Morgunblaðið - 16.02.1971, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.02.1971, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐEÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1971 Ingimar Guðmundsson, formaður Átthagafélags Sléttuhrepps: I>JÖÐGARÐUR A VESTF JÖRÐUM ? EINS og þegar er kunnugt ligg ur nú fyrir frumvarp á Alþingi um þjóðgarð á Vestfjörðum, borið fram af hæstvirtum þing mönnum Matthíasi Bjarnasyni og Pétri Sigurðssyni. í>ar er gert ráð fyrir að þjóðgarðurinn verði allt landssvæðið norðan línu, sem dregin sé úr botni Hrafnsfjarðar í botn Furufjarð ar. Ekki er hér um neina smá munasemi að ræða. Landsvæðið sem hæstvirtir flutningsmenn hafa í huga og ætla að færa þjóðinni á gulldiski, er 582 fer kílómetrar. — Já, það má með sanni segja, miklir menn erum vér, Gvendur minn. — Þjóðgarð urinn „við nyrzta haf“ er rúm- lega 20 sinnum stærri en þjóð- garðurinn á Þingvöllum. Þjóðgarður þessi skal vera friðlýst svæði allra Islendinga. Ekki fáum við séð þörf slíkrar friðlýsingar sérstaklega, þár sem friðlýsing hefur verið í reynd á síðustu tveimur áratugum, og þekkja fáir betur en þeir, sem séð hafa hvernig gróðri hefur fleygt fram á undanförnum ár- um. Gróðurinn hefur átt hér al gjört friðland undan ágangi sauðfjár og gróðurlausir melar og sandar eru óðum að breytast í gróðursælar vinjar. Umgengni um helgasta reit þjóðarinnar hefur sízt verið til fyrirmyndar, og væri þvi rétt ara að stuðla að því að honum yrði meiri sómi sýndur, og væri það verðugt verkefni fyrir svo víðsýna hugsjónamenn. — Hvað fjárheld girðing milli Furufjarð ar og Hrafnsfjarðar hefur að gera, er vandskilið, þar sem sauðfé er víðs fjarri og kemur ur aldrei á þessar slóðir, eða hafa flutningsmenn ef til vill ráðagerðir í frammi um sauð- fjárrækt á þessum slóðum? Mjög frumleg og nýstárleg er tillaga þeirra um innflutning sauðnauta. Samkvæmt greinar- gerð er slíkt álitið skynsamlegt, ^n hvort skynsemin felst í því að láta dýrin menga vatn í lækj um, ám og vötnum með áburði sínum og róta upp jarðveginum með klaufum sínum, skal látið ósvarað. Hér á landi er hæð snælínu lægst á Hornströndum og fann fergi og vetrarríki óvíða meira, en samt er lagt til að gera til raun með að flytja nokkur hrein dýr til þessara staða. Hreindýr in yrðu því varla ellidauð og fengju vissulega að hvíla í friði fyrir „áreitni og skotgleði veiði manna“. — Hið friðlýsta svæði skal vera undir vemd Alþingis. Slíks telj um við enga þörf umfram það, sem lög gera ráð fyrir þar sem fáum er betur treystandi til að sýna átthögum sínum verðuga ræktarsemi en þeim, sem þar eiga djúpar rætur. Við sjáum enga ástæðu til eftirlits opin- berrar stjómar eins og segir í greinargerð með frumvarpinu, en varðskipsmenn, sem oft em á þessum slóðum á veiði- og berjatímanum, gætu verið ákjós anlegir laganna verðir. Að mannvirki á þessu land- svæði séu víða hrunin eða í slæmu ástandi með örfáum und antekningum, vísum við á bug. Engin hús hafa verið rifin eða fjarlægð á annan áratug, ef und an er skilin Hesteyrarkirkja, sem rifin var og fjarlægð í ó- þökk allra Sléttuhreppsbúa af hálfu hins opinbera 28. júlí 1960. Flestum húsum, sem eftir standa er vel við haldið af eig endum þeirra sem dveljast þar á sumrin. í greinargerð frumvarpsins stendur eftirfarandi: „Horn- strandir og Jökulfirðir em að dómi okkar einhverjir ákjósan- legustu staðir til að opna fyrir hvern þann, sem þráir kyrrð og frið frá hávaða og mengun í bæjum og borgum". Hvaðan flutningsmönnum kemur sú firra að staðir þessir hafi verið lok- aðir verður vandséð — engir hafa fremur opnað augu fólks fyrír þessum ákjósanlegu stöð- um en einmitt þeir, sem nú á að svipta eignum sínum. Hafi um einhverja lokun verið að ræða, þá ætti hæstvirtum flutn ingsmanni Matthíasi Bjarnasyni að vera betur kunnugt um hvers eðlis hún er en nokkrum öðrum sem framkvæmdastjóra Djúp- bátsins h.f. Það er fyrst og fremst samgönguleysi, sem hef ur hamlað því, að fólk hafi kom izt á þessar slóðir og lipurð og samningsvilji framkvæmdastjór ans ekki rómuð, nema verulegar upphæðir væru í boði. Það er því full ástæða fyrir hæstvirtan þingmann að sýna hug sinn í verki með því að láta Djúpbát inn halda uppi ferðum sumar- mánuðina t.d. einu sinni í viku á sömu hafnir og áður var og ef til vill fleiri, gegn sanngjörnu gjaldi. Þetta er sú lokun, sem verið hefur, öllum hefur verið opið landsvæðið, en samgöngu- leysi og kostnaður hefur komið í veg fyrir ferðir fólks. Sé hæst virtum þingmanni full alvara, þá skorum við á hann að snúa sér að svo verðugu verkefni og opna landsvæðið fyrir öllum með bættum samgöngum gegn hóflegu gjaldi, en standa ekki sem Þrándur í Götu fyrir því fólki, „sem leita vill á vit ó- snortinnar náttúru við nyrzta haf“. Annarlegar hvatir gætu legið að baki slíku frumvarpi, þar sem hæstvirtur þingmaður hef ur áður falazt eftir einni helztu hlunnindajörðinni á áðurnefndu svæði það er að segja Höfn í Homvík. Hlunnindi eru m.a. fólgin í stórfelldum möguleik um til fiskiræktar, fuglatekju, eggjatekju og reka, en þegar söluverð var nefnt minnkaði stórum áhuginn, enda betra að leita eftir eignum annarra í orði en á borði. Því er nú upplagt að gera Höfn í Homvík að almenn ingseign, úr því að samningar um jörðina í eiginhagsmuna- skyni tókust ekki. í greinargerð með frumvarp- inu stendur orðrétt: „Þetta land svæði býr yfir fjölbreytilegri náttúrufegurð. Þar eru fögur vötn, ár og ósar með miklum silungi, stórfengleg björg ið- andi af fugli og lífi. Meðal þeirra er hið stórbrotna Hom- bjarg, sem enginn getur gleymt, sem þangað hefur einu sinni komið. Margar víkur á þessu svæði eru mjög grasgefnar með töfrandi sumarfegurð. Jökulfirð ir frá Hestfirði til Hrafnfjarðar em fagrir og friðsælir. f hlíðum þeirra eru einhver beztu berja- lönd, sem finnast á landi okkar. Á þessu landsvæði er víðast ó- snortin náttúra“. Slíkt kostaland eins og fram kemur í greinar- gerðinni á sér vart hliðstæðu, nema í lýsingu Hrafna-Flóka. Að vísu vilja Sléttuhreppingar ekki fallast á, að Hestfjörður sé einn Jökulfjarða, eigum við ekki bara að lofa Djúpmönnum að hafa sinn Hestfjörð í friði og fá aftur Hesteyrarfjörð, svo sem alltaf hefur verið. — í greinar gerð stendur ennfremur rétti- lega: „Þetta stórbrotna hérað var byggt um aldir fólki, sem háði þar harða lífsbaráttu, ein- angrað og naut ekki þeirra lífa- þæginda, sem bæir og flest önn ur héruð buðu bömum sínum. Það yfirgaf að lokum þessa byggð“. Vissulega varð lífsbar- átta þessa fólks hörð, og það var engan veginn sársaukalaust að yfirgefa byggð sína og þar með ævistarf sitt bótalaust og nema land á nýjan leik, á nýj- um stað vegna breyttra at- vinnuhátta og einangrunar. Hver varð að sjá um sjálfan sig um styrk eða stuðning af hálfu opinberra aðila var ekki að ræða þá. Því dreifðust menn í ýmsar áttir, en „tömm er sú taug, sem rekka dregur föður- túna til“ og þótt einstaklingar af eldri kynslóðinni týni smám saman tölunni, þá taka þeir yngri við og tengslin við átt- hagana verður sameiningcUtákn þeirra. — Nú þegar menn gera sér æ betur grein fyrir mikil- vægi þess að leita í skaut nátt- úrunnar á tímum spennu og mengunar, þá skulu tengslin við átthagana rofin og eignir okkar þjóðnýttar. Fjölmenn samtök okkar eru einskis metin né spurð álits, nú er loks tímabært að sýna hug sinn í verki, þegar einstök náttúrufegurð, friðsæld og hlunnindi verða vart metin til fjár. Allt skal nú tekið eign- Framhald á bls. 21. FÉLAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Málfundafélagið Óðinn Almennur félagsfundur í Valhöll við Suðurgötu miðvikudaginn 17. febrúar kl. 8,30. Dagskrá: 1. ATVIIMNUMÁLIN OG NÝ STEFNA- I KJARAMÁLUM. Frummælandi Geir Hallgrímsson borgarstjóri. 2. Frjálsar umræður. Félagar fjölmennið. STJÓRNIN. Spilakvöld HÓTEL SÖGU Spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður miðviku- daginn 17. febrúar að Hótel Sögu, klukkan 20.30. 1. Spiluð félagsvist. 2. Avarp: Ragnhildur Helgadóttir. 3. Happdrættisvinningur. 4. Spilaverðlaun. AUK: hálfs mánaðar ferðar til COSTA DEL SOL, sem spilað verður um næstu þrjú spilakvöld. 5. Dansað til klukkan 1.00. Húsið opnað klukkan 20.00. Sætamiðar afhentir I Valhöll við Suðurgötu á venjulegum skrifstofutíma. Sími 15411. Landsmálafélagið VÖRÐUR. Kópavogrir Kópavognr SPILAKVÖLD Týr F.U.S. í Kópavogi heldur félagsvist í Félagsheimili Kópa- vogs neðri sal þriðjudaginn 16. febrúar kl. 20.30. Góð verðlaun verða veitt og einnig verða heildarverðlaun, Öllum er heimil þátttaka. Stjórn Týs F.U.S. Sjálfstæðisfélögin Hafnarfirði. Spilakvöld Spilað verður fimmtudaginn 18. febrúar kl. 8,30 stundvíslega. Kaffiveitingar. — Góð kvöldverðlaun. Kópavogur Kópavogur Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi, heldur fund í Fé- lagsheimili Kópavogs, miðvikudaginn 17. febrúar kl. 20,30. Fundarefni: FJARHAGSAÆTLUN KÓPAVOGS 1971. Frummælandi Sígurður Helgason, bæjar- fulltrúi. Að lokinni framsöguræðu, svara bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fyrirspum- um fundarmanna. STJÓRNIN. Frá Hesteyri við Hesteyrarfjörð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.