Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977 I OLLUM STÆRÐUM HAGSTÆTT VERÐ OPIÐ TIL 10 FÖSTUDAGA LOKAÐ LAUGAPDAGA í SKEIFUNNI OPIÐ í KJÖRGARÐI FRÁ 9—12 I KJÖRGARÐlllSKEIFUNN115 Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Eyjum: Björn Guðmundsson endurkjörinn formaður Ný sýning í Gallery Háhól Akureyri, 20. mars. NÝ sýning var opnuð í Gallery Háhól við Glerárgötu í gær og verður hún opin til 27. mars. Þar kennir margra grasa, en mest er um grafíkmyndir eftir íslenska og erlenda myndlistarmenn. Mynd- irnar eru allar til sölu. Erlendu myndlistarmennirnir eru Carabellese, Frisedahl, Soisson, Massol, Barnet, Papart, Pompa, D'Huterivés, Corneille, Vasarely og Calder, en auk þess eru myndir eftir Islendingana Erró, Jóhannes Geir, Bernharð Steingrímsson, Óla G. Jóhannsson, Elías B. Halldórsson, Örlyg Sigurðsson, Eirík Smith, Alice Sigurðsson og Kjartan Guðjónsson. — Alls eru 65 myndir á sýningunni. Sv.P. „Móðurmál” Leiðarvísir handa kennurum og kennaraefnum Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið út bókina ,,Móðurmál“, leiðarvfsir handa kennurum og kennaraefn- um, eftir Baldur Ragnarsson. Bók þessi er að stofni til álitsgerð er samin var á -vegum Skólarann- sóknardeildar Menntamálaráðu- neytisins á árunum 1971—72. Hér er um að ræða úttekt á móður- málskennslu i íslenskum skólum og er fjallað um alla helstu þætti hennar jafnframt því sem freistað er að marka heildarstefnu í þessu efni. Ný móðurmálsnámskrá handa grunn- skóla sem út kom haustið 1976, er reist á þeim grunni sem hér er lagður. Bókin er einkum ætluð kennaranemum, en hún er einnig handbók starfandi kennurum. Þetta er önnur bókin i Ritróð Kennaraháskóla Islands og Iðunnar, en þar birtast einkum fræðirit og handbækur um nám og kennslu. Áður er komin út i þessum flokki bókin ,,Drög að almennri og íslenskri hljóðfræði" eftir dr. Magnús Pétursson. Rjörn Guðmundsson herra, og alþingismennina Ingólf Jónsson og Sverri Hermannsson. Að loknum aðalfundarstörfum fóru fram umræður um fjárhags- áætlun Vestmannaeyjakaup- staðar og stofnana hans fyrir árið 1977, og voru frummælendur bæjarfulltrúarnir Jóhann Frið- finnsson og Sigurbjörg Axelsdótt- ir. Miklar umræður urðu um fjár- hagsstöðu bæjarsjóðs og þann mikla vanda, sem við er að glíma i þeim málum. Auk stjórnarkosn- inga var kosið i kjördæmisráð og fleiri nefndir á vegum fulltrúar- ráðsins á fundinum. Björn Guðmundsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Vestmannaeyjum, er jafnframt formaður Kjördæmisráðs sjálf- stæðismanna i Suðurlandskjör- dæmi. Al (.I.VSIN(.AS[\tI\N EK: 22480 2R«r£unt>tabit> Leikfélag MA: Kve„nabiómi ma r Ó, þetta er indælt stríd Akureyri. 24. mars. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir í kvöld sjónleikinn „Ó, þetta er indælt stríð'1* eftir Joan Littlewood og Charles Chilton í þýðingu Indriða G. Þorsteinssonar. Leik- stjóri er Þórhildur Þor- leifsdóttir, sem jafnframt hefir æft söngva og dansa, en leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tómas- dóttur. Hlutverk eru 40 — 50, en leikendur eru 18. Undirleik annast Thomas Jackman. Fjórir tækni- menn og um 20 aðrir aðstoðarmenn vinna við sýninguna, og mikil vinna liggur eftir nemendur við saumaskap á búningum. Æfingar hafa staðið yfir í 5 vikur. AÐALFUNDUR Fulltrúarráðs sjálfstæðisfélaganna í Vest- mannaeyjum var haldinn í Sam- komuhúsinu þar 24. febrúar sfðastliðinn. Öll stjórn ráðsins var endurkjörin, en formaður hennar er Björn Guðmundsson. Aðrir með honum í stjórn eru: Jóhann Friðfinnsson, varafor- maður, Arnar Sigurmundsson, ritari, og meðstjórnendur eru for- menn sjálfstæðisfélaganna I Vest- mannaeyjum: Ingibjörg Johnsen frá Eygló, Steingrímur Arnar frá Sjálfstæðisfélagi Vestmannaeyja og Magnús Jónsson frá Eyverjum. Á aðalfundinum flutti for- maður, Björn Guðmundsson, skýrslu yfir síðastliðið starfsár ráðsins. Kom fram að ráðið hafði á árinu haldið 7 fundi, en aðal- fundur í fyrra var haldinn 7. marz. Nokkrir forystumanna Sjálfstæðisflokksins komu á fundi í ráðinu og má þar nefna Geir Hallgrímsson, forsætisráð- Karlpeingur MA I „Stríðinu“. Eftir frumsýninguna verður farið í leikför til Isafjarðar, og verður sýn- ing þar á föstudagskvöld og í Bolungarvík á sunnudags- kvöld. Sýningar á Akur- eyri verða svo teknar upp aftur í næstu viku og verða á þriðjudags-, miðviku- dags- og laugardagskvöld, en eftir það verður hlé á sýningum fram yfir páska. Uppselt er á frumsýning- una. S. P. Unglingasveit TR sigursæl UNGLINGASVEIT Taflfélags Reykjavfkur fór nýlega til Bol- ungarvfkur og Isaf jarðar og tefldi þar fjöltefli. Fóru leikar þannig að unglingasveit TR sigraði Bol- víkinga 17‘A:‘A og sameiginlegt lið Bolvíkinga, Isfirðiinga og Súðvík- inga 14:4. I hraðskák sigraði TR 113H:66H. Taflfélagsmenn róm- uðu allar móttökur. Það má telja til tíðinda, að í sveit TR voru tvær stúlkur. Nýtt — Nýtt frá Ítalíu Peysujakkar, skyrtublússur. GJugginn Laugavegi 49. LEÐURLÍKISJAKKAR KR. 5.500 NYLONÚLPUR KR. 6.100 GALLABUXUR KR. 2.270 TERLYENEBUXUR FRÁ KR. 2.370 PEYSUR SKYRTUR, NÆRFÖT O.FL ÓDÝRT. Andrés, Skólavörðustíg 22. Orð Krossins Fagnaðarerindið verður boðað frá Trans World Radio, Monte Carlo, á hverjum laugardags- morgni kl. 1 0.00—10.1 5. Sent verður á stutt- bylgju 31 metra, (9,5 MHZ.) Orft Krossins, pósth. 4187, REYKJAVÍK Handavinnusýning mín verður opnuð að Heilsuhæli N.L.F.Í. í Hvera- gerði á morgun laugardaginn 26. marz. Kristmunda Bryn/ó/fsdóttir. Flugvirki Óskum ettir að ráða reglusaman duglegan flugvirkja til að sjá um eftirtaldar flugvélategundir. CESSNA 150, CESSNA 172, CESSNA 140, CESSNA 205, CESSNA 310. PIPER PA—23, PIPER PA—28, BRITISH BN—2 —B Meðmæli óskast. Umsóknir sendist Morgunblaðinu merktar: A — 2469

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.