Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977 Atvinnuleysi Eitt mesta böl, sem gengur yfir þjóðir heims, er atvinnulevsið. t kjölfar efnahags- kreppu, sem m.a. á ræt- ur f þróun olíuverðs, hefur atvinnuleysi sagt til sfn f ríkum mæli í hinum iðnvædda hluta heims, ekki sfzt f V- Evrópu. 1 febrúarmán- uði sl. minnkaði at- vinnuleysi f aðildarríkj- um Efnahagsbandalags Evrópu um tvö prósent. Enn munu þó um 5,8 milljónir manna at- vinnulausar í þessum löndum, eða um 5.5% vinnuaflsins. Atvinnu- leysingjar munu um 200.000 fleiri en á sama tíma í fyrra. Vestur- Þýzkaland hefur náð einna beztum árangri í aðgerðum gegn atvinnu- leysi og hefur það minnkað þar um 10% á sl. 12 mánuðum — og í Holiandi um 8%. Engu að síður má Ijóst vera, að hér er enn við ógn- þrungið vandamál að ræða í flestum Evrópu- ríkjum. Spár, sem ekki rættust Sá alþjóðlegi kreppu- vottur, sem er meginor- sök umrædds atvinnu- leysis, sagði til sín hér á landi. Hann bættist við ýmis heimatilbúin vandamál á efnahags- sviði f endaðan feril vinstri stjórnarinnar. Viðskiptahallinn við út- lönd hafði vaxið mjög ört, galdeyrisvarasjóðir þurrkazt upp, erlend skuldasöfnun hrannazt upp, rekstrarhalli ríkis- sjóðs farið ört vaxandi. Verðbólgan rauk upp f 54% vöxt 1974. — Þvf var spáð, er núverandi rfkisstjórn tók við völd- um, að þá rfkjandi ástand og nauðsynlegar efnahagsaðgerðir hlytu óhjákvæmilega að leiða til hliðstæðs atvinnu- leysis hér og þá þegar var farið að segja til sfn f helztu nágranna- og viðskiptalöndum okkar. Þessar spár hafa sem betur fer ekki rætzt. Tekizt hefur að tryggja atvinnuöryggi um gjörvallt land á liðnum misserum og hvarvetna berast fréttir af blóm- legu atvinnulífi. Engu að síður hefur miðað verulega í rétta átt f efnahagsmálum. Við- skiptahallinn hefur minnkað að mun, þó hann sé enn mikill. Gjaldeyrisstaðan er erfið en þó allt önnur og viðráðanlegri en var á árinu 1974. Verð- bólguvöxtur, sem var 54% á árinu 1974, hefur hjaðnað i um 30% á sl. ári, — en er þó enn alvarlegasta meinsemd efnahagslffs okkar. Á miklu rfður að takizt aðj hefta enn vöxt hans á yfirstandandi ári, en þar eru mörg Ijón á veg- inum. Á árinu 1976 náð- ist í fyrsta sinn um langt árabil hallalaus rfkisbúskapur, m.a. vegna vaxandi aðhalds f ríkisrekstri og sam- dráttar í rfkisfram- kvæmdum. Hins vegar eru ýmsar biikur á lofti í efnahagslffi okkar — og ekki þarf mikið að fara úr skorðum, til þess að aftur sæki í gamla ógæfu farið. Skattheimtan verður að minnka Þvf hefur verið haldið fram með nokkrum rök- um að kaupmáttur al- mennra launa sé veru- lega minni hér á landi en í þeim löndum, sem búa að hæstum kaup- mætti launatekna. Nauðsynlegt er að fram fari ítarleg könnun á þessu efni, þar sem tek- ið er tillit til verðlags og skattheimtu, þann veg, að samanburður- inn verði marktækur. Þó ætti öllum að vera ljóst, sem um þessi mál fjalla á raunhæfan hátt, að þeim mun stærri hlut sem samneyzlan, þ.e. skattheimta ríkis og sveitarfélaga, tekur í sinn hlut af heildartekj- um eða verðmætasköp- un í þjóðfélaginu, þeim mun minna verður eftir í ráðstöfunartekjur (rauntekjur) heimila og einstaklinga. Einn veigamesti þátturinn í því að tryggja heimil- unum og einstaklingun- um í þjóðfélaginu sann- gjarnar ráðstöfunar- tekjur, hlýtur því að vera sá, að halda skatt- heimtunni/ samneysl- unni innan hóflegra og sanngjarnra marka, á heildina litið, samhliða réttlátari skiptingu skattbyrðarinnar. Hér er um pólitískt grundvallaratriði að ræða, sem augu hins al- menna borgara eru að opnnast fyrir í æ ríkara mæli. Hinn almenni borgari hlýtur að krefjast þess af stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum að þeir taki skýrari af- stöðu til þessa atriðis en gert hefur verið um sinn. Óánægjan með of- sköttun og ofvöxt í rík- isbákninu getur hvenær sem er brotizt upp á yf- irborðið f þjóðfélaginu. Fleiri en smærri kaup- krónur rétta engra hlut, einar út af fyrir sig. Það sannar dýrkeypt reynsl- an. En aðhald í opinber- um útgjöldum, sem leiddi til lækkunar skattheimtu, skapaði al- menningi frekari ráð- stöfunarrétt en nú er á eigin vinnulaunum og aflafé. Gerið góð kaup CHEERIOS 1. PK. TROPICANA STÓR FERNA M.S. FRÓMAS 3 TEG. MAYONNESE LÍTERS FATA HRÍSGRJÓN 907 GR. PAXO RASP 1. PK. OPAL BRJÓSTSYKUR 6. TEG. 350 GR. P.K. MAGGÝ SÚPUR 1. PK. Leyft veró Okkar verð kr 209 kr 187 369 332 240 216 549 493 225 202 76 68 382 344 107 95 Ath: Ath: Þetta eru aðeins fáein verðsýnishorn. einnig verðsamanburð sem sést á tvöföldum verðmerkimiðum er sýnir leift verð og okkar verð. Opið til kl. 10 föstudaga Lokað á laugardögum & Vörumarkaðnrinn hf. Sími86111 Iþróttafélag Miklaholtshrepps minnist 40 ára afmælis síns með hófi að Breiðabliki laugardaginn 23. apríl kl. 21. Öllum fyrrverandi og núverandi félögum ásamt mök- um þeirra er boðin þátttaka. Þátttökutilkynn- ingar berist fyrir 12. apríl til eftirtalinna aðilja sem einnig veita nánari upplýsingar. Reykjavík og nágrenni: Ágúst Ásgrímsson sími 84427 Stykkishólmur: Magndís Alexandersdóttir sími 8207 eða á símstöðina Hjarðarfelli. Stiórnin. m Urval af fermingarfötum úr riffluöu flaueli og terylene-efnum. Fermingar: Skyrtur, slaufur, skór. QBDl “ c^Austurstræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.