Morgunblaðið - 29.09.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.09.1971, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐEÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1971 í stuttu máli AGNEW FERÐAST Washington, 28. sept., AP. Tilkynint var í Washington í dag, að Spiro Agxnew vara- forseti mundi í næsta mánuði faira í hekmsókn til Tyrfklainds og Grikklands og ræða við þarlenda ráðaimenn. Fer hanm. tál Tyrklands 11. október á I leiðinni til írams, þar sem hann verður við hátíðahöldin í til- efni 2.500 ára afmælis keisara- dæmjiis, 13.—16. öktóber, en til Grikkiands fer hann í heim- leiðinni. — Viðræður hans í báðum löndunum munu einik- um snúast um málefni Atlants hafdbandalagsdns. LUNA NÍTJÁNDA Á LOFT Modkvu, 28. sept., AP. Sovétmenn hafa skotið lit í geiminn nýrri ómannaðri tunglrannsóknastöð, sem þeir kalla Lunu 19. Á hún, að því er Tass-fréttastofan segir, að afla vísindalegra upplýsinga um tunglið og nágrenni þess. Tumglstöðinni var skotið úr gervitungli, sem vair á braut umihverfis jörðu og gerðist það klulkkan 10 GMT í morg- um. — Síðaista tunglfar Sovét- manna af Lunu-gerðimni — nr. 18 — brotleniti á tumglinu 11. septemíber síðastliðinm. Lybía: Kadafi farinn frá? London, 28. sept. — AP ÞÆR fregnir hafa borizt til erlendra sendisveita í London, að Moammar Kadafi, ofursti, hafi látið af embætti ríkisleiðtoga í Lybíu. Ekki hefur tekizt að fá þessa fregn staðfesta; tókst ekki að ná sambandi við sendiráð Lybíu í London í dag, þrátt fyrir ítrekaðar tiiraunir. Það fylgir himis vegar frétt' jmni, að Kadafi hafi ekki sézt opimberlega í tíu daga eða frá því 18. september — en þa«n dag er haft fyrir satt, að hann hafi lent í alvarlegu umferð' arslysi á þjóðveginum frá Trip oli til flugvallarins utam við borgina, en sloppið ómieiddur. Ekkert var um slys þetta sagt af opinberri hálfu — en getum hefur verið leitt að því, að slys þetta hafi haft ein- hverjar pólitískar afleiðingar. — Mujibur Framhald af bls. 1 Rahmans séu í sjúkrahúsi í Dacca — og að kona hans hafi í hyggju að fara frá Dacca til Rawalpindi og fara fram á það irtð forsetann, að Mujibur verði náðaður. Hún hefur þegar geng- tð á fund Abduls Maliks, hins ný- skipaða landsstjóra í Austur- Pakistan. Fréttamenn benda á, að í til- kynningu Yahya Khans sé til- tekið, að sækjandi hafi leitt fram tuttugu vitni í málinu. Þetta bendi til þess, að vöm sé enn ekki hafin og megi því búast við, sið réttarhöldin dragist eitthvað i langinn. Norsku krónprinshjónin, Sonja og Haraldur, með nýfædda dóttur sína, Mörthu Lovísu. — Mindszenty Framhald af bls. 1. stað handteknir. Þegar Rússar gerðu innrás í landið var Mindsz enty látinn laus og stuttu síðar gerði páfi hann að kardínála og æðsta manni kaþólsku kirkjunn- ar í Ungverjalandi. HANDTEKINN AF KOMMÚNISTUM Mindszenty lenti fljótlega í úti stöðum við kommúnistaleiðtog- ann Matis Rakosis og þegar ali- ir einkaskólar í landinu (þ. á m. kaþólsku sikólamir) voru þjóð- nýttir lét hann hringja öliúm kiirkjuklukkum landsins í mót mælaskyni og að lolkum var hann handtekinn. Réttarhöldin yfir Mindszenty voru einhver mesti skrípaleikur sem um getur og var hann dæmd ur I lífstíðarfangelsi fyrir land- ráð og gjaldeyrisbrask. Mindsz enty játaði á sig sökina i réttin- um, en síðar sagði hann að það hefði hann gert, eftir að hafa sætt pyntingum í 29 daga sam- fleytt. Hann var berháttaður og lúbarinn með svipu og öðrum bareflum. Honum var haldið vak andi sólarhrinigum saman og neyddur til að vera viðstaddur villtar kynlífssvalilveizl u r. HEIMTAÐI FULLA UPPREISN ÆRU Mindszenty sat i fangelsi fram til ársíns 1955 er honum var sleppt vegna heilsubrests og i trekaðra tilmæla kirkjunnar. Eft ir það var hann fluttur í hús í útjaðri Búdapest, þar sem verð- ir gættu hans. 1 uppreisninni 1956 var hann sóttur og fluttur sem hetja inn i borgina. Þeg- ar sovézku hersveitimar komu til borgarinnar og brutu upp- reisnina á bak aftur, leitaði kard ínálinn hælis í bandaríska sendi- ráðinu og hefur verið þar síðan. Ungversk stjórnvöld hafa hvað efitr annað boðið kardínálanum að fara úr landi, en hann hefur neitað þvi, nema með þvi skil- yrði að hann fengi fulla uppreisn æru og ýmsar tilslakanir yrðu gerðar til kaþólsku kirkjunnar, Þetta gat ungverska stjórnin ekki fallizt á og hefua- kardínál- inn því setið í sjálfskipaðri út- legð i 15 ár, þar til hann nú allt í einu er kominn mjög óvænt til Páfagarðs. Á árunum hafa verið gerðar margar tilraunir til að fá kardín álann til að koma til Páfagarðs en hann hefur ætíð neitað því þar til nú. Dvöl kardínálans í bandaríska sendiráðinu hefur verið helzta hindrunin í veginum fyrir auknum samskiptum Banda ríkjanna og Ungverjalands. GLEYMIÖ EKKI . . . Skömmu eftir að Mindszenty hafði leitað hælis í bandaríska sendiráðinu birtu blöð um gjör- völl Bandaríkin, bréf, sem kard ínálinn skrifaði Eisenhower þá- verandi forseta Bandarikjanna. Bréf þetta varð heimsfrægt og var birt undir fyrirsögninni: „Gleymið ekki þessari litlu þjóð“. Þar sagði m.a.: Ég sendi yður hjartanlegustu hamingjuóskir í tilefni af endurkjöri yðar til for- setastóls Bandarikj anna, hirus göf uga emibættis, sem þjónar háleit ustu hugsjónum mannkynsins: Guði, kærleikanum, vizkunni og mannlegri hamingju. Látið áhrifamátt yðar i þessari þjón- ustu varpa vonargeisla yfir lang þjáða þjóð vora, sem á þessari stundu þolir fimmta dag loft- árása, skothríðar og logandi dauða og vitnar með því fyrir Guði og heiminum um frelsis- vilja sinn; synir hennar eru á þessari stundu þvingaðir í þræl- dóm; börn hennar hrópa í and- arslitrunum á hjálp, frá eydd- um heimilum sínum, frá .byrgj- um og sjúkrahúsum; dætur hennar horfa á rændar vistir og óhjákvæmilega hungursneyð. Nú þegar þér standið á þröskuldi enn stærri framtíðar bið ég yð- ur að gleyma ekki þessari litlu heiðarlegu þjóð, sem gengur í gegnum þjáningar og dauða í þjónustu mannkynsins." — Holland Framhald af bls. 1. hjálparlausir og hlustuðu á vein þeirra, sem lokaðir voru inni i herbergjum gistihússins. Þrjár manneskjur tóku þá áhættu að stökkva niður og biðu allar bana. Nokkrum tókst að bjarga með stigum. Nokkrir reyndu að kom- ast upp á þak og fundust þar látnir. Gistihúsið brann til grunna að heita mátti og með því gestabók- in með nöfnum þeirra, sem þar dvöldust. Er talið, að það geti tekið langan tíma að setja saman lista yfir þá, sem létust eða er saknað. — Rússar F’ramhald af bis. I. sýnit Gromyko fram á misræmið milli fjölda sovézkra sendimanina í Bretlandi og hrezikra sendi- manina í Sovétrikjunum. Sömiu heiimildir segir NTB, að neiti þeim orðrómi, að Sir Alec hafi hótað, að fleiri Rússar yrðu send- ir heim; hins vegar henmi þær, að emn séu í Bretlandi um fjögur hundruð sovézkir sendimenn, þótt á annað hundrað hafi verið vísað úr landi. Hins vegar séu brezkir sendimenn og aðrir Bret- ar í Sovétríkj unum samanlagt færri en þeir Sovétmenn, sem reknir voru frá Bretlaindi. Islandssíldin má ekki gleymast — þegar 50 mílna landhelgi er til umræðu I NÝLEGU tölublaði Fiskarens er vitnað til ummæla Karl Karl- sens, sldpstjóra, Vedavágen Karmhy, þess efnis, að með 50 ntílna íslenzkri landhelgi geti Norðmenn endanlega gefið frek- ari sildveiðar við ísland upp á bátinn. „Sem stendur er veiði Is'lands- síldar aðeins hugsanlegur mögu- leiki, þar sem um Mandssíld er nú ekiki að ræða,“ hefur Fiskar- en eftir Karlsen. „En við verðum Mka að ihafa sildveiðamar í huga, þegar við geruim upp hug okkar til fyrirætlana Isilendimga um 50 miílna landlhelgi. Norðmenn voru stærstu fram'leiðendur Itslands- síldar, og ef hún kemur af.tur, vitum við gjörla, hvað það kann að þýða, ef síldarmiðin við Is- land verða oklkur þá loikuð." Kvenstúdentafélagið veitir námsstyrki KVENSTÚDENTAFÉLAG Is- lands hefur nýlega veitt náms- styrki að upphæð 60.000.00 krón- ur, sem skiptast þannig: Guðríður Þorsteinsdóttir, til náms í lögfræði við Háskóla Is- lands (15 þús.). Ragna Karlsdóttir, til náms í verkfræði í Danmörku (15 þús.). Sigrún Guðnadóttir, til náms í líffræði við Háskóla Isiands (15 þús.). Valdís Bjarnadóttir, til náms í húsagerðarlist í Þýzkalandi (15 þús.). (Frétt frá Kvenstúdentafélagi íslands). — Viðræöur...? Framhald af bls. 1. herrans að þær hæfust í nóv- ember næstkomandi. Morgunblaðið náði tali af ut- anríkxsráðherra rétt eftir að fundi hans og sir Alecs lauk. Þeir höfðu ræðzt við á Waldorf Astoria, gistihúsinu, þar sem báð ir dveljast meðan þeir eru í New York. Einar sagði, að brezki utanrik- isráðherrann hefði ítrekað það, sem fram hefði komið í mótmæla orðsendingu brezku stjórnarinnar til íslenzku stjómarinnar, — að Bretar litu svo á, að uppsögn saminingsins frá 1961 væri ólög- leg. Sir Alec hefði sagt, að brezka stjórnin þyrfti að verja hags- muni ýmissa aðila í Bretlandi. Hins vegar hefði hann talið rétt að fulltrúar stjórnanna héldu áfram viðræðum um málið. Þar sem Bretar væru mjög önnum kafnir út októbermánuð að minnsta kosti vegna samning- anna við Efnahagsbandalagið, gætu þeir vart hafið viðræður um mál þetta fyrr en í nóvem- ber n.k. Þó skyldu báðir aðilar athuga þetta nánar. Sir Alec hefði kosið, að viðræðurnar fæm fram bæði í Lomdon og Reykja- vík en fyrst í London. Aðspurður um það, hvoirt brezki utanríkisráðherrann hefði nokkuð sagt, er benti til þess, að í vændum væri nýtt „þorska- stríð“, svaraði Einar Ágústsson, að það hefði hann ekki gert bein iínis. Hins vegar hefði hann lát- ið að því liggja, að íslendingar gætu verið viðbúnir einhverjum viðskiptalegum erfiðleikum. Undir lok viðiræðnanna hafðd verið drepið á vamarmálin. — Kvaðst Einar hafa skýrt hugmynd ir íslenzku TÍkisstj órnarinna r þar að lútandi en Sir Alec Dougla3 Horne hefði ekki látið í Ijós nein- ar skoðanir í þessum efnum. 1 fynradag ræddi utanríkisráð- herra við Maurice Schumann, ut- anríkisráðherra Frakklands. — Hann kvaðst hafa sfkýrt fyrir Schuimann fyrirhiuigaða útfærslu landhelginnar og innt hann eftir hugsanleguim áhiriíuim hennar á samninga Efnahagsbandalagsins við íslendimga. Um það hefði Schumann hins vegar ekki sagt neitt. 1 dag ræðir utanríkisráðherra við Walter Söheel utanrikisráð- herra Vestur-Þýzkalands, auk þess sem hann filytur ræðu sína á A Hsherj arþi ng i Sameinuðu þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.