Morgunblaðið - 20.04.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.04.1971, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLA.ÐH), ÞRIÐJUDAGUK 20. APRÍL 1971 > > € b I ® 22 0-22* | IrAUDARÁRSTÍG 31j -=^—25555 g* 14444 w/um BILALEIGA IIVERFISGÖTU 103 VW Sendife rðabí freid - V W 5 manna-VWsvefwjgji VW ðmanna-Landrover 7maiwa LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir tokun 81748 eða 14970. bobbhbbhhb BÍLALEIGA CAR REIMTAL tt 21190 21188 bíláleigan AKBJRA UT car rental service 8-23-4 T sendum Bílaleigan UMFERÐ Sími 42104 SENDUM bílqsalq GUÐMUNDAR Bergþóruqötu 3 Símar: 19032 — 20070 Hóplerðir TH teigu í tengri og skemmri ferðir 10—20 farþega bilar. Kjartan Ingimarason, sími 32716. ■ §F6UM J0KKAB fHEIMABYGGÐ ^KrPJllM VÍÐ í SPARISJÖÐ1NN £y*L<íaÍSL. S'PARISJÓÐA 0 Ánægjulegir tónleikar Guðbjörg Pórhallsdóttir. Brekkubraut 13 í Keflavík, skrifar: „Kæri Velvakandi. Þann 3. april sl. voru tónleik- ar í Háskólabíói, sem Tónlistar- félag Reykjavíkur átti veg og vanda að. Hijómsveit Tónlistar- skólans kom þar fram og skil- aði sínu hlutverki með miklum ágætum, að visu var hljóm- sveitin styrkt með nokkrum úr- vals tónlistarmönnum úr Sin- fóníuhljómsveit Islands, en Björn Ólafsson stjórnaði þess- um tónleikum af svo mikilli einlægni að mér fannst hann vera faðir allra þessara ung- menna, sem þarna komu fram. 1 mínum eyrum komst hljóm- sveitin svo vel frá þessu að mér varð á að bera hana saman við Sinfóníuhljómsveitina okkar, en vissulega er Bjöm Ólafs- son maður til þess að gera mik- ið úr litlu, enda tókst honum það með ágætum. Ásamt hljóm sveitinni léku fjögur ung- menni tvíleik og einleik, en af þessum ungmennum getum við áreiðanlega ætlazt til mikils af í framtíðinni.“ 0 Þess góða skal líka getið „Ekki átti þetta að verða dómur um tónleikanna, heldur varð mér hugsað til þess ara- grúa af unglingum, sem við eigum, sem verja frítímum sín- um vel, en þeirra er aldrei get- ið, finnst mér. Við erum anzi fljót að taka okkur penha í hönd og skrifa í blöðin, þegar ungu fólki verður fótaskortur. Þá ér móðurmálið svo ríkt af Heildverzlun vuntar mann til skrifstofu- og annarra venjulegra verzlunarstarfa. Verzlun- arskólapróf eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknir merktar: „Reglusemi — 7435", ásamt meðmælum ef til eru sendist Mbl. fyrir 23. þ.m. Hversvegna ekki að spara 33,3% á Ijósastillingum Bílaverkstæði Friðriks Þórhallssonar, Ármúla 7, sími 81225, veitir félagsmönnum F.Í.B. 33,3% afslátt af Ijósastillingum. Spindill hf., Suðurlandsbraut 32, sími 83900, veitir félags- mönnum F.Í.B 33,3% afslátt af Ijósastillingu. FÉLAG ÍSLENZKRA BIFREIÐAEIGENDA, Ármúla 27 (hús Páls Þorgeirssonar & Co.) Símar: 33614 — 38355. Athugið aðsetursskípti F. I. B. Hestamannafélagið FÁKUR Sumarfagnaður verður í félagsheimilinu síðasta vetrardag (miðvikudag) og hefst klukkan 21.00. Mætum stundvísleg og fögnum sumri. Sumarkaffi verður á sumardaginn fyrsta í Félagsheimilinu. Húsið opnar klukkan 14.30. Hlaðborð sem Fákskonur sjá um. Námskeið er að byrja í hliðnis og fimiþjálfun hesta. Stjórnandi verður Ragnheiður Sigurðardóttir. Væntanlegir þátttakendur hafi samband við skrifstofu Fáks, sem gefur nánari upplýsingar. STJÓRNIN. sterkum lýsingarorðum að orðaforði manns eykst að mun. Á tónleikum þessum var ungt fólk í meirihluta, það kom til þess að njóta tónlistarinnar, listar listanna. Unglingamir skiptu hundruðum. Þetta er fallegur hópur, þetta er fólkið, sem tekur við af okkur. Ég held endilega að hópurinn, sem misstígur sig, sé svo lítill, þeg- ar allt kemur til alls, að við eigum alls ekki að fyllast vand- lætingu og rjúka í blöðin með allt, sem ungu fólki dettur í hug að gera, þótt það falli ekki í okkar jarðveg. Enginn má halda að ég sé staurblind á alls konar misferli, sem er allt í kringum okkur. En ég vil líka að þess sé getið, sem bezt er í fari unga fólksins í dag. í>að er ótrúlega margt, gott og fallegt, sem ungu fólki dettur í hug og framkvæmir það líka. Ungt fólk hefur alltaf hátt; það hafði hátt, þegar ég var ung, en margt af því háværa fólki, sem þá var, eru nú í forystu þjóðar- innar á mörgum sviðum. Sag- an endurtekur sig alltaf, en við höfum ekkí leyfi til þess að þegja álltaf yfir því, sem imgt fólk gerir vel en öskra svo aft- ur á móti fullum hálsi þótt eitt- hvað af því misstígi sig. Guðbjörg Þórhallsdóttir." 0 Skírnarmessur Kagheiður Sæniundsson á Siglufirði skrifar: „Velvakandi. Viljið þér vera svo vinsam- legur að taka eftirfarandi at- hugasemd í blað yðar, þótt síð- búin sé: Fyrír jólin las ég í Velvak- anda grein, sem sr. Jón Thor- arensen skrifaði, og var hann þar að tala um hópskírnir, sem hann var lítið hrifinn af og fannst jafnvel minna sig á færi band, ef ég man rétt. Datt mér þá í hug að segja honum frá minni reynslu í þessum efnum. Hér í Siglufjarðarkirkju hef- ur það verið föst regla um mörg ár að hafa skírnarmessu einhvern jóladaginn og hefur mér ávallt fundizt það mjög hátíðleg athöfn. Á jóladag 1969 voru skírð hér níu börn. Þar komu ungar mæður og ungir feður, ásamt nokkrum ömmum og öfum —- með börnin sín til skírnar. Þar á meðal var ég með unga sonardóttur. Hverju barni fylgdu tveir og sumum fleiri skírnarvottar, svo alls munu hafa verið milli 30—40 saman komnir inni í kórnum. Nú er það svo, að enginn fer með litla barnið sitt til skírnar án þess að biðja fyrir því, og að standa í stórum hópi fólks, þar sem allir biðja, vekur alveg sérstök hughrif og hátíðleika- kennd. Blessunarorðin voru les- in yfir hverju barni — enginn var að flýta sér og ekkert færi- bandssnið á þessari athöfn. Enda væri það ekki í anda prestsins okkar, séra Kristjáns Róbertssonar, sem með sinni prúðu framkomu og virðuleik. gerir þess háttar athafnir mjög hátiðlegar. Mitt álit er því, að það þurfi engum að vera áhyggjuefni þótt fleiri börn séu skírð sam- tímis. Það er hugarfar hvers og eins, sem þátt tekur í slikri athöfn, sem máli skiptir, og framkoma og virðuleiki þess prests, sem athöfnina fram- kvæmir. Ragnheiður Sæmundsson." Átthogofélag Strandamanna Sumarfagnaður félagsins verður haldinn í Domus Medica, laugardaginn 24. apríl klukkan 9 stundvíslega. Hljómsveit Björns R. Einarssonar leikur. STJÓRNIN. Flugmálahótíðin 1971 verður haldin í átthagasal Hótel Sögu, síðasta vetrardag 21. apríl og hefst með borðhaldi kl. 19. Skemmtiatriði: ÖMAR RAGNARSSON. Verðlaunaafhending og dans. Miðar seldir hjá Tómstundabúðunum, Flugrnálastjóm og flugféiögunum. NEFNDIN. Nudd- og snyrtistofa Ástu Baldvinsdóttur Kópavogi Vil sérstaklega vekja athygli á 10 tíma megrunarkúrunum og matarkúrum með mælingum. Opið til kl. 10 á kvöldin. Bílastæði, sími 40609. Tyrknesk böð Handsnyrting Megrunarnudd Fótsnyrting Paranudd Augnabrúnalitanir Húðhreinsun Kvöldsnyrting

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.