Morgunblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11 , FRÁ MANUDEGI ‘iV v Hvernig væri að þeir framsýnu og réttlátu menn, er berjast fyrir breytingu laga um fæðingarorlof, létu þetta misrétti, sem við erum beittar af atvinnuleysistryggingar- sjóði, einnig til sín taka. Megi rétt- ur-okkur sem einstaklinga sigra. Bara kona mannsins míns.“ % Eintómar bjórvambir? „Kæri Velvakandi. Mér finnst bjór enginn aufúsu- gestur hér á íslandi. Er þessi Jón Sólnes að hugsa um almennings- heill eða er hann aðeins að hugsa um eigin hagsmuni? Og varðandi unglingana þá finnst mér kvikindislegt að toka þá inni eins og Hrafn Gunnlaugsson lagði til. Ef bjór kæmist til okkar myndi hann bætast við áfengisböl- ið. Okkur vantar alls ekki bjórinn í Reykjavík, né annars staðar, en hins vegar mætti fjölga vínveit- ingahúsum í staðinn. Hvernig haldið þið að næsta kynslóð verði — þ.e.a.s. þeir sem eru unglingar núna? Eintómar bjórvambir eins og myndin af dönsku bjórvömbinni, sem Dag- blaðið sýndi nýlega. Með von um birtingu, Matthildur Birgisdðttir.** Austan af landi kemur svo ann- að bréf sem fjallar um mikið rætt mál, en það er um skattafrumvarp- ið. £ Tapaður frádráttur? „Velvakandi góður. Það er nú búið að ræða og rita svo mikið um skattalagabreyting- una, að þar er varla við bætandi. Þó er eitt atriði sem ég ætla að geta um og hefi ekki orðið var við að tekin hafi verið afstaða til í öllum umræðunum. En þó getur það hafa farið framhjá mér. En þetta atriði er sú staða, sem kemur upp þegar t.d. eiginmaður- inn er heilsulaus og getur ekki unnið fyrir heimilinu. Á þá konan sem vinnur úti og sér oft og einatt um heimilisstörfin að auki að missa að óbættu þau 50% sem hún eða hjónin sameiginlega fengu í frádrátt frá skatti? Þetta atriði finnst mér að þurfi að taka til sanngjarnar athugunar og gildir þá einu hvert hjónanna verður óvinnufært. Þarna þarf að gera einhverjar réttlátar hliðarráðstaf- anir. 1 grundvallaratriðum byggir núgildandi hjúskaparlöggjöf á hagsmunalegri og félagslegri sam- stöðu hjóna nema um séreign sé að ræða. Þó geta hjón notið verulegs fjárhagslegs sjálfstæðis sam- kvæmt lögunum, t.d. þegar um skiptingu skuldaábyrgðar er að ræða. Við skulum öll vona að löggjaf- inn beri gæfu til að stíga nú stórt spor í rétta átt, átt réttlætis og treysta þar með lýðræðið í landi voru. Sigurður Magnússon." Þessir hringdu . . . # Víðar vandræði Keflvíkingur: „Ég vil aðeins fá að taka fram í sambandi við ummæli sem Skaga- SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á miliisvæðamótinu í Biel ( Sviss ( sumar kom þessi staða upp ( skák þeirra Rogoffs, Banda- ríkjunum, og Portisch, Ungverja- landi, sem hafði svart og átti leik: 32. ... h4! (Eftir 32. ... Hxf2 33 Hxg7 + ! heldur hvítur sínu) 33. Hxg7+ (Eða 33. Hxg6 Hxg6+ 34. Bg2 Hxg2+ 35. Khl Hgxf2 og hvítur tapar drottningunni) Kxg7! og hvítur gafst upp. Þaó var einmitt á þessu móti sem Portisch vann sér þátttökurétt í áskorendakeppninni sem nú stendur yfir. fólk viðhafði í Velvakanda fyrir stuttu um að við í Keflavík hefðum getað leyst þennan vanda með reyk frá loðnuverksmiðjunum. Svo er nú ekki alveg, við eigum við sama vanda að stríða og Skaga- menn, maður getur ekki opnað glugga öðru vísi en að fá inn til sín þessa pest, sem óhjákvæmilega fylgir loðnubræðslu. Það var bent á það að við hefðum gert eitthvað til að berjast gegn þessum ófögnuði, en viðleitni okkar hefur engan árangur borið, bæjarstjórnin hefur lofað að gera eitthvað í málinu, en verksmiðjan starfar áfram á undanþágum trekk í trekk. Við vitum að loðnu- bræðsla hefur þetta alltaf í för með sér, það verður ekki komizt hjá því, en við erum á þeirri skoð- un að nú þurfi að gera svipað og á loksins að fara að gera i Álverinu í Straumsvík, að setja upp einhver hreinsitæki. Það hafa lent bílar í árekstri fyrir austan, af völdum loðnu- reyks, og ég vil bara minna á að það gerðist svipað hér í fyrra að mig minnir að nokkrir bílar lentu í kös hér fyrir utan Fiskiðjuna. Þeg- ar vindur stendur af hafi leggur reykinn beint yfir aðalgötuna og þá getur það skapað vissa hættu.“ Þetta voru orð Keflvíkingsins og það er áreiðanlegt að í öllum þess- um stöðum þar sem loðna er brædd að þessi mökkur fylgir. Á að leyfa honum að rjúka óhindrað út í loftið eða á að skylda verk- smiðjurnar til að koma upp hreinsitækjum? HOGNI HREKKVÍSI Hver fj. ." ein af mörgæsunum er horfin! Athugasemd frá Dýra- læknafélagi tslands MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Jóni Péturssyni formanni Dýralæknafélags Is- lands: I blaði yðar hinn 11. þ.m. birtist teikning eftir ykkar ágæta teikn- ara Sigmund. Teikningin er af dýralækni við könnun aðbúnaðar starfsfólks í Kröflu. Ég bið yður að flytja Sigmundi bestu þakkir fyrir teikninguna svo og fyrir allar hans fyrri teikningar, sem svo sannarlega hafa gert okkur dýralæknum til- veruna bærilegri undanfarin ár. Þar að auki gefur teikningin mér tækifæri til að leiðrétta misskiln- ing, sem um gæti verið að ræða vegna blaðaskrifa undanfarið, um heilbrigðismál svo og um heilsu- gæzlu gæludýra. Skal þar fyrst taka, að það er ekki eins hlægilegt og teikningin gefur til kynna, að dýralæknir kanni aðbúnað starfsfólks hinna ýmsu vinnustaða og vinni að heil- brigðiseftirliti almennt, þar eð dýralæknar hafa mjög góða menntun til þessara starfa, má benda á, að í nágrannalöndum okkar hvaðan velflestir íslenskir dýralæknar eru menntaðir, eru það sérstök dýralæknisembætti (stadsdyrlæger, byveterinærer) og rannsóknarstofur þeirra, sem hafa heilbrigðiseftirlit með hönd- um. Þetta er einnig viðurkennt af okkar löggjafa t.d. í lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftir- lit. 1 öðru lagi vil ég undirstrika, að dýralæknar hvorki mega né vilja auglýsa ágæti sitt í fjölmiðlum, þó hefur Dýralæknafélag íslands birt fréttatilkynningar um fundi sína. Virðingarfyllst, Jón Pétursson formaður Fyrirlestur um vistfræði og lífshætti Arne Næss, prófessor í heim- speki við háskólann i Ósló, heldur opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar um efnið Vist- fræði og Kfshættir. Er unnt að draga úr sókn eftir efnislegum gæðum og öðlast meiri Kfsfyll- ingu? Fyrirlesturinn verður fluttur þriðjudaginn 15. mars kl. 17.15 í stofu 201 í Árnagarði. ÖUum er heimill aðgangur. Frétl frá lláskóla islands. SH/ Komj fgen lurl Ó< »<s>t Crisan er sjampó sem eyðir flösu í raun og veru. íslenskar leiðbeiningar á flöskunni. Crisan flösusjampó fæst í apótekum, snyrtivöruverslunum og flestum matvöru- verslunum. HALLDÓR JONSSON HF. Dugguvogi 8 SH/ Komj fgen Cur H WfllA Bifreiðin R-1 96 til sölu Citroen DS 23 Pallas árgerð 1973, ekinn 64.000 km, sjálfskiptur, vökvastýri, leðursæti. Fyrsta flokks meðferð. Allar upplýsingar hjá sölumanni vorum. Lágmúla 5 sími 81 555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.