Morgunblaðið - 30.09.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.09.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBI.AÐIÐ — SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1973 skrifar um MYNDLIST Á HAUSTSYNINGU ÞAÐ á vel við að hafa árlega yfirlitssýningu Félags íslenzkra myndlistarmanna að haustnótt- um. Upprunalega var hugmynd- in sú að gera þá úttekt á starfi félagsmanna á næstliðnu ári eða árum, enda er aðalregla sýniing- ariinnar sú, að sýna einungis verk sem ekki hafa verið sýnd á höfuð borgarsvæðinu áður, ennfremur sem gerð yrði nokkurs konar liðskönnun varðandi hugsan- lega nýja félagsmenn. Fyrirtæk- ið hefur þó í dag vaxið út fyrir þennan upprunalega ramma sinn og er þannig ekki einasta félags- sýning, heldur er hún farin að fá svip af einni alisherjar út- tekt á því, sem gert hefur ver- og kemur þannig mörgum í sýn ingarnefnd á óvart. Ef tJl vili er hún að nokkru leyti afleiðing þess, að sú stefna var tekin á fyrri sýningu að velja einungis úr laðsendum myndum og leitast þaninig ekki við að auka gæðin með því að fara bónarveg að þekktum myndlástarmöninum um góð verk, svo sem venjan hafði verið áður. Dekurböm skyldu ekki hafa sérstök fríðindi eða áskrift á allar sýningar, —- í ljósi þess, að það er ekki síður vandi að skipta við þá sem hafa ofmetnazt en hina, sem gengið hefur verið framhjá. Þessi þróun er í samræmi við hlið- stæðar sýningar á Norðurlönd- Höggmynd, eir, eftir Guðmund Benediktsson. ið í myndl’st árin á undan, al- mennt séð. Ölium er heimilt að •senda verk sín til dómnefndar, og þátttaka þeirra er standa ut- an félagsins og senda inn mynd iir, verður meiri með ári hverju, þó að slíkt sé gert upp á von og óvon um ^rangur. Þanndg bár- ust sýningarnefnd liðlega hundr- að fleiri verk en á síðustu sýn- ingu, sem var í Norræna hús- inu fyrir tveimur árum, og tala þeirra, sem nú sýna í fyrsta skipti á haustsýn-inigu í ár, er 19 á móti 9 síðast. Haustsýning- in féll niður á síðasta ári vegna seinkunar byggingar myndlistar- hússins. Áðurnefnd þróun er at- hyglisverð, því að hún gerist rök- rétt og óháð, er ekki skipulögð um, en felur einnig í sér vissar hættur í okkar litla þjóðfélagl. Ávinningurinn er þó sá, að fjöl- breytnin verður meiri og sýn- ingin verður áhugaverðari fyrir almenning. Hér verður síður um endurtekningar að ræða eða sömu andlitin ár eftir ár. Hins veg- ar ber því ekki að neita, að sýn- imgarnar i heild verða trúlega rislægri. En við skulum vona, að hér sé einungis um vaxtar- verki að ræða vegna breyttra viðhorfa, eins konar milliibils- ástand. Þessari nýskipan fylgir jafnframt sú nauðsyn, að oftar og rækilegar verði stokkað upp í sýningarnefnd, tii að viðhorf- in verði sem breytilegusl, en eng in stöðnun né lognmoMa nái taki. Vegna fráfalls KJARTAIMS GUÐMUIMDSSOIMAR, kaupmanns lokar Verzlunin Bjnrmnlnnd, Laugarnesvegi 82, frá og með 1. október '73. Við þökkum viðskiptavinum vorum öll þau ánægjulegu viðskipti. sem verzlunin hefur átt á undanfömum árum. Aðstandendur. Efnalaug Til sölu er gamalgróin efnalaug í fullum rekstri. Má greiðast með 2ja til 3ja ára fasteignabréfi. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN, Austurstræti 17. — Haustsýnimgarnar geta þann- ig að óbreyttu ekíi orðið betri en sá efnlviður, er sýningamefnd berst upp i hendur hverju sinni, en til að gera þær áhugaverð- ari og gefa þeim lit væri athug- andi að bjóða einum eða fleiri að vera sérstakir gestir ár hvert, en þó aldrei fleiri en þremur hverju sinni, t.d. ein- um af eldri kynslóð, einum af miðkynslóð og einum a 1 þeim yngstu, og jafnvel leita út fyrir lanidsteinana. Svo að vikið sé að nokkru að þeim fjölda, er afskiptur verður hverju sinni, vegna þess að mynd ir hans faila ekki inn í heild- armyndina eða hljóta ekki náð fyrir augum dómnefndar, þá verður það að segjast að slíkt er óhjákvæmileg fyigja sJíkra sýninga, og þá er bara að hamra betur fyrir næstu sýningu. Á haustsýmngunni í Osló á síðasta ári voru það t.d. ekki færri en 667, er urðu að bíta 1 það súra epli að vera hafrnað, og í ár munu þeir vafalaust enn fleiri, en um það hef ég ekki töiur. — Það eru svo mörg átriði, sem eiga þátt í þvi að myndum er hafnað, að sjálfsagt er að reyna aftur og vafalaust kemur það fyrir, að sýniingarnefnd skjátl- ast. Slíkt getur hent, og hafa hin ir beztu lis'tamemn orðið fyrir viðl'íka reynslu erlendis, jafnvel starfandi listaprófessorar, og því ber einunigis að herða upp hug- ann. Þeir sem hafa metnað, gef- ast aldrei upp, hvað sem á reyn- ir og slíkir marka veginn til gildra afreka. Varðandi þá áleitnu spurningu, hvort sýningin í ár spegli stöðu íslenzkrar nútímalístar í dag, verður að svara á þá leið, að slíku muni ekki til að dreifa, enda var ekki búizt við því. Slíkt var fyrirfram vonlaus óskhyggja vegna naums undirbúningstíma, en eiinnig vegna þess, að það virð ast samantekin ráð þeirra, er fylgja SÚM-hópnum að málum, að sýna ekki á haustsýningum F.I.M., og þá virtust fæstir hinna ymgri, er náð hafa umtalsverðum árangri og utan félagssamtaka standa, eitga nýleg verk. Svo kemur það einnig til, að skammt er liðið frá Sumarsýni.ngunni í sama húsi, og þeir sem sýndu, voru ekki allir tilbúnir til að sýna aftur á samsýningu. Þróunin í sýningamáium höf- uðborgarinnar gæti hugsanlega orðið sú, að æ fleiri myndl smá- liisthópa (grúbbur), sem sýni svo Málverkið „tlr Eyjum“ eftir Einar Þorláksson. nokkuð reglulega. Slíkt myndi vissulega auka mjög fjölbreytni myndlistarlífsins í Reykjavík, og er það ekki einmitt það, sem all- ir framsæknir myndlisitarmenn vilja stefna að? Það eru aðeirus fá ár, síðan F.Í.M. einskorðað- ist við fámennan, starfandi hóp, lítinn kjarna Septembersýning- armanna, sem hétt saman innan- lands og utan og sýndi ár eftir ár á haustsýningum ásamt ör- fáum útvöldum utanfélagsimönn um. — Myndlistarmenn verða ekki aðeiinis að aðlaga sig breytt- um tímum, stórauknum mögu- leikum og nýjum viðhorfum í sýningarmálum heldur og einn- ig í félagsmálum, en þar ríður á að stokka upp spilin, þvi að ella fer alit i sjálfheldu innan skamms og liðið tvístrast. — Ég hef gerzt hér nokkuð marg orður um sýningarmál almennt, vegna þess að það hlýtur margt að leiita á hugann um þau mál við tilkomu hins nýja sýningar- húsnæðis. Þessi mál eru enn i dei'glunni, þvi að svo er sem myndiistarmenn hafi ekki með ölllu áttað sig á þeim miklu breyt ingum sem orðlð hafa á aðstöðu þeirra hin allra síðustu ár og öli- um þeiim möguleikum, sem þeir hafa þar með skyndilega fengið upp í hendumar. Annað er, að sem einn af nefndarmönnum sýn imgarinnar á ég óhægt um vik til gagnrýni að þessu sinni, þótt ég sé á engan veg sammála um allt á sýningunni. Meirihluti dóm nefndar hlaut hér að ráða. List- rýnirinn getur aldrei orðið eins fersikur og frjór, þegar hann sjálf ur hefur tekið þátt i þvi að velja og hafna, og þá er hann kerniur fyrst á fuilimótaða sýningu. En ég treysti því, að aðrir verði til að gagnrýna þessa sýningu þeim mun rækitegar, því að slíkar sýn ingar ber að gagnrýna og stuðla að frjálslegum skoðanaskiptum um hvernig tekizt hafi. Ég vil þó víkja að framlagi nokkurra einstakliniga, og fara hratt yfir. Er þá fyrst að geta félagsmanna F.l.M. Þykir mér hlutur þeirra ekkl sem skyldi á þessari sýniingu. Tii þess vant- ar of marga, og ýmsir þeir, sem sýna, eru ekki nægilega kynnt- ir með elmni mynd, þó að þeir standi fyrir sin.u að öðru leyti, „Portrett" eftir Braga Þór Gíslason. ég er andstæður því að einstakl- ingur eigi færri en tvær mynd- ir af meðalstærð á slíkri sýninigu, eða þá eina stóra. Einna mesta athygli vekur Hrólfur Sigurðsson með tveim ágætum landslags- myndum. Minniist ég þess ekki að hafa séð þénnan málara sterk ari á félagssýningu áður. Hið sama má segja um myndir Ágústs Petersen og: Einars Þorláks- sonar. Mynd Ágústs ,,Borg“ er sérkenniteg og safarik í lit, og mynd Einars, „Úr Eyjum“, er vaifaliitið beztá framlag hams til samsýningar fram að þessu, sú mynd er einföld og mögnuð. Það er þokki yfir myndum Eyborgar Guðmundsdóttur, þessi þrenna hennair fellur vel saman. Myndir Harðar Ágústssonar er gerðaraf mikilli formrænni kunnáttu, en njóta sin ekki sem skyldi í upp- hengingu. Hafsteinn Austmanm viirðist á vegamótum, og það gustar hressilega frá myndum hans. Mynd Jóhanns Briem ,,Kött ur“, er máluð af sannfærandi karlmannlegum exxpressjónistísk um þrótti. Aðrir félagsmenn gera hvorki betur né verr í málverkinu en þeir hafa áður gert. Af utanféiagsmönnum vekur Björg Þorsteinsdóttir mesta at- hygli fyrir himar tvær sfóru myndir sínar. Elinkum er sú hin minni máluð af malerískri til- finniingu og mjög nútimaleg. Ragnheiður Jónsdóttir Ream er andstæða Jóhanns Briem í ex- pressjónismanum með sínar ljóð rænu og memniimgarlegu myndir máliaðar af kvemlegum yndis- þokka. Súrrealiistísk gerjun kem ur fram í myndum Sigríðar Björnsdóttur, og hún virðist sækja á í lit. Féiagamiir Sigurð- ur Örlygsson og Magnús Kjart- ansson standa fyrir sinu í þess- um hópi, og mynd Slgurðar „Rauð ský“, er með því bezta, sem ég hefi séð frá hans hendi. Bargi Þór Gíslason virðist mikið efni í nýrealista, hanm veldur góðri tækni, og það er einhver sérstæður neisti i myndum hans. Nýiiðiinin Margrét Reykdal á vel samræmda mynd ; bláum tónum, og framlag Akureyringsinis Arn- ar Inga er vi'rðingarvert. Mynd- vefnaðurinn á sýningunni er fág aður og sómir sér vel, en þar sakna ég þó nýsköpunar x bland við tiliraunagerð nútimans. Vatns litamyndirnar á sýnimgunni ein- kennast einnig af menningu og fágun. Af teikningum á sýning- unni eru það einkum myndir Haralds Guðiiergssonar, sem vekja athygld. Virðist hann búa yfir sérkennilegum, mögnuðum hæfiteikum. Jóhanna Bogadóttir er eini sýnandinn, sem heldur uppi sóma grafík-listarimnar og ferst það vel. Er hér um mjög ánægjutega og athyglisverða framför hjá hinni ungu liis'takonu lað ræða, sem elnkum kemur fram í myndinni „Hvert“ Af myndhöggvurum finnsit mér Guð mundur Benediktsson bæta einna mest við sig frá fyrri sýningu, og hinm kornungi Þorsteinn Úlf- ar Björnsson haslar sér völl með ágætum grásiteinismyndum. Gler- myndir I.eifs Breiðfjörðs eru skemmtilegt framlag til sýning- arimmar. í heild er sýningin rislægri en skyldi og biður aðstandenda hennar mikið verkefni að lyfta henni í framtíðinni. Undirbún- ingur næstu sýningax í stórum dráttum þarf að hefjast strax að lokinni þessari sýningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.