Alþýðublaðið - 27.08.1958, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.08.1958, Blaðsíða 1
Alþgimblabið XXXIX. árg, I Miðvikudagur 27. ágúst 1958. 192. tbl. De Gaulle hlauí kuldalegar mót- fökur í Afríkuferðalagi sínu Afríkubúar vantrúaðir á orð- heidni Frakka PAPJS. þriðjudag (NTB -— AFP). Ðé Ganlle hlaut héldur kuldalegar móttökur í Afríku- ferðalagi sínu, og í Dakar voru • r Olafur Noregskon ungur heimsækir Danmörk ÓLAFUR Noregskonungur og Astrid prinsessa fara í opin- bera heimsókn til Danmerkur dagana 11- til 13. sept. nk. Með al fylgdariiðs Þeirra er H.aivard Lange utanríkisráðherra. Farið verður á konungsskipinu Norge. Friðrik Danakonungur, Ingrid drottning og Margrét ríkisarfi m(unu fara til móts við konungsskipið og taka á móti gestunum um borð. Meðal ann- ars munu gestirnir skoða hina nýju kjarnorkustöð Dana. t. d. franskir fánar rifnir niður og kröfuspjöld borin um göt- urnar með áletrunum um al- gert sjálfstæoi. Þrátt fyrir snjallar ræður og góð loforð De GauTle eru Af- ríkubúar vantrúaðir á orð- heldni Frakka, en De Gaulle hefur hvarvetna boðið frönsku nýlendunum í Afríku að gerast hluti af Frakklandi. Frá Dakar mun De Gaulle leggja leið sína til Alsír, en Þaðan fer hann til Parísar næstkomandi föstu- dag. í Dakar var forsætisráðherr- ann hrópaður niður af ungling- um er hann var að halda ræðu 'yfir um 100 þús. manna. Há- reystin var svo mikii, að þótt liann hrópaði ræöu sína heyrð- ist lítið til hans. Þó heyrðu þeir sem næst stóðu að hann hróp- aði: ,,Ef þið viijið fullveldi, þurfið þið ekki annað en taka Það.“ Engin sumarsláírun í ár en hausf- sláírun hefst fyrr en vant er .. Kjötbirgðir eru nægar í iandinu KJÖTBIRGÐIR eru nú næg ar í landinu og því engin þörf á sumarslátrun. Ilins vegar mun ráðgert, að haustslátrun liefjist nokkru fyrr en venja er til- Má því búast við slátrun Eklð á úfsvarps- -sföng Keflavíkur- úlvarpsins • MARGIR hafa vafalaust^ ^brotið heilann um, hvers ( ^ vegna þeir náðu ekki í Kefla \ ^ víkurútvarpið í gær. Ástæð- \ \an er sú, að útyarpsstönginS S féll niður, svo að hætta varð S S útsendingum. Blaðið átti talS Svið Keflavíkurútvarpið umS S betta, en þeir sögðusf ekki) Shafa leyfi til þess að veita^ j) neinar upplýsingar um mál- • lið. Þess vegna var hnngt í) ^herlögregiuna, en hún gat^ ^engar upþlýsingar veitt. ^ ^ Blaðið hefur hins vegar ^ Shlerað, að fráneygur náungis Sainn hafi hvorki meira né S Sminna en ekið á útvarps-S Sstöngina á tíu tonna vöru-S Sbifreið (trukk) með þeim af-1! Heiðingum, að útvarpsstöng-) £ in féll og hætta varð útsend-) •ingum. En sem iyrr segir^ ^ fékk blaðið ekki staðfestingu ■ ^á þessu, þar sem enginn ■ Shafði léyfi til þess að veita | Supplýsingar um máiið. ( upp úr miðjum septemher. Alþýðublaðið fékk þessar upplýsingar hjá Sveini Tryggvasyni, framkvæmda- stjóra Framleiðsluráðs land- búnaðarins í gær. ENGIN SUMARSLÁTRUN í ÞRJÚ ÁR. Sveinn kvað enga sumar slátrun hafa verið í þrjú ár. Hins vegar hefur slátrun oft hafizt fyrr en eðlilegt er, að haustslátrun hefjist. Haust- slátrun á, að hefjast 20. sept- ember en sem fy.r segir hefst slátrun eitthvað fyrr, líklega fyrri hluta september mánað- ar. Þrír flokkar í Færeyj um senda Dönum mólmæli ÞRIR stjórnmálaflokkar í Færeyjum, Fólkaflokkurinn, Sjálfstjómarflokkurinn og Þjóðveldisflokkurinn, hafa sam þykikt mótmæli vegna þess, að Danir neita að færa út land- helgi Færeyja í 12 mílur. Flokkarnir eru þeirrar skoð- unar, að danska stjórnin hafi ekki heimild til sbkra aðgerða án samjþykkis færeyska lög- þingsins. Þeir láta svo um mælt, að þegar lögþlngið kem- ur saman í haust, mum Færey- ingar leysa þetta mál sjálfir, án Þess að hafa samráð við dönsku ríkisstjórmna. Þorskur og fallbyssur Mynd þess; birtist fyrir nokkru í Politiken og sýnir flotavernd brezkra fiskimanna við ís- landsstrendur. — Er ekki dásamlegt að geta fiskað hér í friði. Unglingaúrvalið sigraði í GÆRKVÖLDI íór fram knattspyrnuleikur í sambar.di við unglingadeildardag KSÍ milli unglingaúrvals 1958 og jandsliðsins frá 1948. Leikar fóru þannig, að unglingarnir sigruðu með 5 mörkum gegn 3. Fyrri hálfleik sigraði landslið- ið hins vegar með 1 marki gegn engu. Sæmilegur afli Fregn tU Alþýðublaðsins. STYKKISHÓLMI í gær. TRILLUR frá Stykkishólmi hafa stundað1 veiðar þegar hef- ur gefið, en það er sjaldan vegna stöðugrar norðanáttar. Afli er annars sæmilegur Einn bátur hefur stundað rek netjaveiðar, en þrír voru á síldveiðum fyrir norðan. Þsir eru n úkomnir. ÁÁ. Síldveiðin fyrir austan: Ágæt veiði í lagnet á Reyðarfirði Fregn til Alþýðublaðsins ESKIFIRÐI í gær MIKIL SÍLD hefur um tíma verið hér inni á fjörðum eg er veiðj ágæt í lagnet. Stunda trillur þær veiðar og hafa aflað prýðisvel. í morgun sást síld vaða hér rétt fyrir framan. Stærri bátar hafa einnig verið að veiðum hér inni á fjörðunum ,en nú eru þeir farn ir út á miðin, þar eð vart hef ur orðið nokkurrar síldar aft- ur. Áður í sumar var ágæt veið; á Reyðarfirði, en hún er nú mjög að glæðast aftur. Hins vegar er hún of smá til þess að hægt sé að salta hana. Er hún því fryst til beitu og brædd. SÆMILEGUR ÞORSKAFLI. Þá er og sæmilegasti þorsk- afli á Reyðarfirði. Hafa trillur sem þorskveiði stunda þar, fengdð sæmilegan afla, A. J. Lækir flóðu yfir bakka skemmdum § húsum Fregn til Alþýðublaðsins. SIGLUFIRÐI í gær. UM mánaðartíma hafa ver- ið sífelldar rigningar og norð anátt hér á Siglufirði, eins og skýrt hefiij. verið frá í frétt- um. En fyrir síðustu helgi gerði slíka stórrigningu, að sjaldan hefur koniið önnur eins hér. Var verst á föstu- daginn. Rigndi þá svo mikið, að allir iækir flæddu yfir bakka sína og ræsi undir veg um höfðu ekki við, svo að allt varð flóandi í vatni. Víða brutust lækir heim að hús- um og inn í þau, svo að varð til töluverðra skenrmda. í dag er ekki rigning, en hins vegar norða-nátt og dimm viðri. Eru mikil vandræði um heyþurrk í Fljótum og liorfur mjög slæmar. SILDARBÁTAR MEÐ SLATTA. Seyðisfirði í gær. — Bátar koma hingað annað slagið með smá slatta af síld. Aflinn er misjafn og síld mjög misgóð. Veitt er á ýmsum stöðum. I gær bárust hingað um 1500 mál síldar í bræðslu. G. B. Leiklistarskéli ÞjóS- leikhússins í HAUST verða nýir nem- endur teknir inn í Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins, en hann er tveggja vetra skóli og ekki teknir nýir nemendur nema annaðhvort ár. Inntökupróí fara fram síðústu vikuna í sept erniber og á nemandi þá að flytja 5 mínútna atriði úr tveim hlutverkum og lesa upp ljóð. Þetta er samkeppnispróx og eru í mesta lagi 10 nemend- ur teknir inn í skólann. Það sem kennt er í skólan- um er taltækni, framsögn, leik- ur, látbragðslist, andlitsförðun, skylmingar, leiklistarsaga, sál- fræði og listdans. Umsóknir unjj skólavist skulu sendar þj óðleikhússtj óra fyrir 15. september.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.