Morgunblaðið - 14.05.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.05.1971, Blaðsíða 21
MOHGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1971 21 Heath ánægður með viðræðurnar 1 Brussel London, Paríg. 13. maí. AP—NTB. EDVVAHD Heath, forsætisráð- herra Bretlands lýsti í dag yfir ánægju sinni með þann árang- ur, sem náðst hefði í Briissel í samningaviðræðum Breta og Efnahagsbandalags Evrópu. Kvaðst Heath horfa bjartsýnum augum til fundar þess, sem áformað er, að hann eigi með Georges Pompidou, forseta Frakklands í næstu viku. Þar yrðu ekki aðeins Efnahagsbanda lagsmálin til umræðu heldur samskipti og samvinna Vestur- Evrópu í heild. Heath sagði, að þegar öll atr- iði væru orðin ljós varðandi inn göngu Bretlands í EBE, þá myndu landsmenn eiga auðvelt með að gera sér grein fyrir þeim ávinningi, sem væri að inn göngu iandsins í EBE. En stjórnarandstæðingar í brezka þinginu gagnrýndu harð- lega þá meðferð, sem sykurinn- flutningurinn frá Samveldislönd unum hefði fengið og héldu því fram, að þar hefði verið um hreina uppgjöf að ræða. Heath vísaði þessari gagnrýni eindregið á bug og sagði, að sú lausn, sem fengizt hefði á þessu máli, væri örugg trygging fyrir þvi, að hagsmuna samveldis- landa Bretiands hefði verið gætt. Maurice Schumann, utanríkis- ráðherra Frakklands, sagði í dag, að unnt ætti að vera að ljúka samningaviðræðunum við Bretland fyrir lok næsta mánað- ar. Walter Scheel, utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands, sagði í dag, að nú vantaði aðeins lítið á, að Bretland, Danmörk og Nor egur gengju í Efnahagsbanda- - EFTA-aðild Framhald af bls. 32 þess konar samninga, sem tryggi áframhald a.m.:k. þess viðskipta- frelsis, sem áunnizt hefur. — Island hefur hafið samn- ingaviðræður við Efnahagsbanda lagið, hverjir eru efnisþættir þeirra? -— Að því er Island varðar er uppástunga okkar við Efnahags- bandalagið skýr og einföld. Við höfum stungið upp á því, að samningurinn, sem við gerðurn 1. marz'í fyrra við EFTA verði yfirfærður á stækkað EBE að því viðbættu, að við óskum eft- ir frjálsum innflutningi til EBE á öllum sjávarafurðum, en ekki aðeins þeim, sem EFTA-samn- ingurinn tekur til. Við rökstyðj- um þetta með því, að gömlu Efnahagsbandalagslöndin myndu smám saman fá rétt til frjáls inn flutnings til íslands á sínum að- alútflutningsvörum, sem eru iðn aðarvörur, en okkar aðalútflutn- ingsvörur eru sjávarafurðir. — Hvernig hefur þessum sjón- armiðum verið tekið? — Þessum hugmyndum var strax vinsamlega tekið, þegar ég setti þær fram í Brússel í nóv- ember sl, og í þeim embættis- mannaviðræðum, sem síðan hafa átt sér stað, hefur ekkert komið fram, sem bendir i þá átt, að sdiíkur samningur væri ekki hugs anlegur, en hann mætti tvímæla- laust teljast okkur hagstæður. -— Þetta hefur komið fram i ræðu yðar á EFTA-fundinum í gær? -— Já, og um leið og ég skýrði frá þessu þar, tók ég skýrt fram, að við teldum samninga um við- skipti með sjávarafurðir ekkert eiga skylt við samninga um rétt- indi til veiða innan fiskveiðilög- sögu. Innan EFTA ríkir góður skilningur á þessum sjónarmið- um okkar. —- Nú hefur Island verið að- i'li að EFTA í rúmt ár, hver er reynslan af þeim tíma? -— ísland hefur tvímælalaust hagnazt á aðildinni að EFTA. Útflutningur okkar til EFTA- landanna jókst i fyrra u.m 42% samtímis því sem heildarútflutn- in.gurinn jókst um 36% og heild- Útför föður okkar, Sigurðar Stefánssonar, vígsluhiskups, verður gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík föstudaginn 15. maí kl. 10.30. Börnin. lagið. Ef þessi lönd yrðu aðilar að bandalaginu, væri stórum áfanga náð á þeirri leið að gera Vestur-Evrópu að einni efna- hagslegri ' og stjórnmálalegri heild. r * * \ \ Fresta varð fyrstu skák Fischers og Taimanovs Báðir kvörtuðu yfir lélegum aðstæðum arinnflutningurinn frá EFTA jókst um 27,5%. — Hver eru helztu tollafríð- indin, sem við höfum nú haft af EFTA-aðildinni ? — EFTA-aðildin hefur haft í för með sér afnám innflutnings- tolla á þessum vörum: á hval- afurðum, loðnu, fiskimjöli, frosn um fiskflökum og lýsi til Bret- lands; á niðursoðinni síld til Sví þ.jóðar; á frystu.m humar, frystri rækjtu og áli til Sviss; á kísilgúr, grásleppuhrognum, ullarvörum og skinnum til EFTA landanna almennt. — Getið þér nefnt tölur um aukningu útflutningsins til ein- stakra landa? — í kjölfar afnáms 10% tolls- ins á frystum fiskflökum tii Bretlands hefur siiglt útflutnings aukning úr 711 tonnum 1969 í 2094 tonn 1970. Útflutnin.gur ul'l- ar- og skinnavöru til EFTA-land- anna jókst úr 13 millj. kr. 1969 í 85 mi'Mj. króna 1970. Þá er þess að geta, að hin Norðurlöndin féllust á að veita útflutnings- leyfi fyrir 1700 tonn af lamba kjöti frá íslandi, enda þótt EFTA samnin.gurinn tæki ekki til við- skipta með landbúnaðarvöru. Þessi útfluitnángur er yfirleitt tollfrjáls og verðið er hagstæö- ara en í Bretlandi og hefur þetta aukið útflutningsverðmæti lamba kjötsins um 45 til 50 milljónir í fyrra. — Að lokum, viðskiptamálaráð herra, haldið þér, að þetta verði síðasti EFTA-fundurlnn, sem efnt verður til? — Þetta verður áreiðanlega ekki síðasti EFTA-fundurinn, vegna þess að Bretar verða i fyrsta lagi aðilar EBE 1. janúar 1973. Þangað til mun EFTA starfa áfram og mun sá timi áreiðanlega fyrst og fremst verða notaður til þess að íinna úrræði til þess að varðveita við- skiptafrelsið, sem nú ríkir og helzt til að auka það. Framtíðin ein getur skorið úr u.m, hvort það tekst og þá með hvaða hætti. Husak þakkar Moskvu, 13. mai, NTB. GUSTAV Husak, aðalleiðtogi tékkóslóvakíska kommúnista- flokksins, þakkar Rússum fyrir innrásina 1968 í grein í Pravda. aðahnálgagni sovézka kommún- istaflokksins í dag. '„Kommún- istar Tékkóslóvakíu munu aldrei gleyma þeirri hjálp, sem þeir fengu frá Sovétríkjunum og bandalagsríkjum þeirra,'1 skrifar Husak. Hann segir að „komið hafi verið í veg fyrir gagnbylt- ingu og hugsanlega íhlutun hins heimsvaldasinnaða hluta Evr- ópu“. Vancouver, 13. mai AP því, hve mikill hávaði væri frá aðlig.gjandi herbergi. Eini , DEILA u.m aðbúnað olli því, staðurinm, sem þeir gátu báð-. ^ að fresta -varð í dag fyrstu ir fallizt á, var í bókasafni skákinni í einvigi þeirra háskólastúdenta, en þeirri ósk Bobby Fischers frá Banda- ríkjunum og Mark Taimanovs frá Sovétríkjunum. Var ákveð ið að fresta skákinni til sunnu dags, en í millitíðinni skyldi íunidinn heppilegri staður fyr- ir einvígið. Skákmeistararnir tveir, sem áttu að byrja tíu skáka ein- vígi sitt í húsakynnum stúd- enta i Vancouver-háskóla í Kanada, urðu báðir sammála um, að herbergið, sem þeim var ætlað að tefla í, væri of lítið. — Ég get ekki andað í þessu herbergi, sagði Taimanov og var neitað á þeim forsendum, að ekki væri unnt að meina stúdentum að koma þangað. Einvígi þeirra Taimanovs og Fischers er liður í undan- einvigum þeim, sem tefld skulu um heimildina til þess að skora á heimsmeistarann, Rússann Boris Spassky, um heimsmeistaratitilinn. Skákir í öðrum einvígum í þessari keppni áttu að hefj- ast í dag, á milli þeirra Bent Larsens frá Dan- mörku og Wolfgang Uhl- manns frá Austur-Þýzkalandi, Robert Húbners frá Vestur- Fischer sagði, að herbergið Þýzkalandi og sovézka Arm- væri ekki einungis of lítið, eníumannsins Tigrans Petrosj heldur kvartaði hann einnig ants og Rússanna Viktor Kor- yfir ljósunum þar og yfir chnois og Yefim Gellers. Friðaráætlun EBE fyrir botni Miðjarðarhafsins Paris, 3. maí. AP. UTANBÍKISRAÐHERHAB Efna liagsbandalagsríkjanna sex komu í dag sanian til fundar í París um sameiginlega friðar- áæthui fyrir löndin f.xrir botni Miðjarðariiafsins. Af hálfu ísra- els hefur þegar komið fram, að þessi áætlun sé óaðgengilegri fyrir ísrael en nokkur áætlim af þessit tagi, sem áður liat'i komið fram utan Sovétríkjanna og Ar- abalandanna. Sagt er, að þessi áætluin sé fram komin að undirlagi Fraikka og hafi embaittismenn í utan- ríkisráðuneytum allra EBE- landanna sex samþykkt hana, en það þýði þó ekki það sama og að ganga megi út frá því sem gefnu, að u tan rikisráöherrar þeirra muni samþykkja hana. Samkv. þessari áætlun á að færa landamæri Israels i sama horf og þau voru fyrir sex daga stríð- ið 1967 og samkv. sumium heim- iidum á að koma á hiutlausu beliti, sem nær all't að fimm km inn í ísrae'l. ísraelum er þessi áætlun ennifremur þvert um geð, sök- um þess að í henni felst, að komið verði fyrir erlendu her- liði í ís'rael, siennitega frá Banda ríkjunum, Sovétríkjunum, Bret- landi og Frakkliandi. Er sagt, að á einum stað eigi þetta herlið að vera aðeins 12 km frá Tel Aviv. En ef EBE-ríkiin sameinast um þesisa áæt'luon, verða það tiima- mót að því leyti að það yrði í fyrsta siinn, sem þau gerðu með sér meiri hátitar samkomu'lag um samei'ginlega stefnu í utan- ríkismálum. Enda þótt þau hafi starfað saman á efnahagssvið- inu í yfir 20 ár, þá eru ekki meira en 6 mánuðir frá því að utanrikisráðherrar þeirra tóku að koma saman til regluiegra funda um utanríkismál. Áætlun þeirra um frið fyrir botni Mið- jarðarhafsi'ns yrði fyrsta meiri háttar ákvörðunin, sem þeir taka í sameiningu. Ef samkomulag næst, verður áætl'unin lögð fyrir fund utan- ríkisráðherranna sex og Sir Alec Douglas-Home, utanríikisráð- herra Bretlands, sem átformaður er á roánudag. Einnig mumu ráð- herrar frá öðrurn umsóknarlönd um um aðild að EBE — Dan- mörku, Noregi og írlandi sitja fundinn. Á með þessu að reyna að samræma stefnu þess- ara 10 landa í utanríikismélum. Hoinfírðingar-Garðhreppingar og nágrenni. Við bjóðum yður ávallt allt í helgarmatinn. Nýr hamflettur svartfugl og lundi. Einnig grágæsir á kr. 175.00 stk. Úrvals kjúklingar og unghænur á mjög lágu verði. Úrvaís nautakjöt í Tipon-steikur, sillon-steikur, Roast beef og buff. 1. flokks folaldakjöt, léttreykt og saltað. Einnig folaldagullash og buff. Nýslátrað svínakjöt á mjög lágu verði. Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. Bæjarins bezta þjónusta, sendum heim. HRAUNVCR, Álfaskeið 115, Hafnárfirði, símar 52690 og 52790. EVUDÆTUR GEFIÐ GÆTUR Safari jakkar Bikini Samfestingar Opið til kl. 4 Laugardag EVA, Laugavegi 28 B. Sími 20625. im»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.