzkum vÖTum getur þjóð- in staðið við fjárhagslegar skuld bindingar sínar erlendis og keyp inn í landið þær nauðsynjavörur sem landið skortir. Dragi úr út- flutningnum jafnhliða . því að fólkinu fjölgar í landinu, hlýtur það að valda auknu atvinnu- leysi og fátækt landsmanna og að lokum leiða til algers hruns atvinnuveganna og hinnar hörmu legustu örbirgðar hjá verkamönn um og sjómönnum. Það er því hvorttveggja í senn nauðsyn og réttlætismál, að eigi sé lakar bú- ið að þeim mönnum, sem vinna að framleiðslustörfum, heldur en að öðrum þegnum þjóðfélagsins". Þetta er gamall og nýr sann- leikur. STOFNFJÁRSJÓÐURINN. Eins og ég hefi áður sagt var stofnaður Stofnfjársjóður í sam- bandi við ákvörðun fiskverðs í byrjun þessa árs. Stofnframlag hans var greitt úr ríkissjóði. Fiskveiðisjóði var falin fram- kvæmd varðandi sjóðinn, og er gert ráð fyrir að svo verði á- fram. Það er mikilvægt, að þær reglur, er settar verða um inn- og útgreiðslur úr sjóðnum verði þannig að þeir fjármnuir komi eins fljótt og verða má ti'l reikn ings viðkomandi aðila. Ef um endurgreiðslur verður að ræða til útvegsmanna, er nauðsynlegt að reglurnar um þær verði skýr ar og afgreiðsla eins lipur og frekast er kostur. Þetta á að sjálfsögðu einnig við um af- greiðslu á öðrum þeim atriðum, er Fiskveiðasjóði eða öðrum aðil um verður falin forsjó, t.d. í sambandi við ráðstöfun á geng- ishagnaði. UÁNAMÁL, AFURÐAMÁL, REKSTRARLÁN. Að síðustu vil ég minnast á mikilvæg atriði um lánamálin. Á þessum miklu þrengingartím- um er gengið hafa yfir, hafa safnast fyrir mjög miklar lausa- skúldir hjá útvegsmönnum, sem í alltof mörgum tilfellum gerir þeim svo erfitt fyrir að einbeita sér að rekstri fyrirtækja sinna, því tími þeirra fer í of ríkum mæli í að greiða úr allskonar greiðslpvandræðum frá degi til dags. Ég tel það því höfuðnauð- syn, að viðskiptabankarnir greiði svo fyrir sínum viðskiptamönn- um, bæði að því er varðar eldri skuldir, svo og vegna áfram- haldandi reksturs, að úr þessu verði bætt. Samtökin geta ekki og munu ekki segja viðskipta- bönkunum, hverjum þeir eiga að lóna, en frumskilyrðið fyrir því, að árangur verði hjá þeim, sem þeir á annað borð taka í við- skipti, er að greitt verði svo fyrir þessum aðilum með láns- fé, að þeir geti viðhaft fýllstu hagsýni í rekstri sínum. Það má segja að rekstrarlán til framleiðslunnar séu raunveru lega tvíþætt. í fyrsta lagi lán, sem lánuð eru út á unnar af- urðir. Seðlabankinn lánar ákveð inn hluta, en viðskiptabankarn- ir bæta síðan við eftir ákveðn- um reglum. Vaxtagreiðslur af þessum lánum eru nátiúrulega sérstakt mál, og hafa lengi ver- ið ágreiningsatriði. Ætla ég ekki að ræða það nú, en skoðun mín er óbreytt frá fyrri tímum, sér- staklega varðandi vexti Seðla- bankans af afurðarlánum. Seðlabankinn lániar 54-55 prs. af áætluðu útílutningsverðmæti sjávarafurða. Síðan er almenna reglan sú, að viðskiptabankarnir lána 30 prs. ofan á þá upphæð, svo að lánin verða samtals rösk 70 prs. af útflutningsverðinu. Nú skal það viðurkennt, að við- skiptabankarnir hafa í mörgum tilfellum og sérstaklega s.l. 2 ár, gengið mun lengra. En staða þeirra hefur oft og tíðum verið þannig, að þeir hafa orðið að taka ‘lán hjá Seðlabankanum með „refsivöxtum", eða 16 prs., til þess að verða við óskum fram- leiðenda. Ég vil því af fullri eiurð, en vinsemd þó, segja við þá, er lyklavöldin hafa í Seðlabankan- um, að ef sú gengisbreyting, er gerð var 12. nóvember s.L, og hliðarráðstafanir þær, sem nú hafa verið boðaðar, eiga að örva fiskveiðar og fiskvinnslu, eins og að er stefnt með þessum ráð stöfunum, þá verður Seðlabank- inn að hækka afurðarlánin í allt að 70 prs. og að sjálfsögðu verða svo viðskiptabankarnir að lána eins og þeir hafa gjört fram að þessu, enda ætti þeim að vera hægara um vik, ef lón þeirra í Seðlabankanum með hinum háu vöxtum lækkuðu sem þessu næmi í öðru lagi eru svo hin svo- kölluðu rekstrarlán til útgerð- arinnar, sem hafa verið séð í gegnum önnur gleraugu af banka stjórum en útgerðarmönnum. Ár- ið 1966 upplýsti viðskiptamála- ráðherra, að rekstrarlán við- skiptabankanna til veiðiskipana hefðu hækkað frá 1961 til 1966 um 19 prs. Ég veit að í mjög mörgum til fellum hafa bankarnir lánað meira en það, sem þeir kalla lág marksrekstrarlán, og á s.L sumri nutum við stuðinngs og atbeina forstjóra Efnahagsstofnunarinn- ar og ríkisstjórnarinnar til að fá þau hækkuð verulega vegna síldveiðanna sérstaklega. En vegna hinnar miklu hækkunnar á erlendum tilkostnaði í útgerð- inni almennt, sem orðið hefur nú á einu ári, er óhjákvæmilegt að viðskiptabankarnir hækki rekstr arlán til veiðiskipanna við allar veiðar mjög verulega frá því sem nú er. Góðir fundarmenn, ég hef ein skorðað mig við fá atriði í þess um ávarpsorðum mínum, en svo sannarlega liggja fyrir þessum fundi ýmis önnur mikilvæg mál, sem ég vona, að okkur auðn- ist að afgreiða á farsælan hátt og af fullum drengskap. En vissu lega er mér efst í huga, vegna ríkjandi óstands, að þjóðin skilji að nauðsyn er aðgerða þeirra, er nú eru áformuð, og svo bezt mun okkur farnast í landinu, að við getum lagað okkur eftir þeim aðstæðúm og sætt okkur við þau lífskjör, sem framleiðslu atvinnuvegir okkar geta boðið okkur hverju sinni. — Friðarviðræðurnar ^ Framhald af bls. 20 við sinn keip.' f sjónvarps- ræðu 8. nóv. bar Thieu for- seti Suður-Vietnam fram nýj- ar tillögur um friðarviðræð- ur, þar sem ’hann 'lagði til, að tvær sendinefndir tækju þátt í fyrirhugaðri friðarráðstefnu, önnur undir forystu Suður- Vietnams með þátttöku Bandaríkjanna, en hin undir forystu Norður-Vietnams með þátttöku Vietcong. Þessari til- lögu vísaði Xuan Thuy, for- maður sendinefndar Norður- Vietnams á buig, en kivaðst ekkert hafa á móti því, að Bandaríkin og Suður-Viet- nam sendu eina sendinefnd. Sagði hann, að viðræðurnar yrðu þá þríhliða. Það var ekki fyrr en um þremur vikum seimna, eða miðvikudaginn í fyrri viku, að stjórn Suður-Vietnams lét af fyrri afstöðu sinni ag lýsti sig tilbúna til þess að taka þátt í friðarviðræðum, þar sem Vietcong ætti aðild að. En utanríkiisráðherra Suður- Vietnams, Tran Ghanh Thanh, isaigði, að sendinafmd S-Viet- nams myndi gegna úrsLita- hlutverki í öllum málum, aem vörðuðu framtíð S-Vietnam og að tveir höfuðaðilar tækju þátt í friðarviðræðumum en ökki fjórir eins og Norður- Vietnam og Þjóðfrelsishreyf- ingin héldu fram. Þannig er þessum málum farið nú og enn er ekki fund- in endanleg lausn á því, hvernig frá þeim skuli geng- ið. Varaformenn sendinefnda Norður-Vietnam og Bamda- ríkjanna, þeir Ha Van Lau, ofursti, ag Cyrus Vance hafá ha'ldið fundi með sér um tæknileg atriði varðandi við- ræðurnar og dagskrá þeirra. Þegar gengið hefur verið frá þessum málum, geta viðræð- urnar hafizt ,en því er ispáð, að þær verði bæði lamgar og erfiðar. • • SIGILDAR SOGUR IÐUNNAR IÐUNN gefur út víðkunnar úrvalssögur, sem um áratugaskeið hafa verið vinsælasta lestrarefni fólks á öllum aidri, undir hinu sameigin- lega heiti SÍGILDAR SÖGUR IÐUNNAR. Bókaflokkur þessi er fyrst og fremst ætlaður æsku landsins. Eftirtaidar bækur eru komnar út: Ben Húr Hln heimsfræga saga Lewis Wallace. Kofi Tómasar frænda Ógleymanleg saga eftir H. Beecher Stowe, sem hafSi glfurleg áhrif. Ivar hlújárn Ævintýraleg og spennandi saga eftir Walter Scott. Skytturnar I —III Hin vinsæla og víðkunna skáldsaga Alexandre Dumas. Börnin í Nýskógum Baskerville- Ein bezta og skemmti- hundurinn legasta saga hlns fræga Vfðkunnasta sagan um höfundar F. Marryat. Sherlock Holmes. Grant skipstjóri og börn hans Hin æsispennandi saga snillingsins Jules Verne. KynjalyfiS Spennandi saga frá krossferðatimunum eftir Walter Scott. Rúpert Hentzau Framhald sögunnar Fanginn ( Zenda. Fanginn i Zenda Hin fræga skáldsaga Anthony Hope. IÐUNN Skeggjagötu 1 símar 12923, 19156 Landnemarnir í Kanada Spennandi saga eftir F. MarryaL Róbínson Krúsó Hin heimsfræga saga Daniel Defoe. Verð bókanna án söluskatts er kr. 185,00—210,00 ib.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.