Morgunblaðið - 27.10.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.10.1970, Blaðsíða 7
MORGUNB'LAÐIÐ, ÞRIÐJUDAOUR 27. OKTÓBER 1970 7 TÚLKAR MANNSSÁLINA í HRAÐA NÚTIMANS * • Gunnar Orn sýnir í Unuhúsi „Það sem ég er að reyna að túlka, er niannssálin í þess um mikla iiraða nútímans, þess vegna eru þetta allt and litslausar verur, eða eins og einn kunningi minn orðaði það við mig: Hraðinn í heim- inum er svo mikill, að maður greinir ekki andlitin," sagði Gunnar Örn Gunnarsson list- málari, þegar við hittum hann í Unuhúsi við Veghúsastíg fyr ir helgi, en um þessar nuind- ir stendur yfir máiverkasýn- ing hans á þessum stað. Hófst hún s.I. laugardag, og mun standa til 1. nóvember, og er hún opin frá kl. 2—10 dag- lega. Það sem vakti fyrst at- hygli okkar var, að málverk in eru flest af fólki, en allar verurnar eru andlitslausar, og skýringuna gaf málarinn okk ur, eins og að ofan greinir. „Þetta eru flestar myndir af konum, Gunnar Örn. Ertu kannski genginn i Rauðsokka hreyfinguna ?“ „Nei, síður en svo, en þótt konur séu aðalviðfangsefni mitt, þá eru nú ekki margar hér rauðar. Jú, annars, þarna er ein rauð úti í horni. Hvar ég er fæddur? Ég er Vestur- bæingur, af Framnesveginum. Ég átti þar heima í 6 ár, en fluttist þá suður í Garð, en þaðan er ég ættaður. Jú, ég byrjaði ungur að sækja sjó- inn, og geri það enn, á milli þess sem ég mála. Ég er á Gisla Árna, en fór í land til að ganga frá þessari sýn- ingu. Það er oft tækifæri til að mála og teikna um borð, t.d. á útstíminu og eins þeg- ar maður siglir. Líklega skrepp ég á loðnu bráðum. Ég er 23 ára gamall, kvænt ur og þriggja bama faðir, svo að þú sérð, að maður verður að lifa.“ „Fórstu utan til náms, Gunnar Örn?“ Gunnar Orn við eina mynd sína. (Ljósm.: Sv. Þorm.) „Já, raunar, en þó fór ég í fyrstu ekki til að nema mál aralist. Ég fór til Kaup- mannahafnar til að læra að leika á selló, en þegar út kom, æxlaðist það svo, að ég fór á teikninámskeið hjá Svend Nielsen, og hafði feikna gott af. Teikning er svo mikið grundvallaratriði að allri málaralist, og hún hefur komið mér í góðar þarf ir, eftir að ég fór að mála fyrir alvöru. Ég sýni hérna 27 olíumál- verk, sem öll eru til sölu, og OKKAR Á MILLI SAGT ég vona, að verðið þyki ekki óaðgengilegt." Og með það kvöddum við þennan unga listamann og andlitslausu kvenverunnar hans, mitt í hraða nútímans, og óskuðum honum góðs geng is. ----- Fr.S. GAMALT OG GOTT Steinatökin í Dritvík I Dritvík undir Jökli var fyrr um útræði mikið. Árið 1763 voru þar 35 formenn fyrir skipum, og 274 hásetar alls á þessum bát- um samtals. Fram um miðbik 19. aldar var enn sóttur mjög sjór úr Dritvík, og menn reru þar viðs vegar að. Þegar landlegu- dagar voru, höfðu vermenn það sér til skemmtunar að þreyta aflraunir á steinatök, og koma steinum upp á mjaðmarháan bergstall. Voru steinar þessir f jórir, allir misþungir hét hinn þyngsti Fullsterkur, sá næst- þyngsti Hálfsterkur, hinn þriðji Hálfdrættingur og hinn minnsti Ainióði. Útræði er nú fyrir löngu lagt niður í Dritvík en steinarnir eru þar enn á Djúpa- lónssandi og liggja við berg- stall þann, er hefja skyldi þá upp á. Hinn 1. júní 1906 vógu þeir Helgi óðalsbóndi Árnason i Gíslabæ á Hellisvöllum, Jón sonur hans og Pétur Pétursson frá Malarrifi steina þessa, eftir tilmæium frá Landsskjalasafn inu og reyndist þá þyngd þeirra þessi: Fullsterkur var 310 pund Hálfsterkur — 280 — Hálfdrættingur — 98 — Amlóði — 46 —- VÍSUKORM Góði Faðir gæzkan þin gleður sálu mína, yfir litlu ijóðin mín leggðu blessun þina. Guðrún Guðmundsdóttir frá Melgerði. Spakmæli dagsins Ég hef enga tröllatrú á þeim manni, sem er engu vitrari í dag en hann var í gær. A. Lincoln. tíANGIÐ ÚTI í GÓÐA VEÐRINú PRESTOLITE raifgeymar, a'flair stærðir í ail- air tegundliir bíila. Lamg ódýnastir. NÓATOlM 27, sími 2-58-91. BROTAMÁLMUR Kaupi ailan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsia. Nóatúni 27, sími 2-58-91. VIÐTÆKJAVINNUSTOFAN HF. 8—22 FARÞEGA er rvú I Auðbnekku 63. Sími 42244. Var áður að Lauga- vegi 178. hópferðabílar trl leigu í iengri og skemmri ferðir. Ferðabílar hf, sími 81260. FATNAÐUR PILTUR EÐA STÚLKA Tiil söI'U er kivem-, barna og unglingaifatmaður. Skór o. fl. Upplýsiingar í siíma 16805. óskaet í maitvöruverzl'um hélf- an eða allan dagimm. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt „6311" fyrir fimmtiudagskv. FLYGILL REGLUSAMUR PILTUR Vegna tanowffurtimiingis er nýieg ur flygill til sölu. Upplýsiingar i síma 13204. óskum eftir henbergii, g'jaimam með einihverjum h'úsgögmum, helzt í Laugameshverfi. Uppl. í síma 32638. DÓMASAFN laindsyfirréttanins frá 1873— 1916 og Nordisk fovibog (hvorutveggja í bamdii) til söiu. TiPb. óskast send afgr. M'bl. f. 31. október, menkt „JUS 6307". SA, SEM FANN KARLMANNS- úr á svartni leðuról í skáp nr. 45 í kj. sundl. í Laugarda'l á summiudagsimorg'unimm var, er beðinm að Skila því til Breika Karissonar, Safamýri 38, sími 82168. SKRIFSTOFUVINNA Reglusöm kona óskast hátfam daginm tíl aðstoðar við bó'k- halds- og Skrifstofustörf. Tifb. með uppl. um afdor, menmtium og fynri störf sendist afgr. M'bl. f. 1/11 merkt „Rösk 6095“. MÁLMAR Kaupi aliam brotamólm, nema járn, al'lna hæsta verði. Stað- gneitt. Opið alla virka daga kl. 9-12 og 1-5, nema iaug- ard. W. 9-12. Arinco, Skúlag. 55, Síimar 12806 og 33821. GLERVERK - HJÁLMHOLT 6 - SÍMI 82935 Hef fengið fallegt gult litað gler, 6 mm. Ákjósanleg þykkt í dyraumbúnað, tvöfalda ef óskað er. Einnig 2ja mm rammagler ásamt fleiri þykktum. Bora vaska og salerniskassa. Umferðarráð óskar eftir að ráða verkfrœðing eða mann með hliðstæða menntun til að annast úrvinnslu slysaskýrslna. Ekki er um að ræða fullt starf. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa Umferðarráðs í sima 14465. ROCKWOOL’ Rockwool Batts112 (steinull). Nýkomið Rockwool í stærð- unurrt 60 x 90 cm. Þykktir 50, 75 og 100 mm. Mikil verðlækkun. ROCKWOOL er rétta ein- angrunin. Hannes Þorsteinsson Hallveigarstíg 10, sími 24459. HUNDRAÐ KRÓNUR Á MÁNUDI Fyrir EITT HUNDRAÐ KRÓNUR á mánuði seljum við RITSAFN JÖNS TRAUSTA 8 bindi í svörtu skinnlíki Við undirskrift samnings greiðir kaupandi 1000 krónur. SlÐAN 100 KRÓNUR Á MÁNUÐI. Bókaútgáfa GUÐJÓNSÓ Hallveigarstíg 6a — Sími 15434

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.