Alþýðublaðið - 09.07.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.07.1958, Blaðsíða 4
4 Alþýðublaðið Miðvikudagur 9. júl'í 1958 inn frá sjálfri eyjunni og heitir Fuglatekjan hefur vierið 50— Lambhofði. Norðan höfðans er 80.000 svartfugla á sumri, mest Heiðnavík og Heiðnaberg. 1 megriis langvía, álka og lundi, Nainl Heiðna'bcrgs fylgir eftii-; cg ogrynni eggja. Áður fyrr var farandi saga: „Allar fornar j nautshúð notuð í sigfesti, festin landvættir leggjast frá þeim | var sjöþáttungur, 80 faðmar á stöðum sem vígðir eru, og er j lengd og vó 60 kg. Sextán húðir happ í því sckum þess að þær j þurfti í eina festi. ei'u landsmönnum skaðlegar síð ! Það er engu líkara en auð- Drangey. Ljósmyndirnar tók Óttar Kiartansson. SKAGFIRÐINGAR eiga gott kúakyn. Um nythæð skag- firzkra mjólkurkúa verður þó ekki rætt í þessu greinarkorni, ! aðeins minnzt á þann gripinn, I sem frægastur fer og fönguleg- astur og mjólkað hefur héraðs- búum mest og bezt, fyrr og ’síð- ar. Má þó vel vera, að hans sé að engu getið í skýrslum j nautgriparæktarfélaganna. — j Hinsvegar er frá honum sagt í Þjóðsögum Jóns Árnasonar á þessa leið: ,,í Þórðarhöfða í Skagafirði sem hefir 150 faðma háa sjóarhamra bjuggu forð- um kall og kelling sem voru nátttröll, og áttu eina kú sér til bjargar. Eitt sinn bar það til eina nótt að kýrin var yxna, en þá var ekki naut við hennar hæfi nær en í Tindstól hinu megin fjarðarins. Fóru þau þá á stað með kúna og óðu skemmstu leið yfir fjörðinn, en það eru um fjórar vikur sjóar, og héldu henni undir bolann úr Tindastól. Héldu þau svo aftur sömu leið til baka. En þegar þau voru komin á miðjan fjörð dagaði þau uppi, og urðu þau þá að steini á firðinum og kýrin með og sjást þau þar öll enn í dag. Kýrin er Drangey, en kall inn stendur norðan við hana, en kellingin sunnan og vestan til.“ -- o - Mig hafði lengi langað til að komast út í Drangey og lágu til þess ýmsar ástæður. Eyjan sjálf, þessi mikli bergstöpull úti á miðjum firði, vekur óhjá- kvæmilega athygli allra, sem um Skagafjörð fara. En auk þess er Drangey fræg í fornum ritum, sem alkunnugt er, þar lauk sögu mikilla örlaga og af- reka- og hreystisögu, sem ósjálf rátt hlýtur að hreyfa við ímynd unaraflinu í hvert sinn, sem litíð er út til Drangeyjar, og gera hana girnilega til fróðleiks og athugunar. Kvæði skáld- anna, Jónasar, Matthíasar, Stephans G. og Einars Ben., hafa líka lagzt á eitt með sög- unni sjálfri og aukið áhrifa- mátt og aðdráttarafl þessarar háu og hrikalegu klétta'eyjar. Ég lét þess vegna ekki dragast úr hömlu að nota tækifærið, þegar Ferðafélag íslands aug- lýsti Drangeyjarför unj Jóns,- messuleytið, en tryggði mér fa’r í skyndi, jafnframt rifjaði ég upp faðirvorið og skaut inn í það nokkrum vel völdumorðum tii áréttingar og öryggis, og sér í iagi bað ég um gott sjóveður á Drangeyjarsundi. En með því að allt var í óvissu um bæn- heyrzluna, þá safnaði ég saman ölþim þeim hlífðárfötum, sem ég .átti og gat fundið. og stakk þeim niður í ferðapokann, því enginn veit, hvað henda kann, þegar á sjóinn er komið, > og bezt er að vera við öllu búinn. Auk þess bjó ég mig út með nestj til nokkurra vikna, tef leið angurinn skyldi teppast úti í Drangey eða ég verða stranda- glópur í eynni, ég hafði nefni- lega nýlesið sögu af dreng ein- um frá Höfða á Höfðaströnd, sem fór eitt sinn ásamt fleirum út í, Drangey á aðfangadag jóla að sækja sauði í jólamatinn, en varð eftir af félögum sínum og hafðist þar við fram yfir ára- mót, komst drengur í tæri við álfa í eyjunni og varð það hon- um tH bjargar. Til marks um það var silfurstaup, sem hann hafði með sér í land, þegar hans var vitjað á nýársdag. — o — Ráðgert var að farið yrði út í Drangey frá Hofsósi. Þaðan er stutt út í eyjuna. Við fáum þar bát, heljarmikið hafskip, sem rúmar ágætavel þennan litla ferðamannáhóp, sem hyggst sækja Drangey heim. ,,Við erum tólf eins og postul- arnir,“ segir fararstjórinn, Hall grímur Jónasson kennari, þegar hann hefur kastað tölu á hóp- inn í bátnum. Dagurinn er tek- inn snemma, við jeggjum af stað kl. rúmlega sjö, veðrið er gott, hlýja og hægviðri, sólskin ið er hinsvegar vestur í Húna- vatnssýslu, og þó að mér sé vel til Húnvetninga, m. a. fyrir frændsemi sakir, þó óska ég þeim nú veðraskipta við okkur, þoku og þykkviðris í stað sól- skins og heiðríkju. En það verð ur sjaldan á allt kosið, og sann- arlega megum við vera ánægðir með sjóveðrið, það getur ekki betra verið. Báturinn kiýfur lygnan sjóinn í morgungolunni, framundan blasa við eyjarnar, Málmey og Drangey, og Þórðar höfði lítið eitt til hægri handar, eins og þrjú systkin, stór og stæðileg. Eftir fimm stundar- fjórðunga lendum við í Drang- ey. — o — Drangey dregur nafn sitt af háum steindrang sunnan eyjar- innar, er Kerling heitir. Norð- an eyjar stóð karlinn, sem um getur í þjóðsögunni, en hann er nú hruninn í sjó fyrir meira en hálfri annarri öld. Drangey er móbergsstöpull 140 m. hár, hömrum girt á alla vegu og ókleif nema á einum stað. Það er suðvestan á eyjunni, og heit- ir þar Uppgönguvík. Uppgang- an er tiltölulega auðveld, farið er fyrst upp lausa skriðu, en síðan. beygt fyrir klettanef eftir mjóum stalli .yfir í gjá, sem liggur upp á b.rún eyiarinnar. Þar, serh beygt er. f.yrir nefið, heitir ■ Gvendaraltári, vígt af Guðmundi góða Hólabiskupi. Þar háfði hann bænagerð Og lagði svo fyrir, að þar skyldi hv©r maðúr geta þæn sínaj áð- ur en um gengi,' í hvert skipti, sem farið væri upp eða ofan af eyjunni, Og hefur sá siður hald izt til skamms tíma. Nú hefur hinsvegar verið stett upp skilti skammt frá stallinum, og er á það letrað faðirvorið, það á sennilega að koma í stað bæna- gerðarinnar, enda gerast menn nú óbænræknari en áður og kunnáttuminni í þeirri grein kristindómsins eins og sagan um strákinn staðfestir, ssm lauk faðirvorinu á þessa leið: „og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss í hvelli.“ Hraði og óþol nútímans segir til sín á flestum sviðum. Þegar upp í gjána kemur, er festi til stuðnings, en efst er járnstigi nokkurra metra hár upp þver- hníptan bergvegg, Brúnhell- una. Norðan við Uppgönguvík gengur fram hamar, hálfklof- an þeir kristnuðust. Þegar Guð- inunaur biskup vígði Drangey og hafði lokið þrem fjórðung- om bjargsins, er mælt að grá hond hafi séz. og mælt hafi veriö: „Einhversstaðar verða vondir að vera, hari'a.“ Lét bisk up vættinar þá halda því er eftir var óvígt og er það kallað Heióna bjargið:“ í Heiðnabsrg hefur aldreí verið sigið síðan. Gangan upp á evjuna gengur að óskum. af bænagerðinni seg. ir ekki í þsssum pistli. Hins- vegar virðast mér andlitin ekki ókristileg á svipinn fyrir altar- inu, Um hugárfarið þarf naum- | ási að efast, og ekki minnist ég 1 þte.ss að hafa verið vitni að öllu tilkomumeiri altarisgöngu. — o — j Drangey er um '15 dagsláttur ! að flatarmáii og öll grasj vafin og kafloðin enda hefur hún sína eigin áburðarvsrksmiðju, þar sem fuglinn er. Fyrr á öldum höfðu bændur skurðarfé í bötn- unarbeit í eyjunni framan af Vtetri, t. d. yoru um.áttatíu fjár ■þar, þegar Grettir settist þar að, en ekki þekkist það nú orðið. Hinsvegar hefur eyjan verið ■ slegin fram á síðustu ár, heyið bundið í sátur og þeim varpað fram af bjarginu niður í fjöru. Gsysileg fuglamergð er í Drangey. Hver staliur og sylla í berginu allt í kring á eyjunni er þéítsetin fugli, enda htefur eyjan gefið mörgum Skagfirð- ingi ærna biörg í bú. Fuglinn hefur aðallega verið veiddui á flekum, en sigið eftir eggjum. legð Drangeyjar sé óþrjótandi. Aðrar njújar landsins hafa gengið saman, sumstaðar horfið með öllu. 3'kógar hafa eyðzt, veiði í ám og vötnum þorrið, fiskimiðin kringum landið eru víða uppurin, en hiunnindi Drangeyjar virðast ekki minnka eða láta á sjá, þrátt fyrir hina gífurlegu veiði á hverju ári öldpm saman. Auð- legð Drangeyjar ier eins 0g olí- an í krús ekkjunnar í Zarpat forðum daga, hún þrýtur ekki hversu mikið sem af henni er eytt eða tekið. Það er gaman að virða fyrir sér fuglalífið í Drangey. Hin sumarlanga sæluvika Drang- eyskra bjargfugla er mikill dýrðartími. Það ter einhver þjóð hátíðarstemning yfir öllu þessu iðandi lífi, Þúsundir fugla safn- ast hér saman, og bjargið dunar af fuglasöng, hér syngur hver með sínu nefi, þetta er þjóðkór fuglanna, allir taka undir, þátt. takan er mun meiri og almenn- ari en hjá Páli okkar Isólfssyni. Hver ræðan annarri btetri og snjallari er flutt af fyrirfuglum eyjarinnar um þessa yndislegu borg í firði miðnætursólarinn- ar, sem vart á sinn líka í allri heimsbyggðinni, og farið mörg- um fögrum orðum um hin hvítu stræti borgarinnar og hin silfurgljáandi síli, sem bíða vor og niðja vorra í djúpum hafsins. Aliskonar gæjar og skvísur eru á ferð og flugi og rápi og stefnu mótum úti um snasir og syllur. Hér er frjálst líf. Þetta er borg gjaums og gleði. En uppi á bjargbrúninni sitja prófastarn- ir í þúsundatali, þéssir prúð- búnu, fagurnefjuðu fuglar, sett : legir og virðulegir eins og kirkjuhöfðingjar á þingi, skjóta ! fram bringunni, halla undir i flatt og reyna að gera sig gáfu- lega í andlitinu. Þetta er þeirra i aðferð. I Einn úr hópi okkar Drangeyj arfaranna, Sigurður Gíslason, gamall skipstjóri og áhugaljós- myndari, heilsar kumpánlega upp á hinn fagurbúna fugl, þar siem hann situr á bjargbrún- inni, og biður leyfis að mega taka mynd af höfðingjanum, en eyjarskeggjar hafa illan bifur á útlendingum, sem von er, hér hefur hundtyrldnn margsinnis rænt og ruplað, og prófasturinn , gjóar augunum tortryggnislega | að gestinum, hefur auk þess engan áhuga á slíkri mynda- töku, enda aldrei verið þekktur aö neinum hégómaskap um æv- ina, steypir sér fram af brún- inni og flýgur út á sjó. Um | fund þeirra Sigurðar og pró- ; íastsins kveður Hallgrímur far. j arsíjóri: Sigurður í ysi args út við bláan sæinn lundanum á.brúnum bjargs býður góðan daginn. Lundinn ekki þakkar það, þótti betra að syngja, lítið greyið gaf sig að gömlum sjóræningja. . Flestir íslendingar hafa lesið Grettlu og kunna skil á frásögn af dvöl Grettis og Illuga í Drangey, útlegð þeirra og ævi lokum. Þarf ekki að rekjá þá sögu hér. Efst. í kofabrqkku á suðvestanverð.ri eyjunni norður af iHæringshlaupi. er dá'lítilj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.