Morgunblaðið - 20.04.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.04.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1971 Edward Frederiksen - Minningarorð Fæddur 3. apríl 1904. Dáinn 11. april 197L ER Gisti- og veitingastaðaeítirlit ríkisins var sett á stofn árið 1963, var Edward Frederiksen ráðinn forstöðumaður þess. Heyrði stofnunin undir sam- gönguráðuneytið og varð fljót- lega um náið samstarf að ræða milli Edwards og starfsmanna ráðuneytisins, og á þeim vett- vangi kynntist ég honum fyrst. Fimmtán árum áður en þessi kynni hófust, hafði ég eitt sinn séð hann rétt í svip, án þess að vita hver maðurinn var og án þess að tala við hann. Það lýsir e.t.v. persónu hans betur en mörg orð fá gert, að þessum lðngu liðna atburði skyldi skjóta upp 1 huga mínum, þegar við sáumst næst, mér stóð þá Ed- ward svo ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum. t Maðurinn minn, Árni Guðmundsson, Sólvallagötu 38, lézt 18. þ.m. Margrét Ellertsdóttir Schram. t Eiginkona min, móðir, tengda móðir og amma, Sigríður Þórarinsdóttir, Aðalstræti 32, ísafirði, lézt að heimili sínu 16. apríl. Finnbogi Pétursson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Maðurinn minn, Sigurbjörn Guðjónsson frá Hænuvik, andaðist 18. apríl í Borgar- sjúkrahúsinu. Fyrir hönd vandamanna, Ólafía Magnúsdóttir. t Faðir minn, Grímur Kristgeirsson, andaðist i gær, mánudaginn 19. april. ólafur Ragnar Grimsson. Fyrir nokkru síðan, er skipu- lagi heilbrigðiseftirlitsins var breytt, hvarf Edward til starfa hjá annarri rikisstofnun á sama vettvangi. Hann hafði þó áfram með höndum fyrir samgöngu- málaráðuneytið störf að bættri hreinlætis- og snyrtiaðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Og ferðin um páskana, sem hann veiktist í, var einmitt öðrum þræði farin i þágu þessa starfs. í starfi sínu, sem eftirlitsmað- ur með hreinlætis og hollustu- háttum í gisti- og veitingahúsum utan Reykjavíkur, varð Edward geysimikið ágengt á skömmum tíma. Nutu sín vel í starfinu þeir eðlisþættir hans, sem hvað sterk- astir voru, dugnaður og ósér- hlífni, samfara léttu og ljúfu skaplyndi og lagni við að um- gangast fólk. Svo að vikið sé að störfum hans að bættri hreinlætisaðstöðu á vinsælum ferðamannastöðum, getur hver, sem ferðast um land- ið, dæmt um, hvílík breyting til batnaðar hefur orðið á þessu sviði á síðustu árum. Má þar til dæmis nefna snyrtiskálann á Laugarvatni. Með þessum fram- kvæmdum hafði Edward jafnan yfirumsjón og naut sin þar vel áhugi hans og dugnaður, sem á öðrum sviðum. Þótt samskipti okkar yrðu eðlilega mest I starfi, áttum við einnig ánægjulegar stundir utan starfs. Á slíkum stundum var hann hrókur alls fagnaðar vegna einstakrar glaðværðar sinnar og græskulausrar kimni. Hann var mikill vinur vina sinna og höfð- ingi heim að sækja. Jafnframt var hann einstaklega góður fjöl- skyldufaðir og á heimili hans ríkti andrúmsloft friðar og ham- ingju. Að leiðarlokum flyt ég Ed- t Minningarathöfn um þá Jóhannes Öm Jóhannesson, Gísla Kristjánsson og Garðar Kristinsson, sem fórust með m.b. Andra 7. apríl sl., fer fram 22. apríl í Keflavíkurkirkju kl. 2 e.h. F. h. aðstandenda, Þórarinn Þórarinsson. t Minningarathöfn um eigin- mann, föður, son og bróður, Jóhannes Öm Jóhannesson, sem fórst með vb. Andra 7. apríl, fer fram frá Kefla- víkurkirkju 22. apríl kl. 2 e.h. Fyrir hönd vandamanna, Sigríður María Jóhannesdóttir og börn, Maria Sigriður Óskarsdóttir, Jóhannes Júliusson, Skúli Jóhannesson, Guðrún Sigurðardóttir, Þorvaldur Jóhannesson, Helena Jóhannesdóttir, Heimir Jóhannesson. ward Frederiksen kveðju okkar vina hans í samgönguráðuneyt- inu og þakklæti fyrir vel unnin og heilladrjúg störf fyrr og síð- ar. Eiginkonu hans og bömum vottum við einlæga samúð. Ólafur S. Valdimarsson. KVEÐJA FRA FERDAFÉLAGA SKlRDAGSMORGUNNINN rann upp bjartur og fagur. Hann skartaði sinu fegursta vorskrúði. Það var þvi ekki að undra þótt ferðahópurinn hans Úlfars, sem var að leggja upp í páskaferð í Öræfasveit, væri I sannkölluðu sólskinsskapi. Ég var svo lán- samur að fá sem sessunaut gamlan kunningja og vanan ferðamann. Þetta var svo sem ekki fyrsta ferðin hans Edwards Frederiksen, en það var svo fjarri þvi að það hvarflaði að mér þessa sólbjörtu morgun- stund, að þetta ætti eftir að verða hans hinzta ferð. Edward, eða Ebbi eins og vin- ir hans jafnan kölluðu hann, var þaulvanur ferðamaður. Hann hafði ferðazt vítt og breitt um landið allt frá unglingsárum, bæði sér til skemmtunar og fróð- leiks og eins atvinnu sinnar vegna. Svo sem kunnugt er, var Edward heilbrigðisfulltrúi um árabil og hafði eftirlit með veit- inga- og gististöðum um land allt. Kallaði þetta starf hans á umfangsmikil ferðalög um land- ið, enda var Edward kunnur maður í öllum landsf jórðungum. Hann var snyrtimenni mikið og heimsmaður í framkomu. Starf sitt rækti hann af alúð og kost- gæfni, og hefur það sennilega ekki alltaf verið þakklátt, þegar út á þurfti að setja. Edward taldi hreinlæti á veitinga- og gististöðum vera þeirra mesta aðalsmerki. Þess vegna lagði hann á það rika áherzlu, að snyrtimennska og hreinlæti væri ástunduð á slíkum stöðum. Eitt af þeim verkefnum, sem Edward átti drjúgan þátt í að hrinda í framkvæmd í starfi sínu sem heilbrigðisfulltrúi, var að koma upp snyrtiaðstöðu á ýms- um stöðum víðs vegar um land, t Otför Sigurðar Hallssonar, er lézt á Elliheimilinu Hlé- vangi, Keflavík, 14. þ.m., fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 21. apríl kl. 2 e.h. jafnt í byggð sem óbyggð. Var mikil vöntun orðin á slíkri að- stöðu fyrir ferðafólk, og mim Edwards lengi verða minnzt fyr- ir brautryðjendastarf hans á þessu sviði. Margt bar á góma skírdaginn bjarta á meðan háfjallabíllinn flutti okkur austur á bóginn í átt til Öræfasveitar. Edward rifjaði upp ferðalag, sem hann fór á yngri árum á hestum yfir Sprengisand og Kjöl í fylgd með enskum auðkýfingi. Mátti sjá glampa í augunum, þegar hann minntist ánægjulegra stunda í faðmi blárra f jalla á þessu sum- arferðalagi um óbyggðir Islands áður en ferðalög urðu jafn al- menn og þau eru í dag. Edward sagði mér, að hann hefði lengi langað til að ferðast yfir Skeið- arársand svo hann gæti brúað þann rösklega 30 km spotta, sem upp á vantaði til að mynda hringferð um landið. Við nálguð- umst nú líka óðum Skaftafell, þjóðgarðinn nafnkunna og vest- asta bæinn í öræfasveit, eftir skjóta og tiltölulega greiðfæra ferð yfir Skeiðarársand. Föstu- dagurinn langi var runninn upp. Edward átti erindi við Ragnar bónda i Skaftafelli, og naut ég ásamt honum gestrisni Ragnars og konu hans um stund. Edward var léttur í lund og málhress í bezta lagi, enda var um margt spjallað yfir kaffibollunum í Skaftafelli þennan dag. Laugardaginn fyrir páska dró svo skyndilega ský fyrir sólu. Edward veiktist snögglega, er hann var staddur að Hofi í Öræf- um, og var kallaður til læknir úr Hornafirði. Var Edward flutt- ur með flugvél til Reykjavikur síðdegis sama dag, og þótti ferða félögum hans skarð fyrir skildi, þegar hann var horfinn úr hópn- um. En engum mun sennilega hafa rennt grun í, að Edward jTði allur sólarhring síðar. Hann lézt i Borgarspítalanum á páska- dag. 1 dag kveðjum við góðan dreng, sem kominn er á leiðar- enda þessa lífs. Edward tókst að brúa þann spotta á íslandskort- inu, sem hann vantaði upp á hringferð um landið. Hann komst yfir Skeiðarársand hinn mikla, sem mörgum hefur reynzt ærinn farartálmi frá ómunatíð. Nú leggur Edward enn upp í langferð og hana öllu meiri en þær, sem á undan hafa farið. Ég óska Ebba vini mínum góðrar ferðar um þá miklu víðáttu, sem framundan er. Far þú í friði og þökk sé þér fyrir samfylgdina. Njáll Símonarson. EBBI er horfinn úr hópnum — eftir er tómarúm, sem ekki fyll- ist, það verður alltaf sætið hans Ebba. Þessar fátæklegu línur eiga ekki að vera minningargrein, sem rekur æviferil skáta- og gildisbróður okkar, Ebba — miklu fremur kveðju- og þakkar- orð til látins 'vinar, sem ávallt var hress og glaður, bjartsýnn og vongóður, enda var ætíð hans viðkvæði, ef mikið lá við: „Við vonum hið bezta, þetta blessast allt." Svo hló hann og sagði: „Sjáið þið ekki? Það rofar tíl.“ Eftir að Ebbi um árabil hafði staðið framarlega í skátahreyf- ingunni, gerðist hann meðlimur í St. Georgs-Gildi, þeirri hreyf- ingu, sem eru samtök gamalla skáta og fyrrverandi skátafor- ingja, og hefur það markmið að færa hugsjónir skátahreyfingar- innar út í samfélagið, sem við t Eiginkona mín, móðir og dóttir, SIGRÚN PÉTURSDÓTTIR, Tjamargötu 42, lézt í Landakotsspítala aðfaranótt 19. apríl. Sigurður Þórðarson, Þórey Sigurbjömsdóttir, Guðlaug Sigmundsdóttir. Vandamenn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns og föður okkar, MAGNÚSAR V. MAGNÚSSONAR, ambassadors. Guðrún Magnússon, Elín og Anna Guðrún. lifum og störfum í, veita skáta- starfinu alla þá aðstoð, sem unnt er og keppa að því að reynast nýtir þjóðfélagsþegnar. Fyrir- myndin er sótt í líf og starf heil- ags Georgs, kristins krossfarar- riddara, sem uppi var snemma á dögum kristninnar, og dó píslar- vættisdauða 23. apríl 303. Þessi hreyfing er ekki fjöl- menn hér á landi, en í mörg ár hefur Ebbi gengið þar fram fyr- ir skjöldu og lagt þessu starfi allt það lið, sem hann mátti. Þetta hefur verið hans hjartans áhugamál. Okkur er ljóst, að síð- asta árið gekk hann ekki heill til skógar, þó brosti hann ætið og bar sig vel. en það varð að fylgja honum heim síðasta fundinn, sem hann tók þátt i. Nú fylgjum við honum síðasta spölinn hér á þessari jörð. En Ebbi mun ekki hætta að starfa. — Áfram sjáum við hann halda hressan og glaðan á brautinni miklu — vonbetri en áður, því nú er hann laus við vanheilsu jarðneskra ára. Við söknum hans úr okkar hópi. Það gerum við ávallt, þeg- ar vinir hverfa sjónum okkar. Þó vitum við, að þeir fara heim, eins og við skátar orðum það. Röðin kemur að okkur fyrr eða síðar. Þá er gott að vera við- búinn og halda ótrauður áfram í skjóli hans, sem gaf okkur líf- ið. Við þökkum þér, Ebbi, allar góðar samverustundir. Við biðj- um öllum ástvinum þínum allr- ar blessunar, huggunar og styrks og kveðjum þig með gömlu skátakveðjunni: Eitt sinn skáti, ávallt skáti. Vinirnir í St. Georgs-Gildunum. KVEÐJA FRÁ HJÁLPARSJÓÐI SKÁTA EBBI hafði glaða sál, svo að hon- um fylgdi jafnan hressandi blær hvar sem hann fór. Það féll líka í góðan jarðveg, þar sem hinir ungu skátar voru saman komn- ir. Það áttu margir bros með honum. Hann var líka með sérstökum hætti hjálpsamur og fljótur að greiða úr árekstrum eða smá- flækjum á hinum stærri skáta- mótum. — Það líður ekki úr minni þeirra er til vissu, einu sinni á varðeldi í kalsaveðri, að Ebbi og við fleiri hömuðum und- ir teppum okkar og biðum þess að varðeldurinn yrði tendraður. Þá þýtur hann af stað og smeyg- ir af sér teppinu á herðar tveggja smásveina, sem óreyndir voru volkinu og höfðu farið van- búnir á varðeldinn eða aðeins með tilhlökkunina eina sér til skjóls og nötruðu nú af kulda. „Hafið þið svo puttann uppl ykk ur svo það glamri ekki svona í ykkur tennurnar, þvi að þá heyr- um við ekki dagskrána", sagði hann. Sjálfur réð hann ekkert við eigin tennur fyrir kulda, þegar teppið var farið og var haft orð á því við hann. „Bless- aður vertu,“ sagði hann, „þeir gömlu hafa alltaf einhver ráð.“ Að stundu liðinni var Ebbi kom- inn í varðeldaskykkju með lopa- trefil og bros á vör. — Svona var Ebbi. Ótilknúinn leysti hann hvers manns vanda, er hann mátti og sást ekki alltaf fyrir um eigin hag. Og þótt úr rætt- ist í þetta sinn, þá var það ekki alltaf þannig. — Einhverju sinni sátum við nokkrir félagar að kvöldi dags og ræddum um dauð- ann. Ebbi lagði þar fátt til, tmz hann sagði: „Blessaðir hafið þið ekki áhyggjur af dauðanum, piltar, hann gleymir ykkur ekki.“ Þær munu lika hafa orð- ið niðurstöður þessara umræðna, að hafa ekki áhyggjur hans vegna, þvi að lífinu tilheyrum við, þar til öðruvísi verður ákveðið. En nú er það eins og dauðinn hafi skyndilega munað eftir Ebba. Hann grípur til hans á páskadag, eins og hann hafi endilega vanhagað um góða sál í snatri til einhverra mikilvægra starfa. Við hðfum vissulega ekki skýringu á þvi. En svo vildi tJl, að hann kom einnig I þennan heim á páskadag fyrir 67 árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.