Morgunblaðið - 24.10.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.10.1970, Blaðsíða 17
MORötnSTBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓOBR 1970 17 Aldarf jórðungur frá gildistöku sáttmála Sameinuðu þjóðanna I DAG eru liðin 25 ár frá gildistöku sáttmála Samein- uðu þjóðanna og fara fram mikil hátíðarhöld í aðalstöðv- um samtakanna í New York í því tilefni. Fjölmargir þjóð- höfðingjar og forystumenn í stjórnmálum eru þangað komnir og starfsemi Allsherj- arþingsins ber þessa dagana með sér hátíðlegt yfirbragð. Þegar er búið að halda hátíð- arfund í San Francisco, en þar var sáttmáli Sameinuðu þjóðanna undirritaður í júní- mánuði 1945. En það er fleira en viðhafnar- svipur, sem setur mark sitt á aðalstöðvar heimssamtakanna. Mikill ótti við óspektir og hermdarverk hefur einnig sett sinn svip á fundi Allsherjar- þingsins. Einn daginn héldu landflótta Kúbubúar mikinn mót mælafund fyrir framan aðalbygg ingar samtakanna við East River og kom til áfloga milli þeirra og lögreglumanna, sem reyndu að halda þeim I skefjum. Þá hefur hvað eftir annað að undanfömu komið til spreng inga í New York og er fullvíst talið, að þar sé um verk hermd- arverkamanna að ræða. Fyrir nokkrum vikum sprakk sprengja I sömu byggingu og danska sendinefndin hjá S.Þ. hefur skrifstofur sínar. Þá hef- ur það ekki bætt úr skák, að hluti af sérstöku löggæzluliði, er gætir bygginga S.Þ., fór í verk- fall og varð að fá lögreglumenn úr löggæzluliði New Yorkborg- ar í staðinn. Gæta þeir allra stræta, sem að aðalbyggingunni liggja. búnir hlöðnum skamm byssum, kylfum og labb-rabb- tækj um. Aukinn öryggisviðbúnaður á ekki hvað sizt rót sína að rekja til þess, hve margir háttsettir stjórnmálamenn sitja hátíðar- fundi Allsherjarþingsins nú. Á mælendalista eru yfir 90 manns. 1 hópi þeirra er Nixon Bandaríkja forseti, Heath, forsætisráðherra Bretlands, Ceausescu, forseti Rúmeníu, Makarios, forseti Kýp ur, Kekkonen, forseti Finnlands, Paime, forsætisráðherra Svíþjóð ar, Baunsgaard, forsætisráðherra Danmerkur, Nyerere, forseti Tanzaníu, Kaunda, forseti Zam- bíu, Souvanna Phouma, prins í Laos, frú Golda Meir, forsætis- ráðherra Israels og Colombo, for sætisráðherra Italíu. Það hefur vakið athygli, að hvorki Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna né Pompi- dou Frakklandsforseti hyggjast sækja hátiðarþingið. HAFA S.Þ. BRUGÐIZT Þau ummæli heyrast oft jafnt af munni stjórnmálafréttaritara sem almennings, að Sameinuðu þjóðirnar séu máttvana, geti ekki tryggt frið, stöðvað styrj- aldir eða einfaldlega þvingað að ildarríki til þess að fara að í sam ræmi við sáttmála samtakanna. í stuttu máli sagt, að Sameinuðú þjóðirnar hafi brugðizt. En slik- ur dómur verður naumast talinn annað en órökstuddur sleggju- dómur. Frá stofnun sinni fyrir 25 árum hafa S.Þ. skipt geysi- lega miklu máli fyrir þróunina í heiminum og þegar sagt er, að samtökin hafi brugðizt, þá er or- sök þess oft sú, að forsendurnar fyrir getu samtakanna til þess að tryggja frið byggjast á mis- skilningi. Sameinuðu þjóðirnar eru ekki alheimsstjórn. Strax frá upphafi var það ljóst, og lögð á það á- herzla, að það er algjör forsenda fyrir möguleikum S.Þ. til þess að varðveita friðinn, sem þó er höfuðverkefni þeirra, að eining ríki milli stórveldanna. Réttur stórveldanna til neitunarvalds í mikilvægustu stofnun samtak- anna, Öryggisráðinu, er tákn þessa. Án neitunarvaldsins gæti Öryggisráðið tekið ákvarðanir, sem einfaldlega myndu gera sam tökin að engu, þvi að það stór- veldi, sem ákvörðunin væri í ó- hag, myndi bara ganga úr sam- þjóðum af evrópskum stofni. Nú eru aðildarrikin 127 og á fjölg- unin fyrst og fremst rót sína að rekja til þeirra fjölmörgu nýju ríkja í Áfriku og Asíu, er hlotið hafa sjálfstæði á undanförnum árum. Það er kjarni stofnskrár Sam- einuðu þjóðanna, að lagt er fyr- ir aðildarríkin, að setja niður • Skrifstofan (The Seeretar- iat) — Hún fer með fram- kvæmdavald fyrir Sameinuðu þjóðirnar og henni er stjórnað af aðalframkvæmdastjóra sam- takanna. Frá árinu 1945 hafa þeir verið þrír: Norðmaðurinn Tryggve Lie frá 1946—1953, Sví inn Dag Hammarskjöld frá 1953 —1961 og síðan U Thant frá þeim Aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna við East River í New York. tökunum. Með neitunarvaldið sem öryggisloka hafa Sameinuðu þjóðirnar lifað í aldarfjórðung, sem mótazt hefur í ríkum mæli af spennu á alþjóðavettvangi og sem sizt er minni nú en áður. Þegar gerð er grein fyrir sam- tökum Sameinuðu þjóðanna, er því nauðsynlegt að taka það skýrt fram, að það er rangt að dæma þessi alþjóðasamtök eftir pólitískum árangri þeirra einum saman — eða árangursleysi. Öll riki heims eiga fullveldið sameig inlegt — að minnsta kosti að nafni til. Sameinuðu þjóðirnar ráða ekki yfir neinu valdi, sem stendur ofar þessu fullveldi ríkj anna. Þessi er orsökin fyrir tak- mörkununum á getu samtakanna, sem þó ætti frekar að vekja undrun yfir því, hverju S.Þ. hafa fengið áorkað fremur en því gagnstæða. UPPHAF SAMTAKANNA Samtök hinna Sameinuðu þjóða eiga rót sína að rekja til heimsstyrjaldarinnar síðari, er 50 riki urðu sammála um að koma á fót nýjum og betri al- þjóðasamtökum en Þjóðabanda- laginu sem reynzt hafði einskis virði gagnvart árásarstefnu Hitl- ers og Mussolinis. Grundvöllurinn að Sameinuðu þjóðunum var lagður i Dumbar ton Oaks við Washington 1944 og endanlegur sáttmáli samtak- anna varð til á ráðstefnu í San Francisco vorið 1945. Eftir heit- ar umræður um neitunarvaldið i Öryggisráðinu var sáttmálinn undirritaður í júní það ár. Hann gekk í gildi 24. október 1945. Sátt málinn náði til 50 ríkja, fyrst og fremst til ríkja með þróuðum deilur sín á milli með friðsam- legum hætti og að beita ekki valdi né hótunum um valdbeit- ingu. STOFNANIR S.Þ. í samtökum Sameinuðu þjóð- anna eru sex aðalstofnanir: • Allsherjarþingið, sem hald- ið er á hverju ári og öll aðildar- ríki samtakanna eiga rétt til þátt töku í og ráða þar yfir einu at- kvæði hvert. (Sovétrikin hafa í rauninni þrjú atkvæði, sökum þess að Úkraina og Hvita Rúss- land eru sjálfstæðir meðlimir). Á Allsherjarþinginu eru rædd margvísleg mál, sem fyrir það eru lögð af sendinefndum aðild- arríkjanna. Það velur þau ríki í Öryggisráðið, sem ekki eiga þar fastasæti. Allsherjarþingið af- greiðir éinnig fjárhagsáætlun samtakanna. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum, en í þeim mál- um, er varða frið og öryggi þarf % hluta atkvæða til samþykkt- ar. • Öryggisráðið. — Það er mikilvægasta stofnun samtak anna og var upprunalega skip- að 11 fulltrúum, en frá 1965 hafa þeir verið 15. Bandarikin, Sovét ríkin, Bretland, Frakkland og Kína (Þjóðernissinnastjórnin á Formósu) eiga þar fastasæti og hafa neitunarvald. Á öryggisráð inu hvíla sérstakar skyldur um að halda uppi friði og það tek- ur ákvarðanir um aðgerðir, ann- aðhvort efnahagslegar eða hern aðarlegar, sem sáttmáli Samein- uðu þjóðanna samkvæmt ákvæð um sínum veitir heimild til. Að- ildarriki S.Þ. eru skyldug til þess að fara eftir ákvörðunum Öryggisráðsins. tíma, en hann er frá Burma. j Mikill fjöldi embættismanna vinnur við þessa stofnun og að- stoðar aðalframkvæmdastjórann, sem ekki má taka við skipunum frá neinum aðila utan samtaka Sameinuðu þjóðanna, ekki held- ur frá sínu eigin heimalandi. • Fjárhags- og félagsmálaráð- ið. — Það leggur tillögur sinar fyrir Allsherjarþingið í efna- hagslegum, félagslegum, menning arlegum, heilbrigðis- og mennta- málum á alþjóðavettvangi. Starf semin fer að verulegu leyti fram í undirstofnun eins og UNESCO (Menningar- og menntamála- stofnunin), WHO (Alþjóðaheil brigðismálastofnunin), FAOÍMat væla- og landbúnaðarstofnunin), Alþjóðabankanum og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, sem leggur fram fjármagn til framkvæmda í þróunarlöndunum. • Gæzluverndarráðið. — Það fer með stjórn landsvæða, sem Sameinuðu þjóðunum er falið að fara með yfirstjórn yfir. Þýðing þessarar stofnunar hefur minnk- að, eftir því sem æ fleiri ríki, er áður voru nýlendur, hafa fengið sjálfstæði og fullveldi. • Alþjóðadómstóllinn. — Hann hefur aðsetur í Haag i Hollandi og dæmir i deilumálum milli aðildarríkja en aldrei i mál um milli einstakra manna. Al- þjóðadómstóllinn er skipaður 15 dómurum, sem tilnefndir eru af Sameinuðu þjóðunum og ræður einfaldur meirihluti, er dómstóll inn kveður upp dóma sína. Síð- asti dómur Alþjóðadómstólsins var í deilu Danmerkur og Vestur Þýzkalands um landgrunnið í Norðursjó. ÁRANGUR Sameinuðu þjóðirnar eru oft dæmdar einhliða eftir pólitisku mikilvægi þeirra, en minna er gert úr ómetanlegu framlagi þeirra á sviði mannréttinda, neyð arhjálpar, þróunaraðstoðar og ekki hvað sízt margvislegri hjálp þeirra við milljónir barna i fá- tækum löndum. En Sameinuðu þjóðirnar geta einnig státað af mikilsverðum ár angri á stjórnmálasviðinu. Mikil vægast á aldarfjórðungsstarf- ferli þeirra má telja: • Þeim tókst að stöðva styrj- öldina milli Israels og Arabaríkj anna eftir að samþykkt hafði verið að stofna Israelsríki 1948. • Þeim hefur tekizt að koma í veg fyrir stórstyrjöld milli Ind- lands og Pakistan mörgum sinn- um frá árinu 1949. • Sameinuðu þjóðirnar inntu af hendi árangursríkt sáttastarf milli Hollands og Indónesíu. • Þátttakan í Kóreustyrjöld- inni 1950. Sameinuðu þjóðirnar höfðu eftirlitssveitir á landamær unum milli Norður- og Suður- Kóreu, sem gátu strax skýrt frá innrás Norður-Kóreu. Öryggis- ráðið gat gert samþykkt um vopnuð afskipti af styrjöldinni, sökum þess að Sovétríkin tóku þá ekki þátt í fundum ráðsins, vegna þess að Rauða Kína fékk ekki aðild að samtökunum í stað Formósu. Af þessari ástæðu voru Sovétríkin ekki til staðar til þess að beita neitunarvaldi sínu. • Aðgerðir til þess að stöðva styrjöldina fyrir botni Miðjarð- arhafsins 1956, þar sem beitt var áhrifum samtakanna til þess að fá Bretland og Frakkland til þess að flytja herlið sitt á brott frá þessu svæði, eftir að Nasser hafði látið þjóðnýta Súezskurð- • Aðgerðir I Kongó eftir að landið hlaut sjálfstæði frá Belgíu 1960. Herlið Sameinuðu þjóðanna tókst að stöðva blóð- uga borgarastyrjöld, sem var að skella á í landinu vegna Kat- angahéraðsins, er hugðist slíta sig úr tengslum við Kongó. • Sameinuðu Þjóðunum tókst að setja áð verulegu leyti niður deilur milli grísku- og tyrknesku- mælandi Kýpurbúa á árinu 1964 með þvi að senda þangað friðar- gæzlusveitir. • Styrjöldin fyrir botni Mið- jarðarhafsins í júni 1967 var stöðvuð innan fárra daga fyrir tilstilli ályktana, sem Öryggisráð ið samþykkti. Hér hefur verið stiklað á því helzta, en auk þess mætti nefna fjölmörg smærri atvik, þar sem Sameinuðu þjóðirnar áttu bæði beint og óbeint þátt í varðveizlu friðarins. MISTÖK En það má einnig benda á dæmi, þar sem Sameinuðu þjóð- unum mistókst. Árið 1956, er So- vétríkin bældu uppreisnina i Ungverjalandi niður í blóði, hirtu þau ekkert um samþykkt- ir þær, sem Sameinuðu þjóðirn- ar gerðu. I tíu ár höfðu friðargæzlusveit ir Sameinuðu þjóðanna eftirlit með því, að friður væri haldinn á Gazasvæðinu og unnu þar mjög jákvætt starf. En þegar orð ið var við þeirri kröfu Nassers forseta að kalla þær heim, skail þegar á styrjöld með Israels- mönnum og Aröbum. ÞÝÐING S.Þ. Ef til vill felst mikilvægi Sam- einuðu þjóðanna fnest í sjálfri tilveru þeirra. Það samband, sem deiluaðilar geta haft hver við annan, og tækifærin til sáttaum- leitana t.d. milli stórveldanna í aðalstöðvum Sameinuðu þjóð- anna við East River í New.York hafa ein sér mikil áhrif í þá átt að draga úr spennu, er hættu- ástand kemur upp. Fulltrúar að- ildarríkjanna geta auðveldlega hitzt þar að tjaldabaki í einka- samtölum — og gera það i mjög ríkum mæli, er nauðsyn krefur — til þess að finna grundvöll að lausn á deilumálum. Naumast verður of mikið gert úr þýðingu þessa þáttar eins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.