Morgunblaðið - 17.07.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.1974, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 125. tbl. 61. árg. MIÐVIKUDAGUR 17. JULÍ 1974 PrentsmiSja Morgunblaðsins. Agreiningur fer minnkandi Segir forseti hafréttarráðstefnunnar Flutningi framsöguræða 115 þjóða lauk á mánudag og nú munu þátttakendur hefjast handa við að semja drög að alþjóðlegu samkomulagi. Amerasinghe sagði á blaða- mannafundi, að ráðstefnan mundi skipta sér í þrjár nefndir til að hraða vinnslu þeirra 100 mála, sem á dagskrá eru. Þessi mál fjalla um allt frá mengun til landhelgi. Ráðstefnan í Caracas mun standa til 29. ágúst, en búizt er við, að framhaldsráðstefna verði haldin í Vín til að ganga endan- lega frá samkomulaginu. Amerasinghe sagði, að almennt væri fallizt á að stækka lögsögu þjóða úr 3 sjómílum i 12, en sum ríki tengdu þá útfærslu 188 sjó- mflna efnahagslögsögu að auki, þar sem strandrfki réðu fiski og öðrum náttúruauðæfum. Gegn því að fallast á kröfur um stærri landhelgi og efnahagslög- sögu hafa stórveldin sett fram kröfu um frjálsar siglingar um sund á alþjóðasiglingaleiðum og Caracas, 16. júlf — AP, NTB. FORSETI hafréttarráðstefn- unnar f Caracas sagði á þriðju- dag, að skoðanaágreiningur þjóða varðandi alþjóðleg lög á hafinu færi minnkandi. „En erfiðasti þáttur ráðstefnunnar er enn óleystur,“ sagði forsetinn, Amera- singhe frá Sri Lanka. Elfsabet Englandsdrottn- ing í hópi manna úr lff- verði sfnum. Þeir eru klæddir búningum í túdorstíl, sem njóta mikils dálætis ferða- manna. Makaríos kominn til Möltu Mun líklega ávarpa öryggisráð SÞ í New York koma til starfa til að sinna særð- Valetta, London, Ankara, Aþenu, New York, Washington 16. júlí —AP, NTB. Makarios erkibiskup kom til Möltu seint á þriðjudagskvöld með flug- vél brezka flughersins frá Kýpur. Forsætisráðherra Möltu, Dom Mintoff, tók á móti Makariosi á flug- vellinum. Komu hans var haldið leyndri í eina klukkustund eftir að flug- vélin lenti. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kvatt saman vegna atburðanna á Kýpur kl. tuttugu á þriðjudags- kvöld. Herma sumar frétt- ir, að Makarios muni halda áfram til New York og ávarpa fund öryggis- ráðsins. Áður en Makarios fór frá Kýpur hvatti hann f útvarpsávarpi alla þjóð- ernissinna á eynni og vin samlegar þjóðir til að halda áfram baráttunni gegn valdaræningjunum og koma á fót lýðræði að nýju. Stuttu eftir að Makarios fór hófu herskip skothríð á fæðingarbæ erkibiskupsins, Paphos. Sérstaklega var skot- hriðinni beint að höll hans, en þaðan var útvarpað þrisvar sinn- um á ávarpi hans til þjóðarinnar. Á þriðjudag heyrðust enn skot- hvellir í Nicokia og hin opinbera útvarpsstöð bað alla lækna að í fréttum BBC-útvarpsins brezka var frá þvf skýrt, að Makarios myndi fara til New York þar sem hann hygðist ávarpa fund öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna. Sendiherra Kýpur í London staðfesti þessa frétt í viðtali við AP-frétta- stofuna. Tyrkneskar hersveitir voru á þriðjudag sendar til hafnarbæja í Tyrklandi um leið og forseti Framhald á bls. 16 Vitnisburður CoLsons tvíræður Washington, 16. júlí — AP. FORMAÐUR dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandarfkjaþings, Peter Rodino, sagði á þriðjudag, Þrír ráðherrar segja af sér í Japan Toyko, 16. júlf — AP. KAKUEI Tanaka forsætisráð- herra Japans barðist á þríðjudag við að lappa upp á stjórn sfna eftir að þrfr óánægðir ráðherrar höfðu sagt af sér. Ekkert bendir þó til þess, að völd Tanaka séu enn f verulegri hættu, þar sem hann nýtur enn stuðnings áhrifamikilla hópa innan hins margskipta Frjáls- lynda flokks. Svo virðist sem afsögn ráð- herranna sé upphaf mikillar valdabaráttu meðal fhaldsmanna, sem stafar af lélegum árangri þeirra í nýafstöðnum kosningum. Er talið, að ráðherrarnir þrír vilji veikja stöðu Tanaka fyrir þing Frjálslynda flokksins í þessum mánuði, en þar verður kosinn for- maður flokksins, sem jafnframt verður forsætisráðherra. Einn ráðherranna, sem sögðu af sér, var Fukuda fjármálaráðherra, en hann var keppinautur Tanaka um formennsku 1972. að gögn f hugsanlegu kærumáli gegn Nixon yrðu lögð fyrir nefnd- ina á fimmtudag. Rodino sagði, að rökstuðningur og sannanir til stuðnings gögnun- um yrðu flutt munnlega á fimmtudag og föstudag. Sagði hann, að nefndin byrjaði athugan- ir sínar á gögnunum á mánudag og ákvörðun um, hvort nefndin mælti með því að forsetinn yrði kærður, yrði tekin á föstudag, 26. þessa mánaðar. Dómsmálanefndin hélt áfram að yfirheyra fyrrverandi ráðgjafa Nixons, Charles Colson, á þriðju- dag og sagðist hann hafa skýrt svo frá, að hann væri sannfærður u'm, að Nixon hefði ekki haft vitneskju um innbrotið í skrif- stofu sálfræðings Daniels Ells- bergs. Nefndarmenn eru hins vegar ekki allir á sama máli og telja margir vitnisburð Colsons hafa verið mjög óhagstæðan Nixon. Framhald á bls. 16 Ein lest af ópíum Hong Kong, 16. júlí — AP. LÖGREGLAN lagði á þriðjudag hald á eina lest af ópfum og 300 kg af morffni f rfkmannlegu ein- býlishúsi f Hong Kong. Er varningurinn metinn á 4 milljón- ir Bandarfkjadala. Jafnframt tók lögreglan f sfna vörzlu tvo um- sjónarmenn varningsins. Sumir túlkuðu orð Colsons á þann hátt, að Nixon hafði vitað um áformin um að brjótast inn í skrifstofu sálfræðingsins. Aðrir nefndarmenn telja hins vegar, að Colson hafi hjálpað forsetanum verulega. Colson kemur aftur fyrir nefndina á þriðjudag. I vitnisburði John Dean fyrr- verandi ráðgjafa Nixons sem dósmálanefnd fulltrúardeildar- innar birti á þriðjudag, staðhæfir Dean, að Nixon hafi reynt að létta skattabirðar ýmissa vina sinna. Þar á meðal eru Frank Sinatra, John Wayne og Billy Graham. í vitnisburðinum var hins vegar ekkert að finna, sem rökstyður þessar staðhæfingar. Haile Selassie f hásæti. V arnarmálaráðherr- ann gaf sig fram Fangamir gáfust upp Washington, 16. júlí — NTB EFTIR örvæntingarfulla tilraun til að brjótast út úr dómshúsinu f Washington hættu fangarnir tveir, Frank Gorham og Robert Jones, vonlausri baráttu sinni fyrir endurheimtingu frelsisins. Umsátri lögreglunnar um dóms- húsið lauk þegar hún uppgötvaði, að fangarnir voru að reyna að komast út um loftræstingar- stokka. Táragasi var hleypt í stokkinn og við þar urðu fangarnir að snúa aftur og gefast upp. Eftir uppgjöfina var félögunum ekið á herflugvöll og þaðan flogið til Atlanta í Georgiu, þar sem þeir munu gangast undir geðrann- sókn. Yfirvöld féllust á, að móðir Gor- hams fengi að aka með þeim til flugvallarins, en það var skilyrði þeirra fyrir uppgjöf. Addis Abeba, 16. júlí — AP. varnarmAlaraðherra Eþfópfu, Abebe Abyi, var hand- tekinn af her landsins á þriðju- dag, en undanfarna 18 daga hafa 60 aðrir háttsettir embættismenn verið handteknir. í stuttri tilkynningu, sem herinn lét útvarpa, sagði, að ráð- herrann hefði gefið sig fram eftir að hafa verið skipað að gera svo fyrir þann 21. júlí. í tilkynningunni sagði ekki, hvernig þessi skipun hefði komizt til Abyi, en hann hafði ekki sézt opinberlega síðan 29. júní, þegar herinn tók völd í Addis Abeba og hóf handtökur áhrifamanna. Þar á meðal voru handtekin skyld- menni Haile Selassie keisara, sem sviptur hefur verið mest öllum völdum, prestar og embættismenn. Varnarmálaráðherrann var kvæntur dóttur Haile Selassie.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.