Morgunblaðið - 07.06.1970, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.06.1970, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 11970 O Þóra Mafthíasdóttir - Minning Á MO'RiGUN (mámidag) verðlur gerð útför Þóru Matthíasdóttur. Hún var þriðja í röðinni af ellefu börmiim þeirra séra Mattlhíasar Joohumissonar og Guðrúnar Run- ólfsdóttur, og er tnú aðeins á lífi eitt barna þeirra hjóna, Gunnar, búsettur vestur í Loa AngeJes. Þóra var fædd í Reykjavik 2. júní 1879, meðan fa'ðir heninar vatr hér ritstjóri Þjóðólfs og stundakennari við Lærða skól- ann. Bn fyrstu æskuimdnningar hennar voru frá Odda á Rangár- völluim, þar sem séra Matthías var prestur frá tveggjia til átta ára aldurs hennar. Sagði hún mér, að þá sem jafnan siðar hefði hann verið af- ar árrisull og hin mniMla bús- umsýsla hefðd hvílt að nokkru á ráðsmanni og þó amest á móð- ur hennar, sem ávallt hefði gætt þesis af næmiuim skilningi og mik- illi virðingiu, að Skáldið hefði sem mest og bezt næði til lestrar og skrifta. Líður mér seint úr minni, er ég fór með Þóru þang- að austur fyrir mær aldarfjórð- ungi, hve Gamim ab reklk a og staðurinn allur blaisti ljóslifandi fyrir sjómum hennar, og þá var búandi á eimu útbýlanna maður frá Oddaárum hennar, sem fagn- aði því furðandi að hitta aftur „Þóru litlu“, sem hann kallaði svo. — Árið 1887 fluttist svo séra Matthías með fjölskýlldu sína í lamigri og strangri ferð til Akur- eyrar, er hann tók þar við prests- þjónustu, og þar ólst Þóra upp, fvrst inni í „Fjörunni“, þar sem þau bjuggu til 1903, þegar flutzt var norður í nýja húsið í brekk- unni upp af Torfunefi, sem brátt var farið að kalla Sigurhæðir, þar sem nú er Maitthíasarsafnið. Ári síðar, um hálfþrítugt, var Þóra í Kaupmannahöfn, þar sem hún naim hannyrðir við Kunst- flid-slkólann, m.a. listsauim, og liggja eftir hana afburðaverk í þeirri grein. Faðir hennar sikrifar í bréfi í ágúst 1904: „Þóra er sú setta og fasita reglustúlka, hún gengur í hannyrðaskóla og lærir þar hjá matreiðslu í vetur.“ Jafnframt var hún í söngtímuim hjá uinigfrú Valborgu Hellemann og varð fyrst til að kynna hana fyrir Sigfúsi Einarssyni tón- skáldi, imannisefni hennar. En Þóra hafði mikla og góða sög- rödd og vairð seinnta einn helzti burðarásinn í kirlkjulkór Akur- eyrar. Eftir heiimkomuna kenndi hún um ðkeið við handavinnu- skóla á Akureyri. En mestallt árið 1909 var hún aftur við mám í Danmöriku, nú í húsmæðra- kennaraskólanum í Sórey, og hllaut þaðan lofsaimfegan vitnis- burð. Mun hún einna fyrst ís- lenzkra kvenna hafa stundað nám við húsmæðrakennaraskóla. Veturinn 1909-10 kenndi hún hannyrðiir á Seyðisfirði og kynnt- ist þar og trúlofaðist Þorsteini nóstmeistara Skaptasynii ritstjóra Jósepssonar læknis á Hnausum Skaptasonar og Sigtríðar Þor- steinsdóttur prests að Hálsi í Fnióskadal Pálsisonar. En heiim- ili þeirra Skapta og frú Sigríðar þótti eitt helzta menntasetur Seyðiisfjairðar á sinni tíð, þótt ekki væri auður að sama skapi. Séra Matthías gifti þau dóttur sína og Þorstein Skaptason í Akureyrarkirkju 11. september 1910, en heimili þeirra vairð á Seyðistfirði. Þorsteinn hafði num- ið prentiðn þar og í Kaupmanna- höfn og var eigandi Austra- prentsmiðju (frá 1896). Auk póstmeiistarastarfsins (frá 1904) hafði hamn tekið við ritstjórn BETRA KAFFI Víð höfum ekki aðeins breytt útliti kaffipakkans heldur einnig möiun kaffisins. Ó. Johnson og Kaaber kaffið er nú fínmalaðra og drýgra. Þannig viljum við tryggja húsmóðurinni enn betra kaffi. NÝ KVÖRN + NÝR POKI = BETRA OG DRÝGRA RÍÓ KAFFI: O.JOHNSON U & KAABER HF. 4 *ennþA drýgra" 0G BRAGÐMEIRA BRETTT ÚTLIT Austra eftir lát föður sínts (1905), var bæjarfulltrúi um hríð og einnig fá-tækrafulltrúi og naut almenns traust og mikilla vin- sælda. Hjónaband þeirra Þóru váir farsæit, meðan þess naut við, og minningin um það var henni svo heilög, að hún talaði sjaldan uim þaið, — helgidómur, sem hún varðveitti ein með sjálfiri sér. Þau Ihjónin eignuðust þrjár dæt- ur á árunum 1911-14, nú allar búisettar í Reykjavlk: Guðrúnu söngkennara, Hildi Ingibjörgu kaupkonu og Valgeirði konu mína. En Þorsteinn lézt á Seyð- isfirði í nóvemberlok 1915 eftir fimm ára ‘hjónaband. Þóra stóð uppi rneð þrjár kornuingar dæt- ur, eina fársjúka. Koim nú æ bet- ur í ljós, yfir hvílíkum mann- dómi hún bjó. Veturinn 1915-16 gegndi ihún póstþjónustunni á Seyðisfkði ásamt Ingibjörgu mágkonu sinni. En 10. ágúst 1916 skrifar séra Matthías henni (í óprentuðu bréfi): „Þúsund sdnnum velkomin heim í kofann okkar mömmu, hvort Iheldur er á nóttu eða degi og hvort heldur mieð 1 barn eða 3 eða 30! Þú hefuir einnia bezt okkar barna hjálpað þér sjálf . . . , og nóg verða ráðin, meðan þið mamma eigið við að ákipta.“ Þóra fluttist því til foreldra sinna á Akureyri með dætumar þrjár suimiarið 1916. Maitthías hafði byrjað brúð- kaupisljóð þeirra Þorsteins með þeissu ávarpi til dóttur sinnar: Ég á ei auð né gróða í ytri heimaingerð og þarf ei þér að bjóða í þína brúðarferð. En erfirðu’ engar lendur né eignist húsin full, þú ferð með hagar hendur og hjartað trútt sem guR. Þetta voru orð að sönnu. Allt lék í höndum hennar, og henni féll aldred verk úr hendi. Þá sjaldan móður henraar naut ekki við, stóð hún fyrir heimilinu,. og stöðugt lagði hún því lið. Hún stundaði annars aðallega út- saum, batt blómisveiga og lagði gjörva hönd á fjöimairgt. Árið 1918 kcm hún upp hannyrðá- verzlun, sem hún hafði við Hafn- arstræti nærfalilt þrjátíu ár, og fór iðulega utan til að nema nýjungar á starfssviði siínu og til innikaupa, slikur vair kjarkur hennar og dugnaður. Strax og dæturtraair komust á legg, tóku þær þátt í starfi hennar, og hef ég engar mæðgur þekkt sam- hentari. Tryggð hennar og traust var dæmafátt, og nutu fáa-r Akuireyr- arkonur slíkra vinisælda sem hún. Þegar föður hennar tók að förlaist heilsa, var enginn honum slík stoð sem Þóra nema kona hans ein. Eftir fráfall hans 1920 bjó fjölskyldan áfram að Sigur- hæðum. En 1924 lézt Guðrún ekkjia hans. Árið eftir voru Sig- urhæðir seldar, en Þóra keypti sér íbúð í húsinu nr. 71 við Hafn- arstræti. Þótti mörgum þetta óráð af ökkju með þrjár dætur ófermdar. Þó fór svo, að Þóra kostaði allar dætur sínair utan til náms, hafði í húsi sinu árum saman annaxra roanna böm, óvandabundin sem vandabundin, þegar henni þótti þess með þurfa, og á fáum Akureyrarheimilum rikti slík gestrisni og glaðværð. Árið 1942 gerðist ég tengdason- ur frú Þóm, og var sem ég ætti þá tvær mæður. Fimm árum síð- ar fluttist hún búferlum hingað til Reýkjavíkur með eldri dætr- unum tveimur, og bjuggu þær sér heámili að Drápúhlíð 32, þar sem rikti og ríkir sami alúðar- andinn og fyrir norðan. Þóra var lengstum við góða heilsu fram til sumarsins 1966, en þá veiktist hún skyndi- lega, lá nökkra mánuði á sjúkra- húsi, og var henni um haiuist- ið að lækna ráði fengin vist á sjúkradeild hjúikrunarheim- ilisins Grundar. Þar var hún rúmliggjandi hálft fjórða ár, unz yfir lauk, og naut góðrair aðhlynningar, sem hér með er kærlega þökkuð. Hún tók sjúkdómslegu sinni með sama æðruleysi og lífsbaráttunni áð- ur, hélt geðprýði sinni og. ljúf- mennsiku, og þegar leið að lokum var sero líkaminn yrði að gagn- sæjum hjúpi og séð yrði inn í iinnstu sála.rfylgsni, þar sem gæzkan ríkti ein. Þóra fékk hægt andlát aðfaranótt sunnudagsins 31. maí, er hana skorti tvo sólar- hringa til að ná 91 árs aldri. Frú Þóra var fönguleg kona, sem mifeið kvað að, yfir henni var tiginimainnleg reisn, sem hlaut að vefeja athygli, hvar sem hún fór. Skaplaus var hún engan veginn, en hafði jafhian taum- hald á geði sinu. Hún var gaman- söm, gædd miklu skopskyni, það var sem gliaðværð geislaði frá Framhald á bls. 21 LANGAR MJ ú KAR LINUR Aílt til sauma. Veljið í J MINI MIDI MAXI Jersey er létt, mjúkt, það andar og eykur hreyfingarfrelsi. Auk þess eru góð kaup í jersey. VOGUE BÝÐUR ÞVi: Tricelon-jersey frá kr. 271— m Terylene-jersey frá kr. 583— m Terylene/bómullar-jersey Ailt straufrí efni Einnig ullar-jersey Fjöldi lita og mynstra Beitið ímyndunaraflinu Óskið, látið yður dreyma Veljið yður stíl og línu: Sumarkjóla og kápusett? Stuttar mjaðmabuxur? Langur hálsklútur? Samfestingur, með stuttum skálmum? Skyrta eða blússa? Hettukjóll? Buxnadragt? Minibiússa? Sumardragt? Kát svunta? Sniðið efnið og tilleggið bjóðum við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.