Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976 SLAKUR FYRRI h OG ÁRMENNING EINAR Bollason á í höggi við Njarðvíkinga Þorsteinn Bjarnason og Jðnas Jðhannesson og það er greinilegt að þeir ætla ekki að láta Einar komast upp að körfunni og eru til þess notuð ýmis konar brögð og ekki öll lögleg. NJARÐVÍKINGAR STYRKJA STÖÐU SÍNA í 1. DEILDINNI NJARÐVfKINGAR bættu stöðu sína talsvert með góðum sigri, gegn KR-ingum á sunnudaginn. Þetta var mikill barátttuleikur, en Njarðvfk- ingar höfðu, frumkvæðið lengst af, en á 16 mínútu höfðu KR-ingar náð forystunni, 64—60, en Njarðvíking- um tókst að knýja fram sigur 70—66 eftir mikil læti og hama- gang. Gangur leiksins var annars sá að Njarðvfkingar byrjuðu vel og skoruðu hverja körfuna á eftir ann- arri hjá afar slökum KR-ingum og á 12. mínútu fyrri hálfleiks var staðan orðin 31—12, en þá fóru KR-ingar að sækja sig og þéttu þeir vörnina mikið, auk þess sem þeir fóru að hitta betur og ná einstaka fráköst- um, en þau höfðu Njarðvíkingar átt að mestu þangað til. Þetta bætti leik KR-inga mikið og í leikhléi var stað- an orðin 39—29 UMFN i vil. KR-ingar mættu síðan mun ákveðnari til seinni hálfleiks og söxuðu þeir jafnt og þétt á forskot Njarðvíkinga og á 10. min. hálfleiks- ins náðu þeir forystu, 51—50. Á næstu mínútum var baráttan geysi- leg og jafnt á flestum tölum upp i 58—58, en þá náðu KR-ingar fjögurra stiga forystu, 62—58 og höfðu þeir einnig yfir 64—60 á 16. mfnútu, en eftir það skora þeir að- eins 2 stig gegn 10 stigum Njarðvik- inga, sem gerðu þannig út um leik- inn og lauk honum eins og áður sagði með 70—66 UMFN í vil. Eftir að KR-ingum hafði tekist að ná forystunni undir lok leiksins voru þeir afar óheppnir að vinna ekki leikinn, en sennilega hefur það ráðið mjög miklu að bæði Birgir Guðbjörnsson og Bjarni Jóhannes- son höfðu orðið að yfirgefa völlinn með 5 villur en Bjarni hafði átt góðan leik fram að því, einnig virtist sem Njarðvíkingar högnuðust nokk- uð á dómgæzlu þeirra Harðar Túliníusar og Marinós Sveinssonar, sem voru óvenju slakir í þetta sinn. Leikur Njarðvfkinga var nokkuð góður framan af, en það var aöal- lega vegna þess hve KR-ingar byjuðu illa, en í heildina var leikur þeirra ekkert sérstakur og virðist engin ástæða fyrir hín fystu deildar liðin að vera að hræðast þá, eða vera með nokkra minnimáttarkennd gagnvart þeim, eins og virðist hafa verið. Beztu menn þeirra voru Þorsteinn Bjarnason og Geir Þorsteinsson, en stigin fyrir Njarðvik skoruðu: Geir Þorsteinsson 14, Kári Marfsson 13, Þorsteinn Bjarnason og Jónas Jóhannesson 10 hvor, Stefán Bjarkason 9, Brynjar Sigmunds- son,7, Gunnar Þorvarðarson 4 og Sigurður Hafsteinson 3 stig. KR-ingar áttu slakan leik í fyrri hálfleik, en sóttu sig mikið í þeim seinni og beztu menn þeirra voru þeir Einar Bollason og Kolbeinn Pálsson. Stigin fyrir KR skoruðu: Einar Bollason 20, Kolbeinn Pálsson 17, Bjarni Jóhannesson 13, Gisli Gisla- son 9, Eiríkur Jóhannesson 3 og þeir Birgir Guðbjörnsson og Gunnar Jóakimsson 2 hvor. HG ÁRMANNN er enn eina ósigraða iiðið í fyrstu deild og á laugardaginn unnu þeir ÍR-inga með 83—79 og bættu þannig við sig 2 góðum stig- um. Annars var það aðallega afar slakur fyrri hálfleikur sem varð iR-ingum að falli, en honum lauk með 49—30 Armanni í vil. Seinni hálf- leikinn unnu ÍR-ingar hins vegar með 49—34 svo að ekki mátti miklu muna. Gangur leiksins var svo þannig að iR-ingar náðu forystunni, í upp- hafi leiksins, komust i 8—4, en þá tóku Ármenningar leikinn í sinar hendur og um miðjan hálfleikinn höfðu þeir náð 8 stiga forystu, 22—14 og hafði Björn Magnússon þá átt mjög góðan leik og upp úr því fór Jimmy Rogers svo í gang og réðu ÍR-ingar þá ekki við neitt og Armann náði yfirburða stöðu, Roger kemur aftur EINS og flestum mun kunnugt er Jimmy Rogers leikmaður Ármanns I 1. deildar keppninni I körfuknattleik nú á förum til Bandartkjanna og mun hann dvelja þar að minnsta kosti eitt- hvað fram yfir áramótin. Mikið hefur verið um það raett og margir álitið að hann kæmi ekki aftur svo að blaðið snéri sér til Rogers og spurði hann um þessi mál og sagð- ist hann mundu koma aftur og að hann myndi væntanlega leika með Ármanni f fyrsta leiknum eftir ára- mótin. „Ég þarf aðeins að fara til Bandartkjanna til að sinna einka málum og til að vinna þvi ég er rétt nýbúinn að fá vinnu hér þvi eru fjárráðin litil, en ég ætla að koma aftur." Það er ekki að efa það að Jimmy Rogers hefur verið Ármanns liðinu mikill styrkur og þar sem hann mun koma aftur ættu Ármenningar að standa mun betur i baráttunni um islands- meistara- og Bikarmeistaratitilinn. en þeir eru ákveðnir f að halda báðum titlunum áfram. en eins og mönnum er kunnugt urðu þeir bæði bikar- og fslandsmeistarar á sfðasta ári. HG JIMMY Rogers skorarr f leiknum g Jón Pálsson koma engum vörnum bezta leik í vetur og var tvfmælal sinn. komst mest i 20 stiga mun á 19. mínútu og var staðan þá 48—28 Ármanni i vil, en staðan í leikhléi var svo 49—30. ÍR-ingar mættu svo mun ákveðn- 19 Akur- eyrarmet íkraft- lyftingum Á laugardag héldu hinir ungu og áhugasömu lyftingamenn á Akureyri Akureyrarmót f kraft- lyftingum. fJrslit fengust f sjö flokkum og voru sett Akureyrarmet f samanlögðu í fjórum flokkum. Akureyrarmetin á þessu móti urðu þó fleiri eða alls 19 f hinum ein- stöku greinum. Áhugi þeirra sem lyftingar stunda á Akureyri er annars afar eftir- tektarverður, þvi allt eru þetta kornungir menn sem þessa grein Lítið blaks EKKERT var leikið f fyrstu deild karla I hlaki um þessa helgi vegna þess að Vfkingar komust ekki til Akureyrar til að leika við UMSE eins og áætlað hafði verið, en lands- liðið lék æfingarleik við lið af Keflavfkur flugvelli og urðu banda- rfsku hermennirnir tslendingum auðveld bráð og lauk ieiknum með sigri fslenzka landsliðsíns 3—0 STUDENTAR UNNU BLIKA í HRÚTLEIÐINLEGUM LEIK EFTIR talsverðan barning tókst stú- dentum að hrista óvenju frfska Breiðabliksmenn af sér og vinna einhvern leiðinlegasta leik þessa keppnistfmabils með 23 stiga mun, 94—71, eftir að Blikarnir höfðu haft yfir fram undir miðjan fyrri hálfleik og höfðu Blikarnir þá sýnt sinn bezta leik í vetur, en stúdentar sennilega sinn slakasta. Gangur leiksins var annars sá að Blikarnir voru mjög frískir í upp- hafi leiksins, en hins vegar virtist sem stúdentar héldu að þeir ynnu leikinn án nokkurrar fyrirhafnar og reyndu þeir hreinlega ekki að gera nokkurn skapaðan hlut sem vit var í, enda varð raunin sú að Blikarnir höfðu forystu þar til á 8. mínútu að stúdentar komust yfir, 19—18, og í leikhléi var staðan 44—40, IS í vil. Stúdentar voru svo heldur sterk- ari í seinni hálfleik, en það var þó ekki fyrr en á 9. mínútu hálfleiksins sem leakurinn fór að snúast þeim verulega I hag, því að þá varð Gutt- ormur Olafsson, bezti maður Blik- anna, að yfirgefa völlinn með 5 vill- ur og við það riðlaðist leikur þeirra allmikið og náðu stúdentar þá nokkru forskoti og unnu öruggan sigur, 94—71. Sigur stúdentanna virtist reyndar aldrei f neanni hættu þrátt fyrir lélegan leik þeirra en hins vegar kom frammistaða Blikanna nokkuð á óvart og var þetta greinilega þeirra bezti leikur i vetur og fer þeim fram með hverjum leiknum. Það var aðallega vörnin sem var léleg hjá stúdentunum og var eins og þeir héldu að Blikarnir gætu alls ekki skorað hjá þeim og þvf þyrfti ekkert að leika neina vörn gegn þeim. Beztu menn stúdentanna voru þeir Bjarni Gunnar Sveinsson, sem ailtaf er drjúgur við að skora og Jón Héðinsson, sem er þeirra bezti varnarmaður. Eins og áður sagði var þetta bezti leikur Blikanna í vetur og er greini- legt að þeim fer fram með vaxandi sjálfstrausti og leikreynslu. Beztu menn þeirra voru Guttormur Ölafs- son, Agúst Lindal og Rafn Thorar- ensen. Stigin fyrir stúdenta skoruðu: Bjarni Gunnar Sveinsson 34, Ingi Stefánsson 23, Ingvar Jónsson 3, Jón Héðinsson 11, Guðni Kolbeins- son 6, Steinn Sveinsson 5 og Jón Öskarsson 2 stig. Fyrir Breiðablik skoruðu: Gutt- ormur Ólafsson 18, Rafn Thoraren- sen og Agúst Líndal 14 hvor, Ómar Gunnarsson 10, Þórarinn Gunnars- son 7, Arni Gunnarsson 4 og Krist- inn Arnason og Pétur Eýsteinsson 2 stig hvor. HG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.