Morgunblaðið - 20.10.1970, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.10.1970, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1970 5 Geta Kínverjar og Rússar náð sáttum? Ágreiningurinn „er ekki djúp stæðurw segir fyrrum sendi- herra Breta í Moskvu Nýlega kom út í London bók um sovézka utanríkis- málastefnu, sem valdð hefur mikla athygli og umræður, m.a, vegna þess að höfundur- inn er Sir William Hayter, fyrrum sendiheirra Breta í Moskvu. Hayter dregur mjög i efa þá kenningu að stefna Sovétríkjanna hafi breytzt í höfuðatriðum og heldur því einnig fram, að deila Kin- verja og Bússa sé ekki eins alvarleg og látið hafi verið i veðri vaka. Greinin hér á eftir var rituð af Iain Hamil- ton, fyrrum ritstjóra vikurits ins Spectator, fyrir Forum World Features. London — FWF Stundum hl'ánar og stund- um frýs, en hvað sem kann að gerast á yfirborðinu, er harður sífrerinn undir. Grund vallarafstaða sovézkra ráða- manna til Vesturlanda er mjög lík því, sem er undir efsta jarðlagi landssvæðanna i norðri: Gaddfreðin. Stund- um kemur þetta í ljós á yfir borði diplómatiskra athafna Sovétmanna, stundum ekki. En þetta er til staðar — óbreytt varðandi grundvallar fjandskapinn; óhjákvæmilegt. Þetta eru helztu niðurstöð- ur Sir Willjam Haiyter’s í stuttri en djúpskyggnri rann sókn hans á sovézkri utanrik- ismálastefnu, en árangur rann sóknarinnar er nú kominn i bók sem heitir „Rússland og heimurinn“. Bókin ber eink- unnarorð úr helzta verki frumkvöðuls stjórnmálaskýr- inga, Niccolo Machiavelli: „Ég tel það rétt að segja frá hlutunum eins og þeir eru samkvæmt sannleikanum, fremur en eins og þeir eru taldir vera.“ Að þvi marki, sem það er rétt, svo notuð séu orð skáldsins T.S. Elliot’s að „mannkynið þolir ekki mik ið af raunveruleika", er hér ekki um að ræða efnismeð- höndlun sem er að skapi þeim, sem vilja fremur skugga en raunverulega hluti, t.d. þeirra, sem vilja trúa á kenn inguna um „samdrátt" Banda rlkjanna og Sovétríkjanna. Satt er það, að þjóðarhags munir þessara tveggja stór- velda, ef þeir eru skilgreind ir í þröngri merkingu, virð- ast lítt eða ekki rekast á. En engu að síður, segir Sir Willi am, þegar til kastanna kem- ur er ekkert traust mögulegt midli þessara tveggja stór- velda, þrátt fyrir gagnkvæma hagsmuni á vissum sviðum (eins og t.d. í samdrætti framleiðslu kjarnorkuvopna, sem verða æ dýrari, og það að þau reyna að forðast að rekast saman í heimshlutum á borð við Austurlönd nær.). Hvemig má þetta vera? Hugmyndafræðilegi ágrein- ingurinn er að sjálfsögðu aug ljós. En það sem öðru frem- ur eyðileggur gagnkvæmt traust, er það sem Sir Willl- am kallar ósamsvörun varð- andi ástandið. „Heimsmynd kommúnism- ans neyðir Rússa til þess að trúa þvi, að kerfi þeirra verði aldrei öruggt fyrr en það ráði alls staðar. Á hinn bóginn trúa Bandaríkjamenn því ekki, enda þótt þeir ugg- laust telji að heimurinn yrði betri ef hann tæki upp banda ríska líflshætti, að stjómmála kerfið heima fyrir sé nauð- synlega háð þvi, að það verði tekið upp alis staðar." Að bera saman stjómmála- mælsku framám£mna sov- ézkra og aðgerðir, sem ákveðnar eru í leyni í for- sætisnefndinni og hjá KGB (rússnesku leyniþjónustunni) verður til þess að menn koma auga á augljósar and- stæður. Orðin eru enn bylt- ingarkennd og árásarsinnuð, en margar athafnir og að- gerðir, um þessar mundir, a. m.k., eru vamarkenndar og íhaldssamar. Er hægt að greina skýrt á milli, eins og oft er haldið fram, þjóðhags- muna Sovétrikjanna og til- gangs hinnar byltingar- kenndu hugmyndafræði þeirra? Sir William Hayter kemst að þeirri niðurstöðu, að svo sé ekki. „Hér er um tvö nöfn að ræða á sama hlutn- um“, segir hann. Kringum- stæður breytast og aðferðir George Kennan — ástæðulaus ótti. ast einnig. En grundvallar- stefnan er hin sama. „Það að sjá og heyra íhalds sama skrifstofubáknsfulltrúa hafa uppi byltingarslagorð virðist stundum þversagna- kennt. En í þessu er engin þversögn. Til þess að við- halda þessu gifurlega skrif- stofubákni og tryggja öryggi þess þarf byltingu annars staðar. . . “ Til er önnur ósamsvömn í jafnvæginu milli Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. Hana mættu gjaman hugleiða þeir vestrænu vinstrisinnar sem halda upp á hið Maókennda álit, að i reynd sé harla lít- ilá munur á Bandaríkjunum og Sovétríkjunum: „Þetta er að vitneskja almennings í þessum löndum er á tveimur gjörólíkum stigum. Við get- um fengið að vita allt um Bandaríkin ef við viljum; þar er eitt opnasta þjóðfélag sem til er. En Sovétríkin til þess að mæta þeirn breyt- BYGGINGAMEISTARAR! VERKTAKAR 1000 w halogen lamp NotiO góöa Ijóskastara til að lýsai upp vinnustaöi og byggingar. HEIMILISTÆKISE SÆTÚNI 8 - SÍMI 24000 eru innsigluð. Geðveikisleg til hneiging til leyndar felur ýmsa lifsþætti, sem annars staðar væru öllum opnir til rannsóknar, umræðu og gagn rýni. Stefnan er ákveðin með leynd, án opinberra um- ræðna, og þegar loksins er eitthvað tilkynnt um hana opinberlega, er það gert á þann veg að sem minnst skiljist af því, enda þótt í l’öngu máli sé.“ 1 formála að bók sinni „Rússland og Vesturlönd á dögum Leníns og StalSns", sem fyrst kom út fyrir ára- tug, segir George Kennan (sem. kynntist hinni sovézku afstöðu í utanrikisþjónustu lands sins líkt og Sir Willi- am), það aldeilis furðulegt hversu lítill gaumur væri gef inn sögu utanríkismálastefnu Sovétríikjanna á Vesturlönd- um. Hann beaiti á, að í Sov- étríkjunum sjálfum, ynnu áróðurssagnfræðingar að þvi að byggja mynd, sem yrði gagnleg þáverandi stefnu sov ézka Kommúnistaflokksins, og mjög hallað á vestræna diplömata og hugsjónir Vest- urlandaþjóða yfirleitt. Hann taldi það óskynsamlegt að hirða ekki um þetta. „Mynd sú, sem sovézkir sagnfræðingar vinna nú að varðandi samskipti Sovétríkj anna og Vesturlanda, er mik ilvægur þáttur I þeirri við- leitni Moskvu að hafa póii- tisk áhrif á þjóðir, sem eru að koma fram á sjónarsviðið sem sjálfstæðar. Margt af þessu kemur þessum þjóðum fyrir sjönir sem trúverðugt." Ótti Kennans á þessum tima sýnist hafa verið rétt- lætanlegur. En í reynd hafa undangengin 10 ár sýnt, að Þriðji heimurinn veitir áhrif- um frá Moskvu öflugt við- nám. Sir William segir: „AJl ar fyrrverandi nýlendur unnu sjálfstæði sitt af eigin rammléik eða var veitt það án átaka af þeim þjóðum, sem áður réðu þeim.“ Hinir nýju leiðtogar drógu mjög í efa sovézk boð um aðstoðvið að „útrýma síðustu leifum heimsveldisstefnunnar“ eða „berjast gegn nýlendustefn- unni.“ Þeir þágu allt, sem þeim bauðst hagstætt, en Trójuhesti sovézkrar hug- myndafræði hleyptu þeir ekki inn fyrir dyr. Og I raun og veru hefur efnahags aðstoð frá Sovétrikjunum við Framhald af bls. 24 PANTIÐ NÚ ÞEGAR MYNDATÖKUNA OG STÆKKANIR. ÚTBÚUM JÓLAKORT EF ÓSKAÐ ER. Laugavegi 13 — Sími 17707. HUNDRAÐ KRÓNUR Á MÁNUÐI Fyrir EITT HUNDRAÐ KRÓNUR á mánuði seljum við RITSAFN JÖNS TRAUSTA 8 bindi f svörtu skinnlíki Við undirskrift samnings greiðir kaupandi 1000 krónur. SÍÐAN 100 KRÖNUR Á MÁNUÐI. Bókaútgáfa GUÐJÓNSÓ Hallveigarstíg 6a — Sími 15434

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.