Alþýðublaðið - 26.08.1958, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 26.08.1958, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 26. ágúst 1958. A 1 þ ý 5 u 1«1 a 3 i 8 C ÍÞróttir • J Nýr hjörfr unarbátur Framhald af 8. síðu. Heiðari gekk ekki eins vel, hann fór vel yfir 3,80 m, en felldi 4,00 þrisvar, þó að litlu munaði öll skiptin, sérstaklega í síðustu tilrauninni. Alis kom. ust 21 í úrslitakeppnina, einn af þeim, sem ekki komst var Larsen, Danmörku. Heiðar varð 24. í röðinni. STORKOSTLEG ÚRSLITAHLAUP Úrslítahlaupin, sem mesta at hygli vöktu í dag, voru 400 og 800 m. Keppnin geysihörð og úrslit óvænt í báðum. Fyrir- fram var reiknað með’ þýzk- ensku stríði í þesari grein og sú spá stóðst, en fáir r-eiknuðu með Wrighton sem sigurvegara, en hann er mjög. skemmtiiegur hlaupari, þó að ójafn sé. Pól- verjinn Swatowsky tók forust una og fpr geysihratt, en er upphlaupið 'hófst stirðnaði hann upp Bretarnir hófu geysisterkan endasprett. — Lengi vel mátti ekkí á milli sjá, en 10—20 m frá marki er það Wrighton, sem rennur fram úr .og sigrar á glæsilegu mótsmeti 46,3 sek. Annar varð Salisbury, Engl. 46,5, þriðji Haas, Þýzkalandi 47,0, fjórði Kaufmann, Þýzkalandi, 47,0, fimmti Svíinn Pettersson 47,5 og sjötti Swatowsky 47,8. Gieði Wrightons var mikil yfir sigr- inum og eftir verðlaunaafhend- inguna hljóp hann með gull- peninginn veifandi um allan völlinn. Það var mikil harka í við- bragði 800 m hlaupsins eins og oft vill verða, þegar um jafna menn er að ræða og keppnin í dag sannaðl það, að nauðsyn- legt er að fyrsti hringurinn verði hlaupinn á aðskildum brautum. Boysen náði beztu viðtoragði og hafði forustuna fyrstu 200 m, en þá kom Ma- komaski, Póllandi, sem flestir höfðu reiknað með sem sigur- vegara og var í fararbroddi, þegar hlaupið var hálfnað. Á næstsíðustu langhliðinni var baráttan geysihörð og var oft skipt um forustu, en Boysen hélt mjög góðri aðstöðu og á miðri upphlaupsbrautinní var hann um tíma fyrstur, en Bret- inn Rawson kom með sérstak- . lega skarpan endasprett og tókst að pína sig um Vz metra frarn, Gleðin var óskapleg í brezku áhorfendunum, en hún stóð ekfci lengi, því að nokkr- um mínútum: eftir að hlaupinu lauk tilkynnti þulurinn, að Boy sen, Noregi hefði orðið Evrópu meistari á 1:47,9 mín., en Eng- lendingurinn Rawson hefði gert hlaup sitt ógilt í upphafi hlaupsins. Hann mun hafa hrint einum keppendanna út af brautinni á fyrstu beygjunni. Rawson brást mjög drengilega við þessum harða úrskurði og hljóp mað útbfeiddan faðminn til Böysens, strax eftir að þetta hafði verið tilkynnt. Ann ar í 800 m hlaupinu varð Scmidt, Þýzkalandi 1:47,9 þrioji Makomaski, Póllandi 1:48,0, fjórði Szentgali, Ung- verjalandi-l:48,3, fimmti Mis- sala, Þýzkalandi 1:48,5, og sjötti Johnson, Englandi 1:49,2. URSHT I FJORITM KVENNAGREINUM Keppt var til úrslita í fjór- ‘um greinum kvenna þ. e. fimmtarþraut, 100 og 400 m hlaupi og hástökki. Keppnin í 10.0 m hlaupinu var geysihörð og varð ,,Photofinis'h“ að skera úr um röðina. Enska stúlkan Young varð Evrópumeistari, ihljóp á 11,7, Krepkina, Rúss- landi, varð öhnur á sama tíma og Stubnilk, Þýzkalandi 11,8 sek. Westson, Englandi og Leo- ne, Italíu, fengu 11,8 og Mal- soskaja, Rússlandi 11,9 sek. | Itkina, Rússlandi sigraði meðl yfirburðum í 400 m hlaupi! kvenna á 53,7 sek. Hún hleyp- ur fallega og kraftmikil er hún. Hinar dömurnar eru kvenlegri og enska stúlkan Hlscox, sem varð þriðja á 55,7, var svo eftir sig að það varð að bera hana á sjúkrabörum út áf leikvang- inum. Önnur varð Praluk, iRússIandi 54,8 sek. Plin hávaxna Balas frá Rúm- eníu sigraði með miklum yfir- burðum í hástökki, stökk 1,77 og var mjög nærri að stökkva l, 80 m. Önnur varð rússneska stúlkan Chenchik með 1,70 og þriðja Sthirley, Englandi 1,67 m. Keppnin var skemmtileg í fimmtarþraut kvenna og þar sigraði Bystrova, Rússlandi og Ihlaut 4733 stig, önnur varð Vinogradova, Rússlandi með 4627 stig-og þriðja Eiberle, Þýzkalandi 4545 stig, PÓLSKUR SIGUR OG SÆNSKT MET Pólverjinn Rut varð Evrópu- meistari í sleggjukasti, hann kastaði 8 sm lengra æn Evrópu- meistarinn 1954, Krivonosow frá Rússlandi varð annar. Rut kastaði 63,86, en Krivonosow 63,78. Svíinn Asplund, sem varð sjötti, setti glæsilegt sænskt met og kastaði 62,18 m, hann er lágvaxinn og óveiiju léttur af sleggjukastara að vera. AÐRAR GREINAR Vinsælasti keppandi dagsins var Svíinn Trollsás, 'sem sigraði í öðrum riðli í undanúrslitum 400 m grindahlaupsins á nýju glæsilegu sænsku meti, 51 sek. Trollsás ier mjög skemmtilegur dþróttamaður, en í Svíþjóð gengur hann undir nafninu „Trollet“. Eins og kunnugt er kom Trollsás til íslands 1956 og þá var hann skírður þessu nafni. Það var hörð keppni í undan. úrslitum 5 km hlaupsins og sig urvegararnir í riðlunum náðu tíma, sem oftast hefur nægt. til sigurs í Evrópumeistaramótum. Ungverjinn Iharos vann fyrri xiðilinn léttilega á 14:05,6, en Rússinn Artynuk þann síðari á 14:06,8. Sex fyrstu menn í hvnr um riðli komust í úrslitabaráít- una. Síðasti maður hljóp á 14:57,8, en sá snæstsíðasti á 14:33,6 m.n Undanúrslitin í 80 fm grindahlaupi kvenna voru nokkuð söguleg og keppnin hörð. í tveim riðlunum rákust tvær stúlknanna á síðustu grind urnar og duttu kylliflatar, önn- ur þeirra fór algjörlega úr jafn- vægi og grét, þar sem hún var í öðru sæti og hefði komizt í úr- slit ef ó'happið hefði ekki skeð. Á morgun keppa stúlkurnar til úrslita. Það er mikið líf í tusk- unum í blaðamannastúkunni o.g i kringum okkur íslend.ngana íeru Finnar og Norðmenn. Sam- komulag er gott og norræn sam- vinna er í fuUum gangi, þ. e. a. ;S. ef Norðmanni gengur vel, gleðjast allir N'orðurlandabú- arnir og það sama má segja ef íslendingur, Finni, Dani eða íSvíi gerir eitthvað vel. ÖRN. vWt < 5ÍP í FYERI viku var hlcypt af stokkuiium í Engiandi nýjum björgursarbáti, sem kann að hafa þýðingu fyrir okkur. — Þessi gerð er árangur af 5 ára tilraunum, sem fyrirtækið Britain’s Royal National Life bo'at 'Institu'tion hefujr 1-átiíí gera. Báturinn er 37 fet á lengd og er talinn hentugur til þess að setja á flot frá landi í vondum veðrum. Þykir þessi gerð gefast svo vel að iframleiðsla slíkra báta er nú hafin í stórum stíl. Bátur inn imun kostai 23 þúsund pund, en í honum eru tvær Perkins P4 (M) díselvélar. — Báturinn vegur níu tonn og hefur sjálfstýrisútbúnað, sem talinn er sameina kosti þeirra nýjunga, sem komið hafa fram á því sviði. Ráturinn cr á hæð 11% fet að framan og ber hálft annað tonn af vatnl í ballest. A tilraunasiglmgu klauf hann Jirettán feta háa öldu, sem hrotnaði framan á honum. Hann sökk ekki í slíkum sjó. Hraðinn er átta mílur og hann getur siglt llft sjómílur í einni ferð. Tunglið Framhald af 5. síðu. aða mynd af tunglinu, en hún snýr öfugt. Norður kemur fram þar sem suður er og sama gild- ir um hliðarnar, austur og vest ur. GANGUR MÁNANS Við sjáum nokkurn veginn sömu mynd af tunglinu, þótt við horfum á það mánuð eftir mánuð en það sést aðeins vegna endurskins frá sólinni. Tungl- ið snýst kringum jörðina að meðaltali einu sinni á 29,531 degi, en Það er tíminn, sem líður frá því að tungl er fullt og þar til það verður fullt aft- ur, eða tíma'bilið milli tveggja nýrra tungla. Þegar bleik sigð af vaxandi tungli sést á himn- inum, m.á sjá hinn hluta þess í óskýrri birtu frá sölarljósi, sem endurkastast frá jörðinni til tunglsins. Tunglið snýst aðeins einu sinni um öxuj. sinn á hringferð inni umhverfis jörðina, og þann ig snýr alltaf sama hliðin að okkur. En oft kemur það fyrir, að iþað bregður örlítið út af venjulegri stöðu sinni, og þá getum við skyggnzt inn í hin lítt þekktu svæði þess. (Úr ameríska tímaritinu 'Science News Letter.) Danskt blað (Frh. af 1. sSðu l fylkjast samkvæmt áætluninni brezku togararnir um herskip- in þrjú/ við nýju landhelgis- línuna, og skipin halda inn á þau hafsvæði, sem íslendingar telja sig eiga. Hvað gerist þá? Enginn getur sagt það fyrir í dag, hver verða endalokin. — Hið eina sem vér vitum, og sem hægt er að segja skýrt af Dana hálfu, er að hér er á ferðinni tilræði af hálfu Breta við það réttaröryjggi,, sem er arfleifð hins vestræna heims og lýðræð is, og sem sáttmáli sá, sem kenndur er við Atlantshafið, er stofnaður til verndar. Og enn segir í greininní. Ekki einungis sem, lýðræðis ríki, réttarríki og norðurlanda- ríki verða Danir að líta með vanþóknun á viðbrögð Breta — heldur einnig sem ríki innan Atlantslhafshandalagsins, sem hefur mjög mikilvægra hags- muna að gæta á Norður-Atlants hafssvæðinu, verðum vér að snúast gegn framkomu, sem miðar að því að veikja hern- aðaraðstöðu okkar, sem þegar er léleg. tireilisyn s V ■ I « S; V Hreinsum golfteppi, ^j; fljótt og vel. Breytum og gerurn eirm- y ig við þau. V Gólfteppagerðin hf. ^ Skúlagötu 51. S, Sími 17360. V V Hollenzkar |r ápur Ero Hafnarstræti. \ K.S.Í, S V s s s s s s $■ Ungiingadagur K.S.Í, 1958 í kvöld kl. 8 leika Landsliðið 1948 - Unglingaúrval 1958 á Laugardals vellinum. Sjáið gömlu kcmpurnar aftur; Liðið, sem s igraði Finna 1948, gegn mönnum morgun- dagsins. Forleikur milli 3. flokks Vík ings og Þróttar kl. 7,30. Unglinganefnd K.S.Í.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.