Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 1
! 64 SIÐUR (Tvö blöð) 287. tbJ. 55. árg. SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Ég sá pabba fara kringum tungliö" — sagði 4 ára gamall sonur Anders, meðan móðir hans lá á bœn Geimiararnir stefna á tunglið með 40 þúsund kílómetra hraða ÞEGAR Morgunblaðið fór í prentun, stefndu bandarísku geimfararnir þrír til tunglsins með 40 þúsund kílómetra hraða á klukkustund og er ráðgert að þeir fari á braut umhverf- is tunglið, áður en þeir halda aftur til jarðar- Ef för þeirra tekst, verða þeir fyrstu menn- irnir, sem komast svo nálægt tuglinu, næsta stigið verður þá að senda mannað geimfar til tunglsins og lenda þar. Að því keppa stórveldin, Bandaríkin og Sovétríkin, eins og kunn- ugt er. För bandarísku geimfaranna nú er, ef hún tekst, merkasta sporið, sem stigið hefur verið í könnun geimsins til þessa. Bandarísku geimfaramir sem nú stefna með ofsahraða til tunglsins eru: Frank Borman, James Lovell og William Anders. Sá síðastnefndi hefur dvalizt hér á landi, var ásamt öðrum bandarískum geimförum sendur á eldstöðvar Öskju til að „kynna sér landslag á tunglinu“. Sjá grein á bls. 8. í viðtali skömmu fyrir geimskotið sagði Borman flugstjóri, að hann vonaðist til að mynd irnar sem þeir eiga að senda af jörðinni utan úr geimnum á jóladag „hjálpi mönnum á ein- hvern hátt að skilja að þótt landamæri og skoðanir aðskilji þá, eru óneitanlega til bönd sem binda þá saman. Ég vona að þessi mynd af jörðinni á jóladag geti hjálpað fólki tfl að skilja hvert annað og lifa saman í sátt og samlyndi“. Saturn-5 eldflaugin með Apollo 8 og geimförunum þremur inn anborðs leggur af stað til tunglsins frá Kennedyhöfða. Grófu stúlku lifandi — og kröfðust Vi milljón dala lausnargjalds Miami, Florida, 20. desember, AP. BANDARÍSKA ríkislögreglan hefur fundið tvítugu milljóna- mæringsdótturina Barböru Jane Mackle, sem rænt var siðast- liðinn þriðjudag. Hún var graf- in lifandi í lítilli kistu og Iá loft leiðsla niður til hennar. Bar- bara er nú komin heim til for- eldra sinna, sem greiddu hálfa milljón dollara í lausnargjald. Ríkislögreglan hefur lýst eftir Framhald á bls. 31. „ALLT SAMKVÆMT ÁÆTLUN“. „OK“ var það fyrsta sem heyrðist frá fyrsta geimfar- inu sem flytur menn að öðr- um hnetti, rétt eftir að Frank Borman, stjórnandi þess, ræsti eldflaugahreyflana og beindi því af jarðarbraut- inni og í áttina til tunglsins. Skömmu síðar sagði hann: „Allt samkvæmt áætlun, allt gengur vel.“ Það eina óvænta, sem kom fyrir, var að ein- hver þeirra hafði óvart blás- ið upp björgunarvesti, sem þeir nota þegar gehnfarið lendir aftur á Kyrrahafi, en það gerði þeim ekkert til. Skotið frá Kennedyhöfða gekk vel og eftir að Apollo- 8 hafði farið tæpa tvo hringi umhverfis jörðina meðan geimfararnir yfirfóru tæki þess, var þriðja þrep Saturn- us-5 eldflaugarinnar ræst að nýju og látið ganga í fimm mínútur og auka hraða geim farsins upp í tæplega 39 þús- und kílómetra á klukkustund. Mikill fögnuður ríkti á Kenne dyihöfða þegar það varð ljóst að geimfarið var komið heilu og höldnoi áleiðis til tunglsins. Stjórn stöðin var í sambandi við ApoJlo 8 en fyrstu mínúturnar fór ekki mikið á milli annað en tæknileg ar upplýsingar. Á ströndinni við Kennedyhöfða biðu þúsundir mianna þess að sjá eldflaugina takast á loft, spúandi aftur úr sér 500 feta löngum eldhala meðan Frank Borman flugstjóri Apollo 8 geimfarsins býr sig undir geimferðina. Á hæla honum kemur félagi hans, James A. Lovell. hún gleypti 1S smálestir af elds- neyti á sekúndu. Meðal þeirra sem voru á strönd irrni var kona James Lovells oig fjögur börn þeirra. Fljótlega eftir að eldflaugin var komin út fyrir aðdráttarafl jarðar, losuðu geimfaramir sig við þriðja þrep eldflaugarinnar og hafa þá aðeins eftir sérstakan eldflugahreyfil sem þeir nota til að komast á brauit umhverfis tunglið og aftur til jarðar. í hreyf ilfhúsinu eru einnig súrefnisbirgð- ir og rafhlöður. Laust fyrir kl. 10 í gærkvöldi, áttu svo geim- fararnir að gera sér smá-stefnu- breytingu til að beina þeim á rétta braut, en svo bíða þeir ró- legir næsta dags. í dag kl. tæpl. fimrn síðdeigis verður Apollo-8 kominn 161 þúsund kílómetra frá jörðinni og þá veröur gerð önnur stefnubreyting. Um sex- leytið í kvöld eæ svo fyrirhuguð fyrsta beina sjónivarpssendingin til jarðar. Á morgun, mánudaginn 23. des ember kl. 11,50 f.h. verður geim farið komið % hluta leiðarinn- ar og þá verður enn gerð stefnu- breyting, ef nauðsyn reynist. Kl. rúmlega sex verður svo önnur bein sjónvarpsútsending. Rétt eft ir miðnætti er svo síðasti mögu- leiki á stefnubreytingu, ef það reynist nauðsynlegt, áður en geimfarið hverfur bakvið tungl- ið. Kl. 9 f.h. á aðfangadag ræsa geimfarið hverfur bak vJð tungl- til að minnka ferð geimfarsins þegar það fer á braut umihverfis tunglið, og kl. 12.30 verður fyrsta beina sjónivarpsútisendingin frá geimfarinu í hringferðum um- hverfis tunglið. Á jóiladagismorgun (eða kl. 2.30 eftir miðnætti þess 24.) eru geimfaramir að ljúka hringferð- um sínum um tunglið og kl. um sex setur Borman eldflaugahreyfl ana áf stað til að komast af tunglbrautinni. Þetta er ednn af hættulegustu köflum ferðarinnar því ef vélarnar starfa ekki nógu rétt getur svo farið að geimíarið haldi áfram á braut sinni og þeir verði strandaðir í geimnum. Ef aUt fer vel hinsvegar verður Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.