Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977 Hafnarfjörður: Hlutu prests- kosningu Séra Gunnþór Ingason 1 gærmorgun voru talin atkvæði á skrifstofu biskups frá prests- kosningu I Hafnarfjarðarpresta- kalli og Víðistaðaprestakalli hinn 20. marz s.l. Um Hafnarfjarðarprestakall voru tveir umsækjendur og á kjörskrá voru 3565. Atkvæði greiddu 2465. Séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir hlaut 950 atkvæði og séra Gunnþór Ingason 1467. Auð- ir seðlar voru 35 og ógildir 13. Séra Gunnþór var kosinn lög- mætri kosningu. í Víðistaðaprestakaili var einn umsækjandi, séra Sigurður H. Guðmundsson. Á kjörskrá voru 2106 og atkvæði greiddu 1036. Séra Sigurður hlaut 1016 atkvæði, auðir seðlar voru 17, ógildir 3. Kosningin er ólögmæt. Séra Sigurður II, Guðmundsson. Reyðarfjörður: Netaafl- inn að glæðast Heyðarfirói, 24. marz Afli Gunnars SU 139 frá miðjum janúar er nú 308 tonn. Léleg netaveiði var fyrst framan af en er nú heldur að glæðast. Snæfugl var á loðnu- veiðum og fékk 1900 tonn af loðnu á loðnuvertiðinni til 12. marz, en hann missti úr 17 daga á vertíðinni vegna bilana. Snæfulg er byrjaður á neta- veiðum og er nú í annarri veiðiferð sinni, en hann kom með 38 tonn af þorski og ýsu úr fyrsta túrnum. Mjög gott veður er hér og er það búið að vera undanfarið. Snjór er nær horfinn úr pláss- inu. —í.rúla. [

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.