Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JUNI 1974 Bergsteinn Kristjáns- son — Minningarorð Fæddur 28. nóvember 1889 Dáinn 6. júnf 1974 Allt frá þvf er við Bergsteinn Kristjánsson hittumst fyrst í hópi vegagerðarmanna austur við Þingvallavatn fyrir tæpum fjór- um áratugum og til þess er við kvöddumst síðast að heimili hans við Baldursgötu 15 hafa kynni okkar sannað mér hve afstætt það hugtak er, sem við nefnum tima. Þrátt fyrir aldursmun okkar trrð- um við jafnaldrar við fyrstu kynní, og andartaki eftir að ég hafði síðast heilsað honum hel- sjúkum vorum við háðir orðnir jafn slungir, stélbrattir og stoltir I kappræðum og þegar við sátum fyrst saman mörg unaðssæl og ógleymanleg sumarkvöld, sem einna ljúfast er nú að mega minn- ast frá löngum ferli frábærra góð- kynna. En gott er einnig að mega muna og þakka allar þær stundir aðrar, sem við áttum síðar saman, þar sem allt annað gleymdist en um- ræðuefnin, sem alltaf voru Berg- steini jafn fersk og fyrrum mann- lífið alltaf jafn forvitnílegt, af- staða hans til vandainála þess per- sónuleg, einkennd af þeim dreng- skap, góðleik og heiðríkju hugar- farsins, sem var svo sérkennandi I fari hans. Fjölfræði hans og stað- góð sérþekking í ýmsum greinum olli því, að viðfangsefnin urðu óþrotleg, og við leiðalok hlakkað til nýrra endurfunda, þar sem nýr og æsilegur þáttur lífsgátunnar myndi bíða úrlausnar. Þegar við kynntumst átti Berg- steinn fjölbreytilega sögu aó baki. Hann var þá nýlega búinn að bregða búi að Eyvindarmúla í Fljótshlíð og fluttur til Reykja- víkur með fjölskyldu sína. Liðin voru æskuárin að Argilsstöðum og 14 fyrstu búskaparárin þar. Hinn 6. júni 1916 kvæntist Berg- stéinn Steinunni Auðunsdóttur frá Eyvindarmúla, og réttum 58 t Eiginmaður minn, ZÓPHÓNÍAS Ó. PÉTURSSON, Fagradal, Stokkseyri, lést 1 1. júní s.l að Vífilsstöðum. Sigríður Karlsdóttir. Jarðarför, VILHJÁLMS STEFÁNSSONAR, Bakkakoti, Hólmslandi, er andaðist að Reykjalundi 9. júní, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. júní kl. 3. Fyrir hönd aðstandenda Magnús Wium. t Útför konu minnar, móður og tengdamóður INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR Reynhólum Miðfirði V.-Hún. sem lést 4. þ.m. verður gerð frá Staðarbakkakirkju laugardaginn 15. júnl kl. 2 e.h Björn Guðmundsson börn og tengdabörn. t Útför eiginkonu minnar, GUÐMUNDU KRISTJÁNSDÓTTUR, Vesturbergi 155, er andaðist 7. júní, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. júní kl. 1.30. Blóm og kransar afbeðnir, en þeir, sem vildu minnast hennar, láti líknarstofnanir njóta Fyrir hönd móður, bróður, barna, tengdadóttur og barnabarns, Hafsteinn Guðjónsson. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu MARÍU ARNFINNSDÓTTUR frá Látrum Aðalvlk Arnfríður Kristjánsdóttir Pálmey Kristjánsdóttir, Hannes Jónsson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÚLÍU JÓNASDÓTTUR frá Guðnastöðum. Jónas Guðlaugsson, Dóróthea Stefánsdóttir, Sigríður Guðlaugsdóttir, Ingólfur Majasson, Ólafur Guðlaugsson, Ragnar Guðlaugsson, Margrit Guðlaugsson, Ingibjörg J. Guðlaugsdóttir, Sturla Einarsson, Barnabörn. árum síöar lauk þeirri sambúð. Ég er viss um, að allir verða sam- mála um, að hún hafi verið mjög farsæl. Dæturnar fjórar fæddust að Argilsstöðum, og alla tíð síðan hefir rikt mikil eindrægni og ást- úð innan fjölskyldu þeirra Stein- unnar og Bergsteins. Þau héldu öll eins lengi hópinn og unnt var að Baldursgötu 15, og þó að leiðir hlytu að skilja, var þar alltaf í raun réttri hið eiginlega heimili allra, dætra, tengdasona og af- komenda þeirra. Fátt var Berg- steini fremur til yndis á þrauta- stundum undanfarinna ára en að njóta þess mannvænleika, sem eínkennir nú alla afkomendur hans. Fyrir austan varð Bergsteinn einkum góðkunnur vegna dýra- lækninga og margvíslegrar félags- starfsemi, sem of langt er hér að rekja. Hann var af nokkurri skólagöngu og miklu sjálfsnámi búinn að afla sér góðrar menntun- ar, og áður en hann flutti frá Argilsstöðum gaf hann út fyrstu bók sína, smásagnasafnið Kjarr. Ég veit ekki hvers vegna Berg- steinn brá búi og fluttist til óviss- unnar um framtíðina i Reykjavík, en mig grunar að fjölbreytíleg áhugaefni hans sjálfs hafi þar ráðið úrslitum. Hann var þá far- inn að sökkva sér niður í fræða- grúsk, var skáldhneigður og hefir eflaust þótt rýmra um sig í Reykjavík en eystra, og það var á þessum tímamótum brauðstrits og lífsþorsta, sem ég eignaðist fyrst þennan frábæra félaga til þeirrar löngu samfylgdar, sem er nú lokið. Þó að Bergsteíns muni vegna mikilla mannkosta og andlegs at- gervis jafnan minnzt með miklum söknuði af fjölskyldu og fjöl- mennum vinahópi, þá verður hann langlífastur vegna framlags síns til íslenzkra bökmennta og fræða. Aðra bók sína, Dýrasögur, gaf hann út árið 1943, og í félagi við Björn Þorsteinsson ritaði hann um örnefni í Holtahreppi. Arið 1955 kom út eftir hann Registur yfir 25 árg. Árbóka Fornleifafélagsins og sama ár Fenntar slóðir, 15 þættir um sunnlenzka þjóðhætti. Síðasta bók hans, Æskan og dýrin, kom út árið 1961. Með þessu hefir Berg- steinn reist nokkrum greinum hinna fjölbreytilegu áhugaefna sinna verðugan bautastein. Þrátt fyrir nokkra örðugleika frumbýlisáranna í Reykjavík tókst Bergsteini aó ljúka brauó- striti sínu með mikilli sæmd. Hann varð um skeið gjaldkeri Frí- kirkjusafnaðarins, en síðustu tuttugu starfsárin var hann í þjónustu tollstjóraembættisins í Reykjavík. Hann bjó í rauninni því búi, sem ég held að hann hefði helzt kosið sér, varð ekki svo rik- ur af fé, að það yrði honum til ama, en aldrei svo fátækur, að á hinu hlýlega heimili þeirra Stein- unnar skorti neitt nauðsynja, og rikulegt þeirra allra er gesti bar að garði. Síðustu árin átti Bergsteinn við mikla vanheilsu að búa, og hafði stundum í flimtingum, að ef ein- hver sjúksómanna hefði fengið að vera óáreittur af öðrum, þá væri hann dauður fyrir löngu. En ég held, að það hafi ekki verið þetta kapphlaup banameinanna um að verða honum að aldurtila, sem hélt svo lengi lífinu í Bergsteini, sem raun bar vitni, heldur hitt, að I rauninni tímdi hann ekki að deyja. Til þess fannst honuin líf- ið, þrátt fyrir allt, alltof freist- andi, ástvinirnir og margir, hreiðrið við Baldursgötu svo nota- legt, og svo æsilegt að fá að vita hver lausn yrði fundin á þeim ótölulega fjölda mannlegra vandamála, sem ollu honum heíla- brotum. Það var þess vegna, sem elli- móðan vék alltaf fyrir æskublik- inu i augunum, að timinn varð blekkingin tóm, sjúkur likaminn hismið eitt, ekkert éilíft nema andinn í þrotlausri baráttu hans við leitina að svörum við lífsgát- unni miklu um manninh sjálfan, örlög hans, markmið og leiðir. Það var mikil sæmd og munað- ur öllum þeim, sem Bergsteinn valdi sér að vinum, og frá einum úr þeim stóra hópi eru honum nú færðar þakkir i dag. Sig. Magnússon. Haukur Guðmunds- son — Minningarorð Fæddur 24.6 193« Dáinn 3.6 1974. Annan í hvítasunnu barst mér sú harmafregn, að fyrrverandi vinnufélagi minn, Haukur Guðmundsson véistjóri, hefði orð- ið bráðkvaddur við störf í mb. Jóni Finnssyni, þar sem hann stóð í Slippnum í Réykjavík. Hauki Guðmundssyni kynntist ég fyrir nokkrum árum, er hann réðst til Einars Farestveit & CO HF sem tæknilegur ráðunautur fyrirtækisins á sviði skipavéla og skipabygginga. Haukur fór þá strax til Noregs og sótti nokkurra mánaða námskeið hjá Wichmann- vélaverksmiðjunum. Þessu nám- skeiði lauk hann með miklum sóma og létu Norðmennirnir þau orð fylgja honum heim, að hann væri fullfær um að annast allt ábyrgðareftirlit með vélum þeirra hér á landi og treystu þeir ekki ábyrgðareftirlit með sínum mönn- um betur. Þetta voru stór orð, en sönn. Haukur var einstaklega hæfur og úrræðagóður vélstjóri. En eins og oft vill verða um menn, sem eru liprir og góðum hæfileikum bún- ir, þá hafði hann sjaldan frið. Það var hringt til hans á öllum tímum sólahrings hvaðanæva að af land inu, frá bátum í hafi, innlendum og erlendum. Og Haukur var reiðubúinn að leysa vanda þeirra af þekkingu og öryggi. Stór floti islenzkra fiskiskipa naut stöðugt góðrar þjónustu hans og er það trúa mín, að skarð það, sem Haukur skilur eftir sig á þessu sviði, verði seint fyllt. Við samstarfsinenn Hauks mát- um hann mikils. Hann var skemmtilegur í umgengni, glett- inn, en ákveðinn. Fyrir um það bil ári hætti hann svo að vinna með okkur og fór til sjós á vélskipið Jón Finnsson. En nokkrum dögum áður en hann lézt hafði hins vegar verið rætt um, að hann kæmi aftur til starfa með okkur. Haukur var maður, sem sótzt var eftir til vinnu. — En því miður fara ekki allir dagar sem ætlað er. Að endingu viljum við fyrrver- andi vinnufélagar hans og stjórn Einars Farestveit-CO HF flytja honum okkar hinztu kveðjur með þakklæti fyrir einstaklega góða viðkynningu. Fjölskyldu hans, konu og börnum óskum við bless- unar á komandi dögum. A.K. Farestveit. Hetga V. Sigurðardóttir frá Skagaströnd Kveðja Mig langar til að minnast tengdamóður minnar, Helgu Vil- helmínu Sigurðardóttur, er lézt á Landspítalanum 18. marz sl. Hún fæddist á Stóra Bergi á Skagaströnd 15. apríl 1902, dóttir hjónanna Bjargar Bjarnadóttur og Sigurðar Sigurðssonar, Móum, t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, dömuklæðskera. Systkinin. Skagaströnd. Helga hóf búskap á Hnappstöðum með manni sinum, Oskari Bergsyni Laufdal, og eignuðust þau 8 börn. Þrjú dóu í æsku. Fimm eru á lífi, Þorsteinn Laufdal, kvæntur i Reykjavík og á þrjú börn, Bergljót, gift á Skagaströnd og á fimm börn, Sigurbjörg, gift i Grindavík, á 6 börn, Sigtryggur og Ásdís ógift, búsett í Kópavogi. Helga missti mann sinn 1946. Bjó hún ein með börnum sínum á Hnappstöðum þar til hún giftist eftirlifandi manni sínum Angan- tý Jónssyni frá Fjallsmynni 26. júní 1949. Bjuggu þau fyrst í Fjallsmynni, en fluttust síðan til Grindavíkur og hafa búið þar síðan. Helga var mjög glaðlynd og kát og áttum við margar ánægjulegar stundir, sem ég vil þakka henni fyrir. Ég votta eiginmanni heiiuai og börnum samúð mína. Helga var jarðsett frá Grinda- víkurkirkju og var mikið fjöl- menni, sem fylgdi henni síðasta spölinn. Sýndi það bezt, hversu vinsæl hún var af öllum, er hún kynntist. Guð blessi minningu hennar. Gunnar Benónýsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.