Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 1
32 SIDUR Einhvers staðar á austurbakka Súez: Þrir ísrael kir hermenn s öðva jeppa sinn i eyðimörkinni. Einn svalar þorsta sínum, annar situr rólegur i aftursætinu og sá þriðji virðir fyrir sér reyk eftir árás á stöðvar Egy 'ta á vesturbakkanum. T ékkóslð vakar verða enn að beygja sig — Stúdentar í Prag hylltu Tító P. ag, 14. marz — AP-NTB 9 Yfirlýsingin sem gefin var út eftir fund Cerniks, forsætisráð- herra Tékkóslóvakíu, í Moskvu í gær, ber með sér að Tékkósló- vakar hafa enn þurft að beygja sig undir vilja Rússa. ® Stúdentar í Prag fóru í hóp- göngu að júgóslavneska sendiráð inu í dag til að hylla Tító, og mót mæla því að Tékkóslóvakar senda ekki fulltrúa á fundinn í Belgrad. 9 Skákmeistarinn Ludek Pach man hefur verið sviptur vega- bréfi sínu. í yfirlýsingu eftir fund Cern- iks með ráðamönnum í Moskivu, :agði meðal annars, að hann Loltdrásir í Jórdaníu ísrael, 14. marz — AP ÍSRAELSKAR orrustuþotur skutust yfir ána Jórdan og gerðu árásir á stöðvar skæruliða í Jór- dan. Þoturnar fóru aðeims örfáa kílómetra inn yfir landamærin, rétt sunnan við Galileuvatn. Vitni að árásinni sáu reyk- str ka og eldtungur leggja til himins. Hinsvegar var allt rólegt á bökkum Súezskurðar, eftir fimm stórskotaliðseinvígi á und- anförnum sex dögum. Taismaður heríins sagði, að þar væri „óvenjulega rólegt“, en enginn veit hvenær bardagar blossa upp að nýju. Bardagarnir í gær voru þeir umfangsmestu síðan sex daga stiíðinu lauk, og var barizt meðfram öllum skurð- Framhald á bls. 31 Smíði gagnflaugakerfis í Bandaríkjunum haldið áfram Nauðsynlegt til varnar gegn Kínverjum og skyndiárásum, segir Nixon Washington, 14. marz — AP-NTB RICHARD Nixon Bandarikjafor- seti, skýrði frá því á blaðamanna fundi í dag, að hann hefði ákveð- ið að haldið skyldi áfram smíði gagnflaugakerfis til varnar gegn Kínverjum og hugsanlegum Sambandi Kínverja og Rússa slitið? — Deila þeirra virðist harðna Peking, 14. marz NTB MÓTMÆLAAÐGERÐIRNAR við sovézka sendiráðið í Peking hættu í dag, en þó bendir margt til þess að deila Rússa og Kín- verja fari harðnandi. í orðsendingu frá kínverska utanríkisráðuneytinu, sem sov- ézka utanríkisráðuneytið hefur neitað að taka við, eru taldar upp margar meintar ögranir, sem allar eiga að hafa átt sér stað á svæðinu við Daminsky-eyju eft- ir hina blóðugu bardaga fyrr í mánuðinum. Peking-fréttaritari frönsku fréttastoíunnar AFP tel ur að þar sem Kínverjar birti opinberlega slíkan lista bendi það til þess að þeir muni grípa til hefndarráðstafana Þótt ógern- ingur sé að spá nokkru um það í hvaða formi þessar aðgerðir verði segir fréttaritarinn að diplómatar útiloki ekki þann möguleika að stjórnmálasam- bandi landanna verði slitið. STYRJÖLD UNDIRBÚIN? Kínverska fréttastofan Nýja Framhald á hls. 31 Wilson til Nigeríu London, 14. marz AP MAURICE Folev, aðstoðarutan- ríkisráðherra Breta, fór til Banda rikjanna í dag til þess að reyna að fá bandarisku stjórnina að taka þátt í alþjóðlegum aðgerð- nm til þess að stilla til friðar í borgarastyrjöldinni í Nígeríu. Harold Wilson forsætisráðherra, sem hefur ákveðið að fara í heimsókn til Lagos siðar í mán- uðinum til að kynna sér friðar- horfur, sagði í dag að hann héldi þaðan til Addis Abeba til við- ræðna við Haile Selassie Eþíópíu keisara, einn helzta leiðtoga Ein ingarsamtaka Afriku, ef keisar- inn samþykkti. Framhald á bls. 31 >kyndiárásum. Hann kvað þessa ákvörðun sína nauðsynlega með tilliti til öryggis Bandarikjanna og kvaðst ekki telja að hún yrði til þess að magna vígbúnaðar- .apphlaupið. Nixon kvaðst sanfærður um að R.issar gerðu sér grein fyrir því að gagnflaugakerfið (Sentinel eða ABM) væri ætlað til varnar. Smíði Sentinelíkerfisins fer fram í áföngum og flýta má fyr- ir henni, draga úr henni eða bætta henni með öllu, allt eftir því hvernig þróunin verður á næstu árum. Kerfið verður í minni stíl en Johnson forseti lagði til þegar smíði þess var ákveðin, en sú meg in breyting verður á, að sam- kvæmt hugmyndum Nixons er því fyrit og fremst ætlað til gagn árása gegn sovézkri eða kín- verskri árás, en samkvæmt (hug- myndum Johnsons var fyrst og fremst miðað að því að verja stórborgir gegn árásum. Nixon kvaðst telja, að þetta væri bezta málamiðlunin með hliðsjón af öryggi Bandaríkjanna. Hann lagði á það áherzlu að hér væri um að ræða varnarkerfi og með því væri engu landi ógnað. Miklar umræður hafa farið fram í Bandaríkjunum að undan förnu um Sentinelkerfið og ýms- ir þingmenn og vísindamenn hafa gagnrýnt smíði þess. Nixon hefur komið til móts við þessa gagnrýni og skýrði frá því, að kostnaðurinn við smíði kerfisins yrði skorinn niður um helming Framhald á hls. 31 hefði komið til landsins til að færa út og auka stjórnmálalegt og hugmyndafræðilegt samstarf landanna tveggja. Sagt var og að Tékkóslóvakía stæði með Rússlandi í að fordæma Kína fyrir svokallaða innrás, og hefði samþykkt heildar efnahags áætlun (sameiginlega) fyrir ár- ið 1 S'69. Ekki var nefnt hvort Rússar tækju mildari afstöðu til efnáhagsþróunar í landinu, eða hvort þeir væru fáanlegir til að veita Tékkóslóvakíu lán til að styrkja og auka iðnað landsins. Ekkert var heldur minnzt á fund júgóslavneska kommúnistaflokks ins í Belgrad, en augljóst er, að Bússar hafa neytt Tékkóslóvaka til að hætta við að sækja hann, og áreiðanlegar heimildir herma, að Dubcek hafi einnig verið harðbannað að sækja fund Framhald á bls. 31 Dæmdur í 7 óra fangelsi Berlín, 14. marz, NTB HINN 23 ára gamli málari Josef Bachmann, var í dag dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir a® hafa reynt að myrða stúdenta- leiðtogann Rudi Dutschke, 11. april í fyrra. Dómarinn sagði að það hafi verið af persónulegum, en ekki pólitískum ástæðum sem Bach- mann reyndi að myrða Dutschke og að tilræðið hafi verið vand- lega undirbúið. Bachmann heíur viðurkennt að hafa hatað stúdentaleiðtog- ann, og sagði að þegar hann sá Dutschke koma út úr höfuðstöðv um stúdenta umræddan dag, hafi hann misst stjórn á sér. Hann skaut Dutschke tveim skotum í höfuðið og einu í öxlina. Lög- reglan yfirbugaði hann sjálfan skömmu síðar. Þeir lágu báðir á sjúkrahúsi í langan tíma. Badh mann hefur hvað eftir annað reynt að fremja Fjálfsmorð í fang elsinu. Reiðir kínverskir hermenn steyta hnefana við sovézka sendiráðið í kvæðisorð um „sovézku endurskoðunarklíkuna". Peking og hrópa ó-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.