Morgunblaðið - 28.05.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.05.1970, Blaðsíða 14
L i 14 MORíGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1970 Gísli Halldórsson Gí&li HalWór&son, 'arkitekt, forseti íþróttasambands íslands, hefur um langt skeið verið einn mikilvirfeasti og atíhafnasamasti for.uistiumaður íiþróttahreyfingar innar, en jafnframt hefur hann um nokkurt árabil átt sætd í borgarstjórn Reykj avíkur. Þeg ar Morgunblaðdð sneri sér til Gísla HaMdórssonar og óskaði eftir stuttu viðtíali við hann, var fyrsta spurningdn þessi: Hvamig tekst þér afi komast yfir öll þau störf, sem á þig hafa hlaðizt, að ineka teikni- stofu, sinna horgarfulltrúastarfi og forustuhlutverki í íþrótta- hreyfingunni. Gísli Hal'ldórsson srvaraði: Á undanförnum árum hafa ýmis félagsmálastörf hlaðizt á mig, og að sjálfsögðu hefur ver ið úr vöndu að ráða, hvort mað ur ætti að taka þau að sér eða ekki. Þó hef ég talið rétt að taka að mér ýmis félagsstörf, einkum og sér í lagi fyrir íþróttahreyfinguna, bæði vegna þess, að á mínum yngri ámm var ég mjög virkur í starfi henn ar og hef haft rnikinn -áhuga sáð a-n á íþróttamiálum. Nú á seinni árum hef ég séð hversu nauð- synlegt það er fyrir borgiarbúa aHa að eyða meiri tíma til lík- amsræktar. Síð.ar, þegar ég gerðist virkur þátttakandi í borgarstjórn Reykjavífcur, breytti ég rekstri teiknistíofu minnar þainnig, að ég gerði tvo af mínum samistarfsmönnum að meðeigenduim og á þann hátt flókk ég frjálsari hendur um af- sfeipti aif félagsmálum, samhliðá mínum daglegu stíörfum á teikni stofunni. Með þessu verður vinnudagurinn að sjálfsiögðu oft nokkuð langur, þar sem mik ill hliiíti félaigsmálastarfs er unn inn á kvöldin og um helgar, en eigi að síður tel ég sjálfsagt, að sem flestir leggi það é s-ig að taka sQiík mái að sér. Það er nauðsynlegt fyrir þjóðfélagið, að sem flestir séu virkir í siíku sjál'fboðaliðastarfi. Með þessu verða störfin mun fj-ölbreyttari en 'starf arkitekts á tei'knistofu og gefa mér miklu meiri innsýn í mannlífið sjáift. Þótt stíarfis- daigurinn sé lan.gur, igefur slíkt alhliða starf dýrmæta hvíld frá hinum daglegu önnum og erfið- leitoum, s'ern fylgja hverju starfi. mm — Hvemig gengur þér að samræma starf aikitekts og borgarfulltrúa? — Stundum er kvartað und an því, að teiknistofa mín starfi óþarflega mikið fyrir borgina að teiknin'gum og gerð íþrótta- mannvirkja. í fyrsta lagi vil ég ge.ta þeS'S, að á mínum námsár- um lagði ég sérsta'ka rækt við að kynna mér allt það, sem við kom gerð íþróttamannvirkja, og var það þá fyrstí oig fremst gert vegna félags míns, KR. Þá var sýnt, að félagið þurfti að hefja umtfanigismikia bygginigastarf- semi og hafði ég fudlan huig á að starfa að því með öðrum sjálf boðaliðum félagsins. Síðan var íþróttanefnd ríkisinis stofnuð'Og var henni faiið það verkefni að sjá um undirbúning og gerð íþróttamannvirkja um landið. Fljótlega eftir, að ég kom heim fór íþróttanefndin þess á leití við mig, að ég starfaði að nokkru á veguim hennar með íþróttafuditrúa, Þorsteini Einars syni, sem svo hefur orðið fram- hald á. Þetta starf er í raun og veru í eng.um tengslum við starf semi Reykjavíkurborgar, nema hvað viðvíkur þeim einstöku íþróttamannvirkjum, sem byggð eru í Reykjavík á vegum borg- arinnar en styrkt úr íþrótta- sjóði. En fæstí af þeim mann- virkjum hef ég teiknað. Þegar ég varð borgarfulltrúi 1958, h'afði ég nokkur verkefni með höndum fyrir Reykjarvítourborg, einkum íbúðahúsabygg.inigar, en eftir að ég varð borgarfulltrúi, hef ég leitazt við að draga úr þeim verkefnum, og á s.l. 8 ár- um hef ég aðeins tekið að mér eitt verkefni fyr.ir borgarsjóð, sem er Álftamýrarsikóli. —Hvaða vörkefni hefur þú aðallega haft með höndum í borgairstjúrninni? — Það má segja, að það séu þrjú aðalverketni, sem ég hef staðið að í borgarstjórn. Það eru íþróttamál, byggingamél og sikipulagsmál. Þegar ég varð er oft Vinnudagurinn langur — en fjölbreytt starf gefur innsýn í mannlífið sjálft og veitir dýrmæta hvíld fyrst borgarfulltrú.i 1958 þóbti eðlilegt, að ég tæki sæti í vall- arstjórn og síðan ífþróttaráði 1962, þegar vallarstjórn var lögð niður. Það hefur verið mér sérstök ánægja að starfa að íþróttamákim á þessum ár- um. Margir ágætismenn hafa lagt þar hönd að verki og Sjá.lf stæðismenn verið samhentir um að leg-gja þeim málum lið og byggja upp góða íiþróttaað- stöðu í borginni eins og raun ber vitni. Að lausn húsnæðiisvanda- mála hef ég unnið allt frá ár- inu 1954, þegar ég varð fyrst varafuHtrúi í borgarstjórn en þá var brýn nauðsyn að gera miikið átafc í þeim mátan til þess að útrýma herskálum og öðru lélegu húsnæði. Þess vegna samlþykfkti borgarstjórn 1954 fyrstu stíóru byggingar- — segir Gísli Halldórsson borgarfulltrúi áætlunina, jafnframt því, sem ríkisstjórn Óiatfs Thors fékk samþyfckt á Alþinigi lög um húsnæðismiálastjórn og fast veð lánakerfi var mótað, sem varð undirstaðan að öllum fram- bvaamduim. Ég hef ailllengi átt sæti í skipulagsnefnd borgarinnar en hún fer með yfirstjórn skipu- lagsmála í samivinnu við skipu- lagsráð ríki'sins. Stærsta verk- efnið, sem nefndin hef.ur unnið að er gerð Aðalskipulags Reykjavíkur, sem áfcveðið var að , hefja vinnu við 1960 og samþykkt í borgarstjórn 1965. Gerð AðalskiipulaigH er mikið verk og markvert, ekki aðeins fyrir borgina, heldur oig landið allt enda hefur reynslan orðið sú, að Aðailskipulag Reykjiavík Ur er undirs-taða þes-s, sem gert hefur verið í öðrum kaupstöð- um landsins. Skipuliagsmál eru larugtum umfangsmeiri en fólk almennt gerir sér igrein fyr;r og til þess að tryggja, að Aðal- Skipulagið yrði sem bezt úr garði gert voru kallaðir til hinir færustu sérfræðingar frá hinum Norðurlöndunum og stiörfuðu þeir allan timann í samvinnu við íslenzku sér- fræðingana. í erlendum fagtímaritum hef- ur verið iokið miiklu lofsorði á skipulag Reykjavikur og talið, að það gæti verið öðrum til fyrinmyndar. Þes-s vegna tel ég, að það sé á misskilningi byggt, þegar einstöku menn te-lja nú, að undirbúningur að skipu- liaginu hafi efcki verið næ'gilega traustur. T.d. miá benda á, að vinna úr umtferðartalningunni tók 3 ár en á henni er allt gatnakerfið byggt. Jafnframt var gerð upptailniirag á öllu því húsnæði, sem fyr-ir var í borg- inni og nákvæm áætlun gerð um þróunina fram til 1983. Að því verkefni var sérstök ánægja að vinna með ölium þeim áigætu mönnum, sem lögðu þar hönd að verki. Þeir sem fara með skipulagsmálin nú telja, að Aðalskipulagið sé byggt á svo tra-ustum grunni, að öruggt megi telj,a, >að hægt verði að byggja á því út skipulagstímabilið, þótt endur- sikoðun fari fram á 5 ára frestfi eins og ákveðið var í upphafi. — Hvaff er þér mmnisstæff- ast frá starfi þínu í borgar- stjóm? — Líklega er mér það minnis stæðast, þegar ég tók í fyrsta sinn sæti í borgiarstjórn sem varatfulltrúi og fundurinn var haldinn uppi á háaliotftíi í Eim- skipafélagshúsinu. Þar störf- uðu margir ágætir borgarfuM- trúar, sem nú eru horínir frá störfum og fannst mér þá strax mjög þröngt um svo virðhlega stofnun sem borgarstjórn. Þess vegna fagnaði ég því mjög, þegar við fluttumstí í Skúl'atún 2 nokkrum árurn síðar. — Þú kallarr borgarstjóm virffulega stofnun en sumir segja, aff hún sé leiffinleg stofnun. Hver er þín skoffun á þvi? — Mér hefur ekki þótt borg- arstjórn leiðinleg stotfnun frá því að éig tók þar sæti, en það er kannski dálítið annað að kynnast henni innan frá en utan. Á þeim 16 árum, sem lið- in eru frá því, að ég tók þar fyrst sæti sem varafulltrúi, hef ég kynnzt mörgu ágætisfólki, sem hefur unnið mjög gott starf í þágu borgarbúa. — Telur þú ekki samt ástæffu til aff bæta vinnubrögff borgarstjórnair í ýmsum efn- um? — Ut af fyrir sig skiil ég þá menn, sem telja bongarstfjórn- ina leiðinlega stofnun, ef til vill vegna þess hve þar eru oft fiuttar lapgar ræður, óþarflega laragar. Ég minnist þess t.d., þegar éig mætti á fyrsta borgar- stjórnarfundinuim um fjár'hags.- áætlun borgarinnar. Sá fund- ur stóð til kl. 11.30 daginn etft- ir og fulltrúar minnilhlutan.s töl uðu samfleytt í_l—2 tíma hver alla nóttiraa. Ég tel, að svo laragt mál þjóni litlum tilgangi. Fremur ættu borgarfuliltrúar að vanda mál sitt betur svo að eftir sé tekið. Þessu þarf að breyta og ég geri mér vonir um, að það verði gert á kom- andi árum. — Aff lokum Gísli: hvorn- ig heldur þú, aff horfurnar séu í kosmingunum? — Ég held það og trúi því í ra-un og veru, að Sjálfstæði3- menn haldi meirihluta sínum og fái 8 borgarfulltrúia kjörna. Þetta byggi ég á viðtölum við fólk og hvernig það hefur tek- ið verkum og framkvæmdum borgarinnar á undanförnum ár um, en ég treystfi mér e'kki ti'J að spá neinu um það, hvernig atkvæði faila á hina flokkana og floklksbrotin. H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.