Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977 17 r Albræðslan í Straumsvik: Fullkomin hreinsitæki for- senda viðunandi andrúmslofts Mengað loft á vinnustað — Hætta á atvinnusjúkdómum hjá starfsmönnum Heilbrigðisráðherra svarar fyrirspurn um mengunarhættur í MATTHÍAS Bjarnason, heilbrigðisráðherra, svar- aði í gær í sameinuðu þingi fyrirspurn frá Jðni Ármanni Héðinssyni um mengunarvarnir f álverinu við Staumsvík. Þar sem svar faðherra er ítarlegt og á erindi við almenning í landinu, verður það birt hér á eftir í heild, þannig að lesendur blaðsins geti kynnt sér það beint, án túlkunar annarra frásegj- enda. Svör ráðherra voru byggð á skýrslu heil- brigðiseftirlits ríkisins um þetta efni, sem ráðherra óskaði eftir í tilefni af fyrirspurninni. álverinu litsins að viðunandi andrúmsloft á vinnustað við álverið í Straums- vik verði ekki til staðar fyrr en uppsetningu og starfræksla full- komins hreinsibúnaðar til hreinsunar á ræstilofti verksmiðj- unnar er komið f gang. Hér fer á eftir skýrsla um heil- brigðis- og öryggiseftirlit ásamt rannsóknum þeirra aðila, er um mál þessi fjaila og líta má á sem svar við spurningum þessum um rannsóknir á mengun innan veggja álversins í Straumsvík eða öðrum atriðum, sem kunna að vera hættuleg heilsu starfsmanna þar. firði undir umsjón héraðslæknis séð um hið reglulega eftirlit fyrir hönd heilbrigðisnefndar Hafn- firðinga. Of langt mál yrði að telja upp alla þá mörgu og margvislegu þætti, sem þeir hafa haft afskipti af og beitt sér fyrir úrbótum á og miklu máli skipta fyrir heilbrigði og heilsufar starfsmanna álvers- ins, aðeins stilað á stóru. Þeir hafa beitt sér fyrir endurbótum á mötuneyti og eldhúsi þess og fengið framgengt að nýtt eldhús var byggt en eitthvað hafði borið á, því að starfsmenn fengu iðra- kvef vegna lélegrar aðstöðu i eld- húsi. I því sambandi héldu þeir fræðslufundi um hollustumál fyr- ir starfsfólk mötuneytisins i ósk heilbrigðisnefndar Hafnar- fjarðar af Orkustofnun i mars 1976 og kostaði álverið þá athug- un. Þeir hafa og beitt sér fyrir end- urbótum á starfsumhverfinu í verksmiðjunni með ráðleggingum og leiðbeiningum með forsvars- mönnum álversins og verkamönn- um, þó einkum trúnaðarmönnum. í því sambandi hafa þeir lagt áherslu á að menn noti rykgrimur reglulega þar sem rykmengun er mikil og lagt áherslu á að ryk- binda og hreinsa reglulega vinnu- svæðin. Sérstaklega áherslu hafa þeir lagt á betri aðbúnað í skauta- smiðju og kerskála með tilliti til minni rykmyndunar með betri loftræstingu. Hreinsitæki forsenda viðunandi andrúms- lofts Veruleg bein afskipti af hálfu Heilbrigðiseftirlits ríkisins af starfsemi álversins í Straumsvík hófust ekki fyrr en 1972 þegar út komu eftirfarandi reglugerðir: 1) Heilbrigðisreglugerð fyrir ísland frá 8. febrúar 1972, um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit, 2) Reglugerð frá 15. júní 1972 um varnir gegn mengun af völdum eiturefna og hættulegra efna. í síðarnefndu reglugerðinni er Heilbrigðiseftirliti ríkisins falið að fjalla um umsóknir um starfs- leyfi þeirra, er reisa vilja verk- smiðjur eða iðjuver og gera rök- studdar tillögur um skilyrði sliks rekstrar ásamt með mengunar- mörkum til heilbrigðisráðherra, sem endanlega úrskurðar málið. í samræmi við reglugerðina sendi Heilbrigðiseftirlit rikisins þáverandi heilbrigðis- og iðnaðar- ráðherra umsögn sina um mengunarhættu við álverið í Straumsvik, með bréfi dags. 22.1. 1973 og taldi óhjákvæmilegt að setja upp hreinsunartæki við álverið, er taka ættu megnið af fluorsamböndum úr ræstilofti verksmiðjunnar, þannig að komið verði í veg fyrir frekari fluor- mengun umhverfisins og þar með skemmdir af gróðri og hugsanlegt heilsutjón á mönnum og dýrum. Var ályktun þessi í fullu sam- ræmi við samþykkt Heilbrigðis- ráðs Hafnarfjarðar og álit borgar- læknisins i Reykjavík ásamt ráð- stöfunum sem sjálfsagðar eru annars staðar í heiminum þar sem álframleiðsla fer fram. Staðfesti ráðuneytið þessa skoðun Heilbr. ríkisins með bréfi dags. 31.1. 1973 til íslenzka Álfélagsins. Ástæðan fyrir þvi að hér er bent á kröfu Heilbrigðiseftirl. ríkisins um hreinsibúnað í álver- inu er sú staðreynd að i umræðum um þau mál hefur nær eingöngu verið einblínt á nauðsyn slíks varnarbúnaðar til verndar gróðri og heilsufari manna og dýra í næsta nágrenni verksmiðjunnar með tilliti til fluormengunar, en minna eða lítið sem ekkert verið rætt um þá staðreynd að með upp- setningu slikra tækja „batnar andrúmsloft á vinnustað mjög verulega“. Svo vitnað sé í orðalag og skoðun forráðamanna íslenzka Álversins í bréfi til Heilbrigðis- eftirlits rikisins 23.12.1975. Það er skoðun Heilbrigðiseftir- Heilbrigðis- og öryggiseftirlit í Straumsvík Héraðslæknirinn i Hafnarfirði og Öryggiseftirlit ríkisins sá um heilbrigðis- og öryggiseftirlitið í alverinu frá upphafi byggingar- framkvæmda í mars 1967 fram til ársins 1969 og 1970 en þá bættust við i eftirlitið heilbrigðisfulltrú- inn í Hafnarfirði og Heilbrigðis- eftirlit ríkisins. Einnig hefur um alllangt skeið verið starfandi trúnaðarlæknir við álverið og siðan 1. mars 1976 hefur svo ,,hollustunefnd“ verið starfandi þar, en í þeirri nefnd á aðaltrúnaðarmaður verkalýðs- félagsins sæti. Frá upphafi byggingarfram- kvæmda í mars 1967 hefur héraðslæknirinn i Hafnarfirði haft meira eða minna regluleg bein eða óbein afskipti af heil- brigðis- og hollustumálum starfs- manna við álverið í Straumsvik, þar með talið starfsumhverfi og ytri mengunarmál. Frá 1969 hef- ur heilbrigðisfulltrúinn i Hafnar- hollustuháttum og fengu til þess sérfróðan aðila. Sýni af matvæl- um og áhöldum eru tekin reglu- lega til gerlarannsókna og hafa niðurstöður verið góðar. Þrátt fyrir langa baráttu fyrir nýju og stærra mötuneyti og loforð for- ráðamanna álversins hefur ekki enn verið hafin bygging þess. Endurbætur á starfsumhverfi Neysluvatnssýni eru rannsökuð reglulega og hefur vatnið uppfyllt lágmarksskilyrði um hollustu með tiiliti til efnasamsetningar og gerlagróðurs. Sérstaklega hafa sýnin verið rannsökuð með tilliti til fluor-innihalds sem hefur ver- ið á bilinu 0.05—0.06 mg i litra, sem er eðlilegt magn og aldrei hefur fundist cyaníð i vatninu vegna hugsanlegrar mengunar á grunnvatni frá fyrrverandi ösku- haugum Hafnarfjarðar, þar sem kerbrotum var komið fyrir í upp- hafi. 1 þessu sambandi beittu þeir sér fyrir rannsóknum á grunn- vatnsrennsli á Straumsvíkur- svæðinu, sem framkvæmd var að Krafist hefur verið en án árang- urs betri úrlausnar á. uppskipun og meðferð súráls, sem er mjög rykugt starf og fylgst, með loft- ræstingu í vélaviðgerðarverk- stæði. Hættur af asbestryki Sérstaklega skal bent á árvekni og framtakssemi héraðslæknisins og heilbrigðisfulltrúans um heil- brigðishættu, sem stafað getur af asbestryki á vinnustað, en niður- stöður erlendra rannsókna fóru að birtast í erlendum tímaritum á árinu 1975 þar sem bent var á að asbest-ryk gæti valdið krabba- meini i brjóst- og lífhimnu ásamt lungum en áður hefur lengi verið þekkt til óeðlilegs bandvefsmynd- unar i lungum vegna þessa ryks, en þessi sjúkdómur er fyllilega jafn alvarlegur og svokölluð kísil- lungu eða kísilveiki, sem stafar af innöndun kfsilryks. Var fyrirtækinu gert að gera grein fyrir asbestnotkun sinni og gefin fyrirmæli um að draga úr þeirri notkun ásamt að viðhafa sérstaka gát og varnir við sögun og aðra meðferð á efninu. Skilaði ísl. Álfélagið ýtarlegri skýrslu um asbestnotkun sfna og drógu tafarlaust úr notkun þess eins og þeir gátu ásamt loforði um að ekki yrði sagað asbest eða mulið lengur og að tilraunum til að draga úr notkun þess héldu áfram. í skýrslu félagsins kom fram að alls nam notkunin 62.500 kg. á ári miðað við framleiðslu á 70.000 tonnum áls og fóðruð 100 ker. Auk þess, sem hér hefur verið upp talið um almennar ráðlegg- ingar og endurbætur á starfsum- hverfi og almennum hollustu og heilbrigðismálum, var fylgst með heilsufari starfsmanna bæði af héraðslækni, trúnaðarlækni fé- lagsins og heimilislæknum starfs- manna, sem sendu þá til rann- sókna hjá sérfræðingum í ríkis- spítölunum, eftir því sem við átti, en strax á fyrstu árum álbræðsl- unnar fór að bera á ýmsum óþæg- indum, einkum frá slímhúðum nefs og öndunarfæra hjá nokkr- um starfsmönnum í kerskálunum, eins og dæmi eru til um frá öðrum álverum. Ekki voru þessir starfsmenn þó tilkynntir til héraðslæknis sem hafandi atvinnusjúkdóma. Þegar haldið var áfram stækk- ua álversins á árunum 1970— 1971 og menn héldu að hreinsi- tæki fyrir útblástur væri á næstu grösum óttuðust starfsmenn í ker- skálunum að skaðleg efni og mengum myndi aukast í andrúms- lofti þeirra. Urðu þessar umræð- ur til þess að héraðslæknir og heilbrigðisfulltrúi gátu fyrr en ella hafið mælingar á loft- og ryk- sýnum í andrúmslofti á vinnustað til efnagreiningar ásamt mælingu á fluormagni í sólarhringsþvagi frá starfsmönnum álversins, en það er talinn allgóður mælikvarði á fluorupptöku og mengun starfs- manna. Hófust þessar rannsóknir 1971 en verkið sóttist seint vegna ófullkomins tækjabúnaðar og ófullnægjandi rannsóknarað- stöðu. Að ósk verkalýðsforustunnar fól þá ráðherra Heilbrigðiseftir- liti rikisins að taka þessa rann- sókn að sér og hraða henni. Um framkvæmd og niðurstöður þeirr- ar rannsóknar sem hófst í nóvem- ber 1971 hefur fyrrv. forstöðu- maður Heilbrigðiseftirlitsins lýst i greinargerð til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra dags. 11.8. 1972 og verða hér i stuttu máli raktar helstu niðurstöður þeirrar rannsóknar. Rannsókn í vinnuskilyrðum Rannsókninni var hagað þann- ig: 1. Vinnustaðir verksmiðjunnar skoðaðir og var niðurstaða skoð- unarinnar sú, að allmikið ryk væri i þessum vinnustöðum og fann skoðunarmaður fyrir óþæg- indum frá öndunarfærum vegna hins mengaða lofts.. 2. Rannsakað var loftkent fluor- magn (fluorvetni) i Kerskála, en niðurstöður þeirra rannsókna er ekki getið i skýrslunni. Aftur á móti eru til rannsóknir á fluor- vetni frá nóv. 1971 en þar er sagt að niðurstöður séu lægri en búast mátti við, sennilega vegna vand- kvæða við sýnishornatökuna. 3. Brennisteinssýrlingur (S2) var rannsakaður i andrúmslofti i kerskála og skautasmiðju og reyndist vera að meðaltali o,14 mg/rúmm en hæstu tölur einstakra mælinga fóru upp í 0.475 mg/rúmm og var talið að þessar tölur væru innan uppgef- inna hættumarka. Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.