Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.05.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1975 15 Áætlunarflug milli Egilsstaða og Færeyja NU ER í fyrsta sinn hægt að fljúga til útlanda frá öðrum stað en Keflavík og Reykjavík, því að með tilkomu sumaráætlunar innanlandsflugs hófst áætlunar- flug milli Egilsstaða og Færeyja. Frá Egilsstöðum til Færeyja er flogið á sunnudögum og frá Fær- eyjum til Egilsstaða á fimmtudög- um. Þessar flugferðir eru auk þess í sambandi við áætlunarflug til og frá Hornafirði. Á meðfylgjandi mynd er áhöfn Friendship-skrúfuþotunnar sem fór fyrstu áætlunarflugferðina Egilsstaðir—Færeyjar. Talin frá vinstri: Kjartan Norðdahl, flug- maður, Geir Garðarsson, flug- stjóri. Flugfreyjurnar Vigdís Pálsdóttir og Guðrún Helgadóttir. Manndrápið í Þverholti: Ákærði var ekki talinn sakhæfur Fjármálaráðherra sagði, að eitt meginverkefni þeirrar heildar- endurskoðunar skattakerfisins, sem ríkisstjórnin stefndi að, væri staðgreiðsla skatta. Hann hefði falið ríkisskattstjóra að gera greinargerð og tillögur um málið. Þessi skýrsla hefði nú verið lögð f’ram. A næstunni yrði að taka ákvörðun i máli þessu með einum eða öðrum hætti. Fyrr en niður- staða væri fengin væri ekki unnt að móta endanlega þá nýju skatta- löggjöf, sem unnið væri að. Ráðherrann sagði ennfremur, stungum í brjóst og kvið i þvi skyni að svipta hann lifi. Dómurinn taldi sannað, að ákærði hefði gerzt sekur um þessa háttsemi, en þar sem ákærði var ekki talinn sakhæfur, var hann sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um refsingu, en hins vegar 'dæmdur til þess að sæta öruggri gæzlu á viðeigandi stofnun. Þá var ríkissjóði gert að greiða allan sakarkostnað, þar á meðal réttargæzlu- og málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Arnar Clausen hæsta- réttarlögmanns, kr. 65.000,-. Af hálfu ríkissaksóknara flutti Hallvarður Einvarðsson vara- ríkissaksóknari málið. Dóminn kváðu upp sakadomar- arnir Jón A. Ólafsson, sem dóms- formaður, Armann Kristinsson og Sverrir Einarsson, sem meðdóm- endur. Póstmenn: VÍTAVERÐ VINNUBRÖGÐ SEM ÖGRA TIL ÁTAKA AÐALFUNDUR Póstmannafé- Iags Islands haldinn 6. mai 1975 samþykkti að víta þau vinnu- brögð sem viðhöfð voru við setn- ingu reglugerðar frá 20.12 1974 um skipulagsmál hjá pósti- og síma og telur fundurinn að með slikum vinnubrögðum sé verið að ögra til átaka. Þó illa hafi til tekist í upphafi af hálfu valdhafa um þessi mál, þá skorar P.F.Í. á samgönguráð- herra að framhaldsákvarðanir verði ekki teknar nema I fullu samráði við þá aðila sem við eiga að búa og framkvæma þær. Þar á meðal er P.F.I. að þeim hluta sem að póstifiálum snýr. 1 síðustu viku var kveðinn upp í Sakadómi Reykjavíkur dómur í máii Kristjáns Kristjánssonar verkamanns, sem varð Friðmari Sædal Markússyni að bana í Þver- holti 18B, Reykjavik 8. desember s.l. Var ákærði ekki talinn sak- hæfur og því sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um refsingu en hins vegar dæmdur til að sæta öruggri gæzlu á viðeigandi stofn- un. Málið fer nú til Hæstaréttar. 1 fréttatilkynningu frá Saka- dómi segir: I dag var í sakadómi Reykjavík- ur kveðinn upp dómur í máli, sem ríkissaksóknari höfðaði með ákæru dagsettri 7. april sl.l á hendur Kristjáni Kristjánssyni verkamanni, Þverholti 18B i Reykjavík, fyrir manndráp og manndrápstilraun aðfaranótt sunnudagsins 8. desember s.l. eða árla morguns þann dag að Þver- holti 18B í Reykjavík, með því að svipta Friðmar Sædal Markússon lifi á þann hátt að stinga hann með hníf margar stungur i brjóst og kvið og ráðast að öðrum manni og leggja til hans mörgum hnífs- Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra: Vestmannaeyjar: Hótelið missir vínveitingaleyfi Á FUNDI bæjarstjórnar Vest- mannaeyja s.l. fimmtudag var samþykkt að Hótel Vestmanna- eyjar fengi ekki framlengingu á vínveitingaleyfi en leyfi hafði verið veitt fyrir bar á hótelinu í eitt ár. Mun bar hótelsins því verða lagður niður á næstunni, því vínveitingaleyfið er háð sam- þykki bæjarstjórnar Vestmanna- eyja. Þá samþykkti bæjarstjórn einnig bann við því að börn innan 14 ára ^ldurs yrðu afgreidd með tóbaksvörur. AUGLYSINOASIMINN ER: 22480 Álit um staðgreiðslu- kerfi og virðisaukaskatt MATTHlAS A. Mathiesen fjár- málaráðherra lagði fram á AI- þingi greinargerðir um stað- greiðslukerfi skatta og endur- skoðun söluskatts f átt til skatts með virðisaukasniði, einkum til að tryggja skattastöðu fyrirtækja Fjármálaráðherra sagði, að hér væri um að ræða lið f þeirri heildarendurskoðun skattakerfis- ins, sem unnið væri að. Ráðherr- ann sagði, að hann vonaðist til, að unnt yrði að taka þessi mál til ákvörðunar strax og þing kæmi saman næsta haust. að annað veigamikið verkefni við endurskoðun skattkerfisins væri breyting á söluskatti i átt til skatts með virðisaukasniði, eink- um til að tryggja skattastöðu fyrirtækja. Sérstökum starfshópi hefði verið falið að vinna að þessu verkefni og hefði hann nú skilað áliti. I greinargerðinni væru ekki gerðar ákveðnar tillögur um upp- töku virðisaukaskatts eða breyt- ingar á gildandi söluskattskerfi. Markmið greinargerðarinnar væri fyrst og fremst að skýra og gera grein fyrir ýmsum þeim atriðum, sem lita þyrfti á, þegar tekin verður afstaða til þess, hvort taka á upp virðisaukaskatt í stað söluskatts eða hvort gerðar skuli aðrar grundvallarbreyting- ar á söluskattinum á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.