Morgunblaðið - 21.10.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.10.1969, Blaðsíða 11
MORG-UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1909 11 Ég minnist fleiri gleðistunda en sorgarstunda úr starfi mínu Viðtal við Maríu Maack áttrœða María Maack er áttræð í dag. Við náðum talj af henni stutta stund áður en Landsfundur Sjálf stæðisflokksins hófst, því hann sat María að sjálfsögðu, eins og alla aðra landsfundi flokksins frá upphafi, og hefði varla gef- ið sér tíma til að sitja í blaða- viðtölum á meðan. Aldurinn hefur ekki dregið úr Maríu kjarkinn. Hún fór enn í sumar vestur í Grunnavík. Þar hefur hún tekið á leigu prests- setrið á Stað ,og dvelur á æsku- stöðvunum á hverju sumri. — Ég er fædd á Stað, segir María, en ég er ekki alin þar upp. Fað- ir minn, Pétur Andrés Maack Þorsteinsson, drukknaði á heim- leið úr kaupstaðaferð þegar ég var á þriðja ári. Móðir mín, Vig- dís Einarsdóttir frá Aðalvík, fluttist þá að Faxastöðum í Grunnavík með okkur börnin. Þar ólst ég upp til 18 ára aldurs, þegar ég fór til Reykjavíkur, til vinafólks ömmu minnar, sem hafði boðið mér að koma. — Já, ég fer ve&tur á hverju suimri. Þar er mjög ánægjulegt að koma og vera u.m tíma. Þó ekki sé búið í Grunnavík er þar oft gestkvæmt. Aðalvikingar voru þar í sumar að heimsækja æsíkustöð'vanniar, 70 taflsins, um líkt leyti og ég var þarna, og þeir kiamiu margir til mín. Með þeim var sr. Jón Thorarensen prestur sem hafðd m.essað hjá Aðalvíkingum. Sr. Þorbergur Kristjánsson kemur líka alltaf og messar á Stað meðan ég er þar og með honum mes&ugestir. — Þegar þú fórst að heiman, 18 ára gömui, hafðárðu þá í huga að fara í hjúkrun? — Mig langaði í Menntaskóla og vildi verða læknir. En móðir mín var fátæk ekkja og gat ekki kostað mig. Konan sem ég fór til, ætlaði að láta mig læra að sauma, sagði að menin,taskóli væri ekki fyrir stelpur. En ég fór in.n í Lauigarnes og réði mig gangastúlku yfir siumarið með loforði um að ég yrði þar lær- lingur um haustið 1919. Og þeg- ar ég var ekki lengur upp á neinn kominn með það, þá lýsti ég því yfir að ég skyldi aldrei læra að sauma og það hefi ég ekki gert. Prófessor Sæmiundur Bjarnhéðinsson var yfirlæknir í Laugarnesi og Harret Kjær yf- irhjúkrumarkona og hjá þeim lærðí ég hjúkrun. — Og svo varstu í 55 ár við hj úkrun arstörf ? — Já, ég byrjaði 20 ára gömul, 1. október 1909, og hætti 1. októ ber 1964. Þar af var ég frá 6. janúar 1918 og þar til ég hætti við farsóttir hjá Reykjavíkur- bæ. Farsóttirnar voru fyrst eft- ir að ég byrjaði hafðar í Franska spítalanum, en síðar var gamla Sóttvarnarhúsið við Framnesveg fengið fyrir smit- andi sjúkdóma, sem bærust til landsins. — >ú hefur fengið eldskirn- ina í spönsku veikinni, sem kom skömmu eftir að þú byrjaðir sem hjúkrunarkona. Hafði það ekki mikil áhrif á unga stúlku að lenda í þeim ósköpum? — Við höfðum hálfan Franska spítalann á leigu í spönsku veik inni. Það var ógurlega sorglegt. Við vorurn auðvitað allan sólar- hringinn við störf og fengum menn úr skólum bæjarins til að hjálpa okkur, mest háskólastúd enta í fyrstu. Svo fengum við n,ema úr Vélstjóraskólanum og það var miklu betra, því þeir gátu þvegið gólfin, kynnt og unnið hvaða störf sem var. Guð mundur Hlíðdal, síðar póst- og símamálastjóri og þýzki verk- fræðingurinn Funk og margir aðrir voru sjálfboðaliðar við að vaka yfir sjúklingum. Þeir hjálp uðu okkuT að búa um rúmin á morgnana, bera kol og margt fleira. Það munaði miklu, því fastafólkið hafði svo mikið að gera. Sjálf lá ég aðeins einn dag í spönaku veilkimmi, vair þá rnieð 40 stiga hita, en varð að fara fnam úr til að taka á móti barni sem kona ein með spönsku veik- inia var að fæða í spítalainium. Við urðum svo að hafa barnið hjá okkur í rúminu og ég hafði það þennan eima dag, sem ég lá. — Þegar maður er ungur og sér gleði og sorg, þá hefur það mikil áhrif á mann, heldur María áfram og víkur að fyrri spurningu minni. Margir voru á móti því að ég færi í hjúkrun, en ég vildi ekki láta neita mér um þetta. Þasg veginia skrifaði ég ekki ömmu minnd um það, fyrr en ég var ráðin, því ég hefði tekið mark á því, ef hún hefði lagzt gegn þvi. Því fylgja bæði gleði- og sorgarstundir að vera hjúkruin.arkona. Mér fannst einkum sorglegt þegar ungt fólk dó og konur frá mörgum börn- um. En þetta er yndislegt starf, og mér finnst ég hafa fleiri gleði stunda að minnast frá mínu starfi en sorgarstunda. — Hvenær komstu svo i Far- sóttarhúsið í Þingholbumum? — Ég var í gamla sóttvarnar- húsinu vestur frá, þar til við fluttum í nýja Farsóttarhúsið 13. fiebrúar 1920. Ég man það svo vel, að ég fór með tvo tauga- veikisjúklinga aftan á flutn- ingabíl á milii, því enginn sjúkrabíll var til þá. Ég var svo þar til haustsins 1964 og veitti Farsóttarhúsinu forstöðu allan þann tíma. — Þú hefur þá upplifað marga farsóttarfaraldra? — Já, það komu margar far- sóttir. En eftir að farið var að einangra farsóttarsjúklingana, dró úr þeim, svo ekki þurfti lengur að nota nema neðri hæð- ina í húsinu fyrir þá. Þá var farið að nota efri hæðina fyrir sjúklinga, sem biðu eftir að kom ast á Vífilstaði. Og eftir að berklasjúklingunum fækkaði, voru teknir aðrir, siðast tauga- veiklaðir sjúklingar. Þeir voru svo þarma þar til þeir fióru í nýju taiuigad'eild’iinia \ Borgarsjúkrahiús iiniu í Fossvogi í júní Ii968. — í Farsóttarhúsinu var gott að starfa, heldur María áfram. Og alltaf var góð saimvinna við borgarstjórana. Ég var þar borg airstjómartíð Knud Ziemsen, Jóns Þor’lákssonar, Péturs Halidórs- sonar, Bjarna Benediktssonar, Gunnars Thoroddsens og síðast Geirs Hallgrímssonar og minnist þeirra allra sem góðra borgar- stjóra. — Jæja, er þetta ekki búið, segir María snögglega og stend ur upp. Nú kem ég með kaffið hanida þér. Og þar mieð er viðtal- inu lokið En yfir kaffibollunum rifja ég upp síðasta stórafmæli Maríus þega'r svo margir komu að heimsækja hana að húsið var troðfullt fram á nótt, uppi og niðiri og í ölluim 'kimiuim og leiigiu bílstjórinn, sem ók mér þangað, sagði: — Á Ránargötu? Til henn ar Maríu? Þangað fara allir í dag! Svo ég spyr Maríu hvort hún verði heima núna. — Syst- kinabörnin mín og afkomendur þeárra hafa boðið mér að vera í Sjálfstæðishúsiinu og þar ætla ég að vera milli kl. tvö og sjö, svarar hún. — E.Pá. Áttræð verður í dag — 21. októ ber 1969 -— María P. Maack fyrr verandi yfirhjúkrun.arkona Far sóttarhúgsins í Reykjavík. Löng eru orðin kynni okkar, eða frá þvú að hún var 'hjúkr- unarkona við Holdsveikraspítal ann í Laugarnesi, en ég var þá um tíma vikatelpa þar í eldhús- in.u. Það fyrsta, sem ég heyrði um Maríu talað, var, hvað hún væri góð og nærgætin við hina óhamingjusömu sjúklinga. Ég, sem var ekki nema á fermingar- aldri, hændist strax að þessari failegu og glæsilegu stúlku, enda var hún mér sérstaklega góð. Við urðum fljótlega góðar vinkonur. Seinna kyrintist ég Maríu á öðrum vettvangi. Það va,r í fierða lögum okkar um landið. María elskar landið sitt og ég býst við að fáir séu þeir staðir, sem hún hefiir ekki ferðast um í óbyggð- um og öræfum landsins, sem fæ®t ir leggja leið sína .um. Ég var svo heppin að komast í margar þessar ferðir með hemnd. María var að sjálfsögðu foringi og far- arstjóri, og í gleðskap að ferðum loknum var hún oft hyllt sem drotltointg örætfamma. Mörg þessara fierðalaga hafia grópast í mimnimgtu minia, en þó sérstaklega eitt. Við vorum 12 saman, með 17 hesta. Við fórum' inn á Hreppamannaafrétt. Við tjölduðum í Gl'júfuirleit, vorum þar í 10 diaiga og ferðuimat um málæga staði, bæði til fróðleiks og til að skoða hina stórbrotnu málttúiriulfeguirð, sem þair er alls staðar að sjá. Nutum við góðrar leiðsagnar hins fróða fjallkómgs þeirra Hreppamanna, Jóhanns Kolbeinssonar frá Hamarsheiði, en hann kunni skil á öllum ör- nefnum á þessu slóðum. Þetta átti amnars ekki að verða flerðasaga, heldur afmæliskveðja til Maríu Maack. Kona, sem um árabil var hjálp arstúlka hjá Maríu Maack á Far sóttarhúsinu, en er nú hjálpar- hella mín í veikindum mínum, segir, að þegar hún hugsar um Maríu Maack, komi sér ævinlega* í hug ljóðlínur í kvæði Stein- gríms Thorsteinssonar um fóstur iaindið, sem „agar oss strangt með sín ísköldu él, en á samt til blíðu, það meinar allt vel“. Já, María meinar allt vel, má ekkert aumt sjá, án þess að reyna að bæta þar um. Veit ég.því, að margiar hlýjar kveðjur og góðar óskir streyma til hennar í dag víðs veg ar að. Að lokum mínar eigin afmælis kveðjur: Guð gefi þér góðan og glaðan afmælisdag og blessi þér alila ókomna daga. Kristín L. Sigurðardóttir. Tryggið yður fyrir frostskemmdum á steypu og notið Sika frostvara. J. Þorláksson & Norðmann hf. NUDDSTOFAN Lougavegi 13 Getum bætt við nokkrum konum í nudd. Pantið tíma sem fyrst. Uplýsingar í síma 14656. Stútka eða kona vön afgreiðslustörfum óskast. Ekki yngri en 20 ára. Upplýsingar á skrifstofu Sæla-Café Brautarholti 22 frá kl. 10—12 f.h. og 2—5 e.h. í dag og næstu daga. Þó Moskvitch sé eini fólksbíllinn sem hægt er að snúa í gang, er ástæðulaust að treysta á sveifina í frosthörkum vetrarins. Það er þægilegri og ódýrari lausn (aðeins kr. 525 m/sölusk.) og láta okkur aðgæta eftirfarandi atriði sem tryggja örugga gangsetningu. 1. Ath. kerti og platínur. 2. Ástand kveikjukerfis athugað. 3. Ath. rafhlöðuleiðslur og tengingar. 4. Hreinsuð og mæld rafhlaða. 5. Blöndungur hreinsaður. 6. Viftureim og vatnshosur ath. 7. Styrkleiki frostlögs mæidur. 8. Vél stillt og bílnum reynsluekið. Hringið í síma verkstæðis oxkar, 38600, og veljið þann tíma sem hentar yður, með tillit til tafarlausrar afgreiðslu. ^ Bifreiðar &Landbúnaðarvélarhf. S Suðurlandsbraul 14 - Beykjavík - Sími 38600 Marþi Maack á heimili sínu á R ánargötu. Myndin var tekin fyr- ir nokkrum dögum. Ljósm. Kr. Ben.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.