Morgunblaðið - 20.10.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.10.1970, Blaðsíða 7
MORGUMBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1970 7 WK04ll ^ )* W .CS"«; )ÍW ftiv.t'.- a fa&ítyU jðUttfcrt' Allir geta orðið samkvæmishæf ir segir Sigurður Hákonarson dans- kennari Sigurður Hákonarson, dans kennari, er nýkominn lieim frá námi í Ipswitch í Eng- landi. I.agði hann þar stund á samkvæmisdansa og suður ameríska dansa. Hann leit inn á Morgunblaðið um dag- inn til að skýra frá námi sínu og námsárangri. — Ég var í Ipswitch, hjá Olgu E. Wilmot I Arlinton Ballroom. Er það nokkuð stór skóli, og standardinn geysi- lega hár, skólinn vinsæll. Ég lauk þaðan sex prófum á þremur mánuðum, og ég held, að það sé met, öll með hæstu einkunn. Sérlega ánægjulegt var þama, og andinn í skólanum var afar góður. — Mér var boðin kennara- staða við skólann og aðra skóla, er ég lauk prófum það- an, en ég ætla að halda mig við ísland, fyrst um sinn, a. m.k. Venjulega tekur 3 ár að ljúka kennaraprófi! — 1 fyrra kenndi ég á eig- in vegum úti um land, og ætla ég mér að halda því áfram, svo framarlega sem einhver hefur áhuga á því. Ekki fastbinda mig við neinn sérstakan, einn stað, held- ur hingað og þangað, og helzt sem viðast. — Þrjú prófanna, sem ég lauk, eru svokölluð diplómu eða kennararéttindapróf. Fékk ég 98 stig af 100 mögu- legum í þeim öllum. Átti þetta bæði við um suðurameríska dansa og samkvæmisdansa. Ég er auðvitað dálítið upp með mér af þessu, og ég veit ekki til þess, að nokkur kenn ari hérna hafi ennþá tekið þessi próf með svona háum einkunnum. Að vísu veit ég um nokkra kennara, sem hafa hlotið hæstu einkunn í dansi, en ekki svona háa stigatölu. -— Ég byrjaði að læra að dansa hjá Rigmor Hanson í gamla daga, sem barn. Hætti ég síðan á tímabili, en byrj- aði aftur, er ég var 17 ára, og með þessar einkunnir er mér boðið að táka þátt í keppni næsta ár, sem bezta kennaraefni í Bretlandi. — Það var kennari frá mínum skóla, sem hlaut þenn an titil í ár eða þessa viður- kenningu, öllu heldur. Það verður skemmtilegt að halda utan næst! — Áður fyrri þótti fólki það Sigtirður Hákonarson með skólafélögum sínum, tveimur Jenniferum, og Olgu skólastýru Wilmot. Jennifer til hægri á myndinni vann til viðurkenningarinnar: „Bezta kennaraefni í Bretlandi.“ heldur minnkun að dansa vel, eða geta sagt, að það hefði verið í dansskóla. Þá var dansinn aðeins gömlu dans- arnir, annað var ekki viður kennt. Þetta var hálfgerð synd. Svo kom tangóinn, og þá runnu tvær grímur á menn. Var þá til dæmis páf- inn fenginn til að skera úr um það, hvort það væri synd samlegt að dansa hann, eða ekki. Úrskurðurinn var já- kvæður, og því til mikilla bóta fyrir dansinn. — Ég hef að gamni mínu kynnt mér gamla dansa frá Victorianska tímabilinu, og það er satt að segja heilmik- ið i þessum dönsum, miklu meira, en ég hefði getað gert mér grein fyrir. — Það hafa sjálfsagt marg- ir gaman af þeim. En, fólk er misjafnlega fljótt að læra að dansa. Allir geta lært það eða svo til, þótt kannski geti ekki allir orðið meistarar, en samkvæmishæfir geta að minnsta kosti menn orðið. Það er víst. Danshæfnin fer afar mikið eftir takti og rhythma hvers og eins, það er aðeins spurning um tíma hjá fólki. — Fólk heldur, að dans- kennsla sé leikur einn. Hún er að vísu skemmtilegt starf, en hún er stífasta púl. Sýn- ingarfólk dansar jafnvel 6—8 tima á dag, en þeir, sem kenna, þurfa vart meira en kennsluna, þótt það geti svo sem verið þeim hollt að æfa sig einn tíma aukalega á dag. — Mér þykir sérlega skemmtileg vinna að kenna dansinn úti á Jandsbyggðinni. Maður kynnist geysilega mörgu fólki, og áhugi fólks fyrir dansinum er geysilega mikili, og fer sívaxandi. — Ég hef ekki endanlega ákveðið, hvar ég byrja að kenna. Ég er svo nýkominn heim. Er að undirbúa mig. En ég byrja fljótlega, einhvern næstu daga, og ég lít björt- um augum á framtiðina. — m.t. MENN OG MÁLEFNI BARNLAUS AMERlSK HJON ósika eftir 2ja—3ja henb. Sbúð í Keflavsk eða Njarðvíkiem. — Símii KeflavíikiunfliugvöMiur 24324 / 3107. Mr. Dnesoh. BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatúni 27, simi 2-58-91. STÚLKA ÓSKAR eftir vrninu á skrifstofu eða saiuma'Stofiui. Fteina 'kem'ur til gmeiina. Gaigmfræðiingiur. UppJ. sím stöðin, Búðardail. IBÚÐ ÓSKAST Lítrl íbúð óskest á teigu sem fyrst. Uppl. í síma 22150. IESIÐ DRGIEGR HAFNFIRÐINGAR Nýkomnar vinrnupeysur fyrir konur og karla. Lerkfiim'iibofir, buxur, og maingt fteira. Verzlimin Nína, S'trandgötu 1, Hafnatfirðk Bifvélavirki óskar eftir vinnu helzt við að sjá um bifreiðar hjá fyrirtæki. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „20 ára reynzla — 4484". Kópavogur Vantar rúmgott herbergi undir léttan og snyrtilegan iðnað, helzt í nágrenni Nýbýiavegar, þó ekki skilyrði. Þarf að vera með heitri og kaldri vatnslögn ásamt frárennsli, má vera í fokheldu ástandi eða tilbúnu undir tréverk, byggingarstig skiptir ekki máli. Kaup eða leiga, eftir samkomulagi. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Kópavogur — 4481". I vesturborginni 4ra herb. ibúð (3 svefnherb.) um 100 ferm. á 4. hæð til sölu. Suðursvalir. Harðviðarinnréttingar. Tvöfalt gler í gluggum. Nánari upplýsingar gefur NÝJA FASTEIGNASALAN Laugavegi 12 — Sími 24300. Utan skrifstofutíma 18546. ROCKWOOL Rockwool Batts112 (steinull). Nýkomið Rockwool í stærð- unum 60 x 90 cm. Þykktir 50, 75 og 100 mm. Mikil verðlækkun. ROCKWOOL er rétta ein- angrunin. Hannes Þorsteinsson Hallveigarstig 10, simi 24459. ÁRNAÐ HEILLA Sunnudaginn 4. okt. voru gef- in saman í Laugarneskirkju af séra Garðari Svavarssyni, ung frú Sigrún Óskarsdóttir og Börkur S. Ólafsson. Heimili þeirra verður að írabakka 6, R. Ljósmyndastofa Þóris Laugavegi 178. Laugardaginn 19. sept. voru gefin saman i Háteigskirkju af séra Arngrimi Jónssyni ungfrú Lilja Gísladóttir og Tómas Guð- jónsson. Heimili þeirra verður að Freyvangi 9, Heliu. Ljósmyndastofa Þóris Laugavegi 178. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Bergljót Jóns- dóttir, verzltmarmær, Túngötu 4, Húsavík og Þorvaldur Vestmann, tæknifræðingur frá Akureyri. FRETTIR Kvenfélag Neskirkju Handavinnukvöld miðvikudag- inn 21. október ki. 8.30 í Fé- lagsheimilinu. GAMALT OG GOTT 1 Hollandi eg hattinn fékk, hann hagar mínu lyndi, forðar hann hriðum, frosti, snjó og vindi. Vinsælastir vegna þess hve .... # lengi þeir endast # blekgjöfin er jöfn # oddurinn er sterkur # litavalið er fjölbreytt PENOL 300 fæst í flestum RITFANGA- OG BÓKAVERZLUNUM í hentugum plasthylkjum með 4, 8, 12, 18 eða 24 mismunandi litum — eða í stykkjatali. tússlitirnir veita aukna ánæg ju og betri árangur í skólanum og heima! Heildsala; FÖNIX s.f., Sími 2-44-20, Suðurgötu 10, Rvik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.