Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 32
Jflorjyuut>lat>i& RUCIVSinGRR <±,<,-«»22480 GNIS FRYSTIKISTUR RAFTORG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1974 Símað frá Halamiðum: „Bretarnir dansa um friðuðu hólfin,, ISLENZKIR skipstjórar á Vest- fjarðamiðum höfðu samband við Morgunblaðið s.l. sunnudag til þess að kvarta yfir því, að brezkir togarar voru þá óáreittir á veiðum innan lokaða hólfsins á Stranda- grunni. Jóhann Sigurgeirsson skipstjóri á skuttogaranum Skafta talaði við okkur beint frá Halamiðum: „Ég hringi til ykkar fyrir skipstjórana hérna vegna lokaða hólfsins á Strandagrúnni, en hér á Halamiðunum og austan við Halann eru 12 íslenzk skip. Málið er það, að við höfum kært til landhelgisgæzlunnar 6 brezka togara, sem voru að veiðum í þessu friðaða hólfi í morgun, og 7 togarar eru nú á leiðinni þangað. Einn ísienzki skipstjórinn hérna hafði samband við íslenzkt land- helgisgæzluskip, og þeir kváðust ætla að hafa samband við yfir- stjórn landhelgisgæzlunnar í landi. Okkur þykir skrýtið, að varðskipið skuli ekki geta farið á vettvang í slíku máli án þess að hafa samband við land. Þá höfum við einnig kvartað undan þremur þýzkum togurum, sem verið hafa á Halamiðum innan landhelginn- ar, en þar eru þeir alltaf annað kastið. Einnig má geta þess, að við höfum látið gæzluna vita af brezk- um togara, sem var að veiðum 5—6 sjómílur innan 12 mílna markanna í Reykjafjarðarál, en hann var farinn, þegar gæzluflug- vélin kom á vettvang. Hún fór þá hins vegar i það að stugga við einum 30 Bretum, sem voru þarna í hólfinu um mánaðamótin júli- ágúst. Þetta hólf er svo til allt Strandagrunnið og Hornbankinn, en suð-austurhornið er 22 mílur frá Geirólfsgnúp og suðvestur- hornið er um 19,5 mílur frá Horn- inu. Það hefur verið lokað frá 15. júlí, en við erum allsárir út af þessu. Bæði er það, að með þessu er tekið af okkur mikið haust- veiðisvæði með góðum fiski, mest þorski og einnig ýsu, og svo hitt, að Bretarnir ganga í þetta trekk í trekk. Upphaflega var það gefið út, að þessu hólfi væri lokað vegna smáfiskadráps, en við vit- um, að enginn smáfiskur fannst í íslenzku bátunum, hvað svo sem fannst í brezku togurunum, sem einnig voru kannaðir, en það höf- Framhald á bls. 31 Hér eru þeir Johan Vitus-Zachariasen skipstjóri á Kongshavn og Agúst Jónsson skipstjóri á Múlafossi saman í káetu Ágústar eftir komuna til Helsingjaborgar. Sfmamynd K.V.P. Mikil hálka Akureyri a Akureyri 23. september FYRSTA snjó haustsins festi á láglendi 1 nótt, en undanfarna daga hefur snjóað f fjöll. Snjór- inn hefur spillt færð á ýmsum fjallvegum og gert gangnamönn- um erfitt fyrir. Mikil hálka var á götum Akur- eyrar í morgun, ýmsir bíleigend- ur vöruðust þetta ekki, heldur héldu til vinnu sinnar á sumar- hjólbörðum. Margir gáfust upp á miðri leið, en aðrir héldu áfram, upp á von og óvon. Þetta varð til þess, að bílar runnu stjórnlaust í brekkum, þar sem götur eru mal- bikaðar, en þar var hálka mest. Bílarnir áttu þá til að rekast á. Lentu jafnvel margir í eina kös sums staðar, t.d.á mótumÞórunn- arstrætis og Glerárgötu, en þó urðu engin meiðsli á mönnum og furðulitlar skemmdir á bílunum, mest smádældir og rispur, enda bílarnir ferðlitlir og runnu rólega undan brekkunum af eigin þunga. Þegar nær dró hádegi, tók að gæta sólbráðar og þá dró fljótlega úr mestu hálkunni. — Sv. P. Áhöfnin á Kongshavn, nema skipstjórinn, Talið frá vinstri Sigmar Jacobsen, Moens Höjgaard, Hanne Höjgaard og Reynold Rasmusen. Sfmamynd K.V.P. Uppsagnir samninga farnar að berast VERKAMANNAFÉLAGIÐ Dags- brún samþvkkti á fundi á sunnu- dag að félagið segði upp samning- um sfnum, sem undirritaðir voru hinn 26. marz f vor, er heildar- kjarasamningar voru gerðir. Aður hafði Trésmiðafélag Reykjavíkur ákveðið að segja upp samningum og f gærkvöldi var fundur f Félagi járniðnaðar- manna, þar sem taka átti ákvörð- un um uppsögn samninga. Bjöm Jónsson, forseti Alþýðu- sambands Islands, sagði í viðtali við Mbl. f gær, að sambandið hefði ekki neitt yfirlit yfir þau Framhald á bls. 31 Beinagrind finnst á Tröllahálsi Gangnamenn úr Þingvallasveit, sem voru í göngum á sunnudag, gengu fram á beinagrind af manni á svonefndum Tröllhálsi, sem er nokkuð fyrir norðan Ármannsfell, skammt frá vega- mótum Kaldadalar og Uxa- hryggjar. Ekki er vitað af hvaða manni beinagrindin er, en fyrir nokkr- um árum týndist maður á þessum slóðum, og fannst ekki þrátt fyrir ítarlega leit. Blaðinu tókst ekki að fá ítarlegar fréttir af fundinum i gærkvöldi. Múlafoss bjargar 5 Færeyingum: „Vorum 2 sjómílur frá Kongs- havn er við sáum flugeldana” — segir Agúst Jónsson skipstjóri á Múlafossi „BJÖRGUN mannanna gekk mjög vel og sem betur fer hafði enginn þeirra meitt sig, nema hvað skipstjórinn hafði hruflað sig á fæti, þegar þeir voru að setja björgunarflekann á flot,“ sagði Ágúst Jónsson, skipstjóri á Múla- fossi, en Ágúst og skipverjar hans björguðu f gærmorgun 5 færeysk- um sjómönnum f Kattegat, þegar skip þeirra, Kongshavn, var orðið alelda. Múlafoss hélt með Færey- ingana til Helsingjaborgar f Svf- þjóð, en þar fóru Færeyingarnir f land. Fyrstu fréttir af atburðin- um voru þær, að Múlafoss og Kongshavn hefðu lent f árekstri og eldur komið upp við það f Kongshavn. Er betur var að gáð, reyndist þetta rangt, en dönsku f jölmiðlarnir sögðu flestir þannig frá atburðinum f gærmorgun. Þegar við höfðum samband við Ágúst um borð í Múlafossi í gær, var skipið farið frá Helsingjaborg á leið til Kristiansand f Noregi, en skipið er væntanlegt til Reykja- víkur eftir vikutíma eða svo. „Við vorum á leið til Helsingja- borgar frá Odda í Noregi,“ sagði Agúst, þegar við ræddum vi.ð hann. „Um kl. 20.10 í fyrrakvöld, þegar við á Múlafossi vorum staddir undan Fredrekshavn, urð- um við varir við, að fjórum neyðarflugeldum var skotið upp u.þ.b. 2 mílur suður af okkur. Við settum strax á fulla ferð og er við komum á staðinn, fundum við strax björgunarfleka með fimm mönnum á, en skip þeirra var þá orðið að mestu alelda. Við snerum skipinu og létum það síðan reka að björgunarflekanum, og náðum við mönnum um borð fljótt og vel. Veður var sæmilegt, 5—6 vind- stig, bjart og frekar sjólítið. Eini maðurinn, sem var eitt- hvað slasaður, var skipstjórinn Johan Vitus-Zachariasen, en hann hafði orðið á milli með annan fótinn, þegar verið var að losa björgunarflekann. Skipbrots- mönnunum var strax veitt góð aðhlynning, en við fylgdumst síð- Framhald á bls. 31 Islenzkar flugfreyjur: Urðu vitni að morðum FYRIR nokkrum dögum yrðu þrjár fslenzkar flugfreyjur Loft- leiða vitni að skotárás í Chicago, og þegar yfir lauk, lágu tveir menn í valnum. Atburður þessi varð í aðalgötunni, State Street í miðborg Chicago, en flugfreyj- urnar voru þar á gangi. Við töluðum við eina flugfreyj- una, og er eftirfarandi frásögn hennar: „Við heyrðum skyndilega þrjá skothvelli, sem komu beint handan götunnar, sem við vorum á. í sömu andrá komú tveir svert- ingjar hlaupandi út úr skartgripa- verzlun, sem þar er, og veifuðu þeir byssum. Dokuðu þeir þó við Framhald á bls. 31 Þessi rós, sem stendur f skrúðgarðinum á Akureyri, hefur sjálfsagt ekki átt von á, að veturinn gengi svona snemma í garð, þvf þegar snjórinn kom, var hún að mestu í fullum skrúða. Ljósm. Mbl.: Sv. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.