Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR OG LESBÓK 102. tbl. 58. árg. LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins herteknu svæðunum Heimsókn Rogers: Tel Aviv, 7. mai. AP—NTB. Á MORGUN, laugarclag, heldur WUIiam P. Rogers utanríkisráð- herra heim tU Bafndaríkjanna frá Tel Aviv að lokinni viktiferð til fjöffurra Arabaríkja og Isræls. í dag átti ráðherrann fundi með fulltriium Isrælsstjórnar og utanríkis- og öryggismálanefnd KARL SchUler, efnahagsmála- ráðherra Vestur-hýzkalands (tU vinstri) ræðir við Karl Klasen aðalbankastjóra vest- ur-þýzka seðlabankans um gjaldeyrismál. Myndin var tek in á miðvikudag þegar seðla bankinn hætti verzlun með doUara. JÞýzka markið: Horfur á „fljótandi“ gengi Efnahags-, fjármála- og utanríkisráðherrar Vestur-í»ýzkalands á fund fjármálaráðherra EBE í dag Bonn og Briissel, 7. maí. — AP—NTB. • ALLT bendir nú til þess að vestur-þýzka stjórnin ákveði á fundi sinum á sunnudag að gengi marksins skuli vera „fljót- andi“ um sinn, þannig að verð marksins miðað við dollara á- kveðist af framboði og eftirspurn. • Framkvæmdanefnd Efna- hagsbandalags Evrópu kom sam nn til fundar i Briissel í dag til að ræða gjaldeyrismálin og ganga frá tUlögum, sem lagðar verða fyrir fimd fjármálaráð- herra bandalagsrikjanna í fyrra- málið (laugardag). I>á hafa sér- fræðingar vestur-þýzku stjórnar innar í dag heimsótt talsmenn ríkisstjórna hinna aðildarríkj- anna, rætt við þá um gjaldeyris- málin og kynnt þeim skoðanir stjórnar sinnar. Að loknum fundi vestur-þýzku stjórnarinnar í dag var frá því skýrt að 3 þýzkir ráðherrar mæti á fundi EBE í fyrraanáilið, en þeir eru Karl Schiller efnahags- málaráðherra, Walter Scheel ut- anríkisráðherra og Axel Möller, fjármálaráðherra. Fátt hefur ver ið látið uppi um ríkisstjórnar- fundinn, en Conrad Ahlers, tals- rnaður stjórnarinnar, sagði þó að þar heífði kotmið fram miikiil ttuðningur við þá stefnu Schillers efnahagsmálaráðherra að halda gengi marksins „fljótandi" á næstunni þar til séð verður hvern ig málin þróast. Skráð gengi dollarans er nú 3,66 mörk, en vegna mikils fram boðs undanfarna daga hefur gangverð dollars á opnum mark aði lækkað nokkuð. 1 gær var meðalverð 3,59—3,61 mark, en i dag lá verðið á dollara milli 3,5525 og 3,5675. Ekki hefur ver- ið verziað með dollara í vestur- þýzkum bönkum frá þvi á mið- vikudag. Ýmsir hafa reiknað með því að gengd marksins yrði hækkað veigma efitinspurnarinniitr, en seint í gærkvöldi báru yfirvöldin þann orðróm til baka. Sérstök nefnd efnahagssérfræðinga hefur setið á löngum fundurn undattfarna daga til að ganga frá tillögum Pompidou með Concorde París, 7. maí. AP. GEORGE Pompidou Frakklands- íorseti fór í dag í reynsluflug með brezk-frönsku hljóðfráu þot- unni Concorde. Flaug forsetinn með vélinni frá Le Bourget-flug- veldinum til Toulouse. Tók flug- ferðin 75 mínútur og var tvisvar ík)gið með tvöföldum hraða hljóðsins, 10 mínútur í senn. Var fonsetinn mjög ánægður með ferðdna. um lausn gjaldeyrismálanna, og eru sérfræðingarnir sammála um að ekki beri að breyta gengi marksins að svo komnu. Hafa þeir einnig mælt með „fljótandi" gengi. 1 aðalstöðvum Efnahagsbanda- lagsins í Brússel hafa heyrzt raddir gegn „fljótandi" gengi marksins, og eindregin andstaða gegn gengishækkun. Helztu and- stæðinigar „fljótandi“ gengis eru fulltrúar Belgiu og Frakklands. Þegar ákveðið var að kalla sam an fjármálaráðherra bandalags- ins til fundar í fyrramálið lýsti vestur-þýzka stjórnin þvi yfir að hún ætlaði að fresta endanlegri ákvörðun í máiinu þar til þeim fundi væri lokið. Hefst fundur- inn klukkan 9.30 í fyrramálið, og má búast við að hann standi Framhald á bls. 14. þjóðþingsins, og heimsótti Sharm el Sheik við Tiran-sundið, Grát- múrinn í Jerúsalem og fleiri merka staði. Á fimdi þingnefndarinnar ítrekaði ráðherrann nauðsyn þess að Israelar dragi sig til baka frá svæðum þeim, er þeir her- tóku í sex daga striðinu árið 1967, og mætti sú 6koðun hans ‘eindreginni andstöðu nefndar- manna. Á heimleiðinni til Washington kemur Rogens við á Ítalíu og ræð ir þar við fulltrúa itölsku stjórn- arinnar og við Pál páfa. Talsmenn Rogers segja að heimsóknir hans til Saudi Ara- biu, Jórdaníu, Libanons, Egypta- lands og ísraels undanfarna viku hafi reynzt mjög fróðlegar. Hef ur ráðherrann á ferðum sinum kynnzt skoðunum leiðtoga þess- ara ríkja að þvi er varðar frið- arhorfur milli Araba og Gyð- inga, og getur nú betur en áður gert sér grein fyrir því hvort einhverjar horfur eru á sam- komulagi. Milli fundanna i dag brá Rog- ers sér í flugferðir til Sharm el Sheik og Jerúsalemsborgar. Sharm el Sheik, sem stendur við Tiran-sundið, er í mynni Aqaba flóa og var egypzk borg þar til í sex daga striðinu. Israelar segja að með því að stöðva all- ar siglingar israelskra skipa um Aqabaflóa vorið 1967 hafi Egypt ar hafið þær aðgerðir, er leiddu til sex daga stríðsins. Telja þeir nauðsymlegt að Sharm el Sheik Framhald á bls. 14. Sænska þingiö: Neitar að viðurkenna Austur-Í»ýzkaland, Norður- Kóreu og byltingarstjórnina í Suður-Vietnam Stokkhólmi, 7. maí — NTB. SÆNSKA þingið felldi í gær- kvöldi með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða tillögu um að Sví- ar viðurkenndu Austur-hýzka- land, Norður-Kóreu og bylting- arstjórn „Þjóðfrelsisfylkingarinn ar“ svonefndu í Suður-Vietnam. Meðal þeirra, sem tóku til máls um viðurkenningu á Aust- ur-Þýzkalandi var Gunnar Lange fyrrum viðskiptamálaráðherra. Kínverjinn farinn heim í fylgd 10 landa sinna París, 7. maí. AP—NTB. KÍNVERSKI tæknifræðingurinn Chang Shi-Jung, sem franska lög reglan hindraði að yrði fluttur meðvitundarlaus af deyfilyfjimi frá Orlyflugvelli í París til Kina fyrir 9 dögum, fór áleiðis til Can ton í morgun með farþegaflugvél frá Pakistan í fylgd landanna sinna 10, er mest komu við sögu á Orly um daginn. Chang hefur verið í sjúkrahúsi í Paris undir læknishendi, en hánn var mjög lengi að jafna sig. Að sögn frönsku lögreglunn ar skýrði Chang frá þvi að hann vildi fara heim og var hann sótt ur skömma síðar og ekið til kín verska sendiráðsins og þaðan til Orlyflugvallar. Sem kunnugt er kom til mik- illar orðasenu og átaka milli Kín verjanna og frönsku lögreglunn- ar er lögreglan tók Chang í sína vörzlu og mótmælti kínverska sendiráðið harðlega atburðinum við frönsku stjórnina og sakaði lögregluna um mannrán. Mál þetta þykir mjög dular- fullt. Fregnir hermdu að Chang, sem var starfsmaður kínverska sendiráðsins I Alsír, hafi beðizt hælis þar sem pólitískur flótta- maður, en synjað um landvistar- leyfi og þá hafi hann verið flutt ur frá Alsír til Parísar og það- an átti að flytja hann heim. Kín verjarnir 10, sem komu með hann frá Alsir neituðu að yfir- gefa Frakkland ém hans. Sagði hann að verzlunarsambönd Svía við Austur-Þýzkaland ættu eftir að taka á sig meiri svip op- inberra samskipta, en það væri allt annað en bein stjórnmálavið urkenning. Þingmennirnir Olof Johansson úr Miðflokknum og kommúnistinn Bertil Mábrink voru helztu talsmenn fylgjenda viðurkenningar, en fengu ekki hljómgrunn. Tillaga kommúnistaflokksins um viðurkenningu á byltingar- stjórn kommúnista í Suður-Viet- nam var felld með 249 atkvæð- um gegn 16, en 15 þingmenn sátu hjá. Umræður voru allharðar á köfl um og Gustav Lorenttzon, þing- maður kommúnista amaðist við þvi þegar rætt var um viður- kenninguna á Norður-Kóreu að það nafn væri notað um landið í stað hins rétta nafns, sem væri „Alþýðulýðveldið Kórea“. Sagði Lorenttzon að í Suður-Kóreu ríkti afturhaldsstjórn, sem aðeins héldi völdum með setu erlendra hersveita í landinu, en allt öðru máli væri að gegna um Norður- Kóreu. Þar ríkti sannnefnd þjóð- stjórn, sagði hann. Tillagan um viðurkenningu á Norður-Kóreu var felld með 258 atkvæðum gegn 17, en 7 þing- menn sátu hjá. Þéttbýl svæði í skotmáli Araba — skili ísraelar aftur % *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.