Morgunblaðið - 14.05.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.05.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1971 JNtágwitWjiftifr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjóifur KonráS Jónsson. Aöstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsíngastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100 Augtýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakiS. TVÍSKINNUNGUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS SJÓNARMIÐ EFTIR ELLERT B. SCHRAM NOKKUÐ hefur borið á því að undan- förnu, að húseigendur og almenningur yfirleitt óttist verulega hækkun fast- eignaskatta. Sá grunur er rökstuddur vegna þess, að ýmsir mætir menn hafa gerzt talsmenn slíkrar hækkunar og ennfremur hefur nýtt fasteignamat leitt til alls konar ályktana i sama dúr. Umræður um skattlagningu fasteigna, sem annarra verðmæta tengjast óhjá- kvæmilega pólitískri afstöðu manna og flokka til eignaréttarins og hlutar ein- staklinganna og ríkisvaldsins i dreifingu verðmæta og fjármuna i þjóðfélaginu. Kenningar Marx og útlærðra læri- sveina hans gera ekki ráð fyrir eigna- rétti borgaranna og er það að sjálf- sögðu einfaldasta lausnin á svo borgara- legu spursmáli sem þvi, hversu mikla skatta skuli leggja á eignir manna. Þær skoðanir hafa hins vegar enn ekki átt upp á pallborðið hjá Is- lendingum og því eru slík vandamál að bögglast fyrir brjóstum okkar. Sem betur fer. ★ Hitt er rétt, að þær raddir heyrast í einhverjum mæli, sér i lagi meðal ungs fólks, sem fordæma áhrifamátt pening- anna og gera lítið úr efnalegu kapp- hlaupi nútímamannsins. Enda þótt allt tal um forréttindi ,,auð- valdsins" hér á landi sé bábilja ein, ættu allir að geta sameinazt um að hverju sinni skuli hindra misnotkun og misrétti í skjóli peningavalds. Efnað fólk á ekki að njóta valds eða aðstöðu í skjóli eigna sinna. Að þvi leyti verð- skulda slíkar raddir alla athygli. Á því er hins vegar mikill munur, að þjóðfélagið skapi möguleika til tekju- öflunar í samræmi við framlag hvers og eins; að með heiðarlegum hætti sé mönnum heimilt að hagnast og eignast, ef hugur þeirra stendur til þess. Slíkt er lögmál þess þjóðfélags, sem við höf- um valið okkur, og telst ekki glæpur, nema í augum þeirra, sem þurfa ætíð að öfundast og ónotast yfir velgengni annarra. ★ Dreifing fjármagns og efnalegt sjálf- stæði borgaranna er af augljósum ástæðum ein grundvallarforsenda raun- hæfs lýðræðis. 1 samræmi við þá skoð- un, hefur meginþorri þeirra, sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum, skoðað almenna eign eigin íbúða sem eitt helzta takmark þeirrar stefnu. Fæstir gera sér grein fyrir þeirri sérstæðu en stórmerkilegu staðreynd, að fjórar af hverjum fimm íbúðum hér á landi, eru í einkaeign. Þessi húsnæðismálapólitík hefur orðið ofan á, að sjálfsögðu vegna þess, að hún hefur verið stjórnmálalega studd og rekin, en einkum þó vegna þess, að hún hefur verið ríkjandi takmark flestra Is- lendinga, ungra sem gamalla, hjá háum sem lágum. ★ En fleira kemur til. I þjóðfélagi verð- bólgu og óstöðugleika í fjármálum hef- ur fasteignin verið sú fjárfesting, sem bezt hefur dugað. Á því er að vísu sá ann- marki, að sparifé hefur ekki safnazt sem skyldi og atvinnurekstur hefur skort fjármagn. 1 því tilliti eru fasteignakaup afleiðing en ekki orsök vandamálsins og eru reyndar of rótgróin og æskileg í sjálfu sér, til að við því ástandi verði hróflað. Ungt fólk lætur það verða sitt fyrsta verk að koma sér upp íbúð — gamalt fólk stefnir að þvi að eignast skjólshús í ellinni. Islendingar yfirleitt láta stjórn- ast af þeirri eðlishvöt að standa á eig- in fótum, að vera sjálfra sín herrar og öðrum óháðir. Það er þessi skrítna sjálfbjargarviðleitni, þegar allt kemur til alls, sem hefur svarað með viðeig- andi hætti kenningunum um hið eign- arlausa þjóðfélag öreigans. ★ Það er ekki tilviljun að Sjálfstæðis- fiokkurinn hefur verið eindregnasti málsvari þeirra lífsviðhorfa, sem byggj- ast á sjálfsbjargarhvötinni og efnalegu sjálfstæði borgaranna. Ein ályktun síð- asta landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir m.a.: „Markmiðið er að gera borgarana efnahagslega sjálfstæða og stuðla að því, að f jölskyldur búi í eigin íbúð, enda sé þeim ekki íþyngt um of vegna skulda eða fasteignaskatta". Það er í hrópandi andstöðu við þessa stefnu, ef einhverjum dettur nú í hug, að nota íbúðir fólks til skattpiningar. Eðlileg skattlagning er óumflýjanleg en vitaskuld kemur ekki til greina að haga skattlagningu svo, að hún dragi úr vilja manna til að koma sér upp eigin íbúð- um; að hún íþyngi svo fólki, að það hafi ekki efni á að búa í eigin húsnæði. Það á þvert á móti að auka möguleika fóllcs til að eignast eigið húsnæði og stærsta verkefnið nú, er að endurskoða eða beinlinis að fella niður vísitölubind- ingu húsnæðismálalána og stórauka lán út á eldri hús og íbúðir. Undir öllum kringumstæðum á að forða því í þessum málum sem öðrum að fólk fjötrist í vítahring skulda og skatta. Vökumenn 3 stjórnmálayfirlýsingu flokksþings Framsókn- arflokksins segir að fækka eigi bönkum og fjárfestingar- sjóðum. Á því sama flokks- þingi, sem samþykkti þessa yfirlýsmgu, sagði Jón Kjart- ansson, alþingismaður, að þetta væru að vísu fögur orð, en alþingismenn flokksins hefðu þó jafnan greitt at- kvæði með stofmm hvers nýs banka. Þetta er ágætt dæmi um þann tvískinnung, þar sem orð og efndir fylgjast ekki að og í nokkuð nánu samræmi við stjórnmála- stefnu og stjórnmálaathafn- ir Framsóknarflokksins al- mennt. Þannig hefur dagblaðið Tíminn haldið því fram í sí- fellu, að nú þegar sé út- þenslan í ríkiskerfinu of mik- il. í orði kveðnu hefur Tím- inn þá stefnu, er landsfund- ur Sjálfstæðisflokksins ítrek- aði nýlega um hlutverk ríkis- ins og fylgt hefur verið í framkvæmd á undanförnum árum með markvissum að- gerðum til aukins spamaðar og hagsýslu í ríkisrekstrin- um. í þessu sambandi er því fróðlegt að líta á samræmið milli tillöguflutnings stjórn- arandstöðuflokkanna á Al- þingi og fagurgala þeirra í ræðu og riti. Á seinasta þingi fluttu stjórnarandstöðuflokk- arnir 43 þingsályktunartillög- ur og frumvörp til laga, sem fólu í sér stórkostlega þenslu í ríkiskerfinu með nýjum nefndum, ráðum og stofnun- um. Ef tillögur þessar hefðu komið til framkvæmda, er áætlað, að nefndarkostnaður- inn einn saman hefði numið um 5,3 millj. kr. Alls hefðu þessar tillögur haft í för með sér 526,6 millj. kr. aukningu ¥Tm það hafa orðið all ^ skiptar skoðanir, hvenær skynsamlegast sé að færa fiskveiðilandhelgina út í 50 sjómílur, en það er það tak- mark, sem allir eru nú ásátt- ir um að stefna beri að. En hvað veldur þessum ágrein- ingi, sem nú er uppi? Flestir virðast sammála um það, að ekki eigi að grípa til tafar- lausrar útfærslu þegar í stað að óbreyttum ástæðum. í til- lögum stj ómarandstöðuflokk- anna, sem fram komu á Al- þingi, var gert ráð fyrir að bíða með útfærslu í IV2 ár. Þessi tímasetning er mála- miðlun milli stjómarand- stöðuflokkanna innbyrðis og ríkisútgjalda, ef þær hefðu allar komið til framkvæmda. Tillöguflutningur þessi er hinn fjölskrúðugasti og kennir þar margra grasa. Þar má nefna þingsáiyktunartil- lögur um stofnun ýmis konar ráða og nefnda og á Fram- sóknarflokkurinn stærstan hlut í þeim. Þá má nefna þingsályktunartillögur, sem fela ríkisstjóminni undirbún- ing löggjafar, er í flestum tilvikum hefur nefndastofn- un í för með sér. Einnig má finna tillögur um stofnun nýrra ríkisfyrirtækja, og loks em frumvörp til laga um stofnun margs kyns fyrir- tækja, sjóða og nefnda. Enn- fremur er að finna tillögur um fjölgun í nefndum og ráðum. Framsóknarflokkurinn á undantekningarlaust stærst- an hlut þessara tillagna. Framsóknarflokkurinn hefur þannig í nánu samræmi við eðli stefnu sinnar hafið inn- an Alþingis markvissa sókn fyrir útþenslu ríkiskerfisins, en gumar svo hins vegar í málgagni sínu, Tímanum, með þær hugmyndir, að rétt sé og skylt að draga úr ríkis- kerfinu. Það kemur trúlega nokkuð oft fyrir í stjórnmál- um, að ósamræmis gæti milli orða og athafna. En trúlega er Framsóknarflokkurinn fyrsti stjórnmálaflokkurinn, sem gerir sér far um að sýna sem ljósast tvískinnung í öll- um málum. Það verður að segjast eins og er, að oft er nauðsynlegt að stofna nefndir til þess að undirbúa lagasmíð. Séu hins vegar einhverjir á móti þessu í orði, er það lágmarks- krafa að þeir séu það einnig á borði. sýnir bezt, að í þeirra aug- um er þetta lífshagsmuna- mál þjóðarinnar fyrst og fremst kosningamál. Nú hef- ur verið stofnuð landhelgis- nefnd skipuð einum fulltrúa frá hverjum þingflokki. Þessi nefnd á að semja frumvarp um landhelgismálið, er leggja á fyrir næsta Alþingi á hausti komanda. Það liggur í augum uppi, að nægilegt hefði verið að taka þá ákvörðun um nán- ari tímasetningu útfærslunn- ar, þar sem stjórnarandstöðu- flokkarnir hafa þegar talið IV2 árs biðtíma eðlilegan. Þessi afstaða sýnir, að það er almennt viðurkennt, að ÉG hefi kynnzt möngium þeirra á langri ævi. Og ég hefi dáð þá meir og meir með árum og aldri. Þeir eiga rödd sem aldrei má þagna I þessum undarlega mann- heimi, sem stöðu.gt virðist mil'li svefns og vöku og genigur iilla að átta sig. Og þeir sem trúa því, að mönnum sé ætlað mikið hlut- verk, sem hinnar æðstu skepnu, og að þeir eigi mikla möguleika til andlegs og siðtegs þroska, og að hver þjóð, hvert samfélag manna, stórt eða smátt, eigi vel- ferð sina undir því, að hin verri öfl nái hvergi undirtökum, þeir hljóta að dá þessa vökumenn, sem aldrei sofa á verðinum, allt- af eru að benda á nauðsynleg verkefni og hvetja til að þeim verði sinnt og eru sjálfir boðnir og búnir til starfa. tíminn vinnur með okkur í þessum efnum. Því er það vit anlega skynsamlegast að taka ekki ákvörðun um tímasetn- Einn þesisara vöfeumanna er sr. Árelíus Níelsson. Hann heifir um áratugi verið þessi sívakandi rödd, og ekki héldur látið sitja við orðin tóm. Með hreinslkilini og djörfung hetfir hann ritað og rætt vandaméill manntega samfé- lags og hvergi sparað sig til þess að verða að liði í baráttunni fyr- ir hamingj usamari heimi. Nú eins og fyrr situr hann „við gluggann“, sér margt ferm- inigarbamið sitt og annarra lenda á villigötum og verða óham- ingjunni að bráð. Hann hrópar til þjóðarinnar um aðgerðir til vamar, í 10 liðum, það sem gera má og gera þarf. Það sé mögu- iegt, ef menn vilji. Fyrir mörgum árum kornu saman nokferir prestar og kenn- arar norðanfands, og ræddu inguna nú í kosningahitanum, heldur að kappkosta að vinna málstað okkar fylgis á undir- búningsfundum hafréttarráð- þesai vandamái með úrbætur í huga. Var þó vandinn minni en nú. En þeim kom saman um að senda þá eindregnu ósk til stjömvalda landsins í mennta- og kirkjumálum, að ne*fnd nokfe- urra úrvalsmanna væri sett á laiggir til þess að athuga hvemig skóli og kirícja, þessar máttar- stoðir opinbers uppeldis, gætu hver um sig og í samstartfi, leysit sem bezt atf höndum hið mifcla og margþætta menningarhlut- verk, sem þeim er ætHað. Slikir menn hafa vist efeki enn verið kvaddir til startfa. Margt er reynt og ýmislegt gert, en fiiest á tvístringi. En er nú ekiki kominn timi til að kallaðir væru saman 10—12 úrvalsmenn til þess að ihuiga þessi 10 atriði, sem séra Árelíus netfnir og gerir að tillögum sinum í Mbl. 25. aprit sl. Öilum feernur máJlið við. Og það er aðkallandi. Snorri Sigtfússon. stefnunnar og annars staðar á alþjóðavettvangi. Með þeim hætti tryggjum við árangur í þessari bairáttu. Tímasetning landhelgisútfærslunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.