Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 126. tbl. 61. árg. FIMMTUDAGUR 18. JULl 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Lögreglan hefur ekki látið upp- skátt um, hverja hún telur bera ábyrgð á þessu hryðjuverki, en margir gruna IRA um aðild. IRA hefur fyrr staðið fyrir sprengju- tilræðum I London, meðal annars I þinghúsinu. Talsmenn þeirra hafa þó stundum tilkynnt fyrir- fram hvað til stæði, svo að unnt hefur verið að forða fólki af staðnum. Engin sllk tilkynning barst nú. Talsmenn Scotland Yard segja, að sézt hafi til tveggja ungmenna sem hlupu frá Tower rétt áður en sprengjan sprakk og bandarfsk stúlka, sem var að taka myndir rétt hjá, segist hafa séð ungan mann hlaupa frá byggingunni, rétt áður en ósköpin dundu yfir. Ný stjórn í Portúgal Lissabon 17. júlí NTB ANTONIO De Spinola, for- seti Portúgal, kunngjörði í kvöld, að Vasco Goncalves hefði myndað nýja stjórn og ættu sæti f henni sautj- án ráðherrar, þar af eru 6 herforingjar og auk þess er forsætisráðherrann sjálfur hershöfðingi. Meðal ráðherranna eru nokkrir, sem stóðu að byltingunni I april. Mario Soares, leiðtogi sósialista, er áfram utanríkisráðherra og Al- varo Cunhal, foringi kommúnista, er áfram ráðherra án ráðuneytis. „Nýja ríkisstjórnin á að fylgja fram þeirri stefnu, sem mörkuð var með byltingunni, og lögð ^r áherzla á að skapa traust á millj ríkisstjórnarinnar og þjóðarinn- ar,“ sagði forsetinn í sjónvarps- ávarpi, þegar hann tilkynnti um stjórnarmyndunina. Makarios erkibiskup og forseti Kýpur kom til Bretlands I morgun og gekk skömmu sfðar á fund Harolds Wilson forsætisráðherra til að ræða við hann um ástand og horfur á Kýpur. Þeir sjást hér heilsast úti fyrir bústað Wilsons við Downingstræti 10. Þar var samankominn allmikill mannfjöldi og hyllti Makarios. Hrvðiuverkið í Tower of London: A.m.k. 40 slösuðust, flestir alvarlega og einn lézt í gærkvöldi Lögregla og björgunarlið að störfum f hvfta turnin- um f Tower of London skömmu eftir sprenginguna ægilegu í gær. London 17. júlf AP. NTB. it Ljðst er nú, að yfir fjörutfu manns slösuðust, þar af tfu alvarlega og einn er látinn, þegar mikil sprenging varð f hinni sögufrægu byggingu „Tower of London“ um miðjan dag. Um tuttugu börn voru meðal hinna slösuðu. Læknar á St. Bartholomeusjúkrahúsinu, en þangað voru hinir slösuðu fluttir, sögðu f kvöld, að óttazt væri um lff allmargra. Þeir sögðu einnig, að nauðsynlegt yrði að taka hendur eða fætur af sumum hinna slösuðu til að freista þess að bjarga lffi þeirra. Sprengingin varð f kjallara Tower. Þá voru um 80 manns inni f byggingunni en um eitt þúsund stóðu í biðröð eftir að komast inn. Flestir, sem inni voru, eru ferðamenn frá Danmörku, Bandarfkjunum, Þýzkalandi, Sviss og Nýja-Sjálandi. Lögreglan sló hring um svæðið og björgunarsveitir komu þegar á vettvang. Þar ríkti þó hin mesta ringulreið i fyrstu, en fljótlega varð séð, að engar teljandi skemmdir höfðu orðið á Tower. Sjónarvottar segja, að ástandið hafi verið ömurlegra en þeir geti með orðum lýst. Einn af þeim, sem komst af, staulaðist grátandi út og sagði: „Þetta voru flest lítil börn ... ég sá dreng, kannski sex ára ... ég sá ekki betur en hann færi I marga hluta ...“ Ungur Dani sagði: „Eg sá unga konu koma þjótandi og blóðið rann nið- ur andlitið á henni. Hún var að leita að barninu sínu ... hún hafði misst sjónar á því, þegar sprengingin varð ...“ Annar sagði: „Aldrei hef ég upplifað annað eins víti . .. ég sá sundur- tættan barnsfót skammt frá þeim stað, sem sprengingin varð ...“ Tower of London er ein fræg- asta bygging borgarinnar og var reist fyrir nlu hundruð árum. Þar var síðan illræmt og rammgert fangelsi á timum Tudorættarinn- ar. Nú eru þar varðveittir ýmsir veldisgripir brezku konungsfjöl- skyldunnar, ýmsir aðrir sögulegir dýrgripir, auk mikils og merks vopnasafns. Fleiri ferðamenn koma árlega til Tower en flestra annarra staða í London. safnazt þar saman og hyllti Kýpurforseta er hann kom til fundarins. Hann fer til New York á morgun, fimmtudag. ★ Frá Briissel barst þær fréttir, að öll rfki Atlantshafsbandalags- ins nema Grikkland séu þvf fylgjandi, að Makariosi verði gert kleift að hverfa aftur til Kýpur og grfskir herforingjar f þjóðvarðlið- Loft lævi blandið í grennd við Kýpur og óttast menn átök Grikkja og Tyrkja London, Ankara, Nikosia, Aþenu, S.Þ., Brtissel, 17. júlí AP. NTB. ★ „Þjóðvarðliðið hóf geysilega skothrfð á forsetahöllina. Ég reyndi að fylgjast með gangi mála og sá, að höllin var ekki alveg umkringd og komst út um leynidyr. Ég fór einn mfns liðs, en skömmu sfðar tókst einnig starfsliði mfnu að komast frá höllinni." Þetta mælti Makarios erkibiskup og forseti Kýpur við blaðamenn f Lundúnum f dag, en þangað kom hann frá Möltu. Hann bætti við, að hann hefði komizt óséður f munkaklaustur skammt frá höllinni og sfðan hefði honum tekizt að komast til fæðingarbæjar sfns, Paphos, og þaðan hefði hann eins fljótt og honum var auðið sent út orðsendingar um útvarpsstöð til þjóðar sinnar. if Eftir komuna til London hélt | Makarios til fundar við Harold Wilson forsætisráðherra f bústað hans. Hafði allmikill mannfjöldi Olíufundur London 17. júlf NTB BP-FYRIRTÆKIÐ hefur fundið all mikil olfulög á 185 metra dýpi norðaustur af Hjaltlandseyjum, en ekki er unnt að segja um það fyrr en að ftarlegri rannsóknum lokn- um, hvort borgar sig að hefja boranir á þessum stað. Svæði þetta hefur hlotið nafnið „Magnús“ og f kvöld var BP ófáanlegt að segja nákvæm- lega til um, hvar það er. östað- festar heimildir hermdu, að það væri fyrir norðan Thistle og Dunlinolfusvæðin. Verðbréf BP hækkuðu um 12% er fréttist um olfufund- inn. Makarios ræddi Wilson í London „Aldrei upplifað annað eins víti...” við í gær inu verði látnir vfkja. Fastráð bandalagsins ræddi ástandið á Kýpur á fundi f dag. I kvöld bárust þær fréttir frá Aþenu, að stjórnin hefði skipað her landsins að vera við öllu búinn og Tyrkir voru einnig að draga saman mikið lið á Miðjarðarhafsströnd Tyrklands. Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.