Morgunblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÖAGUR 15. MARZ 1977 ..■■■■■■■■... Morðsaga mmnmmm Kvikmvnd eftir Reyni Oddsson. „Oh, you got a problem, baby!“, segir ein af vinstúlkum önnu (Þóru Sigurþórsdóttur) við hana og á þar við föður önnu, Róbert (Steindór Hjörleifsson), sem fylgist náið með heimkomu dóttur sinnar á kvöldin, og refsar henni með flengingu komi hún ekki á tilsettum tfma. Klukkan er um fjögur um nótt og Anna hefur ekki leyft sér að koma svona seint heim áður. Inntak þessarar enskuslettu á því mjög vel við í myndinni, en það á ekki síður við utan hennar og í umfjöllun um hana. Vandamál önnu að koma seint heim, á ekki sfður við Reyni og Morðsögu, þó f öðrum skilningi Rétt 9 ár eru nú liðin frá því að Reynir frumsýndi „Hernáms- árin“ hér á landi og síðan hefur ekki verið frumsýnd íslensk kvik- mynd f fullri lengd í íslensku kvikmyndahúsi. Hernámsárfn telst hins vegar vera heimildar- mynd, þó hún sé með leiknum innskotum, þannig að við verðum að hverfa allt aftur til ársins 1954 til að finna þessu sérstæða fyrir- bæri, leikinni fslenskri kvik- mynd, hliðstæðu í íslandssög- unni. Þá frumsýndi Óskar Gísla- son kvikmyndina Nýtt hlutverk og sýndi hana á sama stað, í Stjörnubíói. Sem sagt, 23 ár lfða á milli tveggja islenskra, leikinna kvikmynda. Meðal allra þeirra þjóða, sem telja sig „menningar- jóðir“ (og ósjaldan erum við minnt á það af forystumönnum okkar, að islenska þjóðin standi framarlega í þeim hópi), væri slfkt seinlæti f menningarfram- leiðslunni talið refsivert, jafnvel með opinberri flengingu. En hvern á að flengja? Tæpast Reyni, þó hann sé seint á feðinni. öllu heldur mætti flengja for- ystusauðina fyrir þann seinagang og það skilningsleysi á þvi að sjá þurfi þjóðinni jafnt fyrir andlegu fóðri sem veraldlegu. En setningin í upphafi á við fleiri en Reyni og forystumenn- ina. Eftir að hafa ráfað um sand- auðn f 23 ár komum við, áhorf- endur, skyndilega að kræklóttu tré. Með hvaða augum lftum við þetta tré? Hvernig dæmum við þetta tré, þegar við höfum engan samanburð við önnur tré? Við verðum að taka afstöðu, en hvert eigum við að sækja forsendurnar fyrir dómnum? Hin mikla sögu- þjóð stendur nú allt í einu uppi sögulaus, slypp og snauð að þeim samanburði, sem menn hagnýta sér ósjálfrátt við dóma á verkum í öðrum listgreinum. Það er því nauðsynlegt, að áhorfendur geri sér það vel ljóst, hvert þeir sækja forsendurnar, áður en dómurinn er felldur, því vafalaust, og trú- lega ósjálfrátt, munu þeir bera myndina saman við aðrar bíómyndir, sem eru þá af erlend- um uppruna. En jafnframt þeim dómi verður að fylgja sú eðlilega krafa, að fslensk kvikmyndagerð njóti sömu kjara og hin erlenda, en þar skilur því miður á milli. Kvikmyndagerð okkar má lfkja við sandauðnina, sem ég minntist á hér a framan, þar sem fáir hafa Iagt hönd á plóginn til að freista ræktunar. Vöxtur kræklótta trés- ins er því kraftaverk út af fyrir sig. Áður en ég skil við þessa ágætu setningu, „Oh you got a problem, baby“, vil ég aðeins benda á eitt af fyrstu vandamálunum, sem Reynir á við að etja gagnvart áhorfendum en það er tungu- málið. Það kann ef til vill að hljóma svolftið ankannalega, en það er staðreynd, að þegar við höfum hlustað, horft á og lesið erlendar bíómyndir f svo langan 'tia, þá skapar það undarlega tilfinningu að heyra fslenzku og horfa I Islenskt umhverfi á þessu framandi tjaldi. Þetta verður j 'nframt enn einn þrándur I , //// 11»IIVWWWWWv götu áhorfandans í dómum hans um verkið. Islenska sjónvarpið hjálpar hér lítið upp á sakirnar því það er sitthvað að horfa á frímerki«eða heiit umslag. „Ekki gallalaus, en góð miðað við aðstæður". Þessi fleyga setning var viðhöfð um eina af myndum Oskars Gisla- sonar á sfnum tfma og það kæmi mér ekki á óvart, þó þetta yrði lokaniðurstaða almenningsálitins f dag um Morðsögu. Hún á slfkan dóm fyllilega skilið, því satt best að segja held ég, að heildaráhrifin af myndinni hafi verið betri en maður þorði að vona. Leikurinn er f flestum tilvikum sannfær- andi, atvinnuleikararnir hafa lagt hin stóru svipbrigði leiksviðsins tii hliðar og amatörunum, unglingunum, tekst flestum að vera eðlilegir. Hér er aðalábyrgð- in á herðum Þóru Sigurþórs- dóttur, sem stendur sig með prýði, fyrir utan nokkra smáhnökra, og er það fyrst og fremst að þakka Reyni, sem hefur tekist að meta réttilega hvað hann mátti gera úr hlutverki hennar og hvað ekki. Þetta setur honum vissulega nokkrar skorður og það segir ef til vill sína sögu að besta atriði myndarinnar, bæði f leik og öllu útliti, er flutt af atvinnu- leikurum eingöngu. Þetta er biss- nes-samkvæmið hjá foreldrunum, sem er mjög vel af hendi leyst og er aðstandendum þess til sóma. A hinn bóginn vilja samtöl ungling- anna verða fremur stirð, þó Reyni takist á köflum að sigla þar milli skers og báru. EfniMorðsögu veldur þó ef til vill mestum heila- brotum i umfjöllun um myndina, þvi þó um sé að.ræða einhverja tæknigalla eða frásagnargalla í útfærslu verksins, liggur efnið og tilgangur höfundar með mynd- gerðinni jafnt undir gagnrýni, hvort sem um er að ræða fslenzka kvikmynd eða ameríska. Reynir vitnar á einum stað í myndinni f Claude Chabrol, frægan franskan kvikmyndaleikstjóra, og lætur vin önnu, Danfel, segja (eftir því sem ég best heyrði): „Chabrol er snillingur í að lýsa siðferðilegu þreki borgarastéttarinnar.". Væntanga talar Daníel þarna fyrir munn höfundar enda kemur það f ljós.að efni Morðsögu sver sig f ætt við efnivið Chabrols. „Siðferðislegt þrek borgara- stéttarinnar" er ef til vill við- fangsefni Reynis f Morðsögu, en þar sem Chabrol lýsir tilfinning- um sinna persóna, komum við að tómum kofanum i Morðsögu. Morðsaga byggist þvf miður ein- vörðungu á týpum, alvondum eiginmanni, undirokaðri eigin- konu og hæfilega uppreisnar- gjarnri dóttur. Sagan hefur því lítinn hljómgrunn og rfs aldrei hærra en miðlungsreyfari. Meginuppistaða myndarinnar eru tvö partý, annað sem þegar hefur verið minnst á, á heimili foreldr- anna, en hitt er unglingapartý, sem stúlkan sækir á sama tíma. Þótt fyrra samkvæmið hafi verið vel leyst bætir það litlu við efni myndarinnar, nema þegar frúin gerir eftirminnilega uppreisn *I lok samkvæmisins. I samkvæmi unglinganna gerist nákvæmlega ekkert, sem hefur áhrif á efni myndarinnar, nema það að stúlk- an kemur seint heim. Þar með er alllöngum tfma varið í innantóma frásögn og þetta gerist á fleiri stöðum í myndinni (t.d. að morgni hins afdrifarika dags, þeg- ar Róbert ekur önnu áleiðis í vinnuna. Um leið og hann labbar út úr forstofunni kallar hann til önnu í eldhúsinu og segir henni að flýta sér, ef hún ætli að verða samferða. Hún segist vera að koma, og við sjáum hana sfðan yfirgefa húsið, en allt þetta höfum við séð úr forsalnum. Þetta hefði verið nóg til að lýsa sam- bandi þeirra morguninn eftir að hann hefur flengt hana fyrir að koma of seint heim, en þá er farið að leggja áherslu á að sýna hana labba meðfram húsinu, inn í bíl- inn og sjá bflinn aka burt. Næst sjáum við hann labbandi inn á skrifstofuna sína, sem hefði verið mjög eðlilegt framhald af því, að Anna yfirgaf húsið, úr því ekkert gerðist í ökuferðinni). Þannig dettur frásögn myndarinnar niður á köflum, og opinberar um leið veikleika sögunnar, sem er einfaldelga of magurt efni f 90 mfnútna mynd. Sennilega hefði þetta orðið hið ákjósanlegasta efni í 60 minútna mynd. Sem dæmi um önnu atriði, sem hefði mátt sleppa, má nefna grísinn og þau samtök í lokin, úr því reynir gefur þær upplýsingar í myndar- lok að mæðgurnar hafi játað þrem dögum sfðar. Það hefði verið óþarfi, að planta hugsanlegum vitnum inn í dæmið. Atriðið í hljómplötubúðinni er einnig óþarft, og Reynir hefði getar sparað sér mikla fyrirhöfn með því að sleppa einu erfiðasta atrið- inu fyrir leikarana, þegar Guðrún Ásmundsdóttir situr á baðher- bergisgólfinu eftir morðið og seg- ir dóttur sinni að þvo sér. Þetta virkar svolítið út f hött, vegna þess að það er dóttirin sem hefur verið að hjálpa móður sinni og það er ekkert, sem gefur til kynna, að hún sé úr andlegu jafn- vægi, en hins vegar er móðirin það augljóslega. Eitt af þeim atriðum, sem er vel útfært í myndinni, er morðið sjálft. Að vfsu má segja, að blóð- gusurnar séu nokkuð yfirgengi- legar, en sjálf útfærslan er snyrti- lega unnin og á hagkvæman hátt. Sama má segja um nauðgunina, þar sem Reynir leyfir fmyndunar- afli áhorfandans að blómstra. Nokkur atriði f myndinni minna óþyrmilega á atriði úr erlendum myndum (Chabrol), s.s. dráttur lfksins f plastpoka eftir gólfinu, skuggamyndin af Guðrúnu um með hnffinn á lofti (sem reyndar minnir ekki sfður á Hitchcock, enda Chabrol lærisveinn hans), f plötubúðinni má finna bergmál úr Clockwork Orange og þar fram eftir götunum. Það er hins vegar fullkomlega eðlilegt, að rekast á slikar samstæður f þessari íslensku kvikmynd, þar sem hún á ekki í önnur hús að venda f sögulegu samhengi. Að lokum aðeins örfá orð um tæknilegan frágang. Ég sagði f upphafi, að heildaráhrifin af myndinni hafi verið betri en maður þorði að vona, og á það ekki sfst við um tæknilegar frá- gang hennar. Hér eru ýmsir hlut- ir mjög vel gerðir og eitt jafn- besta tæknilega atriðið er lýsing- in á heimili fjölskyldunnar. Hins vegar hefur Reynir greinilega lent i misjöfnum veðrum utan húss, og verður hann ekki sak- aður um að eiga hlutdeild þar að. Hins vegar er hljóðið jafnversta tæknilega atriðið f myndinni, en líkt og aðrir tæknigallar, sem reyndar eru Itilmotlegir, stafa þeir beinlfnis af fjárskorti, og það er í rauninni undravert i því til- liti, hversu fagmannlega myndin lítur út. Ég vil að lokum aðeins óska Reyni til hamingju með að hafa unnið þetta þrekvirki og vonandi er þetta upphaf að gróðursælli uppskeru en verið hefur. Ef til vill getum vitnað f mynd Reynis í næstu fslenzku kvikmyndinni og þannig viðhaldið einhverju kvik- myndasögulegu samhengi. Von- andi lfða ekki aftur yfir tuttugu ár, þangað til við sjáum fslenzka kvikmynd í fullri lengd í fslenzku kvikmyndahúsi. SSP. 7 ’ f Sölumenn \\ óli S. HallgrfmssonYX kvöldsfmi 10610 \\ Q Magnús Þorvarósson 11 kvöldsfmi 34776 II Lögmaöur I/ Valgarð Briem hrl.// J FASTEIGNAVER h/f Stórholti 2a s. 11411 Smáíbúðahverfi mjög gott einbýlishús um 85 fm að grunnfleti hæð og rishæð. Á hæðinni eru saml. stofur, eld- hús, 2 herb. snyrtiherb. I risi eru 4 herb. og bað. Stór bílskúr Bragagata 3ja herb. íbúð um 85 fm á 2. hæð i steinhúsi. Stórt baðherb. með tengíngu fyrir þvottavél og þurrkara. íbúðin er ný standsett og í mjög góðu lagi. Rauðarárstígur mjög góð 4ra herb. ibúð á tveim- ur hæðum 3. hæð og rishæð. Á hæðinni eru stofa, borðstofa, eldhús og snyrtíng. í risi eru 2 herb. og stórt baðherb. íbúðin er sérlega vel innréttuð með miklu skáparými. Rauðilækur góð 5 herb. ibúð um 1 50 fm á 3. hæð. tvær saml. stofur, 3 herb. Safamýri kjallaraíbúð um 95 fm. Skáli, stór stofa, svefnherb., eldhús, baðherb. og geymsla. Njálsgata góð 4ra til 5 herb. ibúðarhæð í timburhúsi. I sama húsi er 3ja herb. risibúð í góðu standi. Bergþórugata góð 4ra herb. ibúð á 1. hæð i steinhúsi. íbúðin er öll ný endur- byggð. í sama húsi litil einstakl- ingsibúð með sér snyrtingu. Rauðarárstígur góð 3ja herb. íbúð á jarðhæð um 70 fm. Öll ný standsett Laugarnesvegur góð einstaklingsibúð i kjallara. Útb. 2.5 millj. Skálaheiði Kóp. risibúð 3 herb., stórt eldhús og bað. Hamraborg glæsileg 2ja herb. ibúð á 2. hæð. Bilgeymslur. Álfaskeið 3ja herb. ibúð á 1. hæð um 86 fm. Bilskúrsréttur. Laus strax. Álfaskeið mjög góð 2ja herb. ibúð á 2. hæð. Sérlega vandaðar innrétt- irígar. Bilskúrsréttur. Æsufell mjög góð 2ja herb. ibúð á 7. hæð. Fullfrágengin. Laus strax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.