Morgunblaðið - 07.11.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.11.1971, Blaðsíða 14
MORGUNBLA.ÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1971 14 . +&>?* *v ,yr'' Afburðá stj órnmála- maður eða kynóður harðstjóri? , Rithöfundum þeim, er leg-gja drögin að sjónvarpsleikritum og kválkmyndium í Bretlandi verður œði tiðgengið á fund Hinriks 8. og ráðgjafa hans. Skemmst er að minnasit myndarinnar „A Man for all Seasons" um þá Thomas More og Hinxik 8. og sjónvarps- þáttanna ,um Hinrik og eiginkon iur hans sex, sem sjónvarpið hér er að ljúka sýningum á, í kjölfar þeirra kernur kvikmynd um sama efni með Keith Mieheil í að- aHhlutverki, sem unnið er að um þessar miundir. En engan þarf að undra hversu vinsælit yrkisefni Tudortíminn er. Þetta var um- hfeypingasöm stjórnmálatíð — endurreisnin í algleymingi og sið ustu stoðir miðaidaskipulagsins að hruni komnar. Hinrik sjálf- ur er svo margsiunginn og lit- skrúðugur persónuieiki, örlaga- valLdur svo margra samtíðar- manna sinna, að ósjáifrátt ögr- ar hann og hvetur rithöfunda tii að kafa I skapgerð sina, bresti og breyzkLeika og skoða œvi sína og ferii í því Ijósi. Sarna má segja um ráð- igjafa hans —• Wolsey, More, Cromwell og Cranmer — allt eru þetta menn, sem gnæfa upp úr meðaimennskunni. Aílit fram til þessa dags hef- ur Hinrik 8. verið umdeildur konungur og stjömmálaleiðtogi, og einkum hefur hann geymzt í vitund almennings fyrir frægð sina að endemum. Kynóður harð stjóri og böðull — konungurinn siem átti eiginkonumar sex, og lét afMfa tvær þeirra; sem ruddi andstæðingum sínum samvizku- iaust úr vegi; sagði skiiið við páfadóminn til að fuillnægja hoMlegri fýsn til hirðmeyjar dTOttningar sinnar, og loks kon ungurinn sem iézt úr sárasótt. Er nokfcur furða þó að hann hafl orðið mönnum hneyksiunar- hetta? Álitið hefur þó smám saman breytzrt etftir þvi sem fieiri mynd um hefur verið brugðið upp af honum og hann skoðaður frá fieiri hliðum. 1 ijös kemur, að ihann hefur skílið eftir stærri spor I sögu Engiands og Evrópu en flestir aðrir hans líkar. Því er þá borið við að atvikin hafi verið honium hagstæð. Ráðstaf- anir þær, sem hann framkvæmdi til að svala eigingimi sinni og metorðagimd, hafi komið helm og saman við þarfir landsins og vilja þjóðarinnar. Eins er sagt, að hann hafi verið lánsamur með ráðgjafa sina, og þeim berí að þakka það sem vel sé um valda- tíma hans. En sagði ekki Kennedy heitinn forseti, að nokfcuð mætti þekkja og mæila hæfni ieiðtogans á þeim mönn- um, er hann umgengist og veldi sér til ráðuneytis. Ef svo er, hafa fáir komizt með tærn- ar, þar sem Hinrik 8, hafði hæl- ana. Að öttu athuguðu virðist þvi koma í ljós, að Hinrik 8. hafi verið bráðgáfaður og skarp- skyggn stjómmáiamaður og ráð- stafanir hans mótuðu að veru- iegu ieyti framþróun Engiands í stórveldi. Hinrifc 8. fæddist 1491 í Greenwich, næstelzti sonur Hinriks 7., er var fyrsti konung- iur Engjlands af Tudoreðtt. Hin- rik 7. var athugúh og útsjónar- samiur stjómandi. Með rögg- samri og góðrl innahlandsstjórn reisti hann Engiand úr rústum Rósastríðsins og græddi sárin af völidum borgarastyrjaldarinnar. Hann hélt sig utan við allan styrjaldarrekstur en sneri sér óskiptur að þvl að tryggja stöðu sina og eftirkomenda heima fyrir. Hann styrkti völd konungs veruiega, og gerði aðal- inn og þingið að þægum undir- sátum. Hinrik 8. tók við völdum ár- ið 1509 við lát föður sins — 18 ára að aidri. Hann var þá óvenjuiegt glæsimenni. Er- lendur ferðamaður lýsti honum á þessum árum sem „fríðasia ungmenni, er ég hef augum lit- ið“ og siðabótarmaðurinn Eras- mus lýsti honum sem „glaðlynd- um sniiiingi“. Hinrik 8. var prýðifega menntaður, góður málamaður og mikill íþróttamað- ur — stundaði reiðar og veiðar af kappi. Þá var hann og unnandi hljómlistar — hafði jafnan I kring um sig við hirðina flokk Mjóðfærafeifcara. Sjiálfur Iék hann af ágætum á þrjú hljóð- færi — iútu, harpsikord og Hinrik 8. — nokkrum árum yngri. Wiiimm I WWWW ’MW Hr !W& Teikning af Cromwell eftir Hans Holbein yngri. Samtimamynd af Cranmer eftir óþekktan málara. orgel. Loks unni hann Ijóðum og orti sjálfur með dágóðum ár- angri. Lofsöngurinn „O Lord, the creator of all things“ hefur geymzrt fram á þennan dag og 'ljóð hans birtast enn í ýmsum söfnum úrvalsljóða. Þannig Mjóðar eitt þeirra, sem hann yrkir til einnar konu sinnar og verður að teljast örlagagletta með hliðsjón af aifdrifum þeirra: As holiy growerth greein And never changeth hue So I am, ever hath been Unto my lady true; As the holly groweth green With ivy all alone, When glowers cannot be seen And green wood leaves be gone. Now unto my lady Promise to hex I make From all other oMy to her I me betake. Adieu, mine own lady, Adieu, my special, Who hath my heart truly Be sure, and ever shail! Ekki vitum við hvort þetta ljóð er ort til Katrínar af Ara- goníu, en hana gekk Hinrik fyrst að eiga og var lengst kvæntur. Hún var ekki ætluð honum í fyrstu, heldur átti hún Artúr eldri bróður hans, sem erfa átti ríkið. En hann Jézt skömmu eftir brúðkaupið, og nú var úr vöndu að ráða fyirir Hinrik 7. Katrín var dóttír Ferdinands Spánarkonungs, og fylgdi henni mikMl heimanmund- ur. En úr því að Artúr tók upp á því að hverfa ytfir landamær- in svo skyndifega; vildi Ferdin- and fá heimanmundinn endur- greiddan. Hinrik 7. b£ir gott skynbragð á gildi peninga, og vildi ógjarnan verða af sjóðn- uim. Hann mun því um tíma hafa hugleitt að ganga sjálfur að eiga Katrínu unz hann eygði þá lausn að gera hana að drottn- ingu Hinriks, sonar síns. Fyrstu árin eftir lát föður síns leitaði Hinrik 8. mjög ráða hjá konu sinni. Átti hún stærsta þáttiran í því að móta með Hinriki fjand- samlega afstöðu til Frakklands, og gerðist hann svarinn banda- maður tengdaföður sins í þeim efnum. Varð úr að England og Spánn ákváðu að ráðast í sam- einiragu inn í Suður-Frakkland. En þegar á hólminn kom létu hersveitir Ferdinands ekki sjá sig og Englendingar biðu mik- inn ósigur. Þessari niður- lægingu gleymdi Hnirik aldrei, og Katrín varð öldungis áhrifa- 'laus á gang þjóðmála í Eraglandi. Upp frá þessu leitaði Hinrik stöðugt meira á náðir Thomas Woisey, kardínála, sem varð nú áhrifamesti maður landsins að konungi einum undanskildum. Strax og Wolsey hafði fengið sæmilega frjálsar hendur tók hann til við að útfæra frekar hina fjandsamlegu afstöðu til Frakklands, sem lyktaði með því að til átaka kom nálægt Calais við franskar hersveitir. Englendingar fóru með algjöran sigur af hólmi, og England end- urheimti æruna. Lúðvik 12. sá sig tilneyddan að setjast við samningaborð með Englending- um og undirskrifa friðar- sáttmála. En staðan breyttt- ist fljótlega við valdatöku Frans 1. í Frakklandi. Hann reyndist fljótlega mikill bardaga maður og aigursæil með afbrigð um. Skyggði hann algjörlega á dáðir Hinriks, hinum síðar- nefnda til mikillar armæðu. Hann lagði allt sitt traust á að Wolsey mundi firra hann frek- ari leiðindum af framgangi Frans 1. og koma stórveldunum \ og svo sem sjá má er hóglífið þá þegar farið að segja til sin. á meginlandirau í skilning um, að England væri orðið veldi sem taka yrði tillit ti'l. Wolsey brást horaum ekki, og árið 1518 tókst honum að koma á friði í Evrópu eftir miklar hræringar. Um þetta leyti tóku aðr- ar áhyggjur að sækja mjög á Hinrik. Hann þráði ekkert heit- ara en að eignast son til að erfa rífcið. Katrín hafði alið honum Maríu, en önnur böm hennar höfðu fæðzt andvana eða dóu skömmu eftir fæðingu. Hinrik var að verða úrkula vonar, þeg- ar hann kynntist önnu Boleyn. Hann varð yfir sig ástfanginn af henni, gerði hana að ástkorau sinni og ákvað síðar að skilja við Katrinu til að geta gengið að eiga Önnu. Haran lagði málið fyrir Wolsey, sem sýndi strax mikinn áhuga á skilnaðarhugleiðingum konungs, og ákvað að kippa mál unum í liðinn. Þessi ákvörðun varð honum afdrifarík. Ekki nóg með að hún yrði honum að falli, heldur leiddi hún þróun Englands inn á nýjar brautir. 1 þessu sambandi ber að hatfa tvennt í huga. Wolsey vissi ein- ungis um fyrirætiun konungs að skilja við Katrínu en ekki að hann hefði í huga að kvænast Önnu Boleyn. Að vísu vissi hann allt um samband þeirra, en gerði ráð fyrir að konuragur fengi fljótt leið á henni. 1 öðru lagi hugð- ist hann bæta sambúðina við Frakkland, og áhrifaríkasta leið in tii þess var að láta konung ganga að eiga franska prins- essu. Næðu löndin samkomulagi um þetta, mundu Frakfcland og England — í ljósi þessa nýja sambands — eiga auðvelt með að knýja páfa til að veita Hinriki skilnað. Síðar átti Hin- rik að ganga að eiga frönsku prinoessuna, og friður og vin- átta miili Englands og Frakk- lands voru tryggð. Wolsey vanmat ítök Önnu og hina áhrifamiklu vini hennar. Von bráðar rann það upp fyrir honum, að Hinrik ætlaði sér að ganga að eiga Önnu, þannig að ekkert yrði úr friðarumfeitun- um hans við Frakka. Hann varð þó að framfylgja fyrri ákvörð- un sinni að raá skilnaði fyrir konung, ef hann átti að halda hytlli hans. Úrslitavaldið í þeim i efnum var i höndum páfa, og j Wolsey vissi að hann hafði eng-: an áhúga á því að hraða þess- j um málum. Katrín var náskyld ; Karli 5. Spánarkeisara, og slík ráðstöfun hefði leitt reiði keisar- ans yfir páfa og veldi hans. Páfi gerði þó út sendimanninn til að kanna jarðveginn ásamt Wolsey. För hans bar engan árangur og nú fór heldur en ekki að halia undan fastí fyrir Wolsey. Vinir Önnu Boieyn drógu ekki af sér að igrafa undan trausti konungs á kardínála sínum. Það tókst endanlega með friðarsáttmála Frakkakonungs og Spánarfceis- ara í Cambrai 1529. Þeir jöfn- uðu út deilur sínar án nokkurs tliiits til skoðana enska kardí- nálans. Þá var ljóst að Wolsey hafði misst öll sín ítök og áhrif í utanríkismálum. Hann var sett ur af, en lézt er hann var á leið í Tower, sakaður um landráð Áður höfðu allar eignir hans verið dæmdar af honum. Um það bil ári fyrir andlát hans eða árið 1529 hafði Anna Boi- eyn náð fyrsta marki sínu — sæti drottningarinnar við hirðina. Hún mátti þó bíða enn um sinn eftir drotfcningartitlin um. Thomas More varð eftirmaður Wolseys sem ríkiskanslari. Hann var allt önnur manngerð — hugsjónamaður, friðunnandi og mannvinur. Enginn gat sak- að haran um mútuþægni eða aran að emhættismistferli. Hann hafði i huga að beita áhrifum sínum til að gera háleita hugmynda- fræði sína og Erasmus að stjórn málalegri staðreynd. En hugsjón ir hans fengu engan hljómgrunn á þessum tíma. Honum var lljót- tega ýtt til Miðar af nýjum straumum og nýjum mönn- um, sem voru fúsir til að fóma sannfæringu sinni fyrir hylll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.